Fara í efni

Glaumbær lóð (222026) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1401148

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 254. fundur - 12.02.2014

Guðmundur Þór Guðmundsson, fyrir hönd Kirkjumálasjóðs, sem er skráður eigandi jarðarinnar Glaumbæjar í Skagafirði, landnr. 146031, sækir um heimild til að stofna lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7482-1, dags. 2. janúar 2014.
Íbúðarhús með fastanúmerið 214-0436 mun tilheyra lóðinni. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu tilheyra Glaumbæ, landnr. 146031. Jafnframt er óskað heimildar til þess að leysa hina nýstofnuðu lóð úr landbúnaðarnotum.
Fyrir liggur samþykki ábúenda jarðarinnar. Erindið samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 312. fundur - 20.03.2014

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.