Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

23. fundur 21. febrúar 2024 kl. 16:15 - 18:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 80

Málsnúmer 2401014FVakta málsnúmer

Fundargerð 80. fundar byggðarráðs frá 17 janúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 80 Undir þessum dagskrárlið mættu Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður, Kristín Jónsdóttir skjalastjóri og Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri.
    Á fundi framkvæmdaráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar 21.02.2023 var samþykkt að stofna til starfshóps til að kanna núverandi stöðu mála varðandi varðveislu og umsýslu stafrænna gagna sem og leggja fram sviðsmyndir um framtíðarsýn í þessum málaflokki. Í starfshópinn voru skipuð gestir fundarins. Hópurinn hefur nú skilað af sér niðurstöðum í formi skýrslu um skjalavörslu og rafræn skil Skagafjarðar.
    Byggðarráð samþykkir að fela héraðsskjalaverði, skjalastjóra og verkefnastjóra að vinna drög að skjalastefnu sem verður lögð fyrir byggðarráð og sveitarstjórn í febrúar 2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 80 Byggðarráð Skagafjarðar leggur til við sveitarstjórn að kjördeildir í Skagafirði verði skipuð eftirtöldum einstaklingum:
    Kjördeild I á Sauðárkróki:
    Atli Víðir Hjartarson, formaður
    Ásta Ólöf Jónsdóttir, aðalmaður
    Kristjana E. Jónsdóttir, aðalmaður
    Brynja Ólafsdóttir, varamaður
    Steinn Leó Rögnvaldsson, varamaður
    Guðný Guðmundsdóttir, varamaður
    Kjördeild II í Varmahlíð:
    Valgerður Inga Kjartansdóttir, formaður
    Vagn Þormar Stefánsson, aðalmaður
    Þorbergur Gíslason, aðalmaður
    Bjarni Bragason, varamaður
    Sigríður Sigurðardóttir, varamaður
    Valdimar Óskar Sigmarsson, varamaður
    Kjördeild III á Hofsósi:
    Ingibjörg Klara Helgadóttir, formaður
    Sigmundur Jóhannesson, aðalmaður
    Alda Laufey Haraldsdóttir, aðalmaður
    Vala Kristín Ófeigsdóttir, varamaður
    Eiríkur Arnarsson, varamaður
    Sjöfn Guðmundsdóttir, varamaður
    Bókun fundar Erindið var fullafgreitt á 22. fundi sveitarstjórnar 13. janúar 2024
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 80 Málið áður tekið fyrir á 79. fundi byggðarráðs Skagafjarðar.
    Alls bárust 4 tilboð í fasteignina Lækjarbakka 5 áður en tilboðsfrestur rann út 8. janúar sl. Tilboð bárust frá Agnari H. Gunnarssyni; Friðriki Smára Stefánssyni og Rikke Busk; Sigurði Bjarna Sigurðssyni og Sif Kerger og að lokum Valdimar Bjarnasyni og Ragnhildi Halldórsdóttur.
    Byggðarráð samþykkti á 79. fundi að fela fasteignasala að gera gagntilboð til hæstbjóðanda enda innihélt tilboð hæstbjóðanda lakari greiðslutilhögun en önnur tilboð; teldist það því óbreytt lakara en tilboð næstbjóðanda. Því gagntilboði var hafnað og samþykkti byggðarráð því að ganga að tilboði næstbjóðanda, Friðriki Smára Stefánssyni og Rikke Busk að upphæð 39 milljónir króna, í samræmi við umboð sem byggðarráðsfulltrúar veittu sveitarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 80 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 1/2024, "Frumvarp til laga um vindorku". Framlengdur umsagnarfrestur er til og með 23.01. 2024.
    Meirihluti byggðarráðs samþykkir eftirfarandi umsögn:
    Markmið íslenskra stjórnvalda um orkuskipti, er að Ísland skuli ná kolefnishlutleysi og að fullum orkuskiptum skuli náð eigi síðar en árið 2040. Jafnframt er markmið stjórnvalda að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja heims. Ef þessi markmið eru skoðuð í ljósi upplýsinga um innflutta olíu er ljóst að hægt gengur að draga úr olíuinnflutningi ásamt því verulega aukin eftirspurn er eftir raforku til bæði minni notenda eins og heimila og meðalstórra fyrirtækja ásamt því að stórnotendur hafa einnig aukið eftirspurnina. Framboð raforku í dag nær því engan veginn að fullnægja eftirspurninni. Einnig er mikill munur á milli landshluta hvað varðar aðgengi að orku en þar ræður fjarlægð frá virkjunum og flutningskerfið mestu.
    Í Skagafirði er hvoru tveggja andsnúið íbúum og atvinnulífi héraðsins, þ.e.a.s raforkuframleiðsla á svæðinu er vart mælanleg og flutningskerfið í gegnum fjörðinn er bæði gamalt og fulllestað. Framboð af raforku umfram það magn sem notað er í dag er því mjög takmarkað. Ástæða þess að raforkuframleiðsla á svæðinu er lítil er að fáir álitlegir vatnsaflsvirkjunarkosti sem framleiða meira en 1 MW er hér að finna. Stærri virkjunarkostir eins og Skatastaðavirkjun eða Villinganesvirkjun hafa verið í afar löngu matsferli í rammaáætlun sem ekki sér fyrir endann á.
    Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar fagnar því framkomnu frumvarpi til laga um nýtingu vindorku en með því opnast möguleikar á að nýta vindorku til raforkuframleiðslu og staðsetja vindmyllur samkvæmt gildandi skipulagslögum, samþykki ráðherra að vísa umræddum orkunýtingarkostum til meðhöndlunar hjá viðkomandi sveitarstjórn. Þó eru þau skilyrði sem þarf að uppfylla, og t.d. aðkoma verkefnisstjórnar rammaáætlunar að þeim áður en ráðherra fær málið til umsagnar, ekki nægjanlega skýr að mati ráðsins. Það er mikilvægt að skýra betur allan ferilinn og þær kröfur sem þar eru gerðar, því þessi mál verða í mörgum tilfellum umdeild á meðan þau eru í vinnslu hjá sveitarstjórnum landsins. Með því að opna á þann möguleika að stytta og einfalda ferlið fyrir byggingu vindmylla upp að ákveðinni stærð gæti ferlið styst og möguleikar sveitarfélaga til að efla orkuframleiðslu á eigin svæði aukist. Það er jákvætt, ekki síst fyrir sveitarfélög eins og Skagafjörð, þar sem aðgengi að aukinni raforku er mjög takmarkað.
    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
    Mikilvægt er að rannsaka nýtingu vindorku nánar á Íslandi og kynna fyrir almenningi áður en teknar eru óafturkræfar ákvarðanir. Gera skal ríka kröfu til þess að sýna fram á hvort þessi gerð virkjana samræmist og falli að íslenskum aðstæðum, náttúru, víðernum, samfélagi og efnahag. Setja þarf skýrar reglur um vindorkuvirkjanir t.d. um stærð þeirra, efni, lit, hver fjarlægir þær að notkun lokinni og annað sem er ráðandi um hvaða afleiðingum þær valda. Ef ráðist er í byggingu vindorkuvera þarf að meta þau innan rammaáætlunar og eins verða framkvæmdir þessar að lúta lögum og reglum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um auðlindagjald. Aðlaga skal reglur um mat á umhverfisáhrifum að byggingu vindvirkjana. Einungis skal leyfa byggingu vindorkuvera sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar að undangengnu umhverfismati og í sátt við náttúru og samfélög. Setja þarf skýrar reglur um innheimtu auðlindagjalds af vindorkuverum og marka þarf stefnu hið fyrsta um nýtingu vindorku jafnt á landi og í hafi í íslenskri lögsögu. Vindorkuver eiga aðeins heima á þegar röskuðum svæðum á landi með tengingu við vatnsaflsvirkjanir og fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang í þessum málum. Ríkja þarf sátt um nýtingu vindorku og kalla þarf eftir afstöðu almennings og félagasamtaka m.t.t. náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða og eignarhalds vindorkuvera hérlendis.
    Bókun fundar Meirihluti ítrekar bókun frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
    Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar fagnar því framkomnu frumvarpi til laga um nýtingu vindorku en með því opnast möguleikar á að nýta vindorku til raforkuframleiðslu og staðsetja vindmyllur samkvæmt gildandi skipulagslögum, samþykki ráðherra að vísa umræddum orkunýtingarkostum til meðhöndlunar hjá viðkomandi sveitarstjórn. Þó eru þau skilyrði sem þarf að uppfylla, og t.d. aðkoma verkefnisstjórnar rammaáætlunar að þeim áður en ráðherra fær málið til umsagnar, ekki nægjanlega skýr að mati ráðsins. Það er mikilvægt að skýra betur allan ferilinn og þær kröfur sem þar eru gerðar, því þessi mál verða í mörgum tilfellum umdeild á meðan þau eru í vinnslu hjá sveitarstjórnum landsins. Með því að opna á þann möguleika að stytta og einfalda ferlið fyrir byggingu vindmylla upp að ákveðinni stærð gæti ferlið styst og möguleikar sveitarfélaga til að efla orkuframleiðslu á eigin svæði aukist. Það er jákvætt, ekki síst fyrir sveitarfélög eins og Skagafjörð, þar sem aðgengi að aukinni raforku er mjög takmarkað.

    Álfhildur Leifsdóttir og Sigulaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra íreka bókun frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
    Mikilvægt er að rannsaka nýtingu vindorku nánar á Íslandi og kynna fyrir almenningi áður en teknar eru óafturkræfar ákvarðanir. Gera skal ríka kröfu til þess að sýna fram á hvort þessi gerð virkjana samræmist og falli að íslenskum aðstæðum, náttúru, víðernum, samfélagi og efnahag. Setja þarf skýrar reglur um vindorkuvirkjanir t.d. um stærð þeirra, efni, lit, hver fjarlægir þær að notkun lokinni og annað sem er ráðandi um hvaða afleiðingum þær valda. Ef ráðist er í byggingu vindorkuvera þarf að meta þau innan rammaáætlunar og eins verða framkvæmdir þessar að lúta lögum og reglum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um auðlindagjald. Aðlaga skal reglur um mat á umhverfisáhrifum að byggingu vindvirkjana. Einungis skal leyfa byggingu vindorkuvera sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar að undangengnu umhverfismati og í sátt við náttúru og samfélög. Setja þarf skýrar reglur um innheimtu auðlindagjalds af vindorkuverum og marka þarf stefnu hið fyrsta um nýtingu vindorku jafnt á landi og í hafi í íslenskri lögsögu. Vindorkuver eiga aðeins heima á þegar röskuðum svæðum á landi með tengingu við vatnsaflsvirkjanir og fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang í þessum málum. Ríkja þarf sátt um nýtingu vindorku og kalla þarf eftir afstöðu almennings og félagasamtaka m.t.t. náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða og eignarhalds vindorkuvera hérlendis.

    Afgreiðsla 80. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 80 Lagt fram til kynningar bréf, dags. 9. janúar 2024, frá innviðaráðherra. Í bréfinu er fjallað um niðurstöðu dómsmáls Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna úthlutunar úr sjóðnum þar sem héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi borginni í vil. Með dómnum var ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg tæpa 3,4 milljarða króna, auk vaxta og dráttarvaxta en með þeim gæti fjárhæðin numið um 5,5 milljörðum króna. Dómnum hefur þegar verið áfrýjað. Á meðan málið er í ferli verður beðið með framlagningu frumvarps um heildarendurskoðun laga um Jöfnunarsjóð.
    Byggðarráð Skagafjarðar telur eðlilegt og rétt skref að dómnum hafi verið áfrýjað enda leiðir óbreytt niðurstaða til mögulegrar skerðingar framlaga til allra sveitarfélaga í landinu af hálfu Jöfnunarsjóðs, komi ekki til aukinna framlaga ríkisins. Við slíka skerðingu verður ekki unað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 80 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. janúar 2024, þar sem boðað er til XXXIX. landsþings sambandsins fimmtudaginn 14. mars nk. Landsþingsfulltrúar verða boðaðir til þingsins með sérstöku bréfi með dagskrá landsþingsins og gögnum. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 81

Málsnúmer 2401023FVakta málsnúmer

Fundargerð 81. fundar byggðarráðs frá 24. janúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 81 Undir þessum dagskrárlið kom Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi til fundarins. Rætt var um mögulegar sviðsmyndir varðandi lagfæringar á aðstöðu Siglingaklúbbsins Drangeyjar.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða forsvarsmenn siglingaklúbbsins Drangeyjar á fund byggðarráðs í fyrstu viku febrúarmánaðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 81 Byggðarráð samþykkir að kjörstaðir við forsetakosningar 1. júní 2024 verði eftirfarandi:
    Bóknámshús FNV á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli og Félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Kjörstaðir við forsetakosningar 1. júní 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 81 Tekið fyrir bréf frá Persónuvernd, dags. 11. janúar 2024, þar sem beint er til sveitarfélaga landsins að huga að því hvort Google-nemendakerfið er notað af grunnskólum þess, auk þess sem því er beint til sveitarfélaga sem nota kerfið að meta hvort þörf er á að gera viðeigandi úrbætur á vinnslu persónuupplýsinga í kerfinu, til samræmis við niðurstöður Persónuverndar.
    Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs og persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins að yfirfara málið og koma á fund byggðarráðs og gera grein fyrir nauðsynlegum viðbrögðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 81 Lagðar fram reglur um viðbótarniðurgreiðslu dvalargjalda sem vísað var til byggðarráðs frá 22. fundi fræðslunefndar þann 18. janúar 2024. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðbótarniðurgreiðslur 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 81 Málið var áður tekið fyrir á 73 fundi byggðarráðs Skagafjarðar.
    Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 238/2023, "Skilgreining á opinberri grunnþjónustu". Umsagnarfrestur er til og með 07.02. 2024.
    Byggðarráð Skagafjarðar hefur fjallað um þau drög sem liggja fyrir og samþykkir eftirfarandi bókun:
    Byggðarráð fagnar því að unnið sé að stefnu til að ná fram markmiðum stjórnvalda um að jafna aðgengi íbúa landsins að opinberri þjónustu og að það verði skilgreint í lögum hvernig réttur íbúa landsins til hennar verði tryggður, óháð búsetu.
    Skagafjörður er landfræðilega stórt fjölkjarna sveitarfélag þar sem stefnan hefur verið að jafna lífskjör íbúanna eins og kostur er. Ýmislegt má nefna sem sveitarfélagið hefur mótað stefnu um og lagt áherslu á til jöfnunar lífskjara í sveitarfélaginu. Má þar nefna að haldið er úti þremur skólahverfum sem öll hafa grunnskóla og leikskóla en það styttir til muna vegalengdir nemenda/íbúa að þeirri þjónustu. Einnig hefur verið lögð rík áhersla á að koma heitu vatni til allra íbúa þar sem það er tæknilega mögulegt, lagður hefur verið ljósleiðari til allra heimila í dreifbýli og margt fleira mætti nefna. Markmiðið er að jafna sem mest lífskjör þeirra sem búa í dreifbýli og/eða fjærst stærsta þéttbýlisstaðnum en þar er öll sú opinbera þjónusta sem ríkið veitir íbúum sveitarfélagsins veitt í dag. Má þar nefna skrifstofu sýslumannsins á Norðurlandi vestra, lögreglustöð, pósthús, heilbrigðisstofnun, fjölbrautaskóla o.s.frv. Taka ber fram í því sambandi að Háskólinn á Hólum starfar bæði heima á Hólum og einnig á Sauðárkróki.
    Þrátt fyrir að Skagafjörður hafi í dag um 4.400 íbúa og að stærsti þéttbýlisstaðurinn hafi þar af um 2.600 íbúa, er stöðug barátta við stjórnvöld um að halda þessum stofnunum öllum gangandi. Starfsfólki á þeim flest öllum hefur fækkað umtalsvert á liðnum árum ásamt því að þjónustan hefur verið skert með t.d. minni opnunartíma og samdrætti í þjónustuframboði.
    Eitt stærsta og mikilvægasta verkið sem framkvæmt hefur verið til jöfnunar á lífskjörum af hálfu ríkis og sveitarfélaga á liðnum árum er fyrrgreind lagning ljósleiðara um allt dreifbýlið. Sú aðgerð jafnaði virkilega aðstöðumun og aðgengi fólks að þjónustu í gegnum Netið, ásamt verulega auknum möguleikum til atvinnusköpunar óháð búsetu. Eftir sitja þó enn hlutar þéttbýlisstaðanna, en þar hafa stóru fjarskiptaaðilarnir ekki séð sér hag í að leggja ljósleiðara með sama hætti og þeir gera unnvörpum í t.d. stóru þéttbýlisstöðunum á Suðvesturhorni landsins. Markmið stjórnvalda um að stafræn samskipti verði megin samskiptaleið fólks og fyrirtækja við hið opinbera næst ekki nema allir innan sveitarfélagsins, í dreifbýli sem þéttbýli, hafi góðan aðgang að öflugu netflutningskerfi og góðu símasambandi en á því er einnig mjög mikill brestur víða í sveitarfélaginu.
    Til að jafna búsetu innan sveitarfélagsins enn frekar þarf jafnframt að bæta vegasamgöngur innan sveitarfélagsins en mjög hátt hlutfall af öllum okkar tengivegum eru malavegir. Þessu til viðbótar er t.d. vetrarþjónusta Vegagerðarinnar ekki með ásættanlegum hætti, en sem dæmi stoppar mokstursbíllinn við þriðja innsta bæ á öllum leiðum utan þjóðvegar eitt í samræmi við gildandi reglugerð þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, sem er óásættanlegt með öllu af hálfu veghaldara. Á sama tíma er grunnskólaskylda hjá öllum börnum á tilteknu aldursbili, ásamt því sem sífellt fleiri íbúar dreifbýlis sækja vinnu utan heimilis og þurfa því að keyra af bæ til vinnu á degi hverjum. Það væri mikil leiðrétting á mismunun íbúa að laga þetta á öllum þeim leiðum þar sem viðhöfð er föst búseta. Verðlagning á rafmagni og flutningur þess er ekki sambærilegur í þéttbýli og dreifbýli, ásamt því að inntaksgjöld eru hærri. Að laga þetta myndi einnig jafna búsetuskilyrði fólks og möguleika til jafnari lífsgæða.
    Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að í landfræðilega stórum sveitarfélögum með íbúafjölda yfir 4.000 og bæjarfélög með fleiri en 2.000 íbúa, haldi hið opinbera úti fullgildum og vel starfhæfum þjónustustöðvum opinberrar þjónustu á öllum sviðum, þrátt fyrir aukna netvæðingu og aukna opinberra þjónustu í netheimum. Sé það ekki mögulegt vegna mikillar sérhæfingar í t.d. heilbrigðisþjónustu, verður að vera skýrt hvernig ríkið jafnar þann kostnað sem hlýst af því að sækja þjónstuna til annarra sveitarfélaga, oft um langan veg og yfir fjallvegi.
    Byggðarráð Skagafjarðar lýsir sig jafnframt tilbúið til frekari viðræðna við ríkið um mótun stefnu um opinbera þjónustu þar sem sett yrðu viðmið um þá þjónustu sem veitt er og verður í framtíðinni af hálfu ríkisstofnana.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 81 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2024, "Áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum". Umsagnarfrestur er til og með 26.01. 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 81 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2024, "Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur er til og með 14.02.2024.
    Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn um málið frá stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með átta atkvæðum. Hrefna Jóhannesdóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • 2.8 2301002 Ábendingar 2023
    Byggðarráð Skagafjarðar - 81 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir ábendingar sem hafa borist í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins frá því að síðasta yfirlit var kynnt í byggðarráði og viðbrögð við þeim. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 82

Málsnúmer 2401032FVakta málsnúmer

Fundargerð 82. fundar byggðarráðs frá 31. janúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 82 Til fundarins komu fulltrúar hagsmunaaðila tengdum félagsheimili Rípurhrepps, Ljósheima og Skagasels, þau Ásbjörg Valgarðsdóttir og Steinunn Arndís Auðunsdóttir frá kvenfélagi Rípurhrepps, Unnar Pétursson og Andrés Viðar Ágústsson frá ungmennafélaginu Gretti, auk Brynju Ólafsdóttur frá kvenfélagi Skefilsstaðahrepps.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir heimild menningar- og viðskiptaráðherra til að hefja söluferli félagsheimilanna í Rípurhreppi, Ljósheima og Skagasels, í samræmi við lög um félagsheimili nr. 107/1970. Jafnframt samþykkir byggðarráð samhljóða að upplýsa með skriflegum hætti fulltrúa félagasamtaka sem hafa tengst uppbyggingu húsanna um hugsanlegt söluferli skv. samþykktum byggðarráðs frá 48. og 79. fundum ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • 3.2 2311258 Ósk um fund
    Byggðarráð Skagafjarðar - 82 Undir þessum dagskrárlið mættu sviðsstjóri fjölskyldusviðs og frístundastjóri til fundarins. Fjallað var um mögulegar úrlausnir á málefnum sem fulltrúar knattspyrnudeildar Tindastóls hafa vakið athygli á gagnvart byggðarráði og snerta umgjörð og aðstöðu iðkenda á gervigrasvelli og í íþróttahúsi. Frístundastjóri hefur þegar farið yfir úrlausnir með formanni knattspyrnudeildar og öðrum sem málið varðar. Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 82 Lögð fram beiðni frá umsjónarmanni fasteigna um fjárveitingu fyrir nýjum stýripanel (mixer), ásamt fylgihlutum og tveimur nýjum hátölurum á suðurvegg, yfir senu, í Menningarhúsinu Miðgarði, auk tveggja þráðlausra hljóðnema. Eldri stýripanell er farinn að bila. Leitað hefur verið tilboða í nýjan búnað og vinnu og hljóðar lægsta tilboð upp á kr. 1.228.535.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárveitingu til kaupanna og skal hún tekin af 20 milljón króna fjárveitingu til ýmislegs ófyrirséðs í meiriháttar viðhaldi, af málaflokki 31090.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 82 Lögð fram tillaga um stofnun byggingarnefndar um menningarhús á Sauðárkróki:
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að setja á fót sérstaka byggingarnefnd fyrir menningarhús á Sauðárkróki. Nefndin skal hafa yfirumsjón með fyrirhuguðum framkvæmdum við menningarhús á Sauðárkróki, endurbótum eldra húsnæðis og nýbyggingu, ásamt hönnun. Byggingarnefndin skal skipuð oddvitum allra flokka sem sæti eiga í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Formaður eignasjóðs er jafnframt formaður bygginganefndarinnar og hefur hann tvöfalt atkvæðavægi.
    Með nefndinni skulu eftir atvikum vinna sveitarstjóri, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, safnstjórar Byggðasafns Skagfirðinga, Héraðsbókasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, auk eftir atvikum annarra starfsmanna og hagsmunaaðila.

    Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu:
    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að fresta stofnun byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki þar til framkvæmdir á leikskóla í Varmahlíð og íþróttahúsi á Hofsósi hafa verið boðnar út og einnig að tryggt sé að ríkissjóður muni taka þátt í því að greiða sinn hlut til móts við sveitarfélagið af þeim umframkostnaði sem hljótast muni af framkvæmdinni vegna hækkunar byggingarvísitölu framkvæmda frá því að kostnaðarmat var gert.
    Greinargerð.
    Samkomulag um byggingu menningarhúss í Skagafirði var undirritað í maí síðastliðinn, í samkomulaginu er kveðið á um framkvæmd á 1.252 fermetra nýbyggingu og endurbótum á núverandi húsi. Þar kemur fram að ríkissjóður greiði 60% eða sem nemur 910 m.kr. og Skagafjörður 40% og allan þann umframkostnað sem fellur til við framkvæmdina. Heildarkostnaður við framkvæmdina er talin nema 1.517 m.kr. og er þar stuðst við kostnaðaráætlun frá því í nóvember 2021. Samkvæmt Hagstofu Íslands þá hefur byggingarvísitala hækkað um 17,5% frá nóvember 2021 þar til í janúar 2024. Því teljum við mikilvægt að áður lengra er haldið sé það tryggt að ríkissjóður muni taka þátt í umframkostnaði sem hljótast muni af framkvæmdinni.
    Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 og í framkvæmdaáætlun kemur það skýrt fram að mikil þörf er á uppbyggingu og endurbótum við leik- og grunnskóla í Skagafirði. Við teljum þær framkvæmdir eiga að hljóta forgang en ekki þurfa að seinka eða víkja vegna umframkostnaðar sem að öllum líkindum muni hljótast vegna framkvæmda við menningarhús á Sauðárkróki.

    Tillaga fulltrúa Byggðalistans felld með 2 atkvæðum meirihluta gegn 1 atkvæði fulltrúa Vinstri grænna og óháðra.

    Fulltrúar meirihluta óska bókað:
    Fulltrúar meirihluta vilja árétta að framkvæmdir við byggingu menningarhúss á Sauðárkróki eiga sér langa sögu sem margoft er búið að ræða og bóka um í byggðarráði og sveitarstjórn. Með undirritun samnings, sem áður var samþykktur af sveitarstjórn, við menntamálaráðherra 20. maí 2023, var málið sett í ákveðinn farveg og ákveðið að framkvæmdum skyldi lokið árið 2027. Jafnframt að framkvæmdin skyldi byggð á fyrirliggjandi þarfagreiningu. Einnig var samþykkt í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2024 að verja 20 m.kr í hönnun og undirbúning framkvæmda árið 2024. Það að hefja þetta ferli núna er því eðlilegt skref í ljósi þess sem ákveðið hefur verið áður og hefur ekki áhrif á aðrar framkvæmdir sem sveitarfélagið er að vinna að eða komnar eru í gang.

    Tillaga um stofnun byggingarnefndar um menningarhús á Sauðárkróki samþykkt með 2 atkvæðum meirihluta byggðarráðs. Fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 82 Vinna hefur verið í gangi við endurgerð og uppfærslu á gildandi deiliskipulagi sunnan Kirkjugötu á Hofsósi og við göturnar Lækjarbakka og Lækjarbrekku á Steinstöðum. Deiliskipulagsferlinu er lokið á Hofsósi en verið er að leggja loka hönd á frágang skipulagsvinnunnar á Steinstöðum. Í báðum þessum deiliskipulagstillögunum er bæði verið að auka framboð nýrra byggingarlóða og/eða endurbæta gildandi deiliskipulag með t.d. svæðum fyrir bílskúra og fleira. Byggðarráð Skagafjarðar vill benda áhugasömum húsbyggendum á allar þessar áhugaverðu lóðir og þá kosti sem þeim fylgja, og um leið leggja sitt af mörkum til að þær byggist sem hraðast upp.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að samþykkja að um lóðir sem úthlutað er frá og með 21. febrúar 2024 gildi tímabundin 50% niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingu íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftir greindum lóðum við þegar tilbúnar götur á bæði Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Niðurfellingin gildir um eftirtaldar lóðir á Hofsósi: Kárastígur nr. 4 og 6, Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og 12 og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, 5 og nr. 6-8 (parhús). Niðurfellingin gildir jafnframt um eftirtaldar lóðir á Steinsstöðum: Lækjarbakka nr 2, 4, 6 og 8, þegar þær verða auglýstar til úthlutunar á heimasíðu Skagafjarðar að undangenginni samþykkt þar að lútandi í skipulagsnefnd og sveitarstjórn, sbr. reglur um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði. Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31.12. 2025, sé þeim úthlutað eftir það tímamark.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Niðurfelling gatnagerðargjalda, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 82 Lagt fram bréf dags. 10. janúar 2024, sem sent er til sveitarfélaga landsins frá ráðuneytisstjóra umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í bréfinu er kynnt fyrirhuguð úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa. Unnið verður að úttektinni á árinu 2024 en samningar um reksturinn verða framlengdir með óbreyttum hætti út árið 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 82 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 13/2024, "Áform um breytingu á raforkulögum". Umsagnarfrestur er til og með 08.02. 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 83

Málsnúmer 2402005FVakta málsnúmer

Fundargerð 83. fundar byggðarráðs frá 7. febrúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 83 Undir þessum dagskrárlið er komu fulltrúar frá sóknarnefnd Mælifellskirkju, þau Helga Rós Indriðadóttir og Sigurður Jóhannsson.
    Málið var áður tekið fyrir á 78. fundi byggðarráðs þar sem minnt var á gildandi viðmiðunarreglur Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. júlí 2015 en um leið óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá sóknarnefnd.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna málið áfram og afla frekari upplýsinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 83 Tekið fyrir erindi frá vígslubiskupnum á Hólum, dags. 29. janúar 2024, þar sem óskað er eftir lækkun á fasteignagjöldum vegna Auðunarstofu á Hólum. Í erindinu kemur fram að Auðunarstofa sé fyrst og fremst safngripur, tilgátuhús byggt var til þess að vitna um sögu Hóla. Í kjallara hússins er merkasta safn bóka Hólaprents varðveitt og á jarðhæð er skrifstofa og salur, sem fyrst og fremst er notaður undir sýningar og sem safnaðarheimili. Rishæð hússins er ónotuð. Fjölmargir ferðamenn skoða húsið á hverju ári og síðastliðið sumar var það að mestu leiti á vegum kirkjunnar að taka á móti ferðamönnum á þessum merka sögustað sem fjölmargir ferðamenn sækja.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu og telur eðlilegt að Ríkissjóður greiði þau gjöld sem honum ber af fasteignum sínum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 83 Lagt fram ódagsett bréf frá héraðsskjalavörðum Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, Árnesinga, Austfirðinga og Akraness, þar sem kynnt eru áform um móttöku rafrænna gagna á vegum héraðsskjalasafna og stofnun Miðstöðvar héraðsskjalasafna (MHR) um rafræna skjalavörslu. Meginmarkmiðið með stofnun miðstöðvarinnar er að styðja við stafræna umbreytingu hjá sveitarfélögum ásamt því að byggja upp þekkingu á málaflokknum innan héraðsskjalasafna, finna hentugar lausnir á hýsingu og ekki síst að lækka kostnað við móttöku og langtímavörslu rafrænna og stafrænna gagna. Stýrihópur héraðsskjalavarða sem unnið hefur að verkefninu boðar nú til formlegs stofnfundar MHR. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík, föstudaginn 9. febrúar kl. 13:00. Kostnaði við grunnrekstur miðstöðvarinnar verður skipt niður á héraðsskjalasöfnin með tilliti til íbúafjölda sveitafélaganna sem þau reka. Þetta gefur héraðsskjalasöfnunum aðgang að viðeigandi eyðublöðum, aðstoð við kortlagningu gagnasafna, ráðgjöf varðandi skipulag gagna og aðgang að hugbúnaði til að afgreiða úr og halda utan um vörsluútgáfur. Aftur á móti þarf hver skjalamyndari fyrir sig (sveitarfélag, stofnun sveitarfélags eða aðrir aðilar sem ber að skila gögnum sínum á héraðsskjalasafn) að greiða fyrir þjónustu varðandi tilkynningar um gagnasöfn og afhendingu á vörsluútgáfum.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að Héraðsskjalasafn Skagfirðinga gerist stofnaðili að Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu og veitir héraðsskjalaverði umboð til að staðfesta stofnaðild safnsins að miðstöðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 83 Erindinu var vísað til byggðarráðs frá 20. fundi félagsmála- og tómstundanefndar 1. febrúar sl. þannig bókað:
    Lagðar fram uppfærðar reglur um auglýsingar á íþróttamannvirkjum. Í reglunum kemur fram hvers konar auglýsingar eru heimilar innan og utan á íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum í Skagafirði. Auk þess fjalla reglurnar um nafngiftir á íþróttamannvirkjum í auglýsingaskyni. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.
    Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Auglýsingar og nafngiftir íþróttamannvirkja og íþróttasvæða, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 83 Erindinu var vísað til byggðarráðs frá 20. fundi félagsmála- og tómstundanefndar 1. febrúar sl. þannig bókað:
    Lagðar fram nýjar ósamþykktar reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks. Reglurnar eru unnar með tilvísun í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Einnig er stuðst við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Reglunum er ætlað að koma í stað núverandi reglna um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2012. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.
    Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur Skagafjarðar um akstursþjónustu við fatlað fólk, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 83 Lögð fram umsagnarbeiðni frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 1. febrúar 2024, þar sem sent er til umsagnar 13. mál, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna (fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán). Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. febrúar nk. Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 83 Lögð fram umsagnarbeiðni frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 1. febrúar 2024, þar sem sent er til umsagnar 521. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu). Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. febrúar nk. Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 83 Lagt fram bréf dags. 30. janúar 2024, frá kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Frestur til að senda inn tilnefningar er til kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 21. febrúar nk. til formanns kjörnefndar en kjörnefnd mun gera tillögu að nýrri stjórn og aðalstjórn til aðalfundar sem haldinn verður 14. mars nk.
    Um framboð og kjör til stjórnar gilda hlutafélagalög nr. 2/1995 og lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Jafnframt er farið að leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja að eins miklu leyti og unnt er.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 84

Málsnúmer 2402012FVakta málsnúmer

Fundargerð 84. fundar byggðarráðs frá 14. febrúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 84 Málið áður tekið fyrir á 81. fundi byggðarráðs.
    Undir þessum dagskrárlið mættu sviðsstjóri fjölskyldusviðs og verkefnastjóri. Einnig lagt fram minnisblað frá persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins, dags. 13.2. 2024.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela viðkomandi starfsmönnum og persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 84 Tekin fyrir fyrirspurn frá sveitarstjórnarfulltrúa VG og óháðra, Álfhildi Leifsdóttur, og veitt svör við henni:
    1. Hvar er mesta heitavatnsnotkunin á Sauðárkróki? Vinsamlega leggið fram upplýsingar stærstu notendur og notkun þeirra. Á ég þá við einstaka fyrirtæki, sundlaug, íþróttasvæði (gervigrasvöll, hlaupabraut), aðrar snjóbræðslur og fleira sem tekur mikla notkun.
    Svar: Lagt fram yfirlit yfir stærstu notendur og notkun þeirra. Stærstu notendur stofnana sveitarfélagsins eru Sundlaug Sauðárkróks þar sem notkunin var um 105 þúsund rúmmetrar á árinu 2023. Aðrir stórir notendur eru gervigrasvöllur á Sauðárkróki, íþróttavöllurinn, Árskóli, og Faxatorg 1. Mikil notkun er jafnframt hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sé litið til stofnana ríkisins. Ekki er unnt að upplýsa um stærstu kaupendur á heitu vatni af hálfu fyrirtækja þar sem ekki hefur gefist ráðrúm til að bera opinbera birtingu undir viðkomandi.
    2. Hvaða fyrirtæki eru að njóta 70% afsláttar á heitu vatni á liðnu ári og yfirstandandi ári?
    Svar: Sundlaugar Skagafjarðar njóta afsláttar sem er 90% og önnur íþróttamannvirki 50%. Að svo stöddu þykir ekki rétt að upplýsa í bókun um fyrirtæki sem njóta 70% afsláttar af heitu vatni á liðnu ári og yfirstandandi ári, þar sem ekki hefur gefist ráðrúm til að bera opinbera birtingu undir viðkomandi.
    3. Hafa þau afsláttarkjör fallið niður nú í vatnsskorti samanber 8. gr. í gjaldskrá Skagafjarðarveitna?
    Svar: Í 8. grein gildandi gjaldskrár fyrir hitaveitu í Skagafirði er miðað við að stærri notendur, þar sem notkun er að lágmarki 100 þúsund rúmmetrar á ári og þar sem heitt vatn er notað sem beinn framleiðsluþáttur geti sótt um að kaupa vatn með 70% afslætti. Afsláttarkjörin eiga við þar sem nægilegt vatn er til staðar og fullnægjandi flutningsgeta í veitukerfinu að mati Skagafjarðarveitna. Sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki sem vilja nýta heita vatnið sem beinan framleiðsluþátt geta einnig sótt um tímabundinn 70% afslátt af verði á heitu vatni.
    Skerðingar á heitu vatni hafa verið tímabundnar og ekki leitt til þess að ársnotkun stærsta notanda hafi farið undir 100 þúsund rúmmetra á ári. Afsláttarkjörin eru því í gildi á meðan ársnotkunin er svona mikil og á meðan ekki eru gerðar breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarveitna.
    Í fjárhagsáætlun ársins 2024 er gert ráð fyrir framkvæmdum við nýja borholu á Borgarmýrum við Sauðárkrók.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 84 Undir þessum dagskrárlið mætti verkefnisstjóri Skagafjarðarveitna og fór yfir viðbrögð Skagafjarðarveitna þegar upp koma frostakaflar sem hafa áhrif á notkun heits vatns í Skagafirði.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela verkefnisstjóra að uppfæra skriflega viðbragðsáætlun hitaveitunnar sem unnið er eftir í frostaköflum og birta á heimasíðu Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 84 Lagt fram bréf frá Samgöngufélaginu, dags. 5.5. 2024, stílað á Húnabyggð og sveitarfélagið Skagafjörð, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélaganna við hugmyndum Samgöngufélagsins um styttingu þjóðvegar 1 um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði. Sérstaklega er kallað eftir afstöðu til þess að gerð veganna verði fjármögnuð með veggjöldum þannig að hún taki ekki til sín fjármuni til annarra brýnna vegframkvæmda.
    Byggðarráð hafnar hugmyndum um styttingu þjóðvegar 1 framhjá Varmahlíð og samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 84 Lagt fram ódagsett bréf frá stjórn íbúa- og átthagafélags Fljóta, þar sem spurst er fyrir um stöðu mála varðandi áform sveitarfélagsins um að breyta Sólgarðaskóla í 5 leigubúðir og einnig hvort einhver fylgist með reglulegu ástandi hússins. Jafnframt hvort sveitarfélagið hafi áform um að selja félagsheimilið Ketilás í Fljótum.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra samhljóða að svara erindinu með formlegum hætti. Í stuttu máli sagt er vinna við útboðsgögn og kostnaðaráætlun vegna breytinga á Sólgarðaskóla á lokametrunum hjá Verkís verkfræðistofu en málið hefur dregist þar vegna mannabreytinga. Stofnframlög hafa verið samþykkt af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sbr. 48. fund byggðarráðs.
    Starfsmaður eignasjóðs fylgist reglulega með húsnæðinu.
    Byggðarráð hefur áform um sölu einhverra af þeim 10 félagsheimilum sem eru í Skagafirði en ekki liggur ennþá fyrir hversu mörg né hver þeirra að undanskildu því að hafin er vinna við að skoða söluferli félagsheimilanna í Rípurhreppi, Ljósheima og Skagasels.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 84 Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem varða annars vegar sameiningu landbúnaðarnefndar, umhverfis- og samgöngunefndar og veitunefndar í eina nefnd, landbúnaðar- og innviðanefnd, í samræmi við tillögur HLH ehf., og hins vegar um breytingu sem felst í að fundargerðabækur verða aflagðar samhliða því sem rafrænar undirritanir fundargerða eru teknar upp.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins Skagafjarðar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Samþykktir um stjórn og fundasköp - breyting, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 84 Lagðar fram tillögur að breytingum á skipuriti og stjórnskipuriti fyrir sveitarfélagið Skagafjörð, í samræmi við tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins og tillögur sem fram koma í skýrslu HLH ehf.
    Byggðarráð samþykkir skipuritin samhljóða með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Skipurit og stjórnskipurit Skagafjarðar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 84 Málið áður tekið fyrir á 81. fundi byggðarráðs Skagafjarðar.
    Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2024, "Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur hefur verið framlengdur og er til og með 20.02. 2024.
    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi umsögn:
    Í reglugerðinni eru gerðar kröfur til bænda umfram aðra landnotendur, m.a. um að hætta að nýta landið í ákveðnu ástandi og bæta land langt umfram það sem þeir hugsanlega raska með sinni nýtingu.
    Byggðarráð fagnar því að ekki sé ætlunin að gengið sé á auðlindir landsins en undrast um leið hvað þau viðmið sem byggt er á eru óljós. Í 2. gr. 18. lið reglugerðarinnar segir: „Vistgeta ræðst af loftslagi, landslagi og þeim jarðvegi sem þar ætti að ríkja og endurspeglar hvert ástand lands ætti að vera væri hnignun ekki til staðar.“ Ekki eru færð rök fyrir hvers vegna hugtakið vistgeta er notað en það virðist vera tilgáta um hvað vistkerfið ætti að geta. Gengið er út frá að hnignun sé til staðar og má spyrja hvort það sé eðlilegur útgangspunktur? Ekki kemur fram frá hvaða tímapunkti hnignunin varð eða við hvað er miðað. Það væri mjög til bóta ef nýtt kerfi myndi byggjast á rannsóknum um áhrif beitar á Íslandi en því miður virðast þær ekki hafa verið framkvæmdar í tugi ára. Upplýsingar um nýtingu beitarlanda samhliða ástandsmati væru ákjósanlegur grunnur til að byggja á skilvirkari aðferðafræði til beitarstjórnunar. Slík aðferðafræði hefur verið notuð í Noregi um árabil og gefist vel. Bændur hafa bent á mikilvægi þess að samhliða ástandsmati sé horft til beitarframboðs og beitarnýtingar. Engir mælikvarðar eru settir fram sem lýsa því hvort land sé í jafnvægi eða framför.
    Í 6. gr. er fjallað um beitiland og hverjir kostir þess eiga að vera. Þar er vísað í töflu 2 í viðauka I. Í henni er fjallað um mælivísa sem eru að mestu huglægir og erfitt að festa fingur á hvað er átt við og hvernig eigi að mæla eða vakta þessa þætti. Í viðauka I með reglugerðinni er sett fram krafa um að land með minna en 20% æðplöntuþekju, yfir 600 m hæð og yfir 30° halla skuli ekki nýtt til beitar. Ekki verður séð að nokkur skynsamleg rök séu fyrir þessu en land sem þetta má finna víðsvegar inn til fjalla og á svæðum sem geta verið mjög vel gróinn í dölum eða öðrum fjallshlíðum í kring. Algjörlega óraunhæft er að gera kröfu um að áðurnefnd svæði verði girt af vegna kostnaðar og aðstæðna á allan hátt. Slíkar kröfur koma til með að hafa miklar afleiðingar og m.a. á starfsskilyrði sauðfjárbænda í Skagafirði. Byggðarráð telur að leggja þurfi meiri vinnu í útfærslu á mæliaðferðum við mat á framvindu gróðurs og jarðvegs á hverju svæði fyrir sig. Allar verklagsreglur um slíkt þurfa að vera skýrar svo auðvelt sé að meta raunverulegar breytingar í gróðurþekju og samsetningu gróðurtegunda á svæðunum.
    Í íslenskri stjórnsýslu er skilið á milli löggjafavalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Í þessari reglugerð og í þeim lögum sem hún byggir á er Land og skógur í öllum þessum hlutverkum. Þetta verður að teljast óeðlilegt stjórnsýsla og ekki síst í ljósi þess að mjög óljóst er við hvaða land á að miða þegar talað er um breytingar á landi til hnignunar eða bætingar.
    Eins vill Byggðarráð benda á að mjög umfangsmiklir og efnismiklir viðaukar fylgja frumvarpinu þar sem mjög margar takmarkanir og kröfur eru gerðar um ýmsa hluti. Stórt spurningarmerki er sett um að hafa viðaukana jafn umfangsmikla og gert er en í þeim eru allskonar kröfur lagðar fram, eins og t.d. að skylt verði að plægja niður hálm í akra, sem bændur geta ekki sætt sig við og fleira mætti nefna.
    Byggðarráð Skagafjarðar lýsir áhyggjum sínum að því að reglugerðin hafði áhrif á hinar dreifðu byggðir landsins og áhrif hennar hafi ekki verið metin út frá þeim þætti. Landbúnaður og störf honum tengd eru mörg og mikilvæg í Skagafirði. Það er alveg ljóst að grundvöllur sauðfjárbúskapar á stórum svæðum í Skagafirði er brostinn nái drögin fram að ganga, þar sem ekki er hægt að uppfylla skilyrði um sjálfbæra landnýtingu eins og þau eru lögð fram.
    Á sama tíma og rætt er um mikilvægi fjölbreyttra starfa og byggðastefnu er undarlegt að þessi reglugerð sé lögð fram.
    Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að ná þarf betri skilningi og sátt um málið í heild sinni eigi það fram að ganga með farsælum hætti. Byggðarráð leggur því til að reglugerðin verði tekin til gagngerrar endurskoðunar og áhrif hennar greind betur áður en lengra er haldið og ný drög unnin með aðkomu allra þeirra sem nýta landið í dag.
    Byggðarráð vekur einnig athygli á að gerð er krafa til nýrra laga og reglugerða um að kostnaður við innleiðingu þeirra sé metinn og að það liggi fyrir hver myndi bera þann kostnað. Innleiðing reglugerðarinnar liggur heldur ekki ljós fyrir.
    Bókun fundar Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með átta atkvæðum, eftirfarandi umsögn sem bókuð var á fundi byggðarráðs þann 24. janúar 2024:
    Í reglugerðinni eru gerðar kröfur til bænda umfram aðra landnotendur, m.a. um að hætta að nýta landið í ákveðnu ástandi og bæta land langt umfram það sem þeir hugsanlega raska með sinni nýtingu. Sveitarstjórn fagnar því að ekki sé ætlunin að gengið sé á auðlindir landsins en undrast um leið hvað þau viðmið sem byggt er á eru óljós. Í 2. gr. 18. lið reglugerðarinnar segir: „Vistgeta ræðst af loftslagi, landslagi og þeim jarðvegi sem þar ætti að ríkja og endurspeglar hvert ástand lands ætti að vera væri hnignun ekki til staðar.“ Ekki eru færð rök fyrir hvers vegna hugtakið vistgeta er notað en það virðist vera tilgáta um hvað vistkerfið ætti að geta. Gengið er út frá að hnignun sé til staðar og má spyrja hvort það sé eðlilegur útgangspunktur? Ekki kemur fram frá hvaða tímapunkti hnignunin varð eða við hvað er miðað. Það væri mjög til bóta ef nýtt kerfi myndi byggjast á rannsóknum um áhrif beitar á Íslandi en því miður virðast þær ekki hafa verið framkvæmdar í tugi ára. Upplýsingar um nýtingu beitarlanda samhliða ástandsmati væru ákjósanlegur grunnur til að byggja á skilvirkari aðferðafræði til beitarstjórnunar. Slík aðferðafræði hefur verið notuð í Noregi um árabil og gefist vel. Bændur hafa bent á mikilvægi þess að samhliða ástandsmati sé horft til beitarframboðs og beitarnýtingar. Engir mælikvarðar eru settir fram sem lýsa því hvort land sé í jafnvægi eða framför. Í 6. gr. er fjallað um beitiland og hverjir kostir þess eiga að vera. Þar er vísað í töflu 2 í viðauka I. Í henni er fjallað um mælivísa sem eru að mestu huglægir og erfitt að festa fingur á hvað er átt við og hvernig eigi að mæla eða vakta þessa þætti. Í viðauka I með reglugerðinni er sett fram krafa um að land með minna en 20% æðplöntuþekju, yfir 600 m hæð og yfir 30° halla skuli ekki nýtt til beitar. Ekki verður séð að nokkur skynsamleg rök séu fyrir þessu en land sem þetta má finna víðsvegar inn til fjalla og á svæðum sem geta verið mjög vel gróinn í dölum eða öðrum fjallshlíðum í kring. Algjörlega óraunhæft er að gera kröfu um að áðurnefnd svæði verði girt af vegna kostnaðar og aðstæðna á allan hátt. Slíkar kröfur koma til með að hafa miklar afleiðingar og m.a. á starfsskilyrði sauðfjárbænda í Skagafirði. Sveitarstjórn telur að leggja þurfi meiri vinnu í útfærslu á mæliaðferðum við mat á framvindu gróðurs og jarðvegs á hverju svæði fyrir sig. Allar verklagsreglur um slíkt þurfa að vera skýrar svo auðvelt sé að meta raunverulegar breytingar í gróðurþekju og samsetningu gróðurtegunda á svæðunum. Í íslenskri stjórnsýslu er skilið á milli löggjafavalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Í þessari reglugerð og í þeim lögum sem hún byggir á er Land og skógur í öllum þessum hlutverkum. Þetta verður að teljast óeðlilegt stjórnsýsla og ekki síst í ljósi þess að mjög óljóst er við hvaða land á að miða þegar talað er um breytingar á landi til hnignunar eða bætingar. Eins vill sveitarstjórn Skagafjarðar benda á að mjög umfangsmiklir og efnismiklir viðaukar fylgja frumvarpinu þar sem mjög margar takmarkanir og kröfur eru gerðar um ýmsa hluti. Stórt spurningarmerki er sett um að hafa viðaukana jafn umfangsmikla og gert er en í þeim eru allskonar kröfur lagðar fram, eins og t.d. að skylt verði að plægja niður hálm í akra, sem bændur geta ekki sætt sig við og fleira mætti nefna. Sveitarstjórn Skagafjarðar lýsir áhyggjum sínum að því að reglugerðin hafði áhrif á hinar dreifðu byggðir landsins og áhrif hennar hafi ekki verið metin út frá þeim þætti. Landbúnaður og störf honum tengd eru mörg og mikilvæg í Skagafirði. Það er alveg ljóst að grundvöllur sauðfjárbúskapar á stórum svæðum í Skagafirði er brostinn nái drögin fram að ganga, þar sem ekki er hægt að uppfylla skilyrði um sjálfbæra landnýtingu eins og þau eru lögð fram. Á sama tíma og rætt er um mikilvægi fjölbreyttra starfa og byggðastefnu er undarlegt að þessi reglugerð sé lögð fram.
    Sveitarstjórn Skagafjarðar leggur áherslu á, að ná þarf betri skilningi og sátt um málið í heild sinni eigi það fram að ganga með farsælum hætti.
    Sveitarstjórn leggur því til að reglugerðin verði tekin til gagngerrar endurskoðunar og áhrif hennar greind betur áður en lengra er haldið og ný drög unnin með aðkomu allra þeirra sem nýta landið í dag. Sveitarstjórn vekur einnig athygli á að gerð er krafa til nýrra laga og reglugerða um að kostnaður við innleiðingu þeirra sé metinn og að það liggi fyrir hver myndi bera þann kostnað. Innleiðing reglugerðarinnar liggur heldur ekki ljós fyrir.

    Afgreiðsla 84. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með átta atkvæðum. Hrefna Jóhannesdóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 84 Utanríkisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 27/2024, „Gullhúðun EES-reglna“. Umsagnarfrestur er til og með 26.02. 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 84 Lögð fram til kynningar ný skipurit fyrir svið sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipuritin eru í samræmi við tillögur sem lagðar voru fram í skýrslu HLH ehf. og verða innleidd á næstu mánuðum í samræmi við tillögur úr skýrslunni sem kynntar hafa verið. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar byggðarráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 20

Málsnúmer 2402003FVakta málsnúmer

Fundargerð 20. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 5. febrúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 20 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kvenfélagi Rípuhrepps vegna Dags kvenfélagskonunnar 2024 dagsett 21.01.2024.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að veita 50.000 kr styrk vegna Dags kvenfélagskonunnar sem haldinn var hátíðlegur 1. febrúar sl. Tekið af fjárhagslið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 20 Skagafjörður hlaut styrk í fyrra úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hönnunar á bættu og öruggara aðgengi að Staðarbjargavík. Staðarbjargavík er staðsett rétt hjá Sundlauginni á Hofsósi og er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hluti af hönnunarferlinu fyrir Staðarbjargarvík er að gera deiliskipulag fyrir svæðið. Lögð er fyrir nefndina skipulagslýsing fyrir svæðið sem unnin er af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu ásamt því að farið verði í deiliskipulag fyrir Staðarbjargavík. Nefndin vísar málinu áfram til skipulagsnefndar Skagafjarðar.

    Nefndin vill einnig vekja athygli á því að hægt er að skoða hönnunargögn, senda inn athugasemdir og fylgjast með framgangi verkefnisins á www.skagafjordur.is/stadarbjargavik
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 20 Tekin fyrir styrkbeiðni, dagsett 17.01.2024, frá Karli Jónssyni vegna Árgangaballs sem fyrirhugað er í Sæluviku. Hugmyndin er að koma á fót dansleik í Sæluviku þar sem árgangar úr skólum væri hvattir til að hittast.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir að aðstoða við að auglýsa viðburðinn í auglýsingum sveitarfélagsins sem tengjast Sæluviku. Nefndin vísar beiðni um afnot af íþróttahúsi til félagsmála- og tómstundarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 20 Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Árnasyni fyrir hönd Markaðsstofu Norðurlands, dagsett 10.01.2024, þar sem óskað er eftir samstarfi við að setja upp listaverk á Sauðárkróki. Listaverkið yrði hluti af fleiri listaverkum sem staðsett eru á Norðurstrandarleið og er unnið í samvinnu við hóp listafólks frá Úkraínu sem búsett er hér á landi. Verkefnið fékk styrk úr Uppbyggingasjóði SSNV. Listaverkið á Sauðárkróki verður innblásið af sagnaarfi svæðisins og óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að hugmyndavinnu ásamt vali á staðsetningu á Sauðárkróki.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar verkefninu og felur starfsmönnum nefndarinnar að vera Markaðsstofunni og listahópnum innan handar í þessu verkefni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 20 Lagðar fram aðsóknartölur fyrir tjaldsvæðin í Skagafirði árið 2023.
    Aukning er milli ára á nýtingu á öllum tjaldsvæðum Skagafjarðar og eru aðsóknartölur hærri en voru fyrir Covid faraldurinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 20 Lagðir fram til kynningar ársreikningar fyrir félagsheimilið Melsgil fyrir árin 2021, 2022 og 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.

7.Félagsmála- og tómstundanefnd - 20

Málsnúmer 2401019FVakta málsnúmer

Fundargerð 20. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 1. febrúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 20 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir vor 2024, sem eru eftirfarandi: 7. mars, 4. apríl, 2. maí og 6. júní. Nefndin samþykkir tillöguna með fyrirvara um breytingar. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 20 Lagt fram bréf frá formanni UMFÍ dagsett 30. nóvember 2023 þar sem fram kemur að á 53. Sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var á Geysi í Haukadal 20.-22. október 2023, var samþykkt að færa fulltrúum sveitarfélagsins Skagafjarðar og UMSS þakkir fyrir góð störf í undirbúningsnefnd og framkvæmd á Unglingalandsmóti UMFÍ 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 20 Lagðar fram nýjar ósamþykktar reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks. Reglurnar eru unnar með tilvísun í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Einnig er stuðst við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Reglunum er ætlað að koma í stað núverandi reglna um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2012. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 20 Félagsmálastjóri fór yfir stöðu verkefnisins. Skólastjórar Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna hafa lýst yfir samstarfsvilja vegna verkefnisins en það snýr að matseld en ekki akstri og geta skólarnir boðið upp á matseld þá daga sem skólahald er í gangi.
    Enn er óleyst hvernig akstri matarbakka verði háttað. Nefndin felur starfsmönnum að skoða hvaða möguleikar eru í boði og kostnaðarmeta þann hluta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 20 Lögð fram til kynningar drög að samningi milli Skagafjarðar og Curron ehf. um notkun á CareOn heimaþjónustukerfi Curron ehf.
    Um er að ræða heimaþjónustukerfi (CareOn) sem byggir á svokallaðri velferðartækni. Með upptöku rafræns heimaþjónustukerfis er fjölskyldusvið Skagafjarðar að taka í notkun nýja tækni í velferðarþjónustu til að bæta þjónustu og hag þeirra sem njóta heimaþjónustu. Kerfið hefur verið í notkun frá árinu 2018.
    Heimaþjónustukerfið heldur utan um allt skipulag þjónustunnar; hver á að fá þjónustu, hvenær, hvaða þjónustu, og hvaða starfsmaður á að veita hana. Jafnframt er öll framkvæmd þjónustunnar skráð í rauntíma þannig að frávik koma strax í ljós.
    Starfsfólk fær verkefnalista í snjallsíma og rafrænt heimilisauðkenni verður sett inn á hvert heimili sem nemur þegar starfsmenn koma og fara. Þannig er viðvera starfsfólks skráð þ.e. hversu langan tíma þjónustan tók og hvaða þjónusta var veitt. Þetta veitir yfirsýn og auðveldar skipulagningu. Fjölskyldusvið vill með þessari tækni auka þjónustustig heimaþjónustu og að framkvæmd hennar verði öruggari, auðveldari og markvissari.
    Fjölskyldusvið leggur starfsfólki sínu til farsíma með smáforriti. Á árinu 2024 verður CareOn kerfið tekið í notkun fyrir um 80 heimili sem fá heimaþjónustu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 20 Lagðar fram uppfærðar reglur um auglýsingar á íþróttamannvirkjum. Í reglunum kemur fram hvers konar auglýsingar eru heimilar innan og utan á íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum í Skagafirði. Auk þess fjalla reglurnar um nafngiftir á íþróttamannvirkjum í auglýsingaskyni. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 20 Núgildandi reglur Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð teknar til umræðu. Nefndin felur félagsmálastjóra að taka reglurnar til endurskoðunar með tilliti til þess hvenær mál eru tekin fyrir í félagsmála- og tómstundanefnd og hvenær sveitarstjóri ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs geta samþykkt beiðnir félagsþjónustu um afgreiðslu umsókna án aðkomu nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 20 Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra um aðsóknartölur sundlauga í Skagafirði árið 2023. Aðsóknin var með miklum ágætum og var t.a.m. slegið aðsóknarmet í Sundlaug Sauðárkróks en gestir hennar voru alls 39.877. Alls sóttu 28.800 manns laugina á Hofsósi en aðsóknin var heldur minni en árið 2022. Í Varmahlíð var lítil breyting á milli ára en árið 2023 voru gestir laugarinnar 23.070 talsins. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 20 Áður á dagskrá fræðslunefndar þann 18. janúar 2024 þar sem nefndarmenn óska eftir því að starfsmenn auglýsi eftir dagforeldrum í Varmahlíð vegna fyrirsjáanlegs biðlista í haust. Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að vekja athygli á þörf fyrir dagforeldra í Varmahlíð og nágrenni. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 20 Eitt mál tekið fyrir, fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 22

Málsnúmer 2401018FVakta málsnúmer

Fundargerð 22. fundar fræðslunefndar frá 18. janúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 22 Sveitarstjóri bar upp tillögu þess efnis að Kristófer Már Maronsson, fulltrúi D-lista verði formaður fræðslunefndar. Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 22 Jón Örn Berndsen og Ingvar Páll Ingvarsson, starfsmenn framkvæmdasviðs kynntu framkvæmdir við skólamannvirki í Skagafirði.

    Á Hofsósi er áhersla lögð á aðgengismál við grunnskólann og Höfðaborg, innan- og utandyra. Búið er að panta lyftu fyrir Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi sem verður sett upp fyrir haustið. Þá er einnig unnið að hönnun á húsnæði skólans til framtíðar með tengingu við íþróttasal. Vinna hefur verið í gangi við klæðningu og mun henni ljúka fyrir haustið samhliða vinnu við lyftu.

    Til stendur að bjóða út framkvæmdir í febrúar við nýjan leikskóla Í Varmahlíð. Ef allt gengur vel er stefnt að því að í sumar verði húsið steypt upp og klárað að utan og á árinu 2025 verði húsnæðið klárað að innan.

    Í Árskóla þarf að skipta um glugga í A-álmu og hafa þeir verið keyptir en ekki hefur verið samið um verkið við verktaka en tímalínan liggur ekki ljós fyrir á þessum tímapunkti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 22 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir vorönn 2024, sem eru eftirfarandi: 14. febrúar, 13. mars, 17. apríl, 8. maí og 12. júní. Fundir hefjast kl. 16:15. Nefndin samþykkir tillöguna með fyrirvara um breytingar. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 22 Fundargerð skólaráðs Árskóla frá 10. janúar 2024 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 22 Lögð fram uppfærð tekjuviðmið Skagafjarðar vegna viðbótarniðurgreiðslna á leikskólagjöldum, dagvistunargjöldum og frístundagjöldum. Fræðslunefnd samþykkir viðmiðin fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 22 Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs varðandi fyrirkomulag skráninga í hádegisverð í grunnskólum. Nefndin telur ekki tímabært að breyta fyrirkomulagi stakra máltíða að svo stöddu en samþykkir að skoða skuli breytt fyrirkomulag fyrir næsta skólaár að undangengnu samráði við foreldra og starfsmenn skólans. Nefndin samþykkir að áskrift í hádegismat færist sjálfkrafa milli anna en beinir því til starfsmanna í samráði við skólastjórnendur að tryggja að foreldrar verði látnir vita í upphafi hverrar annar að þeir geti skráð börn sín úr mat. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 22 Menntamálastofnun hefur gefið út bókina Orð eru ævintýri í samvinnu við Miðju máls og læsis hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, leikskólana Laugasól og Blásali, Austurbæjarskóla og námsbraut í talmeinafræði við Háskóla Íslands. Markar þessi útgáfa þáttaskil í útgáfu Menntamálastofnunar þar sem þetta er fyrsta námsefnið sem stofnunin gefur út fyrir leikskólastigið. Bókin verður einnig á rafrænu formi á vef og það á 11 tungumálum.

    Menntamálastofnun færir bókina að gjöf til allra barna á Íslandi fædd árin 2018, 2019 og 2020, auk þess sem allir leikskólar fá afhend eintök af bókinni. Leikskólar sjá um að koma bókunum til barnanna. Á árinu 2024 fá öll börn fædd 2021 bókina og svo nýr árgangur barna á þriðja aldursári ár hvert á komandi árum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 22 Lagt fram minnisblað frá leikskólastjóra Ársala þar sem farið er yfir vistunartíma barna í leikskólanum. Yngra stig leikskólans er opið frá kl. 7:45-16:15 og eldra stig er opið frá kl. 7:45-16:30.

    Nefndin samþykkir að stytta opnunartíma á eldra stigi Ársala frá og með 1. júní 2024 og felur starfsmönnum nefndarinnar í samstarfi við leikskólastjórnendur að láta foreldra vita við fyrsta tækifæri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 22 Lagðar fram upplýsingar frá leikskólastjórum um stöðuna á biðlistum, mönnun og aðlögun nýrra barna.

    Hjá leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki eru 12 börn á biðlista sem hafa náð eins árs aldri eða verða eins árs í febrúar. Þau börn hefja aðlögun í fyrri hluta febrúar. Þá verða tvö börn tekin inn í mars og apríl og eru þar með öll pláss í Ársölum nýtt, þ.e. þá verða 190 börn skráð í leikskólann.

    Í Tröllaborg er búið að aðlaga öll börn sem sóttu um leikskólapláss fyrir áramótin. Á Hofsósi verður eitt barn tekið inn í mars og þá verða engin börn eftir á biðlista. Á Hólum hafa tvö börn nýlokið aðlögun. Eitt barn er á biðlista sem vonir standa til að hægt verði að bjóða leikskólapláss í vor.

    Leikskólinn Birkilundur í Varmahlíð er fullsetinn og ekki hægt að taka inn fleiri börn í vetur. Í haust verður hægt að taka inn 10 börn í stað þeirra sem hefja grunnskólagöngu en þá er útlit fyrir að fimm börn verði eftir á biðlista sem öll hafa náð eins árs aldri í haust. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í vor við byggingu nýs leikskóla í Varmahlíð en þangað til hann verður tekinn í notkun er fyrirséð að börnum bjóðist ekki leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi foreldra. Nefndin felur starfsfólki að auglýsa eftir dagforeldrum í Varmahlíð og kanna kosti og galla þess að skólahópur verði staðsettur í húsnæði Varmahlíðarskóla sem tilraunaverkefni þar til nýr leikskóli hefur starfsemi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 22 Foreldrar leikskólabarna gátu óskað eftir niðurfellingu gjalda sumarið 2023 ef börn þeirra tóku sumarfrí umfram lágmarksfrí. Tímabilið sem hægt var að fá niðurfellingu var frá 5. júní til 25. ágúst. Nefndin samþykkir að tímabilið sem niðurfelling gjalda á við um árið 2024 verði frá 3. júní til 15. ágúst og felur starfsfólki að auglýsa skráningu í fyrra eða seinna frí í Ársölum við fyrsta tækifæri í samráði við skólastjórnendur. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.

9.Fræðslunefnd - 23

Málsnúmer 2402008FVakta málsnúmer

Fundargerð 23. fundar fræðslunefndar frá 14. febrúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 23 Lagt fram til kynningar bréf frá Persónuvernd er varðar ákvarðanir Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi í kjölfar úttekta á notkun fimm sveitarfélaga á nemendakerfi Google, Google, Workspace for Education, í grunnskólastarfi. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 23 Agnieszka Aurelia Korpak, meistaranemi í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands óskar eftir samþykki fræðslunefndar fyrir framkvæmd rannsóknar og fyrir því að gera starfsfólki kleift að taka þátt í rannsókn á vinnutíma. Rannsóknin snýr að því hvernig kennarar og leikskólastarfsmenn skynja áhuga sinn á tónlist. Nefndin samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti með fyrirvara um að skólastjórnendur komi því fyrir í starfsemi leikskólanna. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 23 Fundargerð skólaráðs Árskóla frá 7. febrúar 2024 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 23 Lagt fram minnisblað frá sérfræðingi á fjölskyldusviði þar sem fram kemur núverandi kostnaður við rekstur mötuneyta í leik- og grunnskólum á Sauðárkróki. Nefndin felur starfsfólki að stilla upp sviðsmyndum um hvernig mætti leysa hádegisverð í Ársölum og Árskóla og leggja fyrir næsta fund fræðslunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 23 Yfirlit yfir rekstur fræðslumála á fjórða ársfjórðungi 2023 lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • 9.6 2402110 Kveikjum neistann
    Fræðslunefnd - 23 Nefndin samþykkir að skipuleggja kynningu á þróunarverkefninu Kveikjum neistann sem  Grunnskóli Vestmannaeyja fór af stað með haustið 2021 og bjóða sveitarstjórnarfulltrúum ásamt skólastjórnendum og kennurum á kynninguna. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 23 Nefndin leggur til við byggðarráð að skipa spretthóp sem ætlað er að skoða hvað önnur sveitarfélög hafa gert í tengslum við breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskóla með dvalartíma, vellíðan og velferð barna og starfsfólks í huga. Horfa má til nýlegra breytinga hjá m.a. Kópavogi, Garðabæ og Akureyri hvað þetta varðar og reynslunnar af þeim. Nefndin beinir því til byggðarráðs að skipa a.m.k. einn fulltrúa foreldra, starfsmanna og stjórnenda úr hverjum leikskóla í spretthópinn ásamt öðrum fulltrúum sem byggðarráð telur nauðsynlegt að séu í hópnum. Niðurstaða hópsins verður birt í skýrslu sem dregur fram kosti og galla við mismunandi aðgerðir ásamt kostnaðarmati. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 23 Nefndin leggur til við byggðarráð að skipa starfshóp um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði. Starfshópnum skal ætlað að skoða verkefni stjórnenda og möguleikann á frekari samvinnu eða verkaskiptingu með það að markmiði að bæta þjónustu við börn, starfsfólk og foreldra. Nefndin beinir því til byggðarráðs að skipa a.m.k. einn fulltrúa foreldra, einn fulltrúa starfsmanna hvors skólastigs og einn fulltrúa stjórnenda hvors skólastigs. Niðurstaða starfshópsins skal vera birt í skýrslu sem dregur fram mögulegar breytingar í stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði ásamt kostum og göllum hvers fyrirkomulags, en tilgangurinn er ekki að fækka starfsstöðvum eða sameina þær.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 23 Eitt mál lagt fyrir og fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar fræðslunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2024 með níu atkvæðum.

10.Landbúnaðarnefnd - 15

Málsnúmer 2402004FVakta málsnúmer

Fundargerð 15. fundar landbúnaðarnefndar frá 15. febrúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 15 Undir þessum dagskrárlið mættu fulltrúar frá fjallskilanefnd Seyluhrepps - úthluta og fjallskilanefnd Staðarhrepps, þeir Einar Kári Magnússon, Þröstur Heiðar Erlingsson og Hrefna Hafsteinsdóttir. Fulltrúar deildanna voru jákvæð fyrir sameiningu þeirra tveggja. Rætt var um möguleika á sameiningu þessara nefnda og hugsanlega annarra einnig.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 15 Lagður fram tölvupóstur, dags. 14. janúar 2024, frá Þorláki Sigurbjörnssyni í Langhúsum í Fljótum þar sem hann óskar eftir samþykki landbúnaðarnefndar Skagafjarðar fyrir því að ristarhlið sem staðsett er á gatnamótum Siglufjarðarvegar (vegar nr. 76) og Flókadalsvegar Eystri (vegar nr. 7875) verði fjarlægt. Girðingar sitt hvorum megin við hliðið eru ekki fyrir hendi og ristahliðið sjálft hálffullt af möl. Ristahliðið þjónar því litlu hlutverki að sögn bréfritara en skapar frekar hættu og safnar í sig snjó að vetrum.
    Landbúnaðarnefnd bendir á að ristahliðið er í eigu veghaldara sem er Vegagerðin og því rétt að beina erindinu þangað. Landbúnaðarnefnd tekur fram að hún er ekki andvíg því að hliðið verði fjarlægt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 15 Lagður fram tölvupóstur, dags. 24. janúar 2024, frá Reimari Marteinssyni eiganda Fyrirbarðs, Barðs og Karlsstaða í Fljótum þar sem hann óskar eftir samþykki landbúnaðarnefndar Skagafjarðar fyrir því að ristarhlið sem staðsett er á gatnamótum Siglufjarðarvegar (vegar nr. 76) og Flókadalsvegar Eystri (vegar nr. 7875) verði fjarlægt. Girðingar sitt hvorum megin við hliðið eru ekki fyrir hendi og ristahliðið sjálft hálffullt af möl. Ristahliðið þjónar því litlu hlutverki að sögn bréfritara en skapar frekar hættu og safnar í sig snjó að vetrum.
    Landbúnaðarnefnd bendir á að ristahliðið er í eigu veghaldara sem er Vegagerðin og því rétt að beina erindinu þangað. Landbúnaðarnefnd tekur fram að hún er ekki andvíg því að hliðið verði fjarlægt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 15 Fjallað um stöðu lagfæringa á Hlíðarrétt sl. sumar. Lagfæringin kostaði meira en sem nam fjárveitingu til fjallskilasjóðs Hofsafréttar.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að skoða málið á næsta fundi nefndarinnar þegar til umfjöllunar verða fjárveitingar til fjallskilasjóða fyrir árið 2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 15 Vísað frá 21. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar, þannig bókað:
    Linda Rut Magnúsdóttir og Fjólmundur Karl Traustason óska eftir að gerast umsjónar- og ábyrgðaraðilar skógræktar fyrir ofan Hofsós. Þau hafa lagt fram framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn og óska eftir afstöðu nefndarinnar til málsins.
    Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. nóvember 2023 fól nefndin garðyrkjustjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli, þ.e. framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn áður en nefndin tæki afstöðu til erindisins. Nefndin áréttaði þá að mikilvægt væri að tekið yrði tillit til umhverfisstefnu sveitarfélagsins þegar framtíðarsýn og áætlun fyrir græn svæði væru mótuð. Nú liggur fyrir framtiðarsýn og umhirðuáætlun frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli.
    Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu byggðarráðs sem fer með stjórn eignasjóðs og gerir samninga um afnot af landi sem þessu. Jafnframt beinir nefndin því til Landbúnaðarnefndar að skoða viðhald girðinga umhverfis skógarreitinn með framkvæmdir komandi sumars í huga. Einnig beinir nefndin því til garðyrkjustjóra að kanna hvort hægt sé að leggja umhirðu skógarins lið.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir kostnaðaráætlun frá umsækjendum vegna girðingar umhverfis skógræktina og upplýsingum um aðkomu þeirra og þátttöku í umhirðu reitsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 15 Rætt um breytingar á fyrirkomulagi á skráningu á veiði í ám en slík skráning á að vera með rafrænum hætti í dag. Talsverður misbrestur virðist þó vera á að fullnægjandi skráningar á veiði fari fram með þeim hætti.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ganga eftir því að rafræn skráning á veiði verði virt í þeim skagfirsku ám þar sem Skagafjörður er í hópi veiðiréttarhafa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 15 Lagt fram til kynningar kort yfir ræktunarlönd á Hofsósi, unnið af Stoð ehf., dags. 8. des. 2022, ásamt yfirliti yfir leigutaka spildnanna. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 15 Lögð fram til kynningar umsögn byggðarráðs Skagafjarðar frá 84. fundi ráðsins, um mál í Samráðsgátt stjórnvalda, nr. 3/2024, þar sem Matvælaráðuneytið kynnir "Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur hefur verið framlengdur og er til og með 20.02. 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með átta atkvæðum. Hrefna Jóhannesdóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

11.Skipulagsnefnd - 42

Málsnúmer 2401025FVakta málsnúmer

Fundargerð 42. fundar skipulagsnefndar frá 25. janúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 42 Lögð fram skipulagslýsing fyrir fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar, fasa tvö á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, dags. janúar 2024 sem unnin var hjá VSÓ ráðgjöf.
    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar skipulagnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 42 Lögð fram tillaga á vinnslustigi fyrir deiliskipulag Kirkjureitsins, útg. 1.0 dags, 18.01.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.

    Eitt af viðfangsefnum nýrrar tillögu að deiliskipulagi er að miða skipulagið að nútíma kröfum og venjum auk þess að taka á aðgengismálum.
    Á skipulagssvæðinu eru sýndar 3 íbúðarlóðir og 2 þjónustulóðir. Ekki er gert ráð fyrir nýrri lóð. Skilmálar um stærð lóða, hámarksbyggingarmagn, hæðafjölda og hámarks hæð bygginga eru meðal þeirra atriða sem sýnd eru á skipulagsuppdrætti.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Kirkjureiturinn (143549) Sauðárkrókskirkja - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 42 Lögð fram tillaga á vinnslustigi fyrir deiliskipulag Skógargötureitur, íbúðabyggð, Sauðárkróki, útg. 1.0 dags, 22.01.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.

    Þegar hefur verið fundað með nokkrum lóðarhöfum lóða á skipulagssvæðinu og aðrir lögðu inn ábendingu við skipulagslýsingu. Þá liggja fyrir beiðnir nokkurra lóðarhafa um breytingu á lóðamörkum.
    Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti innan Skógargötureitsins, ásamt helstu byggingarskilmálum.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Skógargötureitur, íbúðabyggð á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins og Einar E. Einarsson kom inn í hennar stað.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 42 Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit, dags. 23.01.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir fyrirhugaða uppbyggingu á Borgargerði 4. Uppdrátturinn sýnir staðsetningu lóðamarka, byggingarreita, vegtengingar og aðkomu að byggingum, ásamt helstu byggingarskilmálum.

    Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgargerði 4 L234946 - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 42 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 797/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/797) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Íbúðarbyggð Steinsstöðum og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Steinsstaðir - Íbúðarbyggð - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 42 Mál áður á dagskrá skipulagsnefndar 30.11.2023 og þá eftirfarandi bókað: "Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 27. nóvember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Þórði Karli Gunnarssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, um leyfi til að gera breytingar á húsnæði sem stendur á lóðinni númer 20b við Aðalgötu á Sauðárkróki. Um er að ræða breytingar á innangerð og útliti hússins, ásamt því að breyta notkun þess í starfsmannaíbúðir. Meðfylgjandi er aðalupppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Uppdrættir í verki 30152001, númer A-100, A-100b, A-101, og A-102, dagsettir 28. júní 2023. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir að umsækjandi geri frekari grein fyrir erindinu.".

    Málið einnig á fundi skipulagsnefndar 11.01.2024 og þá eftirfarandi bókað: "Björn Magnús Árnason sendir fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga viðbrögð við bókun skipulagsnefndar, dags. 30.11.2023 þar sem gerð er frekari grein fyrir erindi lóðarhafa Aðalgötu 20b skv. samtölum. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins."

    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið leyfi vegna breytinga á húsnæðinu en bendir jafnframt á að ekki sé tekin afstaða til uppdrátta sem sýna breytt skipulag utan lóðar og vísar í því sambandi til gerðar deiliskipulags.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar skipulagnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 42 Fyrir hönd Veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar sækir Jón Örn Berndsen um óverulega breytingu á deiliskipulagi Leik- og grunnskólasvæðis á Hofsósi. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir og endurbætur við skólahús Grunnskólans austan Vatna við Skólabraut á Hofsósi. Eitt af meginmarkmiðum með framkvæmdinni er að bæta aðgengi hreyfihamlaðra um hús og lóð.
    Til að ná fram þeim markmiðum er stór liður í framkvæmdinni að byggja lyftuhús norðan á elstu skólabygginguna. Byggt verður samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum sem gerðir eru hjá Úti-Inni teiknistofu, af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt. Uppdrættir eru dagsettir 15.12.2023 og bera heitið GAV lyfta gluggar, klæðningar. Númer uppdrátta A100 og A101.

    Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi skólasvæðisins er ekki gert ráð fyrir viðbyggingarmöguleikum við skólann til norðurs og því er þessi fyrirhugaða 10,18 m2 viðbygging utan samþykkts byggingarreits.

    Skipulagsnefnd telur að umbeðin framkvæmd víki að engu leiti frá samþykktri notkun svæðisins og hafi að mjög óverulegu leiti áhrif á útliti, form og nýtingarhlutfall viðkomandi svæðis.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn grenndarkynna óverlega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum, Björgunarsveitinni Gretti Hofsósi, lóðarhöfum Lindarbrekku og Skólagötu L146723.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hofsós Skólagata (L146652) - Ósk um grenndarkynningu, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 42 Málið áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 7. janúar 2022 og þá eftirfarandi bókað:
    “Guðmundur Sverrisson kt. 291066-3219 sækir fh.Makíta ehf. Kt 6510171300 sem er eigandi lögbýlisins Brúarland L146511 um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 39,0 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði dagsettur 4.8.2021 gerður af Skógræktinni, Bergsveini Þórssyni. Skipulagsfulltrúi hefur óskað umsagnar Minjavarðar Norðurlands vestra varðandi ætlaða framkvæmd og barst svar 10.desember sl. Í svari minjavarðar kemur m.a. fram að fara skuli fram fornleifaskráning á samningssvæði skógræktar til þess að hægt sé að taka afstöðu til áhrifa fyrirhugaðra framkvæmda á minjar. Þar sem ekki liggur fyrir fornleifaskráning á fyrirhuguðu samningssvæði til skógræktar frestar nefndin afgreiðslu málsins."

    Með erindinu fylgir uppfærður uppdráttur dags. 10.01.2024 unninn af Sigríði Hrefnu Pálsdóttur hjá Skógræktinni ásamt fornleifaskráning frá umsækjanda unnin af Hermanni Jakobi Hjartarsyni og Rúnu K. Tetzschner hjá ANTIKVA ehf. árið 2023.
    Fyrirliggur umsögn minjavarðar dags. 24.01.2024.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Brúarland L146511 - Umsókn um framkvæmdaleyfi-skógrækt, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 42 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 30 þann 23.01.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar skipulagnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.

12.Skipulagsnefnd - 43

Málsnúmer 2402007FVakta málsnúmer

Fundargerð 43. fundar skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 43 Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði á Sauðárkróki.
    Breytingin felur í sér stækkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis AF-402 á kostnað opins svæðis OP-404 upp með Sauðá. Heimilað byggingarmagn innan afþreyingar- og ferðamannasvæðisins er aukið en þar er gert ráð fyrir þjónustuhúsum í tengslum við hlutverk svæðisins.
    Á opnu svæði OP-404 upp með Sauðá, sem er í grennd við skólasvæðið hefur verið horft til aukinnar útikennslu og því mun breytingin fela í sér heimild undir slíka aðstöðu á opna svæðinu.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda breytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 43 Málið áður á dagskrá á 42. fundi skipulagsnefndar þann 25.01.2024.
    Lögð fram skipulagslýsing fyrir fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar, fasa tvö á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, dags. febrúar 2024 sem unnin var hjá VSÓ ráðgjöf.

    Breytingarnar snúa að nokkrum svæðum í sveitarfélaginu. Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar á Sauðárkróki, hafnarsvæðis Sauðárkróks, stofnveitu í þéttbýli, verslunar- og þjónustusvæða í dreifbýli, efnisnámu í þéttbýli og dreifbýli, nýtt athafnasvæði í dreifbýli og flugvallar í dreifbýli.
    Skipulagslýsing er fyrsta skrefið í undirbúningi skipulagsáætlana og er ætlað að upplýsa hagaðila og umsagnaraðila strax í byrjun um fyrirhugaða tillögugerð, viðfangsefni hennar og áherslur í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt skal haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfismatsskýrslu, sbr. lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar fasa tvö á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 í auglýsingu í samræmi við 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar - Fasi 2, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 43 Mál "Staðarbjargarvík - Hofsós - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi" áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 26.10.2023, þá bókað:
    "Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Skagafirði, ábyrgðarmaður verkefnisins Staðarbjargavík - Framkvæmdir við útsýnispalla, stiga og göngustíga sendir inn fyrirspurn varðandi hvort farið verði fram á deiliskipulag vegna framkvæmdaleyfis fyrir verkefninu. Meðfylgjandi gögn eru frumhönnunargögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Staðarbjargavík unnin af Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt hjá Landformi landlagsarkitektar. Sótt hefur verið um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir framkvæmdunum. Samkvæmt Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 er svæðið skilgreint á opnu svæði OP-603 og er Staðarbjargavík hverfisvernduð (HV-602), þ.e. stuðlabergsklettar í Staðarbjargavík. Markmið með hönnunartillögunni er að gera stuðlabergið sýnilegra og styrkja aðgengi. Lagt er upp með að framkvæmdin raski á engan hátt hinni hverfisvernduðu náttúrusmíð. Í tillögunni er gert ráð fyrir að nýta núverandi bílastæði við Suðurbraut. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðila verði heimilt að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki er gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar og því ekki hægt að veita framkvæmdaleyfi sem byggir á því.".
    Bókunin var staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar þann 15.11.2023.

    Lögð fram skipulagslýsing “Staðarbjargarvík, Hofósi, Skagafirði" dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. SL01, í verki nr. 56295303 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Staðarbjargarvík - Hofsós - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 43 Á fundi skipulagsnefndar þann 21.02.2023 voru tekin fyrir erindi frá Dögun ehf. og Kaupfélagi Skagfirðinga, beiðni um að vinna á eigin kostnað breytingar á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar. Bókanirnar voru staðfestar á fundi sveitarstjórnar þann 08.03.2023.

    Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar “Sauðárkrókshöfn, Sætún, breyting á deiliskipulagi" dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. DS01, í verki nr. 56296204 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Breyting á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar - Deiliskipulag - Sætún, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 43 Byggingarfélagið Sýll ehf., lóðarhafi lóða nr. 25-27 og 29-31 við Freyjugötu óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, “Íbúðareitur milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki".
    Lagður fram tillöguuppdráttur unnin hjá BR Teiknistofu slf. dags. 02.01.2024.

    Jafnframt er þess óskað að samhliða verði gerð óveruleg breyting á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 á reit M401 þar sem í stað 18 íbúða verði heimilt að byggja 22 íbúðir á reitnum.
    Breytingar, sem óskað er eftir eru:
    Í stað tveggja parhúsa við Freyjugötu verði heimilað að byggja tvö 3ja íbúða raðhús. Lóð og byggingarreitur á lóð nr. 25-29 (áður 25-27) verði stækkuð um 1,7 m til suð-austurs og lóð og byggingarreitur á lóð nr. 31-35 (áður 29-31) skerðist að sama skapi. Lóð nr. 25-29 stækkar úr 1.153,3 m² í 1.195 m² og leyfilegt hámarks nýtingarhlutfall skerðist úr 0,35 í 0,32. Lóð nr. 31-35 minnkar úr 1.063,8 m² í 1.022,8 m² og hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall er aukið úr 0,35 í 0,38. Hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall samanlagt á báðum lóðunum helst óbreytt eða 0,35 þannig að ekki verður um meira byggingarmagn að ræða en heimilt er skv. gildandi deiliskipulagi.
    Staðföng munu breytast með fjölgun íbúða.

    Skipulagsnefnd fellst á að óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að gerð verði á kostnað umsækjanda í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins aðalskipulagsbreyting í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ósk um breytingu á deiliskipulagi íbúðarreits milli Sæmundargötu og Freyjugötu á Sauðárkróki, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 43 Reimar Marteinsson, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, lóðarhafa Eyrarvegs 20, Sauðárkróki í Skagafirði (landnr. L143289), óskar eftir heimild skipulagsnefndar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Númer uppdráttar er F-100 og F-101 í verki nr. 30270302, dags. 31.01.2024.

    Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu vestan við sláturhús KS á núverandi steyptri stétt.

    Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Eyrarvegur 20 - Byggingarreitur, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 43 Málið áður á dagskrá 40. fundi skipulagsnefndar þann 14.12.2023.

    Atli Gunnar Arnórsson, fyrir hönd Skagafjarðarveitna, óska eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar fyrir eftirfarandi ráðstöfunum varðandi athafnasvæði Skagafjarðarveitna við Norðurbrún í Varmahlíð samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdráttum sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 og S-102 í verki nr. 1017-0001, dags. 27. nóvember 2023, og aðaluppdrátta nr. A-101 og A-102 í sama verki, dags. 28. nóvember 2023.

    1. Stofna lóðina Norðurbrún 9b.
    2. Stofna byggingarreit vegna stækkunar borholuhúss VH-03 á lóðinni Norðurbrún 9b.
    3. Endurnýja og stækka gasskiljutank fyrir heitt vatn á lóðinni.
    4. Skrá eftirtalin mannvirki á lóðina Norðurbrún 9b:
    a. Dæluhús VH-03, F2248700, 09-0101. Húsið er í dag skráð á óútvísað land í Varmahlíð, L146128.
    b. Gasskilja, F2140848, 08-0101. Tankurinn er í dag skráður á óútvísað land í Varmahlíð, L146128. Nýr gasskiljutankur skv. uppdrætti A-101.
    c. Borholuhús VH-03, með viðbyggingu skv. uppdrætti A-102. Húsið er að líkindum óskráð í dag.
    5. Leggja nýja hitaveitulögn úr foreinangruðu stáli, DN125 í plastkápu ø225, frá gasskilju og niður fyrir Sauðárkróksbraut, þar mun hún tengjast inn á núverandi lögn sem þjónar Akrahreppi hinum forna og bæjum í Vallhólma. Lögnin mun auka flutningsgetu kerfisins, en hún kemur í stað lagnar með minna þvermál. Sú lögn verður nýtt sem útskolunar- og yfirfallslögn frá gasskiljunni við Norðurbrún, og verður hún framlengd að gröfnum skurði neðan við Sauðárkróksbraut. Nánari grein fyrir þessum áformum er gerð á uppdrætti nr. S-102. Vestasti hluti hinnar nýju hitaveitulagnar var lagður sumarið 2023, samhliða gatnaframkvæmdum við Norðurbrún og Laugaveg. Lagnaleið er skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.

    Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Allar byggingar á lóðinni Norðurbrún 9b verða innan afmörkunar iðnaðarsvæðis I-502.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt og leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna 5. liðs erindinsins hér fyrir ofan er varðar stofnlögn nýrrar hitaveitulagnar.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Norðurbrún 9b - Umsókn um lóð, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 43 Þröstur Ingi Jónsson sækir um iðnaðarlóðina Borgarteig 8 fyrir uppbyggingu atvinnuhúsnæði.

    Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar skipulagnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 43 Helga Sjöfn Helgadóttir og Gunnlaugur Hrafn Jónsson þinglýstir eigendur jarðanna Hátúns II landnúmer 146039 og Hátúns I landnúmer 146038 óska eftir heimild til breyta landamerkjum jarðarinnar Hátún II og stofna millispildu sem síðan sameinast jörðinni Hátún I landnúmer 146038 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdráttum nr. S101 og S102 í verki nr. 73850000 útg. dags 02.02.2024 unnir af Ínu Björk Ársælsdóttur á verkfræðistofunni Stoð.

    Breytingar á landamerkjum felast í;
    1. Hátún II lnr. 146039 fer úr stærð 54.844 m2 í stærð 4.382 m2 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki nr. 73850000. Íbúðarhús (F2140475) mhl.nr 03 0101, stærð 124,3 m2 er innan umræddrar lóðar Hátúns II og fylgir henni eftir breytingar.
    2. Millispilda skipt út úr Hátúni II, sem Hátún II - millispilda að stærð 50.461 m2 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki nr. 73850000. Véla/verkfærageymsla (F2140475) mhl.nr. 04 0101 er innan umræddrar lóðar Hátúns II - millispilda.
    3. Hátún II - millispilda sameinuð Hátúni I lnr. 146038 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S102 í verki nr. 73850000.
    Eftirfarandi fylgir Hátúni I lnr. 146038 eftir breytingar:
    - Véla/verkfærageymsla (F2140475) mhl.nr. 04 0101. Stærð 126 m2
    - Ræktað land 16.926 m2
    Öll hlunnindi tilheyra Hátúni I.
    Landskipti samræmast Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
    Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
    Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Hátúni I, landnr. 146038.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar skipulagnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 43 Vilborg Elísdóttir f.h. Gilsbúsins ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Vík landnr (L14010) sækir um stofnun fasteignar/jarðar í fasteignaskrá skv. 14. gr. l. 6/2001.
    Á framlögðum uppdrætti sem gerður er af Einari I. Ólafssyni hjá Friðriki Jónssyni ehf. hinn 31.01. 2024. er vísað til hnitapunkta (X501-X513) sem koma fram í því fylgiskjali. Skikinn er samfleytt land og jafnframt allt það land Víkurjarðar sem liggur innan þeirra merkja sem hér segir:
    a) Austan við merkjalínu skikans gagnvart jörðinni Stekkholti 1 (landnr. 145976) sem er sá hluti miðlínu Sauðárkróksbrautar (nr. 75) er nær frá hnitsettum suð-vestur hornpunkts skikans (X513) norður í gegnum hnitsettan punkt (X512) að hnitsettum norð-vestur hornpunkti skikans (X511).
    b) Sunnan við merkjalínu skikans gagnvart jörðinni Birkihlíð (landnr. 145968), sem liggur úr síðastgreindum hornpunkti skikans í austur í gegnum þrjá hnitsetta punkta (X510, X 509 og X508) í hnitsettan norð-austur hornpunkt skikans (X507).
    c) Vestan við merkjalínu skikans gagnvart jörðinni Útvík (landnr. 146007) sem liggur úr síðastgreindum hornpunkti skikans í suður í gegnum þrjá hnitsetta punkta (X506, X505, X504, X503 og X502) í suð-austur hornpunkt skikans (X501).
    d) Norðan við merkjalínu skikans við síðastgreinda jörð sem liggur úr síðastgreindum hornpunkti skikans vestur í áðurgreindan suð-vestur hornpunkt skikans (X513).

    Jörðin Stekkholt 2 (landnr. 221929) liggur að skikanum á áðurgreindum hnitsettum suð-vestur hornpunkti skikans (X513).
    Umrætt land mælist 26 ha. Engar fasteignir/mannvirki eru innan hins útskipta lands.
    Sótt er um að hið útskipta land fái heitið „Miðholt“ (í fleirtölu). Nafnið vísar til örnefnis innan skikans. Ekki er vitað til þess að annað landnúmer í sveitarfélaginu sé skráð með sama staðvísi.
    Hlunnindi vegna Sæmundarár og Miklavatns fylgja ekki hinu útskipta landi í landskiptum þessum og tilheyra því áfram jörðinni Vík. Hið sama gildir um lögbýlisréttinn, hann tilheyrir áfram jörðinni Vík. Önnur hlunnindi, á landi eða undir því, sem eru til staðar á hinu útskipta landi, skulu fylgja hinu útskipta landi svo frekast sem lög heimila, s.s. vatnsréttindi hverskonar (heitt og kalt) og námuréttindi.
    Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun og skerða ekki landbúnaðarsvæði.
    Meðfylgjandi erindi þessu fylgir undirrituð “Landamerkjalýsing", yfirlýsing landeigenda aðliggjandi jarða um landamerki dags. 06.02.2024.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar skipulagnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 43 Vilborg Elísdóttir f.h. Gilsbúsins ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Litlu-Grafar lands (L213680) sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv. 14. gr. l. 6/2001.
    Á framlögðum uppdrætti sem gerður er af Einari I. Ólafssyni hjá Friðriki Jónssyni ehf. hinn 31.01. 2024 er gerð grein fyrir erindinu.
    Útskipta lóðin á engin landamerki að öðrum jörðum en þeirri sem hún er tekin úr. Lóðin liggur innan lína sem dregnar eru milli hnitapunkta X600, X601, X602, X603 og X604 og koma fram í nefndu fylgiskjali. Lóðin mælist 0,22 ha. Framangreindar markalínur fylgja að mestu girðingarstæði utan um gamla skógrækt. Er landið að verulegu leyti undir trjám. Engin mannvirki eru innan hins útskipta lands.
    Sótt er um að hið útskipta land fái heitið „Litluklappir“. Nafnið vísar til örnefnis sem a.m.k. að hluta til er innan skikans. Ekki er vitað til þess að annað landnúmer í sveitarfélaginu sé skráð með sama staðfangi.
    Engin hlunnindi fylgja hinu útskipta landi í landskiptum þessum.
    Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun og skerða ekki landbúnaðarsvæði .
    Gert er ráð fyrir að umferðarréttur milli Sauðárkróksbrautar og lóðarinnar verði tryggður með kvöð sem þinglýst verði á framangreinda jörð.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar skipulagnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 43 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 30 þann 31.01.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar skipulagnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.

13.Umhverfis- og samgöngunefnd - 21

Málsnúmer 2401009FVakta málsnúmer

Fundargerð 21. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 8. febrúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 21 Linda Rut Magnúsdóttir og Fjólmundur Karl Traustason óska eftir að gerast umsjónar- og ábyrgðaraðilar skógræktar fyrir ofan Hofsós. Þau hafa lagt fram framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn og óska eftir afstöðu nefndarinnar til málsins.

    Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. nóvember 2023 fól nefndin garðyrkjustjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli, þ.e. framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn áður en nefndin tæki afstöðu til erindisins. Nefndin áréttaði þá að mikilvægt væri að tekið yrði tillit til umhverfisstefnu sveitarfélagsins þegar framtíðarsýn og áætlun fyrir græn svæði væru mótuð. Nú liggur fyrir framtiðarsýn og umhirðuáætlun frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli.

    Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu byggðarráðs sem fer með stjórn eignasjóðs og gerir samninga um afnot af landi sem þessu. Jafnframt beinir nefndin því til Landbúnaðarnefndar að skoða viðhald girðinga umhverfis skógarreitinn með framkvæmdir komandi sumars í huga. Einnig beinir nefndin því til garðyrkjustjóra að kanna hvort hægt sé að leggja umhirðu skógarins lið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 21 Fyrir hönd stjórnar SSNV óskaði framkvæmdastjóri þann 6. september 2023 eftir tilnefningu frá sveitarfélögum á Norðurlandi vestra eftir fulltrúum í Samgöngu- og innviðanefnd SSNV og er hlutverk hennar að yfirfara gildandi samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra og uppfæra eftir þörfum.
    Skal endurnýjuð áætlun lögð fyrir ársþing SSNV 2024, ásamt lykilsamantekt.
    Í síðustu áætlun lagði hvert sveitarfélag á Norðurlandi vestra fram áherslulista þar sem mælt var með þremur til sex atriðum sem óskað var eftir að nytu forgangs, en auk þess var listi með þremur sameiginlegum áhersluatriðum landshlutans.
    Nú hafa Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur sameinast og því þarf að raða að nýju á forgangslista sameinaðs sveitarfélags.
    Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að ný forgangsröðun Skagafjarðar í vegamálum verði eftirfarandi:

    Sveitarfélagið Skagafjörður
    1.
    Hegranes (764
    2.
    Sæmundarhlíðarvegur (762),
    3.
    Ólafsfjarðarvegur (82), Ketilási að Þrasastöðum
    4.
    Skagafjarðarvegur (752)
    5.
    Skagavegur (745)
    6.
    Kjálkavegur (759)
    7.
    Ásavegur (769)
    8. Reykjastrandarvegur (748)

    Sameignleg áherslumál fjórðungsins
    1.
    Vatnsnesvegur (711)
    2.
    Hegranesvegur í Skagafirði (764)
    3.
    Skagavegur (745)

    Þrjú af fjórum áhersluatriðum Akrahrepps færast af forgangslistanum og annað. Fyrst ber að nefna Þjóðveg 1 frá Héraðsvatnabrú að Miðsitju, en þjóðvegakaflar eiga ekki heima á þessum lista þó vissulega sé brýnt að huga að ástandi vegarins og tryggja öryggi vegfarenda. Kjálkabrú færist af lista yfir vegi og yfir á lista yfir brýr samkvæmt samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra.

    Þá leggur nefndin ríka áherslu á að byrjað verði að huga að endurbótum á Hólavegi (767) og Siglufjarðarvegi (76) í útblönduhlíð, en þessir vegakaflar eru á köflum signir, mjóir og bylgjóttir, raunar svo mjög að þeir er varhugaverðir stærri bílum og bílum með tengivagna og hestakerrur.

    Guðlaugur Skúlason óskar bókað að hann víkur af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 21 Jón Kolbeinn Jónsson dýralæknir óskar með tölvupósti, dags. 6.2. 2024, eftir svörum nefndarinnar varðandi endurgreiðslur frá sveitarfélaginu vegna kostnaðar við ormahreinsun og örmerkingar hunda og katta.
    Umhverfis- og samgöngunefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að svara fyrirspurninni og gera upplýsingarnar aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 21 Lagður fram til kynningar tölvupóstur, dags. 29.11. 2023 frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins Ljósleiðarans, sem skoðar það að koma af stað verkefninu Landshringur Ljóss, byggt á eigin stofnleiðum í stað leigu á Nató-þráðum. Ljósleiðarinn óskar eftir góðu samstarfi við Skagafjörð vegna framkvæmdarinnar.
    Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að vera í sambandi við Ljósleiðarann varðandi möguleg tækifæri til samlegðaráhrifa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 21 Lagðar fram til kynningar niðurstöður útboðs vetrarþjónustu fyrir þéttbýlisstaðina Sauðárkrók, Hofsós og Varmahlíð.
    Lægsbjóðandi á Sauðárkróki og Hofsósi var fyrirtækið Vinnuvélar Símonar ehf. og var í kjölfarið, þann 25.01. 2024, skrifað undir fjögurra ára samning á milli Skagafjarðar og fyrirtækisins um vetrarþjónustu á þessum stöðum.
    Í Varmahlíð voru tvö fyrirtæki jöfn með lægstu tilboð en niðurstaða útdrátts á milli þeirra varð sú að Víðimelsbræður ehf. hlutu vetrarþjónustuverkefni þar og var einnig skrifað undir fjögurra ára samning um þá þjónustu.
    Markmið vetrarþjónustunnar er að tryggja að tilgreindar götur, gangstéttir og plön séu fær umferð gangandi og akandi vegfarenda og séu sem mest hálkulausar eftir hverja hreinsun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 21 Í nóvember 2023 óskaði Samband íslenskra sveitarfélaga eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Í lok árs kom í ljós að Skagafjörður var valinn ásamt fjórum öðrum sveitarfélögum til þátttöku.
    Markmið verkefnisins er að ná betri yfirsýn yfir kostnað og tekjur sveitarfélaga í málaflokknum og hvernig þróun útgjalda og tekna hefur verið síðastliðin ár. Sambandið leiðir verkefnið með aðstoð tveggja ráðgjafa, annars vegar Pure North og hins vegar HLH ráðgjöf, sem munu vinna greiningarvinnuna og setja fram niðurstöður verkefnisins.
    Verkefnið er í tveimur áföngum og hófst verkefnið í janúar 2024. Áætlað er að niðurstöður úr fyrri hluta verkefnisins munu liggja fyrir í mars 2024 og niðurstöður seinni hluta í júní 2024. Viljayfirlýsingin tekur til samstarfs og þátttöku í ofangreindu verkefni.
    Sambandið kemur til með að kosta aðkeypta sérfræðivinnu vegna verkefnisins. Aðrar greiðslur munu ekki fara á milli aðila. Sambandið tryggir gott samstarf og flæði upplýsinga milli aðila verkefnisins, sér til þess að aðkoma ráðgjafa verkefnisins skarist sem minnst og skapar vettvang til að kynna afurðir þess.
    Nefndin lýsir yfir ánægju með að Skagafjörður hafi verið valinn til þátttöku í verkefninu og telur að ávinningur sveitarfélagsins af þátttöku í því feli í sér m.a. aukna þekkingu á myndun kostnaðarliða og tekna í tengslum við meðhöndlun úrgangs og hvort sveitarfélagið uppfylli allar helstu lagakröfur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • 13.7 2401321 Skilagrein 2023
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 21 Íslenska gámafélagið (ÍGF) sinnir sorphirðu frá íbúum og stofnunum í Skagafirði. Fyrirtækið sinnir einnig akstri hráefnis frá móttökustöðvum í Varmahlíð og Hofsósi til Flokku á Sauðakróki. Þar er efnið meðhöndlað frekar, þ.e. flokkað og fer hluti þess í útflutning beint frá Sauðárkrókshöfn, ýmist til Svíþjóðar eða Hollands í endurvinnslu. Almennur úrgangur er fluttur áfram til Húnabyggðar þar sem hann er urðaður í Stekkjarvík. ÍGF skilar árlega skilagrein eða skýrslu um vinnu sína fyrir undangengið ár þar sem fram koma almennar upplýsingar um framkvæmd og gang þess og niðurstöður skráninga og mælinga. Skilagrein fyrir árið 2023 hefur verið skilað til sveitarfélagsins.
    Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til sveitarfélagsins að stofnanir þess sýni gott fordæmi og vandi flokkun og henni verði komið á þar sem hún er ekki til staðar nú þegar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 21 Stjórn Hafnasambands Íslands boðar formlega til hafnasambandsþings 24.-25. október 2024 í Hofi á Akureyri. Dagskrá og nánari upplýsingar verða send síðar.
    Umhverfis- og samgöngunefnd tekur dagana frá og mun tilkynna stjórn Hafnasambandsins um fulltrúa Skagafjarðarhafna þegar nær dregur og upplýsingar um fjölda fulltrúa liggja fyrir. Nefndin felur jafnframt hafnarstjóra að senda inn ársreikning Skagafjarðarhafna fyrir árið 2023 til hafnasambandsins um leið og hann liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 21 Fundagerðir Hafnarsambands Íslands frá fundi nr. 458 og 459 á árinu 2023 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 21 Fundagerð Hafnarsambands Íslands frá fundi nr. 460 á árinu 2024 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.

14.Veitunefnd - 13

Málsnúmer 2401039FVakta málsnúmer

Fundargerð 13. fundar veitunefndar frá 5. febrúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 13 Farið var yfir verklýsingu fyrir vinnsluholu BM-14 sem til stendur að bora fyrir Skagafjarðarveitur í landi Sauðárkróks við Borgarmýri. Áætlað bordýpi er um 800m. Áætlað er að holan verði fóðrið niður í 200 m með 10¾" vinnslufóðringu. Opni hluti holunnar fyrir neðan vinnslufóðringu verður boraður með 9⅞" borkrónu. Verklýsing og hönnun holunnar er unnin af Ísor ohf. í samstarfi við starfsmenn Skagafjarðarveitna. Verkið er tilbúið til útboðs.

    Veitunefnd samþykkir áformin og vísar málinu áfram til afgreiðslu í Byggðarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar veitunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 13 Með aukinni mælavæðingu hefur náðst betur utanum raunnotkun hvers notanda. Með núverandi álestrarkerfi, einu sinni á ári, hefur komið í ljós að sumir eru að fá háa reikninga sem koma aftan að fólki. Til að ná betur utanum notkunina er skilvirkara að lesa oftar af þannig að hægt sé að bregðast við ef reikningar verða úr hófi fram. Vert er að benda á að árið 2028 verður skilt að selja heitt vatn og aðra orku samkvæmt raunnotkun. Áfram verður unnið ötulega að uppsetningu mæla og stefnt er að að allir notendur verði tengdir með mælum í lok árs 2025.

    Skagafjarðarveitur stefna á að hefja mánaðarlegan álestur allra mæla frá og með 1. september 2024.

    Veitunefnd samþykkir áformin fyrir sína hönd og felur verkefnisstjóra Skagafjarðarveitna að vinna málið áfram.

    Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar veitunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 13 Verkefnastjóri Skagafjarðarveitna hefur tekið saman þau staðföng sem eru á köldum svæðum í Skagafirði. Heildarfjöldi staðfanga í Skagafirði er 2.990. Af þeim er í dag 96,5% tengd hitaveitu Skagafjarðarveitna. Fjöldi staðfanga í dreifbýli er 1.357 og af þeim eru 106 staðföng ótengd eða 7,8%.

    Veitunefnd leggur til við byggðaráð að settar verði reglur um styrk til varmadælukaupa á þeim staðföngum þar sem ljóst er að erfitt og/eða mjög langt getur liðið þangað til þau fá aðgang að heitu vatni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar veitunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 13 Á undaförnum árum hefur verið skortur á heitu vatni frá holu VH-12 í Reykjarhóli og stefndi Varmahlíðarveita í óefni. Borað var vestan Reykjarhóls holurnar VH-20 - VH-22, því miður með litlum árangri. Ákveðið var að skoða holu VH-03 sem er við Norðurbrún 9b í Varmahlíð, en talið var að holan væri hrunin saman og sennilega ónothæf. Við nánari skoðun kom í ljós að bilunin í holunni var ekki eins alvarleg og talið var. Gerðar voru rannsóknir á holunni sem leiddu í ljós að hægt væri að ná verulegu magni af um 90 °C heitu vatni og talið hagstætt að virkja holuna með því að setja niður djúpdælu. Þessi framkvæmd er forsenda þess að hægt verði að skipta um dælu í holu VH-12 sem er komin á tíma.

    Veitunefnd óskar eftir að skipulagsnefnd Skagafjarðar afgreiði eftirfarandi ráðstöfunum varðandi athafnasvæði við Norðurbrún 9b í Varmahlíð. Nefndin metur að þessi ráðstöfun sé mjög mikilvæg þannig að framkvæmdir getir hafist sem fyrst við virkjun holunnar. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja stöðugan rekstur veitunnar. Vísað er til afstöðuuppdrátta sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 og S-102 í verki nr. 1017-0001, dags. 27. nóvember 2023, og aðaluppdrátta nr. A-101 og A-102 í sama verki, dags. 28. nóvember 2023.

    Áheyrnarfulltrúi Byggðalistans leggur áherslu á að sveitarstjórn samþykki málið hið fyrsta vegna mikilvægis þess.

    Veitunefnd samþykkir málið samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar veitunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 13 Verkefnastjóri Skagafjarðaveitna kynnir fyrir nefndinni stöðu mála vegna sjóveitu fyrir þróunarsetur við Borgarsíðu. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar veitunefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 níu atkvæðum.

15.Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 4

Málsnúmer 2401024FVakta málsnúmer

Fundargerð 4. fundar byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi frá 24. febrúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 4 Farið yfir hugmyndir að breytingum vegna aðgengismála á Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi.
    Samþykkt að ráðast í lyftubyggingu norðan við núverandi byggingu í samræmi við teikningar sem lagðar voru fram á fundinum. Jafnframt samþykkt að vinna að hönnun og kostnaðargreiningu á nýju leiksvæði vestan við grunnskólann, auk göngustígs að núverandi leiksvæði og nýju undirlagi á hluta leiksvæðis. Byggingarnefnd samþykkir einnig að unnið verði áfram að heildarhönnun breytinga á núverandi byggingu og viðbyggingum, þar sem horft yrði til nýs íþróttahúss vestan við hús sem fyrsta áfanga. Síðar kæmi ný viðbygging austan grunnskóla þar sem m.a. yrði nýtt mötuneyti.
    Samþykkt er að bera hugmyndirnar undir starfsmenn Ráðgjafar- og greiningarstöðvar ásamt aðgengishópi sveitarfélagsins.
    Jafnframt samþykkt að fela starfsmönnum að vinna drög að teikningu fyrir íþróttahús sem yrði með sambærilegan íþróttasal og þeim sem er hjá Engjaskóla, að viðbættri búningsaðstöðu, áhaldageymslu, þreksal og nauðsynlegum öðrum rýmum sem kröfur eru gerðar um (tæknirými, salerni o.s.frv.).
    Bókun fundar Fundargerð 4. fundar byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024 með níu atkvæðum.

16.Kjörstaðir við forsetakosningar 1. júní 2024

Málsnúmer 2401210Vakta málsnúmer

Vísað frá 81. fundi byggðarráðs frá 24. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Byggðarráð samþykkir að kjörstaðir við forsetakosningar 1. júní 2024 verði eftirfarandi: Bóknámshús FNV á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli og Félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi."
Afgreiðsla byggðarráðs borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

17.Viðbótarniðurgreiðslur 2024

Málsnúmer 2401030Vakta málsnúmer

Vísað frá 81. fundi byggðarráðs frá 24. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur um viðbótarniðurgreiðslu dvalargjalda sem vísað var til byggðarráðs frá 22. fundi fræðslunefndar þann 18. janúar 2024. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

18.Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki

Málsnúmer 2401295Vakta málsnúmer

Vísað frá 82. fundi byggðarráðs frá 31. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram tillaga um stofnun byggingarnefndar um menningarhús á Sauðárkróki:
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að setja á fót sérstaka byggingarnefnd fyrir menningarhús á Sauðárkróki. Nefndin skal hafa yfirumsjón með fyrirhuguðum framkvæmdum við menningarhús á Sauðárkróki, endurbótum eldra húsnæðis og nýbyggingu, ásamt hönnun. Byggingarnefndin skal skipuð oddvitum allra flokka sem sæti eiga í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Formaður eignasjóðs er jafnframt formaður bygginganefndarinnar og hefur hann tvöfalt atkvæðavægi.
Með nefndinni skulu eftir atvikum vinna sveitarstjóri, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, safnstjórar Byggðasafns Skagfirðinga, Héraðsbókasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, auk eftir atvikum annarra starfsmanna og hagsmunaaðila.
Tillaga um stofnun byggingarnefndar um menningarhús á Sauðárkróki samþykkt með 2 atkvæðum meirihluta byggðarráðs. Fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins."

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun Byggðalista.
Samkomulag um byggingu menningarhúss í Skagafirði var undirritað í maí síðastliðinn, í samkomulaginu er kveðið á um framkvæmd á 1.252 fermetra nýbyggingu og endurbótum á núverandi húsi. Þar kemur fram að ríkissjóður greiði 60% eða sem nemur 910 m.kr. og Skagafjörður 40% og allan þann umframkostnað sem fellur til við framkvæmdina. Heildarkostnaður við framkvæmdina er talin nema 1.517 m.kr. og er þar stuðst við kostnaðaráætlun frá því í nóvember 2021. Samkvæmt Hagstofu Íslands þá hefur byggingarvísitala hækkað um 17,5% frá nóvember 2021 þar til í janúar 2024. Því teljum við mikilvægt að áður lengra er haldið sé það tryggt að ríkissjóður muni taka þátt í umframkostnaði sem hljótast muni af framkvæmdinni.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 og í framkvæmdaáætlun kemur það skýrt fram að mikil þörf er á uppbyggingu og endurbótum við leik- og grunnskóla í Skagafirði. Við teljum þær framkvæmdir eiga að hljóta forgang en ekki þurfa að seinka eða víkja vegna umframkostnaðar sem að öllum líkindum muni hljótast vegna framkvæmda við menningarhús á Sauðárkróki. Að því sögðu teljum við fulltrúar Byggðalista ekki tímabært að stofna Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki og sitjum hjá við atkvæðagreiðslu.

Þá tóku til máls Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Einar E Einarsson.

Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar meirihluta óska bókað:
Fulltrúar meirihluta sveitastjórnar vilja árétta að fyrirætlanir við byggingu menningarhúss á Sauðárkróki eiga sér langa sögu sem margoft er búið að ræða og bóka um í byggðarráði og sveitarstjórn. Með undirritun samnings, sem áður var samþykktur af sveitarstjórn, við menntamálaráðherra 20. maí 2023, var málið sett í ákveðinn farveg og ákveðið að framkvæmdum skyldi lokið árið 2027. Jafnframt að framkvæmdin skyldi byggð á fyrirliggjandi þarfagreiningu. Einnig var samþykkt í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2024 að verja 20 m.kr í hönnun og undirbúning framkvæmda árið 2024. Það að hefja þetta ferli núna er því eðlilegt skref í ljósi þess sem ákveðið hefur verið áður og hefur ekki áhrif á aðrar framkvæmdir sem sveitarfélagið er að vinna að eða komnar eru í gang. Verkefnið framundan er því að hefja hönnunferli á grundvelli fyrirliggjandi þarfagreiningar og það verður hlutverk bygginganefndar að tryggja að ferlið fram undan takist vel enda markmiðið ljóst að fá út úr þessu verkefni bæði gott og glæsilegt hús sem samræmist bæði áætluðum kostnaði og fyrirliggjandi þarfagreiningu.

Þá tóku til máls, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri.

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúi Vg og óháðra kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Það hefur verið áratuga bið eftir Menningarhúsi á Sauðárkrók, ýmsar þarfagreiningar gerðar á tugi ára fresti því þörfin fyrir menningarhúsi hefur verið mikil og er það enn. Skagafjörður er nefnilega afar ríkur a og Sif listafólki og listhópum sem standa að list viðburðum sem efla og prýða menningu samfélagsins okkar. Bygging þessa mannvirkis hefur verið eitt stærsta kosningaloforð meirhlutans. Þegar svo loks á að fara að hrinda loforðinu í framkvæmd, menningarhúsið á Sauðárkróki á loks að fara að rísa, þá er áætlunin að það þurfi einungis 20% rými fyrir listmenningu og Skagafjörður borgi hundruði milljóna fyrir ímyndina eina af glæsilegu menningarhúsi. Samkvæmt fundargögnum er staðreyndin nefnilega sú að 1801 fermetrar skiptast í varðveislurými, fundarsali, vinnurými,veitingarými og lesrými á meðan 440 fermetrar munu rýma aðstöðu fyrir leiklist og sviðslistarsal sem samt einnig á að vera ráðstefnusalur. Miðað við þessa rýmisgreiningu verður þetta dýr geymsla byggð á þeim fölsku forsendum að hægt sé að kalla þetta Menningarhús.

Einar E Einarsson tók til máls.

Tillaga um stofnun byggingarnefndar um menningarhús á Sauðárkróki borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúar Vg og óháðra og Byggðalista óska bókað að þau sitji hjá.

19.Niðurfelling gatnagerðargjalda

Málsnúmer 2401303Vakta málsnúmer

Vísað frá 82. fundi byggðarráðs frá 31. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Vinna hefur verið í gangi við endurgerð og uppfærslu á gildandi deiliskipulagi sunnan Kirkjugötu á Hofsósi og við göturnar Lækjarbakka og Lækjarbrekku á Steinstöðum. Deiliskipulagsferlinu er lokið á Hofsósi en verið er að leggja loka hönd á frágang skipulagsvinnunnar á Steinstöðum. Í báðum þessum deiliskipulagstillögunum er bæði verið að auka framboð nýrra byggingarlóða og/eða endurbæta gildandi deiliskipulag með t.d. svæðum fyrir bílskúra og fleira. Byggðarráð Skagafjarðar vill benda áhugasömum húsbyggendum á allar þessar áhugaverðu lóðir og þá kosti sem þeim fylgja, og um leið leggja sitt af mörkum til að þær byggist sem hraðast upp.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að samþykkja, að um lóðir sem úthlutað er frá og með 21. febrúar 2024 gildi tímabundin 50% niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingu íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftir greindum lóðum við þegar tilbúnar götur á bæði Hofsósi og Steinsstöðum.
Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.
Niðurfellingin gildir um eftirtaldar lóðir á Hofsósi: Kárastígur nr. 4 og 6, Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og 12 og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, 5 og nr. 6-8 (parhús).
Niðurfellingin gildir jafnframt um eftirtaldar lóðir á Steinsstöðum: Lækjarbakka nr 2, 4, 6 og 8, þegar þær verða auglýstar til úthlutunar á heimasíðu Skagafjarðar að undangenginni samþykkt þar að lútandi í skipulagsnefnd og sveitarstjórn, sbr. reglur um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði.
Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31.12. 2025, sé þeim úthlutað eftir það tímamark.

Framlögð tillaga byggðarráðs borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

20.Auglýsingar og nafngiftir íþróttamannvirkja og íþróttasvæða

Málsnúmer 2401250Vakta málsnúmer

Vísað frá 83. fundi byggðarráðs frá 7. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Erindinu var vísað til byggðarráðs frá 20. fundi félagsmála- og tómstundanefndar 1. febrúar sl. þannig bókað:
Lagðar fram uppfærðar reglur um auglýsingar á íþróttamannvirkjum. Í reglunum kemur fram hvers konar auglýsingar eru heimilar innan og utan á íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum í Skagafirði. Auk þess fjalla reglurnar um nafngiftir á íþróttamannvirkjum í auglýsingaskyni. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagaðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

21.Reglur Skagafjarðar um akstursþjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2307143Vakta málsnúmer

Vísað frá 83. fundi byggðarráðs frá 7. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Erindinu var vísað til byggðarráðs frá 20. fundi félagsmála- og tómstundanefndar 1. febrúar sl. þannig bókað:
Lagðar fram nýjar ósamþykktar reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks. Reglurnar eru unnar með tilvísun í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Einnig er stuðst við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Reglunum er ætlað að koma í stað núverandi reglna um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2012. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

22.Samþykktir um stjórn og fundasköp - breyting

Málsnúmer 2402102Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi byggðarráðs frá 14. febrúar sl. þannig bókað:
Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem varða annars vegar sameiningu landbúnaðarnefndar, umhverfis- og samgöngunefndar og veitunefndar í eina nefnd, landbúnaðar- og innviðanefnd, í samræmi við tillögur HLH ehf., og hins vegar um breytingu sem felst í að fundargerðabækur verða aflagðar samhliða því sem rafrænar undirritanir fundargerða eru teknar upp.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins Skagafjarðar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagaðar tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins Skagafjarðar, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum og vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.

23.Skipurit og stjórnskipurit Skagafjarðar

Málsnúmer 2402101Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi byggðarráðs frá 14. febrúar sl. þannig bókað:
Lagðar fram tillögur að breytingum á skipuriti og stjórnskipuriti fyrir sveitarfélagið Skagafjörð, í samræmi við tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins og tillögur sem fram koma í skýrslu HLH ehf.
Byggðarráð samþykkir skipuritin samhljóða með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlagðar tillögur að breytingum á skipuriti og stjórnskipuriti fyrir sveitarfélagið Skagafjörð, bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.

24.Kirkjureiturinn (143549) Sauðárkrókskirkja - Deiliskipulag

Málsnúmer 2108244Vakta málsnúmer

Vísað frá 42. fundi skipulagsnefndar frá 25. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi fyrir deiliskipulag Kirkjureitsins, útg. 1.0 dags, 18.01.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Eitt af viðfangsefnum nýrrar tillögu að deiliskipulagi er að miða skipulagið að nútíma kröfum og venjum auk þess að taka á aðgengismálum.
Á skipulagssvæðinu eru sýndar 3 íbúðarlóðir og 2 þjónustulóðir. Ekki er gert ráð fyrir nýrri lóð. Skilmálar um stærð lóða, hámarksbyggingarmagn, hæðafjölda og hámarks hæð bygginga eru meðal þeirra atriða sem sýnd eru á skipulagsuppdrætti.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

25.Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg

Málsnúmer 2202094Vakta málsnúmer

Vísað frá 42. fundi skipulagsnefndar frá 25. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi fyrir deiliskipulag Skógargötureitur, íbúðabyggð, Sauðárkróki, útg. 1.0 dags, 22.01.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Þegar hefur verið fundað með nokkrum lóðarhöfum lóða á skipulagssvæðinu og aðrir lögðu inn ábendingu við skipulagslýsingu. Þá liggja fyrir beiðnir nokkurra lóðarhafa um breytingu á lóðamörkum.
Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti innan Skógargötureitsins, ásamt helstu byggingarskilmálum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Skógargötureitur, íbúðabyggð á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins og Einar E. Einarsson kom inn í hennar stað.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Skógargötureitur, íbúðabyggð á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

26.Borgargerði 4 L234946 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2304004Vakta málsnúmer

Vísað frá 42. fundi skipulagsnefndar frá 25. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit, dags. 23.01.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir fyrirhugaða uppbyggingu á Borgargerði 4. Uppdrátturinn sýnir staðsetningu lóðamarka, byggingarreita, vegtengingar og aðkomu að byggingum, ásamt helstu byggingarskilmálum.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

27.Steinsstaðir - Íbúðarbyggð - Deiliskipulag

Málsnúmer 2206266Vakta málsnúmer

Vísað frá 42. fundi skipulagsnefndar frá 25. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 797/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/797) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Íbúðarbyggð Steinsstöðum og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, tillögu að deiliskipulagi, Íbúðarbyggð Steinsstöðum og að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

28.Hofsós Skólagata (L146652) - Ósk um grenndarkynningu.

Málsnúmer 2401227Vakta málsnúmer

Vísað frá 42. fundi skipulagsnefndar frá 25. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Fyrir hönd Veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar sækir Jón Örn Berndsen um óverulega breytingu á deiliskipulagi Leik- og grunnskólasvæðis á Hofsósi. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir og endurbætur við skólahús Grunnskólans austan Vatna við Skólabraut á Hofsósi. Eitt af meginmarkmiðum með framkvæmdinni er að bæta aðgengi hreyfihamlaðra um hús og lóð.
Til að ná fram þeim markmiðum er stór liður í framkvæmdinni að byggja lyftuhús norðan á elstu skólabygginguna. Byggt verður samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum sem gerðir eru hjá Úti-Inni teiknistofu, af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt. Uppdrættir eru dagsettir 15.12.2023 og bera heitið GAV lyfta gluggar, klæðningar. Númer uppdrátta A100 og A101.

Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi skólasvæðisins er ekki gert ráð fyrir viðbyggingarmöguleikum við skólann til norðurs og því er þessi fyrirhugaða 10,18 m2 viðbygging utan samþykkts byggingarreits.
Skipulagsnefnd telur að umbeðin framkvæmd víki að engu leiti frá samþykktri notkun svæðisins og hafi að mjög óverulegu leiti áhrif á útliti, form og nýtingarhlutfall viðkomandi svæðis.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn grenndarkynna óverlega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum, Björgunarsveitinni Gretti Hofsósi, lóðarhöfum Lindarbrekku og Skólagötu L146723."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að grenndarkynna óverlega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum, Björgunarsveitinni Gretti Hofsósi, lóðarhöfum Lindarbrekku og Skólagötu L146723.

29.Brúarland L146511 - Umsókn um framkvæmdaleyfi-skógrækt

Málsnúmer 2107132Vakta málsnúmer

Vísað frá 42. fundi skipulagsnefndar frá 25. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Málið áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 7. janúar 2022 og þá eftirfarandi bókað:
“Guðmundur Sverrisson kt. 291066-3219 sækir fh.Makíta ehf. Kt 6510171300 sem er eigandi lögbýlisins Brúarland L146511 um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 39,0 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði dagsettur 4.8.2021 gerður af Skógræktinni, Bergsveini Þórssyni. Skipulagsfulltrúi hefur óskað umsagnar Minjavarðar Norðurlands vestra varðandi ætlaða framkvæmd og barst svar 10. desember sl. Í svari minjavarðar kemur m.a. fram að fara skuli fram fornleifaskráning á samningssvæði skógræktar til þess að hægt sé að taka afstöðu til áhrifa fyrirhugaðra framkvæmda á minjar. Þar sem ekki liggur fyrir fornleifaskráning á fyrirhuguðu samningssvæði til skógræktar frestar nefndin afgreiðslu málsins."

Með erindinu fylgir uppfærður uppdráttur dags. 10.01.2024 unninn af Sigríði Hrefnu Pálsdóttur hjá Skógræktinni ásamt fornleifaskráning frá umsækjanda unnin af Hermanni Jakobi Hjartarsyni og Rúnu K. Tetzschner hjá ANTIKVA ehf. árið 2023. Fyrirliggur umsögn minjavarðar dags. 24.01.2024. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með átta atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Hrefna Jóhannesdóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

30.Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar

Málsnúmer 2211029Vakta málsnúmer

Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði á Sauðárkróki.
Breytingin felur í sér stækkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis AF-402 á kostnað opins svæðis OP-404 upp með Sauðá. Heimilað byggingarmagn innan afþreyingar- og ferðamannasvæðisins er aukið en þar er gert ráð fyrir þjónustuhúsum í tengslum við hlutverk svæðisins.
Á opnu svæði OP-404 upp með Sauðá, sem er í grennd við skólasvæðið hefur verið horft til aukinnar útikennslu og því mun breytingin fela í sér heimild undir slíka aðstöðu á opna svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda breytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda breytingingu og að senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

31.Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar - Fasi 2

Málsnúmer 2401240Vakta málsnúmer

Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá á 42. fundi skipulagsnefndar þann 25.01.2024.
Lögð fram skipulagslýsing fyrir fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar, fasa tvö á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, dags. febrúar 2024 sem unnin var hjá VSÓ ráðgjöf.
Breytingarnar snúa að nokkrum svæðum í sveitarfélaginu. Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar á Sauðárkróki, hafnarsvæðis Sauðárkróks, stofnveitu í þéttbýli, verslunar- og þjónustusvæða í dreifbýli, efnisnámu í þéttbýli og dreifbýli, nýtt athafnasvæði í dreifbýli og flugvallar í dreifbýli.
Skipulagslýsing er fyrsta skrefið í undirbúningi skipulagsáætlana og er ætlað að upplýsa hagaðila og umsagnaraðila strax í byrjun um fyrirhugaða tillögugerð, viðfangsefni hennar og áherslur í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt skal haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfismatsskýrslu, sbr. lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar fasa tvö á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 í auglýsingu í samræmi við 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að setja skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar fasa tvö á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 í auglýsingu í samræmi við 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

32.Staðarbjargarvík - Hofsós - Deiliskipulag

Málsnúmer 2402024Vakta málsnúmer

Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

" Mál "Staðarbjargarvík - Hofsós - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi" áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 26.10.2023, þá bókað:
"Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Skagafirði, ábyrgðarmaður verkefnisins Staðarbjargavík - Framkvæmdir við útsýnispalla, stiga og göngustíga sendir inn fyrirspurn varðandi hvort farið verði fram á deiliskipulag vegna framkvæmdaleyfis fyrir verkefninu. Meðfylgjandi gögn eru frumhönnunargögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Staðarbjargavík unnin af Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt hjá Landformi landlagsarkitektar. Sótt hefur verið um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir framkvæmdunum. Samkvæmt Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 er svæðið skilgreint á opnu svæði OP-603 og er Staðarbjargavík hverfisvernduð (HV-602), þ.e. stuðlabergsklettar í Staðarbjargavík. Markmið með hönnunartillögunni er að gera stuðlabergið sýnilegra og styrkja aðgengi. Lagt er upp með að framkvæmdin raski á engan hátt hinni hverfisvernduðu náttúrusmíð. Í tillögunni er gert ráð fyrir að nýta núverandi bílastæði við Suðurbraut. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðila verði heimilt að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki er gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar og því ekki hægt að veita framkvæmdaleyfi sem byggir á því." Bókunin var staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar þann 15.11.2023.

Lögð fram skipulagslýsing; Staðarbjargarvík, Hofósi, Skagafirði, dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. SL01, í verki nr. 56295303 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir skipulagslýsinguna, með níu atkvæðum og að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

33.Breyting á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar - Deiliskipulag - Sætún

Málsnúmer 2402025Vakta málsnúmer

Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Á fundi skipulagsnefndar þann 21.02.2023 voru tekin fyrir erindi frá Dögun ehf. og Kaupfélagi Skagfirðinga, beiðni um að vinna á eigin kostnað breytingar á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar. Bókanirnar voru staðfestar á fundi sveitarstjórnar þann 08.03.2023.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar “Sauðárkrókshöfn, Sætún, breyting á deiliskipulagi" dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. DS01, í verki nr. 56296204 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

34.Ósk um breytingu á deiliskipulagi íbúðarreits milli Sæmundargötu og Freyjugötu á Sauðárkróki

Málsnúmer 2402049Vakta málsnúmer

Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Byggingarfélagið Sýll ehf., lóðarhafi lóða nr. 25-27 og 29-31 við Freyjugötu óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið "Íbúðareitur milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki". Lagður fram tillöguuppdráttur unnin hjá BR Teiknistofu slf. dags. 02.01.2024.
Jafnframt er þess óskað að samhliða verði gerð óveruleg breyting á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 á reit M401 þar sem í stað 18 íbúða verði heimilt að byggja 22 íbúðir á reitnum.
Breytingar, sem óskað er eftir eru:
Í stað tveggja parhúsa við Freyjugötu verði heimilað að byggja tvö 3ja íbúða raðhús. Lóð og byggingarreitur á lóð nr. 25-29 (áður 25-27) verði stækkuð um 1,7 m til suð-austurs og lóð og byggingarreitur á lóð nr. 31-35 (áður 29-31) skerðist að sama skapi. Lóð nr. 25-29 stækkar úr 1.153,3 m² í 1.195 m² og leyfilegt hámarks nýtingarhlutfall skerðist úr 0,35 í 0,32. Lóð nr. 31-35 minnkar úr 1.063,8 m² í 1.022,8 m² og hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall er aukið úr 0,35 í 0,38. Hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall samanlagt á báðum lóðunum helst óbreytt eða 0,35 þannig að ekki verður um meira byggingarmagn að ræða en heimilt er skv. gildandi deiliskipulagi. Staðföng munu breytast með fjölgun íbúða.

Skipulagsnefnd fellst á að óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að gerð verði á kostnað umsækjanda í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins aðalskipulagsbreyting í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að gerð verði á kostnað umsækjanda í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins aðalskipulagsbreyting í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

35.Eyrarvegur 20 - Byggingarreitur

Málsnúmer 2402011Vakta málsnúmer

Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Reimar Marteinsson, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, lóðarhafa Eyrarvegs 20, Sauðárkróki í Skagafirði (landnr. L143289), óskar eftir heimild skipulagsnefndar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Númer uppdráttar er F-100 og F-101 í verki nr. 30270302, dags. 31.01.2024.
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu vestan við sláturhús KS á núverandi steyptri stétt.
Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir jafnframt að tillagan skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull.

36.Norðurbrún 9b - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2312010Vakta málsnúmer

Vísað frá 48. fundi skipulagsnefndar frá 8. febr. sl til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað: Málið áður á dagskrá 40. fundi skipulagsnefndar þann 14.12.2023.
Atli Gunnar Arnórsson, fyrir hönd Skagafjarðarveitna, óska eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar fyrir eftirfarandi ráðstöfunum varðandi athafnasvæði Skagafjarðarveitna við Norðurbrún í Varmahlíð samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdráttum sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 og S-102 í verki nr. 1017-0001, dags. 27. nóvember 2023, og aðaluppdrátta nr. A-101 og A-102 í sama verki, dags. 28. nóvember 2023.

1. Stofna lóðina Norðurbrún 9b.
2. Stofna byggingarreit vegna stækkunar borholuhúss VH-03 á lóðinni Norðurbrún 9b.
3. Endurnýja og stækka gasskiljutank fyrir heitt vatn á lóðinni.
4. Skrá eftirtalin mannvirki á lóðina Norðurbrún 9b:
a. Dæluhús VH-03, F2248700, 09-0101. Húsið er í dag skráð á óútvísað land í Varmahlíð, L146128.
b. Gasskilja, F2140848, 08-0101. Tankurinn er í dag skráður á óútvísað land í Varmahlíð, L146128. Nýr gasskiljutankur skv. uppdrætti A-101.
c. Borholuhús VH-03, með viðbyggingu skv. uppdrætti A-102. Húsið er að líkindum óskráð í dag.
5. Leggja nýja hitaveitulögn úr foreinangruðu stáli, DN125 í plastkápu ø225, frá gasskilju og niður fyrir Sauðárkróksbraut, þar mun hún tengjast inn á núverandi lögn sem þjónar Akrahreppi hinum forna og bæjum í Vallhólma. Lögnin mun auka flutningsgetu kerfisins, en hún kemur í stað lagnar með minna þvermál. Sú lögn verður nýtt sem útskolunar- og yfirfallslögn frá gasskiljunni við Norðurbrún, og verður hún framlengd að gröfnum skurði neðan við Sauðárkróksbraut. Nánari grein fyrir þessum áformum er gerð á uppdrætti nr. S-102. Vestasti hluti hinnar nýju hitaveitulagnar var lagður sumarið 2023, samhliða gatnaframkvæmdum við Norðurbrún og Laugaveg. Lagnaleið er skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Allar byggingar á lóðinni Norðurbrún 9b verða innan afmörkunar iðnaðarsvæðis I-502.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt og leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna 5. liðs erindinsins hér fyrir ofan er varðar stofnlögn nýrrar hitaveitulagnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt, með níu atkvæðum, og að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna 5. liðs erindinsins hér fyrir ofan er varðar stofnlögn nýrrar hitaveitulagnar.

37.Aðalgata 20b - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2306021Vakta málsnúmer

Hjá byggingarfulltrúa liggur fyrir umsókn frá Þórði Karli Gunnarssyni hönnuði, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, eigenda Aðalgötu 20B á Sauðárkróki, um leyfi til að breyta útliti, innangerð og notkun húsnæðis.

Fyrhugaðar framkvæmdir samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd og húsnæði er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við sveitastjórn Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur. Hafi ábendingar/athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd ekki borist á auglýsingartíma er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.

38.Fundagerðir SSNV 2024

Málsnúmer 2401025Vakta málsnúmer

103. fundargerð stjórnar SSNV frá 6. febrúar lögð fram til kynningar á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024

39.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

941. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. janúar sl. og 942. fundargerð frá 26. janúar sl. lagðar fram til kynningar á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024.

Fundi slitið - kl. 18:15.