Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

20. fundur 01. febrúar 2024 kl. 15:00 - 17:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Hrund Pétursdóttir varam.
    Aðalmaður: Sigurður Bjarni Rafnsson
  • Sandra Björk Jónsdóttir varam.
    Aðalmaður: Sigurður Hauksson
  • Sigurjón Viðar Leifsson 2. varam.
    Aðalmaður: Anna Lilja Guðmundsdóttir
  • Páll Rúnar Heinesen Pálsson varam. áheyrnarftr.
    Aðalmaður: Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Fundir félagsmála- og tómstundanefndar vorið 2024

Málsnúmer 2401163Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir vor 2024, sem eru eftirfarandi: 7. mars, 4. apríl, 2. maí og 6. júní. Nefndin samþykkir tillöguna með fyrirvara um breytingar.

2.Þakkir frá sambandsþingi UMFÍ

Málsnúmer 2312015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá formanni UMFÍ dagsett 30. nóvember 2023 þar sem fram kemur að á 53. Sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var á Geysi í Haukadal 20.-22. október 2023, var samþykkt að færa fulltrúum sveitarfélagsins Skagafjarðar og UMSS þakkir fyrir góð störf í undirbúningsnefnd og framkvæmd á Unglingalandsmóti UMFÍ 2023.

3.Reglur Skagafjarðar um akstursþjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2307143Vakta málsnúmer

Lagðar fram nýjar ósamþykktar reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks. Reglurnar eru unnar með tilvísun í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Einnig er stuðst við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Reglunum er ætlað að koma í stað núverandi reglna um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2012. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.

4.Tillaga - Matarþjónusta - eldri borgarar

Málsnúmer 2211102Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir stöðu verkefnisins. Skólastjórar Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna hafa lýst yfir samstarfsvilja vegna verkefnisins en það snýr að matseld en ekki akstri og geta skólarnir boðið upp á matseld þá daga sem skólahald er í gangi.
Enn er óleyst hvernig akstri matarbakka verði háttað. Nefndin felur starfsmönnum að skoða hvaða möguleikar eru í boði og kostnaðarmeta þann hluta.

5.CareOn heimaþjónustukerfi Curron ehf.

Málsnúmer 2312223Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samningi milli Skagafjarðar og Curron ehf. um notkun á CareOn heimaþjónustukerfi Curron ehf.
Um er að ræða heimaþjónustukerfi (CareOn) sem byggir á svokallaðri velferðartækni. Með upptöku rafræns heimaþjónustukerfis er fjölskyldusvið Skagafjarðar að taka í notkun nýja tækni í velferðarþjónustu til að bæta þjónustu og hag þeirra sem njóta heimaþjónustu. Kerfið hefur verið í notkun frá árinu 2018.
Heimaþjónustukerfið heldur utan um allt skipulag þjónustunnar; hver á að fá þjónustu, hvenær, hvaða þjónustu, og hvaða starfsmaður á að veita hana. Jafnframt er öll framkvæmd þjónustunnar skráð í rauntíma þannig að frávik koma strax í ljós.
Starfsfólk fær verkefnalista í snjallsíma og rafrænt heimilisauðkenni verður sett inn á hvert heimili sem nemur þegar starfsmenn koma og fara. Þannig er viðvera starfsfólks skráð þ.e. hversu langan tíma þjónustan tók og hvaða þjónusta var veitt. Þetta veitir yfirsýn og auðveldar skipulagningu. Fjölskyldusvið vill með þessari tækni auka þjónustustig heimaþjónustu og að framkvæmd hennar verði öruggari, auðveldari og markvissari.
Fjölskyldusvið leggur starfsfólki sínu til farsíma með smáforriti. Á árinu 2024 verður CareOn kerfið tekið í notkun fyrir um 80 heimili sem fá heimaþjónustu.

6.Auglýsingar og nafngiftir íþróttamannvirkja og íþróttasvæða

Málsnúmer 2401250Vakta málsnúmer

Lagðar fram uppfærðar reglur um auglýsingar á íþróttamannvirkjum. Í reglunum kemur fram hvers konar auglýsingar eru heimilar innan og utan á íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum í Skagafirði. Auk þess fjalla reglurnar um nafngiftir á íþróttamannvirkjum í auglýsingaskyni. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.

7.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2211070Vakta málsnúmer

Núgildandi reglur Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð teknar til umræðu. Nefndin felur félagsmálastjóra að taka reglurnar til endurskoðunar með tilliti til þess hvenær mál eru tekin fyrir í félagsmála- og tómstundanefnd og hvenær sveitarstjóri ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs geta samþykkt beiðnir félagsþjónustu um afgreiðslu umsókna án aðkomu nefndarinnar.

8.Aðsóknartölur sundlauganna 2023

Málsnúmer 2309240Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra um aðsóknartölur sundlauga í Skagafirði árið 2023. Aðsóknin var með miklum ágætum og var t.a.m. slegið aðsóknarmet í Sundlaug Sauðárkróks en gestir hennar voru alls 39.877. Alls sóttu 28.800 manns laugina á Hofsósi en aðsóknin var heldur minni en árið 2022. Í Varmahlíð var lítil breyting á milli ára en árið 2023 voru gestir laugarinnar 23.070 talsins.

9.Staða í leikskólamálum

Málsnúmer 2401049Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá fræðslunefndar þann 18. janúar 2024 þar sem nefndarmenn óska eftir því að starfsmenn auglýsi eftir dagforeldrum í Varmahlíð vegna fyrirsjáanlegs biðlista í haust. Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að vekja athygli á þörf fyrir dagforeldra í Varmahlíð og nágrenni.

10.Trúnaðarbók félagsmála- og tómstundanefndar 2024

Málsnúmer 2401165Vakta málsnúmer

Eitt mál tekið fyrir, fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 17:00.