Fara í efni

Staðarbjargarvík - Hofsós - Deiliskipulag

Málsnúmer 2402024

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 43. fundur - 08.02.2024

Mál "Staðarbjargarvík - Hofsós - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi" áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 26.10.2023, þá bókað:
"Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Skagafirði, ábyrgðarmaður verkefnisins Staðarbjargavík - Framkvæmdir við útsýnispalla, stiga og göngustíga sendir inn fyrirspurn varðandi hvort farið verði fram á deiliskipulag vegna framkvæmdaleyfis fyrir verkefninu. Meðfylgjandi gögn eru frumhönnunargögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Staðarbjargavík unnin af Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt hjá Landformi landlagsarkitektar. Sótt hefur verið um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir framkvæmdunum. Samkvæmt Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 er svæðið skilgreint á opnu svæði OP-603 og er Staðarbjargavík hverfisvernduð (HV-602), þ.e. stuðlabergsklettar í Staðarbjargavík. Markmið með hönnunartillögunni er að gera stuðlabergið sýnilegra og styrkja aðgengi. Lagt er upp með að framkvæmdin raski á engan hátt hinni hverfisvernduðu náttúrusmíð. Í tillögunni er gert ráð fyrir að nýta núverandi bílastæði við Suðurbraut. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðila verði heimilt að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki er gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar og því ekki hægt að veita framkvæmdaleyfi sem byggir á því.".
Bókunin var staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar þann 15.11.2023.

Lögð fram skipulagslýsing “Staðarbjargarvík, Hofósi, Skagafirði" dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. SL01, í verki nr. 56295303 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 23. fundur - 21.02.2024

Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

" Mál "Staðarbjargarvík - Hofsós - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi" áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 26.10.2023, þá bókað:
"Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Skagafirði, ábyrgðarmaður verkefnisins Staðarbjargavík - Framkvæmdir við útsýnispalla, stiga og göngustíga sendir inn fyrirspurn varðandi hvort farið verði fram á deiliskipulag vegna framkvæmdaleyfis fyrir verkefninu. Meðfylgjandi gögn eru frumhönnunargögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Staðarbjargavík unnin af Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt hjá Landformi landlagsarkitektar. Sótt hefur verið um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir framkvæmdunum. Samkvæmt Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 er svæðið skilgreint á opnu svæði OP-603 og er Staðarbjargavík hverfisvernduð (HV-602), þ.e. stuðlabergsklettar í Staðarbjargavík. Markmið með hönnunartillögunni er að gera stuðlabergið sýnilegra og styrkja aðgengi. Lagt er upp með að framkvæmdin raski á engan hátt hinni hverfisvernduðu náttúrusmíð. Í tillögunni er gert ráð fyrir að nýta núverandi bílastæði við Suðurbraut. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðila verði heimilt að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki er gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar og því ekki hægt að veita framkvæmdaleyfi sem byggir á því." Bókunin var staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar þann 15.11.2023.

Lögð fram skipulagslýsing; Staðarbjargarvík, Hofósi, Skagafirði, dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. SL01, í verki nr. 56295303 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir skipulagslýsinguna, með níu atkvæðum og að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Skipulagsnefnd - 47. fundur - 04.04.2024

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við skipulagslýsingu fyrir Staðarbjargarvík, Hofsósi, Skagafirði, mál nr. 210/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/210) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 49. fundur - 02.05.2024

Lögð fram deiliskipulagstillaga, Staðarbjargarvík, Hofsósi dags. 24.04.2024, uppdráttur nr. DS01, verknr. 75815003, útgáfa 1.0 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Svæðið afmarkast af Suðurbraut og Suðurbraut 18 að norðan, beinni línu á milli Suðurbrautar og sjávar að austan, strandlínu að sunnanverðu og línu frá sjó að Suðurbraut 18 að vestan. Afmörkun svæðisins er unnin með hliðsjón af gögnum á hugmyndastigi varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir. Svæðið er um 13.164 m² að stærð og er að mestu leyti grasi gróin brekka sem nær frá Suðurbraut og Suðurbraut 18 til sjávar. Nyrst og efst er svæðið í um 25 m hæð yfir sjó en lækkar til suðvesturs niður í sjávarmál. Sunnarlega, fyrir miðju svæði, eru stuðlabergsmyndanir sem eru að hluta til sýnilegar. Frá bílastæðunum á Suðurbraut 18 er gönguleið niður brekkuna að stuðlaberginu sem þar er. Eitt af viðfangsefnum skipulagsins er að skapa grundvöll til að bæta gönguleiðina og gera hana öruggari.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna Staðarbjargarvík, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024

Vísað frá 49. fundi skipulagsnefndar til afgreiðslu sveitastjórnar þannig bókað:

Lögð fram deiliskipulagstillaga, Staðarbjargarvík, Hofsósi dags. 24.04.2024, uppdráttur nr. DS01, verknr. 75815003, útgáfa 1.0 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu. Svæðið afmarkast af Suðurbraut og Suðurbraut 18 að norðan, beinni línu á milli Suðurbrautar og sjávar að austan, strandlínu að sunnanverðu og línu frá sjó að Suðurbraut 18 að vestan. Afmörkun svæðisins er unnin með hliðsjón af gögnum á hugmyndastigi varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir. Svæðið er um 13.164 m² að stærð og er að mestu leyti grasi gróin brekka sem nær frá Suðurbraut og Suðurbraut 18 til sjávar. Nyrst og efst er svæðið í um 25 m hæð yfir sjó en lækkar til suðvesturs niður í sjávarmál. Sunnarlega, fyrir miðju svæði, eru stuðlabergsmyndanir sem eru að hluta til sýnilegar. Frá bílastæðunum á Suðurbraut 18 er gönguleið niður brekkuna að stuðlaberginu sem þar er. Eitt af viðfangsefnum skipulagsins er að skapa grundvöll til að bæta gönguleiðina og gera hana öruggari. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna Staðarbjargarvík, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að auglýsa deiliskipulagstillöguna Staðarbjargarvík, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.