Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd

21. fundur 08. febrúar 2024 kl. 14:00 - 15:30 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Hrefna Jóhannesdóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Valur Valsson verkefnastjóri
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Valur Valsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Skógarreitur ofan Hofsós

Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer

Linda Rut Magnúsdóttir og Fjólmundur Karl Traustason óska eftir að gerast umsjónar- og ábyrgðaraðilar skógræktar fyrir ofan Hofsós. Þau hafa lagt fram framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn og óska eftir afstöðu nefndarinnar til málsins.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. nóvember 2023 fól nefndin garðyrkjustjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli, þ.e. framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn áður en nefndin tæki afstöðu til erindisins. Nefndin áréttaði þá að mikilvægt væri að tekið yrði tillit til umhverfisstefnu sveitarfélagsins þegar framtíðarsýn og áætlun fyrir græn svæði væru mótuð. Nú liggur fyrir framtiðarsýn og umhirðuáætlun frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli.

Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu byggðarráðs sem fer með stjórn eignasjóðs og gerir samninga um afnot af landi sem þessu. Jafnframt beinir nefndin því til Landbúnaðarnefndar að skoða viðhald girðinga umhverfis skógarreitinn með framkvæmdir komandi sumars í huga. Einnig beinir nefndin því til garðyrkjustjóra að kanna hvort hægt sé að leggja umhirðu skógarins lið.

2.Samgöngu- og innviðaáætlun 2024

Málsnúmer 2402039Vakta málsnúmer

Fyrir hönd stjórnar SSNV óskaði framkvæmdastjóri þann 6. september 2023 eftir tilnefningu frá sveitarfélögum á Norðurlandi vestra eftir fulltrúum í Samgöngu- og innviðanefnd SSNV og er hlutverk hennar að yfirfara gildandi samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra og uppfæra eftir þörfum.
Skal endurnýjuð áætlun lögð fyrir ársþing SSNV 2024, ásamt lykilsamantekt.
Í síðustu áætlun lagði hvert sveitarfélag á Norðurlandi vestra fram áherslulista þar sem mælt var með þremur til sex atriðum sem óskað var eftir að nytu forgangs, en auk þess var listi með þremur sameiginlegum áhersluatriðum landshlutans.
Nú hafa Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur sameinast og því þarf að raða að nýju á forgangslista sameinaðs sveitarfélags.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að ný forgangsröðun Skagafjarðar í vegamálum verði eftirfarandi:

Sveitarfélagið Skagafjörður
1.
Hegranes (764
2.
Sæmundarhlíðarvegur (762),
3.
Ólafsfjarðarvegur (82), Ketilási að Þrasastöðum
4.
Skagafjarðarvegur (752)
5.
Skagavegur (745)
6.
Kjálkavegur (759)
7.
Ásavegur (769)
8. Reykjastrandarvegur (748)

Sameignleg áherslumál fjórðungsins
1.
Vatnsnesvegur (711)
2.
Hegranesvegur í Skagafirði (764)
3.
Skagavegur (745)

Þrjú af fjórum áhersluatriðum Akrahrepps færast af forgangslistanum og annað. Fyrst ber að nefna Þjóðveg 1 frá Héraðsvatnabrú að Miðsitju, en þjóðvegakaflar eiga ekki heima á þessum lista þó vissulega sé brýnt að huga að ástandi vegarins og tryggja öryggi vegfarenda. Kjálkabrú færist af lista yfir vegi og yfir á lista yfir brýr samkvæmt samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra.

Þá leggur nefndin ríka áherslu á að byrjað verði að huga að endurbótum á Hólavegi (767) og Siglufjarðarvegi (76) í útblönduhlíð, en þessir vegakaflar eru á köflum signir, mjóir og bylgjóttir, raunar svo mjög að þeir er varhugaverðir stærri bílum og bílum með tengivagna og hestakerrur.

Guðlaugur Skúlason óskar bókað að hann víkur af fundi undir þessum lið.

3.Hunda- og kattahreinsun

Málsnúmer 2402062Vakta málsnúmer

Jón Kolbeinn Jónsson dýralæknir óskar með tölvupósti, dags. 6.2. 2024, eftir svörum nefndarinnar varðandi endurgreiðslur frá sveitarfélaginu vegna kostnaðar við ormahreinsun og örmerkingar hunda og katta.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að svara fyrirspurninni og gera upplýsingarnar aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

4.Fyrirhugaðar framkvæmdir á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 2311314Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur, dags. 29.11. 2023 frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins Ljósleiðarans, sem skoðar það að koma af stað verkefninu Landshringur Ljóss, byggt á eigin stofnleiðum í stað leigu á Nató-þráðum. Ljósleiðarinn óskar eftir góðu samstarfi við Skagafjörð vegna framkvæmdarinnar.
Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að vera í sambandi við Ljósleiðarann varðandi möguleg tækifæri til samlegðaráhrifa.

5.Snjómokstur 2023 - 2027, útboð

Málsnúmer 2306098Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður útboðs vetrarþjónustu fyrir þéttbýlisstaðina Sauðárkrók, Hofsós og Varmahlíð.
Lægsbjóðandi á Sauðárkróki og Hofsósi var fyrirtækið Vinnuvélar Símonar ehf. og var í kjölfarið, þann 25.01. 2024, skrifað undir fjögurra ára samning á milli Skagafjarðar og fyrirtækisins um vetrarþjónustu á þessum stöðum.
Í Varmahlíð voru tvö fyrirtæki jöfn með lægstu tilboð en niðurstaða útdrátts á milli þeirra varð sú að Víðimelsbræður ehf. hlutu vetrarþjónustuverkefni þar og var einnig skrifað undir fjögurra ára samning um þá þjónustu.
Markmið vetrarþjónustunnar er að tryggja að tilgreindar götur, gangstéttir og plön séu fær umferð gangandi og akandi vegfarenda og séu sem mest hálkulausar eftir hverja hreinsun.

6.Verkefni um úrgangsstjórnun

Málsnúmer 2401023Vakta málsnúmer

Í nóvember 2023 óskaði Samband íslenskra sveitarfélaga eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Í lok árs kom í ljós að Skagafjörður var valinn ásamt fjórum öðrum sveitarfélögum til þátttöku.
Markmið verkefnisins er að ná betri yfirsýn yfir kostnað og tekjur sveitarfélaga í málaflokknum og hvernig þróun útgjalda og tekna hefur verið síðastliðin ár. Sambandið leiðir verkefnið með aðstoð tveggja ráðgjafa, annars vegar Pure North og hins vegar HLH ráðgjöf, sem munu vinna greiningarvinnuna og setja fram niðurstöður verkefnisins.
Verkefnið er í tveimur áföngum og hófst verkefnið í janúar 2024. Áætlað er að niðurstöður úr fyrri hluta verkefnisins munu liggja fyrir í mars 2024 og niðurstöður seinni hluta í júní 2024. Viljayfirlýsingin tekur til samstarfs og þátttöku í ofangreindu verkefni.
Sambandið kemur til með að kosta aðkeypta sérfræðivinnu vegna verkefnisins. Aðrar greiðslur munu ekki fara á milli aðila. Sambandið tryggir gott samstarf og flæði upplýsinga milli aðila verkefnisins, sér til þess að aðkoma ráðgjafa verkefnisins skarist sem minnst og skapar vettvang til að kynna afurðir þess.
Nefndin lýsir yfir ánægju með að Skagafjörður hafi verið valinn til þátttöku í verkefninu og telur að ávinningur sveitarfélagsins af þátttöku í því feli í sér m.a. aukna þekkingu á myndun kostnaðarliða og tekna í tengslum við meðhöndlun úrgangs og hvort sveitarfélagið uppfylli allar helstu lagakröfur.

7.Skilagrein 2023

Málsnúmer 2401321Vakta málsnúmer

Íslenska gámafélagið (ÍGF) sinnir sorphirðu frá íbúum og stofnunum í Skagafirði. Fyrirtækið sinnir einnig akstri hráefnis frá móttökustöðvum í Varmahlíð og Hofsósi til Flokku á Sauðakróki. Þar er efnið meðhöndlað frekar, þ.e. flokkað og fer hluti þess í útflutning beint frá Sauðárkrókshöfn, ýmist til Svíþjóðar eða Hollands í endurvinnslu. Almennur úrgangur er fluttur áfram til Húnabyggðar þar sem hann er urðaður í Stekkjarvík. ÍGF skilar árlega skilagrein eða skýrslu um vinnu sína fyrir undangengið ár þar sem fram koma almennar upplýsingar um framkvæmd og gang þess og niðurstöður skráninga og mælinga. Skilagrein fyrir árið 2023 hefur verið skilað til sveitarfélagsins.
Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til sveitarfélagsins að stofnanir þess sýni gott fordæmi og vandi flokkun og henni verði komið á þar sem hún er ekki til staðar nú þegar.

8.Hafnasambandsþing 2024

Málsnúmer 2401181Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasambands Íslands boðar formlega til hafnasambandsþings 24.-25. október 2024 í Hofi á Akureyri. Dagskrá og nánari upplýsingar verða send síðar.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur dagana frá og mun tilkynna stjórn Hafnasambandsins um fulltrúa Skagafjarðarhafna þegar nær dregur og upplýsingar um fjölda fulltrúa liggja fyrir. Nefndin felur jafnframt hafnarstjóra að senda inn ársreikning Skagafjarðarhafna fyrir árið 2023 til hafnasambandsins um leið og hann liggur fyrir.

9.Fundagerðir Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 2301004Vakta málsnúmer

Fundagerðir Hafnarsambands Íslands frá fundi nr. 458 og 459 á árinu 2023 lagðar fram til kynningar.

10.Fundagerðir Hafnasambands Ísl. 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Fundagerð Hafnarsambands Íslands frá fundi nr. 460 á árinu 2024 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.