Fara í efni

Sauðárkrókur - Rammaskipulag

Málsnúmer 0809061

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 155. fundur - 24.09.2008

Sauðárkrókur - Rammaskipulag. Lagt fram til kynningar tillögur Alta ehf varðandi vinnu við rammaskipulag fyrir Sauðárkrók. Samþykkt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund kostnaðar- og tímaáætlanir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008

Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og byggingarnefndar 24.09.08 staðfest á 234. fundi sveitarstjórnar 07.10.08. með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 157. fundur - 29.10.2008

Sauðárkrókur - Rammaskipulag. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 24. september sl. Þá lagðar fram til kynningar tillögur Alta ehf. varðandi vinnu við rammaskipulag fyrir Sauðárkrók. Í dag liggur fyrir verkefnistillaga Alta ehf. vegna skipulagsvinnu fyrir Sauðárkrók, dagsett í október 2008. Samþykkt að ganga til samninga við Alta á grundvelli fyrirliggjandi tillagna. Skipulags- og byggingarnefnd beinir því til hlutaðeigandi aðila að þeir noti eins og kostur er þjónustu fyrirtækja og einstaklinga í Skagafirði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 236. fundur - 04.11.2008

Afgreiðsla 157. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 236. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Bjarni Jónsson, fulltrúi VG, óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar og gerir fyrirvara vegna kostnaðar við verkefnið.

Skipulags- og byggingarnefnd - 161. fundur - 26.11.2008

Sauðárkrókur rammaskipulag vinnufundur. Til fundar komu Matthildur Kr. Elmarsdóttir og Hrafnkell Proppé frá ráðgjafafyrirtækinu ALTA vegna vinnu við gerð rammaskipulags fyrir Sauðárkrók. Farið var yfir það sem nefndarmenn álíta helstu styrkleika og veikleika Sauðárkróks og hvar sóknarfærin helst liggja.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 238. fundur - 02.12.2008

Lagt fram á 238. fundi sveitarstjórnar 02.12.2008.

Skipulags- og byggingarnefnd - 167. fundur - 20.01.2009

Rætt um íbúaþing sem áformað er að halda á Sauðárkróki í tengslum við vinnu við breytingar á aðalskipulagi fyrir Sauðárkrók. Á fundinn kom Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs sem vinnur að verkefninu með skipulags- og byggingarnefnd. Samþykkt að halda íbúaþingið laugardaginn 7. febrúar nk. og sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs falið að sjá um að auglýsa þingið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009

Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með átta atkvæðum.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 168. fundur - 06.02.2009

Sauðárkrókur rammaskipulag vinnufundur. Til fundar komu Matthildur Kr. Elmarsdóttir og Árni Geirsson frá ráðgjafafyrirtækinu ALTA vegna íbúaþings sem halda á á Sauðárkróki laugardaginn 7 febrúar nk. Ráðgjafar kynntu þá vinnu sem þegar hefur verið unnin og þær tillögur sem þeir hafa varðandi framkvæmd íbúaþingsins.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 19. fundur - 09.02.2009

Rætt um íbúaþing sem fram fór sl. laugardag. Almenn ánægja er með framkvæmd þingsins, um 100 íbúar komu á þingið þegar allt er talið, mæting hefði mátt vera betri en umræður voru líflegar og íbúar almennt jákvæðir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 242. fundur - 17.02.2009

Lagt fram til kynningar á 242. fundi sveitarstjórnar 17.02.09.

Skipulags- og byggingarnefnd - 175. fundur - 13.05.2009

Sauðárkrókur - Rammaskipulag. Símafundur með skipulagsráðgjöfum ALTA varðandi Aðalskipulag Sauðárkróks. Vinnufundur þar sem farið var yfir fyrirliggjandi tillögur. Stefnt að næsta sameiginlega fundi með Alta ráðgjöfunum 27. maí nk.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 247. fundur - 19.05.2009

Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram á 247. fundi sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson lagði fram bókun:
?Lögð er áhersla á það af hálfu VG að skoðaðir verði aðrir kostir varðandi staðsetningu menningarhúss á Sauðárkróki en að leggja undir það hluta af glæsilegu íþróttasvæði okkar í hjarta bæjarins.?

Skipulags- og byggingarnefnd - 176. fundur - 27.05.2009

Sauðárkrókur - Rammaskipulag. Símafundur með skipulagsráðgjöfum ALTA varðandi Aðalskipulag Sauðárkróks þar sem farið var yfir fyrirliggjandi tillögur.

Skipulags- og byggingarnefnd - 177. fundur - 03.06.2009

Sauðárkrókur - Rammaskipulag. Í upphafi fundar fór skipulags- og byggingarnefnd í skoðunarferð um Sauðárkrók. Síðan var sest yfir fyrirliggjandi rammaskipulagstillögur varðandi Sauðárkrók. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að koma sjónarmiðum nefndarinnar á framfæri við skipulagsráðgjafa. Fundinn sat Áskell Heiðar sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009

Afgreiðsla 176. fundar skipulags - og byggingarnefndar lögð fram á 248. fundi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009

Afgreiðsla 177. fundar skipulags - og byggingarnefndar lögð fram á 248. fundi sveitarstjórnar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 180. fundur - 17.07.2009

Sauðárkrókur - Rammaskipulag. Farið yfir drög ALTA af matslýsingu sem barst nefndinni 10.júlí síðastliðinn. Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 486. fundur - 23.07.2009

Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 486. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 186. fundur - 05.10.2009

Sauðárkrókur - Rammaskipulag. Vinnufundur. Fyrirliggjandi eru gögn frá ALTA sem bárust 2. október sl., rammaskipulagstillögur varðandi Sauðárkrók. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á tillöguni frá því nefndin fundaði með ALTA í maí sl. Stefnt að vinnufundi með Alta hópnum í næstu viku.

Skipulags- og byggingarnefnd - 187. fundur - 13.10.2009

Sauðárkrókur rammaskipulag vinnufundur. Til fundar komu Matthildur Kr. Elmarsdóttir og Hrafnkell Proppé frá ráðgjafafyrirtækinu ALTA vegna vinnu við gerð rammaskipulags fyrir Sauðárkrók. Fyrirliggjandi eru gögn frá ALTA sem bárust 2. október sl., rammaskipulagstillögur varðandi Sauðárkrók. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á tillögunni frá því nefndin fundaði með ALTA í maí sl., og þeim gögnum sem lögð voru fram á fundi  nefndarinnar 5. október sl. Þá var lögð fram tíma- og verkáætlun til verkloka.

Skipulags- og byggingarnefnd - 190. fundur - 16.11.2009

Rætt um rammaskipulagstillögu fyrir Sauðárkróki. Samþykkt að óska eftir við ráðgjafa hjá Alta að þau haldi opinn kynningarfund á rammaskipulagstillögunni nk. mánudag 23. nóvember kl 20.

Skipulags- og byggingarnefnd - 191. fundur - 23.11.2009

Sauðárkrókur rammaskipulag vinnufundur. Til fundar kom Hrafnkell Proppé frá ráðgjafafyrirtækinu ALTA vegna vinnu við gerð rammaskipulags fyrir Sauðárkrók og vegna íbúafundar sem halda á í kvöld kl 20 í Bóknámshúsi FNV. Hrafnkell  kynnti þá vinnu sem þegar hefur verið unnin og þær tillögur sem fyrir liggja og kynntar verða á íbúafundinum.Skipulags- og byggingarnefnd mun að loknum íbúafundi í kvöld meta þær ábendingar og athugasemdir sem fram koma við tillöguna og skoða þær við gerð lokatillögu að þéttbýlisuppdrætti fyrir Sauðárkrók. 

Skipulags- og byggingarnefnd - 192. fundur - 25.11.2009

Rammaskipulag fyrir Sauðárkrók. Farið var yfir og ræddar þær tillögur og ábendingar sem fram komu á íbúafundi sem haldinn var í bóknámshúsi FNV 23. nóvember sl. 

Skipulags- og byggingarnefnd - 201. fundur - 02.03.2010

Sauðárkrókur rammaskipulag vinnufundur. Til fundar kom Hrafnkell Á. Proppé frá ráðgjafafyrirtækinu ALTA vegna vinnu við rammaskipulag á Sauðárkróki. Kynnti hann þá vinnu sem þegar hefur verið unnin og þær tillögur sem unnar hafa verið í framhaldi af íbúaþingi sem haldið var 23.11.2009.

Lögð var fram tillaga að matslýsingu fyrir aðalskipulagstillöguna og var samþykkt að óska er eftir umsögn Skipulagsstofnunar um matslýsinguna sbr. 2. gr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Skipulags- og byggingarnefnd - 202. fundur - 12.03.2010

Sauðárkrókur rammaskipulag vinnufundur. Til fundar kom Hrafnkell Á. Proppé frá ráðgjafafyrirtækinu ALTA vegna vinnu við rammaskipulag á Sauðárkróki. Fór hann yfir þá vinnu sem þegar hefur verið unnin og þær tillögur sem unnar hafa verið í framhaldi af íbúaþingi sem haldið var 23.11.2009. Á fundinn komu til viðræðna við nefndina fulltrúar UMFT þeir Gunnar Gestsson, Sævar Pétursson og Ómar Bragi Stefánsson. Lýstu þeir sjónarmiðum Umft varðandu framtíðar uppbyggingu íþróttaaðstöðu á Sauðárkróki og lýstu andstöðu við þær skipulagshugmyndir sem í kynningu hafa verið. Þá kom á fundinn Óskar Björnsson og gerði grein fyrir sjónarmiðum Árskóla og þeim framtíðarplönum sem nú eru í gangi varðandi uppbyggingu skólans við Skagfirðingabraut.

Skipulags- og byggingarnefnd - 204. fundur - 21.04.2010

Sauðárkrókur rammaskipulag. Drög að aðalskipulagsgreinargerð lögð fram til kynningar, unnin á ráðgjafafyrirtækinu ALTA af Hrafnkatli Á. Proppé.Einnig mætti undir þessum lið fundarins Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðstjóri markaðs-og þróunarsviðs. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fullvinna rammaskipulagstillögu 1 með þeirri breytingu að byggingarlóðir í brekkunni austan Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárhæðum verði fjarlægðir og hringtorgi á Strandvegi verði fjarlægt til samræmis við deiliskipulag hafnarsvæðisins. Farið verði yfir lokagögn, greinargerð og uppdrætti, á næsta fundi nefndarinnar. Gísli Árnason óskar bókað að hann telji misráðið að gera ráð fyrir byggingarreitum á Flæðum meðfram Skagfirðingabraut.

Skipulags- og byggingarnefnd - 205. fundur - 04.05.2010

Sauðárkrókur rammaskipulag. Á fundinn mætti Hrafnkell Á Proppé frá ráðgjafafyrirtækinu ALTA . Einnig mætti á fundinn Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðstjóri markaðs-og þróunarsviðs. Lokatillaga að rammaskipulagi, - greinargerð ásamt uppdráttum lögð fram. Hrafnkell fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagt rammaskipulag fyrir Sauðárkrók og samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að gerðar verði breytingar á samþykktum þéttbýlisuppdrætti fyrir Sauðárkrók eins og hann er í aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 til samræmis við rammaskipulagið. Gísli Sigurðsson óskar bókað. "Ég tel að ekki hafi verið haft nægt samráð við íþróttahreyfinguna um uppbyggingu á íþróttaaðstöðu á Sauðárkróki til framtíðar, og því mun ég sitja hjá."

Gísli Árnason vísar til bókunar sinnar á 204. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Einar Einarsson og Svanhildur Guðmundsdóttir óska bókað. " Við minnum á að í þessu rammaskipulagi er verið að samræma ólík sjónarmið, markmið og þarfir íbúa Sauðárkróks. Í þessari skipulagsvinnu hefur verið haft víðtækt samráð við íbúa með íbúaþingi, kynningarfundi og fundum með öðrum hagsmunaaðilum. Við teljum að hér hafi verið sameinuð ýmis ólík sjónarmið með hagsmuni allra í huga og lýsum því ánægju okkar með þær hugmyndir sem hér eru lagðar fram."