Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

155. fundur 24. september 2008 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 16 (143122) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0809060Vakta málsnúmer

Aðalgata 16 (143122) - Umsókn um byggingarleyfi. Sigurpáll Þ Aðalsteinsson kt. 081170-5419 fyrir hönd Videosport ehf. kt. 470201-2150 sækir með bréfi dagsettu 22. september 2008, um leyfi til að hefja framkvæmdir við endurbætur hússins sem stendur á lóðinni nr. 16 við Aðalgötu á Sauðárkróki. Húsið skemmdist í bruna 18. janúar sl. Framlagðir uppdrættir dagsettir 30.08, og 22.09.2008 gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi. Fyrir liggur umsögn Húsafriðunarnefndar dagsett 08.09. sl. Skipulags-og byggingarnefnd fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum og samþykkir umbeðnar framkvæmdir við endurbætur hússins. Byggingarleyfi verður gefið út að fengnum fullnægjandi aðaluppdráttum og umsögn hlutaðeigandi aðila.

2.Aðalgata 18 (143124) - Umsókn um lóð.

Málsnúmer 0809063Vakta málsnúmer

Aðalgata 18 (143124) - Umsókn um lóð. Sigurpáll Þ Aðalsteinsson kt. 081170-5419 fyrir hönd Videosport ehf. kt. 470201-2150 sækir með bréfi dagsettu 22. september 2008, um að fá úthlutað lóðinni nr. 18 við Aðalgötu. Jafnframt óskar hann eftir að lóðin verði sameinuð lóðinni nr. 16 við Aðalgötu. Fyrirhugar hann að nýta lóðina til að bæta aðgengi að húsinu á lóðinni nr. 16 og fyrir aukin bílastæði. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar því að sameina lóðirnar nr. 16 og 18 við Aðalgötu og að nýta þær sem bílastæði. Verið er að vinna að tillögum um uppbyggingu gamla bæjarhlutans á Sauðárkróki og frekari afgreiðsla bíður þeirra tillagna.

3.Dalatún 10 ( 174151 ) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0809054Vakta málsnúmer

Dalatún 10 ( 174151 ) - Umsókn um byggingarleyfi. Þorsteinn Þorsteinsson kt 300457-7899 sækir með bréfi dagsettu 16. september 2008, um leyfi til að setja garðhús á framangreinda lóð. Meðfylgjandi eru gögn sem sýna stærð húss og fyrirhugaða staðsetningu þess. Erindið samþykkt.

4.Raftahlíð 27 (143615) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0809052Vakta málsnúmer

Raftahlíð 27 (143615) - Umsókn um byggingarleyfi. Friðbjörn H. Jónsson kt. 120658-4099 sækir fyrir hönd Magnúsar Helgasonar kt. 070374-4049 með bréfi dagsettu 18. september 2008, um leyfi til að að saga niður úr syðsta gluggabili á stofuglugga íbúðarinnar að vestanverðu og gera þar dyr út í bakgarðinn. Erindið samþykkt.

5.Höfðaborg - Vodafone, umsókn um aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað.

Málsnúmer 0809028Vakta málsnúmer

Skólagata, Höfðaborg (146653) - Vodafone, umsókn um aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað. Bjarni Þórisson kt. 061163-3529 og Einar Þorvaldsson kt. 180966-4399, forsvarsmenn Höfðaborgar, sækja með bréfi dagsettu 3. september sl. um leyfi til að setja upp fjarskiptabúnað á félagsheimilið Höfðaborg. Búnaðurinn er ætlaður til að taka á móti og senda út merki fyrir símafélagið Vodafone. Erindinu fylgir bréf Sigurðar St. Jörundssonar deildarstjóra hjá Vodafone, dagsett 8. ágúst sl. Fyrir liggur samþykki húseiganda. Erindið samþykkt.

6.365 hf. - Umsókn um uppsetningu póstkassa, Fréttablaðskassa.

Málsnúmer 0809062Vakta málsnúmer

365 hf. - Umsókn um uppsetningu póstkassa, Fréttablaðskassa. Ari Edwald forstjóri 365 hf. sækir með bréfi dagsettu 31. júlí sl., fyrir hönd 365 hf. kt. 600898-2059 um leyfi til að setja upp póstkassa „Fréttablaðskassa„. Er ætlunin að setja kassana upp á götuhornum í íbúðarhverfum, við bensínstöðvar og eða við verslanamiðstöðvar. Ætlunin er að kassarnir komi í stað hefðbundinnar dreifingar. Nefndin hafnar erindinu.

7.Fjarski ehf kt 5610003520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, Spennivirki-Varmahlíð.

Málsnúmer 0809053Vakta málsnúmer

Fjarski ehf. kt. 56100-03520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Benedikt Haraldsson verkefnastjóri ljósleiðaraframkvæmda sækir fyrir hönd Fjarska ehf. með bréfi dagsettu 31. ágúst sl., um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá spennivirki ofan Varmahlíðar að símstöðinni í Varmahlíð. Í umsókninni kemur fram að fullt samráð verði haft við landeigendur og aðra hagsmunaaðila varðandi lagningu ljósleiðarans. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir rökstuðningi umsækjanda varðandi fyrirhugaða lagnaleið og að gerð verði fyllri grein fyrir lagnaleiðinni á uppdrætti, sérstaklega innan Varmahlíðar. Liggja þarf fyrir samþykki hlutaðeigandi landeigenda.

8.Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 0807032Vakta málsnúmer

Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum. Fyrir liggur bréf, Grétars M. Guðbergssonar kt. 241234-4289 og Guðnýjar Þórðardóttur kt. 080637-3499 dagsett 9. ágúst sl. Í bréfinu lýsa þau viðhorfum sínum varðandi fyrirhugaða lagnaleið 220 kV háspennulínu frá Blöndu til Akureyrar. Bréfið lagt fram til kynningar.

9.Sauðárkrókur - Rammaskipulag.

Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur - Rammaskipulag. Lagt fram til kynningar tillögur Alta ehf varðandi vinnu við rammaskipulag fyrir Sauðárkrók. Samþykkt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund kostnaðar- og tímaáætlanir.

10.Keldudalur lóð (194450) - umsögn vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 0809050Vakta málsnúmer

Keldudalur lóð (194450) - umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 19. september sl., um umsögn Skipulags-og byggingarnefndar vegna umsóknar Guðrúnar Lárusdóttur kt. 240866-5799 um endurnýjun á rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II Gestahúsi sem stendur á framangreindri lóð. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fundi slitið.