Fara í efni

Vodafone - umsókn um aðstöðu fyrir búnað í Höfðaborg

Málsnúmer 0809028

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 446. fundur - 17.09.2008

Lagt fram bréf frá Félagsheimilinu Höfðaborg varðandi umsókn fyrirtækisins Vodafone um leyfi til að setja upp fjarskiptabúnað utan á Félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi.
Eignasjóður Skagafjarðar samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda verði gerður leigusamningur á milli málsaðila. Erindið fer einnig til afgreiðslu hjá skipulags- og bygginganefnd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 233. fundur - 23.09.2008

Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs 17.09.08 staðfest á 233. fundi sveitarstj. 23.09.08 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 155. fundur - 24.09.2008

Skólagata, Höfðaborg (146653) - Vodafone, umsókn um aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað. Bjarni Þórisson kt. 061163-3529 og Einar Þorvaldsson kt. 180966-4399, forsvarsmenn Höfðaborgar, sækja með bréfi dagsettu 3. september sl. um leyfi til að setja upp fjarskiptabúnað á félagsheimilið Höfðaborg. Búnaðurinn er ætlaður til að taka á móti og senda út merki fyrir símafélagið Vodafone. Erindinu fylgir bréf Sigurðar St. Jörundssonar deildarstjóra hjá Vodafone, dagsett 8. ágúst sl. Fyrir liggur samþykki húseiganda. Erindið samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008

Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og byggingarnefndar 24.09.08 staðfest á 234. fundi sveitarstjórnar 07.10.08. með níu atkvæðum.