Fara í efni

Fjarski ehf kt 5610003520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, Spennivirki-Varmahlíð.

Málsnúmer 0809053

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 155. fundur - 24.09.2008

Fjarski ehf. kt. 56100-03520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Benedikt Haraldsson verkefnastjóri ljósleiðaraframkvæmda sækir fyrir hönd Fjarska ehf. með bréfi dagsettu 31. ágúst sl., um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá spennivirki ofan Varmahlíðar að símstöðinni í Varmahlíð. Í umsókninni kemur fram að fullt samráð verði haft við landeigendur og aðra hagsmunaaðila varðandi lagningu ljósleiðarans. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir rökstuðningi umsækjanda varðandi fyrirhugaða lagnaleið og að gerð verði fyllri grein fyrir lagnaleiðinni á uppdrætti, sérstaklega innan Varmahlíðar. Liggja þarf fyrir samþykki hlutaðeigandi landeigenda.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008

Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og byggingarnefndar 24.09.08 staðfest á 234. fundi sveitarstjórnar 07.10.08. með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 156. fundur - 08.10.2008

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 24. September sl. Þá meðal annars bókað. „Fjarski ehf kt 561000-3520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi Benedikt Haraldsson verkefnastjóri ljósleiðaraframkvæmda sækir fyrir hönd Fjarska ehf. með bréfi dagsettu 31. ágúst sl., um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá spennivirki ofan Varmahlíð að símstöðinni í Varmahlíð. Í umsókninni kemur fram að fullt samráð verði haft við landeigendur og aðra hagsmunaaðila varðandi lagningu ljósleiðarans. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar framkvæmdina að fengnu skriflegu samþykki landeigenda.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Afgreiðsla 156. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.