Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

156. fundur 08. október 2008 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Syðri-Hofdalir land (217322) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 0810020Vakta málsnúmer

Syðri-Hofdalir land (217322) - Umsókn um landskipti. Trausti Kristjánsson kt, 070153-2709 eigandi jarðarinnar Syðri-Hofdala, landnúmer 146421 og eigendur fjárhúsa sem standa á framangreindri jörð og byggð voru árið 2004, matshluti 18 með fastanúmerið 227-4644, Atli Már Traustason kt, 211273-5189 og Ingibjörg Klara Helgadóttir kt, 240575-5669, sækja með bréfi dagsettu 5.10. sl. um, með vísan til IV og V kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að:

1.
Skipta 39.677,0 m² landi út úr framangreindri jörð.
Á landinu sem um ræðir standa framangreind fjárhús. Landið er nánar tilgreint og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 2. október 2008, gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 7213, nr. S-110.

2.
Einnig er óskað heimildar til að stofna lögbýli á 39.677,0 m² landinu sem verið er að skipta út úr jörðinni og fengið hefur landnúmerið 217322.

Fyrir liggur umsögn Héraðsráðunautar dags, 2.7.2008, afrit af byggingarbréfi dags, 30.12.1993, Þinglýsingarvottorð fyrir landnúmerin 146421 og 174761.
Á meðfylgjandi framangreindum uppdrætti er einnig skilgreind lóð sem stofnuð var árið 1995 samkvæmt meðfylgjandi þinglýstum lóðarleigusamningi sem dagsettur er 24.7.1995 og hefur lóðin landnúmerið 174761. Á þeirri lóð stendur einbýlishús og bílskúr með fastanúmerið 224-8650.
Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

2.Iðutún 21 (203240) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0808032Vakta málsnúmer

Iðutún 21 (203240) - Umsókn um lóð. Þórólfur H. Gíslason kt. 190352-2859, sækir fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009 með bréfi dagsettu 12.8.2008, um að fá úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 21. við Iðutún á Sauðárkróki. Nefndin samþykkir umbeðna lóðarúthlutun. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi innan árs frá lóðarúthlutun annars fellur lóðin aftur til Sveitarfélags.

3.Aðalgata 20B (143126) - Umsókn um viðbótarlóð

Málsnúmer 0810021Vakta málsnúmer

Aðalgata 20B (143126) - Umsókn um viðbótarlóð. Sigurður Baldursson kt. 270963-2349 óskar eftir viðræðum við Skipulags-og byggingarnefnd fyrir hönd Aðalgötu 20 ehf. kt 560604-2030 um stækkun lóðarinnar nr. 20B við Aðalgötu. Fyrirhugar hann að nýta stækkunina til að bæta aðgengi að húsinu og fyrir aukin bílastæði. Einnig óskar hann eftir að fá að nýta lóðina nr. 18 við Aðalgötu sem bílastæði þar til annað verði ákveðið. Nefndin hafnar beiðni um að nýta lóðina nr. 18 við Aðalgötu sem bílastæði og visar málinu til gerðar deiliskipulags, og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi erindi hans að öðru leiti.,

4.Fjarski ehf kt 5610003520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, Spennivirki-Varmahlíð.

Málsnúmer 0809053Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 24. September sl. Þá meðal annars bókað. „Fjarski ehf kt 561000-3520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi Benedikt Haraldsson verkefnastjóri ljósleiðaraframkvæmda sækir fyrir hönd Fjarska ehf. með bréfi dagsettu 31. ágúst sl., um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá spennivirki ofan Varmahlíð að símstöðinni í Varmahlíð. Í umsókninni kemur fram að fullt samráð verði haft við landeigendur og aðra hagsmunaaðila varðandi lagningu ljósleiðarans. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar framkvæmdina að fengnu skriflegu samþykki landeigenda.

5.Suðurbraut 18 (217334) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0810022Vakta málsnúmer

Guðmundar Guðlaugssonar sveitarstjóri f.h Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um byggingarleyfi fyrir sundlaug við Suðurbraut 18 á Hofsósi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af VA arkitektum Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt. Kt. 300653-3169. Uppdrættir dagsettir 2.10.2007 og breytt 27.mars 2008 og 29.sept.2008. Erindið samþykkt.

Fundi slitið.