Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

175. fundur 13. maí 2009 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Tillaga að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 0903033Vakta málsnúmer

Tillaga að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.Málið áður á dagskrá nefndarinnar 11.3.2009, þá bókað: Tillaga að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 lögð fram til kynningar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti en gerir fyirvara um nákvæma legu sýslumarka.

2.Neðri-Ás 2 146478 - Deiliskipulagstillaga

Málsnúmer 0905020Vakta málsnúmer

Neðri-Ás 2 146478 - Deiliskipulagstillaga. Logi Már Einarsson kt. 210864-2969, arkitekt hjá Kollgátu ehf. leggur fram fyrir hönd Svanbjörns Jóns Garðarssonar kt. 1403502659 erindi dagsett 8. maí sl. ásamt deiliskipulagstillögu fyrir 8 frístundahúsalóðir í landi jarðarinnar Neðra-Áss 2, landnúmer 146478. Framlagður uppdráttur dagsettur 5. maí 2009, gerður hjá Kollgátu arkitektúr-hönnun af honum sjálfum. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu tillögunnar.

3.Víðilundur 3-5 - Breytingar á deiliskipulagi.

Málsnúmer 0905022Vakta málsnúmer

Víðilundur 3-5 - Breytingar á lóðarskipulagi. Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099 sækir með bréfi dagsettu 4. maí sl. um breytingu á áður samþykktu skipulagi fyrir Víðilund í landi Víðimels, landnr. 146083. Breytingarnar varða sameiningu lóðanna nr. 3 og 5 við Víðilund. Landnúmer lóðar nr. 3 er 208346 og landnúmer lóðar númer 5 er 208347. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7118, útgáfudagur 16. maí 2006 með breytingu nr. 2 þann 4. maí 2009 þar sem lóðirnar eru sameinaðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðnar lóðarmarkabreytingar.

4.Bær Höfðaströnd(146513) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905008Vakta málsnúmer

Bær Höfðaströnd (146513) - Umsókn um byggingarleyfi. Bjarni Reykjalín kt. 070149-3469, arkitekt og byggingarfræðingur, fh. Höfðastrandar ehf. kt 430505-0840, eiganda Bæjar á Höfðaströnd, sækir með bréfi dagsettu 30. apríl sl. um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á jörðinni. Framlagðir uppdrættir dagsettir 6. og 29. apríl sl. gerðir af honum sjálfum. Yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 70223, nr. S-301 og er hann dagsettur 29. apríl 2009. Erindið samþykkt.

5.Hraun I lóð 146823 - Umsókn um breytta notkun á húsnæði.

Málsnúmer 0902050Vakta málsnúmer

Hraun I lóð 146823 - Umsókn um breytta notkun á húsnæði. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 17. febrúar sl., þá bókað. ?Hraun I lóð 146823 ? Umsókn um breytta notkun mannvirkja. Lagt fram bréf dagsett 12. febrúar 2009 undirritað af eiganda og ábúanda að Hraunum í Fljótum G. Viðari Péturssyni kt. 270857-3379 og Guðrúnu Björk Pétursdóttur kt. 120250-5909 og Friðrik Gylfa Traustasyni f.h Gáseyrarinnar ehf. kt. 670605-1750. Erindið varðar breytta notkun eigna með fastanúmer 214-4026, matshlutar 01 Rafstöðvarhús, matshluti 14 Slátur- og pökkunarhús og matshluti 15 lagerhús og verkstæði. Farið er fram á að skráningu mannvirkjanna verði breytt þannig að matshluti 01 rafstöðvarhús og matshluti 15 lager- og verkstæðishús verði skráð sem geymslur og að matshluti 14 slátur? og pökkunarhús verði skráð sem fjárhús. Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að skilað verði inn uppdráttum sem sýni fyrirhugaðar breytingar áður en afstaða verði tekin til erindisins.? Í dag liggja fyrir breytingaruppdrættir gerðir á Verkfræðistofu Siglufjarðar af Þorsteini Jóhannessyni og eru þeir dagsettir í apríl 2009. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðnar breytingar.

6.Kvistahlíð 6 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905004Vakta málsnúmer

Kvistahlíð 6 - Umsókn um byggingarleyfi. Skarphéðinn Stefánsson, kt. 251079-3159, sækir með bréfi dagsettu 29. apríl sl. um leyfi til breytinga frá áðursamþykktum teikningum af einbýlishúsi sem er í byggingu á lóðinni nr. 6 við Kvistahlíð. Breytingin felst í að klæða húsið utan með Canexel utanhússklæðningu í stað Stení klæðningar. Erindið samþykkt.

7.Barð lóð 146784 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0904044Vakta málsnúmer

Barð lóð 146784 - Umsókn um byggingarleyfi. Þröstur Sigurðsson kt. 160563-4439, byggingarfræðingur hjá Opus verkfræðistofu, sækir með bréfi dagsettu 14. apríl sl. fh. Guðrúnar Þorsteinsdóttur, kt 100939-3989, eiganda frístundahúss sem stendur á lóð með landnúmerið 146784 í landi Barðs í Fljótum, um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundahúsið. Framlagðir uppdrættir dagsettir 5. mars sl. gerðir af honum sjálfum. Erindið samþykkt.

8.Grundarstígur 3 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905019Vakta málsnúmer

Grundarstígur 3 - Umsókn um byggingarleyfi. Droplaug Þorsteinsdóttir kt 150142-2969 og Guðbrandur Þ. Guðbrandsson kt. 231141-2439 eigendur einbýlishúss nr. 3 við Grundarstíg sækja um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin felst í að minnka glugga á suðurhlið hússins í samræmi við framlögð gögn sem dagsett eru 6. maí 2009. Erindið samþykkt.

9.Laugarból 146191 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905018Vakta málsnúmer

Laugarból 146191 - Umsókn um byggingarleyfi. Arnar Halldórsson verkefnastjóri fh. Gagnaveitu Skagafjarðar kt. 690506-1140 sækir með bréfi dagsettu 27. apríl sl., um leyfi til að setja upp búnað á bókasafnið Laugarbóli (146191) Búnaðurinn er ætlaður til að taka á móti merkjum og dreifa til notenda og til að fæða ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar í Steinsstaðahverfi. Fyrir liggur samþykki húseiganda. Afgreiðslu frestað.

10.Sauðárkrókur Hafnarsvæði - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905021Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur Hafnarsvæði - Umsókn um byggingarleyfi.Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækir með bréfi dagsettu 11. maí sl., um leyfi Skipulags- og byggingarnefndar til að rífa masturshús og ljósamastur sem stendur á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Einnig sótt um leyfi til að byggja nýtt masturshús og ljósamastur við hlið þess sem fyrirhugað er að rífa Meðfylgjandi eru aðal-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 3613, nr. A-101. Erindið samþykkt.

11.Laugatún 10-12 10R - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905017Vakta málsnúmer

Laugatún 10-12 10R - Umsókn um byggingarleyfi. Helga Rósa Guðjónsdóttir eigandi íbúðar 02 0101 með fastanúmerið 213-1965 sem er í parhúsi og stendur á lóðinni nr. 10-12 við Laugatún sækir með bréfi dagsettu 14. apríl sl. um leyfi til að reisa 10 m² garðhús á lóðinni samkvæmt framlögðum uppdráttum. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi íbúðar 01 0101 með fastanúmerið 213-1965. Erindið samþykkt.

12.Birkimelur 5 - fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905003Vakta málsnúmer

Birkimelur 5 - fyrirspurn um byggingarleyfi. Hrafnhildur Björnsdóttir kt. 170670-3299 og Jón Magnús Katarínusson kt. 091164-5079 eigendur einbýlishúss og bílskúrs sem stendur á lóðinni nr. 5 við Birkimel í Varmahlíð óska með bréfi dagsettu 30. apríl sl., umsagnar Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðra viðbygginga og breytinga á þaki íbúðarhússins. Meðfylgjandi umsókn eru fyrirspurnaruppdrættir gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249 og eru þeir dagsettir 30. apríl sl. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.

13.Glæsibær (145975) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905005Vakta málsnúmer

Glæsibær (145975) - Umsókn um byggingarleyfi. Friðrik Stefánsson kt. 200140-7619 eigandi jarðarinnar Glæsibæjar landnr.145975, sækir með bréfi dagsettu 20. apríl sl., um leyfi til að breyta íbúðarhúsinu í Glæsibæ skv. framlögðum uppdráttum dags.17.04.2009, gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi kt. 200857-5269. Erindið samþykkt.

14.Glæsibær - Umsögn v. rekstrarleyfis

Málsnúmer 0902001Vakta málsnúmer

Glæsibær - Umsögn v. rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 30. janúar sl. um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Ragnheiðar Björnsdóttur kt. 191247-4699. Hún sækir um rekstrarleyfi fyrir ferðaþjónustu, heimagistingu í Glæsibæ. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

15.Félagsh. Ketilás - umsögn v. rekstrarleyfis

Málsnúmer 0904059Vakta málsnúmer

Félagsh. Ketilás - umsögn v. rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 27. apríl sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Stefaníu Hjördísar Leifsdóttur kt. 210665-3909. Hún sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Ketilás kt. 540169-5519. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

16.Sauðárkróksbakarí - umsögn v. rekstrarleyfis

Málsnúmer 0904060Vakta málsnúmer

Sauðárkróksbakarí - umsögn v. rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 27. apríl sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Róberts Óttarssonar kt. 171272-2979. Hann sækir fyrir hönd Sauðárkróksbakarís ehf. kt. 560269-7309, um endurnýjun á rekstrarleyfi. Bakaríið stendur á lóðinni nr. 5 við Aðalgötu á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

17.Sauðárkrókur - Rammaskipulag

Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur - Rammaskipulag. Símafundur með skipulagsráðgjöfum ALTA varðandi Aðalskipulag Sauðárkróks. Vinnufundur þar sem farið var yfir fyrirliggjandi tillögur. Stefnt að næsta sameiginlega fundi með Alta ráðgjöfunum 27. maí nk.

Fundi slitið.