Fara í efni

Sauðárkrókur Hafnarsvæði - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905021

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 175. fundur - 13.05.2009

Sauðárkrókur Hafnarsvæði - Umsókn um byggingarleyfi.Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækir með bréfi dagsettu 11. maí sl., um leyfi Skipulags- og byggingarnefndar til að rífa masturshús og ljósamastur sem stendur á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Einnig sótt um leyfi til að byggja nýtt masturshús og ljósamastur við hlið þess sem fyrirhugað er að rífa Meðfylgjandi eru aðal-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 3613, nr. A-101. Erindið samþykkt.