Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

204. fundur 21. apríl 2010 kl. 08:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hof Höfðaströnd - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0807019Vakta málsnúmer

Lilja S. Pálmadóttir fyrir hönd Hofstorfunar slf. kt. 410703-394 sæki með bréfi dagsettu 20. mars sl., um að fá samþykktar breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum af gamla íbúðarhúsinu að Hofi á Höfðaströnd. Áður samþykktir uppdrættir gerðir af Sigurði Pálma Ásbergssyni arkitekt. Breyttir aðaluppdrættir einnig gerðir af Sigurði Pálma og eru þeir dagsettir 10.03.2010. Helstu breytingarnar eru að 108.6 m². viðbygging sem teiknuð var við húsið og átti að koma í stað viðbyggingar sem byggð var við húsið árið 1956 hefur verið fjarlægð af uppdráttum. Í hennar stað kemur 16,1 m² skáli sem jafnframt tengir saman kjallara og fyrstu hæð. Erindið samþykkt.

2.Ysti-Mór 146830 - Staðfesting á friðun æðavarps.

Málsnúmer 1002177Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 18. febrúar sl. þar sem hann óskar með vísan til reglugerðar nr. 252/1996 staðfestingar byggingarfulltrúa á friðlýsingu æðarvarps í landi jarðanna Víkur (146868) og Ysta-Mós (146830) í Fljótum. Fylgjandi erindinu er beiðni Haraldar Hermannssonar kt 220423-5739 dagsett 10. febrúar sl., ásamt uppdráttum. Í 2. gr. framangreindrar reglugerðar segir. "Sýslumaður annast friðlýsingu æðarvarps. Beiðni til sýslumanns um friðlýsingu æðarvarps skal koma frá landeiganda, ábúanda eða umráðamanni æðarvarps. Skal í beiðninni tilgreina staðsetningu og mörk varpsins eða sýna svæðið skýrt á viðurkenndu korti eða loftmynd. Sýslumaður getur krafist þess að beiðni um friðlýsingu fylgi staðfesting tveggja kunnugra manna um að æðarvarp sé á umræddu svæði eða að líklegt sé að koma megi þar upp æðarvarpi. Sýslumaður skal fá staðfestingu byggingarfulltrúa um að aðstöðu sé rétt lýst.? Skipulags-og byggingarnefnd óskar eftir að lagðir verði fram hnitsettir uppdrættir sem geri nánari grein fyrir umræddu landi. Þá óskar skipulags- og byggignarnefnd upplýsinga um stöðu vegar um Haganesvík.

3.Laufskálar lóð (219325) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1004093Vakta málsnúmer

Ragnheiður Hreinsdóttir kt. 060559 3459 og Leó Leósson kt. 071153 5419, þinglýstir eigendur jarðarinnar Laufskála (landnr. 146472) Hjaltadal í Skagafirði, sækja með bréfi dagsettu 19. apríl sl., um heimild Skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að stofna 7.594,0 m² lóð í landi jarðarinnar. Lóðin sem um ræðir er nánar tilgreind á hnitsettum yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem dagsettur 19. apríl 2010. Uppdrátturinn er í verki númer 7542, nr S-01 gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Einnig sótt um lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotum.Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Laufskálar, landnr. 146472. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146472. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

4.Beiðni um fund 7. apríl

Málsnúmer 1003318Vakta málsnúmer

Starfshópur um utanvegaakstur með fulltrúum frá Umhverfisstofnun, Landmælingum Íslands og Vegagerðinni var stofnaður fyrr á þessu ári undir forystu umhverfisráðuneytisins. Markmið hópsins er að gera tillögur um hvaða vegir á miðhálendi Íslands sem eru utan vegakerfis Vegagerðarinnar skulu teljast til vega með hliðsjón af ákvæðum í náttúruverndarlögum um bann við akstri utan vega og í samráði við sveitarfélög landsins gera tillögur um hvaða vegir skulu lokaðir til frambúðar eða tímabundið og hvaða vegir skuli vera opnir. Starfshópurinn hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Sveitarfélagsins þriðjudaginn 27. apríl nk. kl 9. Samþykkt að þeir nefndarmenn skipulags- og byggingarnefndar sem kost eiga á sitji fundinn.

5.Greiðsla kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar

Málsnúmer 1003255Vakta málsnúmer

Bréf skipulagsstofnunnar dagsett 16. mars sl varðandi greiðslu kostnaðar vegna gerðar aðalskipulags lagt fram til kynningar.

6.Aðalskipulag Skagastrandar 2010 - 2022

Málsnúmer 1003256Vakta málsnúmer

Fyrir fundi skipulags- og byggingarnefndar liggur erindi undirritað af Yngva Þór Loftssyni hjá Landmótun, dagsett 18 . mars sl., sem er tillaga að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagastrandar 2010-2022, dagsett 15. mars 2010. Erindið er sent fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagastrandar í samræmi við 17. og 18 grein skipulags-og byggingarlaga. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir á að misræmis gætir á legu sýslumarka á aðalskipulagsuppdráttum Skagastrandar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins gerir ekki athugasemdir við tillöguna að öðru leiti.

7.Aðalskipulag Húnavatnshr. 2010 - 2022

Málsnúmer 1003340Vakta málsnúmer

Fyrir fundi skipulags- og byggingarnefndar liggur erindi undirritað af Yngva Þór Loftssyni hjá Landmótun, dagsett 24 . mars sl., sem er tillaga að aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022, dagsett 24. mars 2010. Erindið er sent fyrir hönd Húnavatnshrepps í samræmi við 17. og 18 grein skipulags-og byggingarlaga. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir á að misræmis gætir á legu sýslumarka á aðalskipulagsuppdráttum Húnavatnshrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins gerir ekki athugasemdir við tillöguna að öðru leiti.

8.Tillaga að aðalskipulagi fyrir Blönduósbæ 2010 - 2030

Málsnúmer 1003397Vakta málsnúmer

Fyrir fundi skipulags- og byggingarnefndar liggur erindi undirritað af Yngva Þór Loftssyni hjá Landmótun dagsett 30 . mars sl., sem er tillaga að aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030, , dagsett 25. mars 2010. Erindið er sent fyrir hönd Blönduósbæjar í samræmi við 17. og 18 grein skipulags-og byggingarlaga. Skipulags-og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísar til erindis Ágústs Þórs Bragasonar sem dagsett er 10. febrúar sl., fh. Blönduósbæjar þar sem hann m.a. óskar eftir að sýslumörk verði staðfest milli aðila. Nefndin bendir á að sýslumörk milli Blönduósbæjar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru að hluta óljós og að vinna er í gangi milli sveitarfélaganna vegna þessa. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við tillöguna að öðru leiti.

9.Einimelur lóð 193618 - Umsókn um úthlutun byggingarsvæðis

Málsnúmer 1003221Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 19. mars sl., þá bókað " Magnús Sigmundsson kt. 270357-5639 fh. Hestasport - Ævintýraferðir ehf. kt. 500594-2769 sækir með bréfi dagsettu 12. mars sl., um að fá úthlutað 59.375,0 m² frístundahúsasvæði með landnúmerið 193618 við Einimel í Varmahlíð. Vegna þessarar umsóknar óskar skipulags- og byggingarnefnd eftir að Magnús, fh. Hestasports-Ævintýraferða ehf geri grein fyrir byggingaráformum félagsins á lóðunum." Í dag liggur fyrir bréf Hestasports - Ævintýraferða ehf. dagsett 26. mars sl. þar sem gerð er grein fyrir umbeðnum upplýsingum. Samþykkt að úthluta lóðunum nr. 1, 3 ,4, 5 og 6 við Einimel. Umsækjanda er bent á að verði ekki sótt um byggingarleyfi og framkvæmdir hafnar innan árs frá úthlutun þessari fellur lóðarúthlutun þessi úr gildi.

10.Sauðárkrókur - Rammaskipulag

Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur rammaskipulag. Drög að aðalskipulagsgreinargerð lögð fram til kynningar, unnin á ráðgjafafyrirtækinu ALTA af Hrafnkatli Á. Proppé.Einnig mætti undir þessum lið fundarins Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðstjóri markaðs-og þróunarsviðs. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fullvinna rammaskipulagstillögu 1 með þeirri breytingu að byggingarlóðir í brekkunni austan Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárhæðum verði fjarlægðir og hringtorgi á Strandvegi verði fjarlægt til samræmis við deiliskipulag hafnarsvæðisins. Farið verði yfir lokagögn, greinargerð og uppdrætti, á næsta fundi nefndarinnar. Gísli Árnason óskar bókað að hann telji misráðið að gera ráð fyrir byggingarreitum á Flæðum meðfram Skagfirðingabraut.

11.Staðfesting fundargerða án umræðu

Málsnúmer 1003025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Guðjóns Bragasonar hjá sambandi ísl sveitarfélaga varðandi verklag við staðfestingu ákvarðana skipulagsnefnda. Erindið var sent til allra framkvæmdastjóra sveitarfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga.

Fundi slitið.