Fara í efni

Utanvegaakstur Beiðni um fund Umhverfisstofnun

Málsnúmer 1003318

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 147. fundur - 15.04.2010

Lagt fram bréf dags. 26.03.2010 frá umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir samstafi við Sveitarfélagið um óflokkaða og ómerkta vegi á Miðhálendinu og fundarboð um þau mál 27. apríl 2010.

Samþykkt að landbúnaðarnefnd mæti á fundinn ásamt fjallskilastjórum Hofsafréttar og Eyvindarstaðarheiðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 262. fundur - 20.04.2010

Afgreiðsla 147. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 252. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 204. fundur - 21.04.2010

Starfshópur um utanvegaakstur með fulltrúum frá Umhverfisstofnun, Landmælingum Íslands og Vegagerðinni var stofnaður fyrr á þessu ári undir forystu umhverfisráðuneytisins. Markmið hópsins er að gera tillögur um hvaða vegir á miðhálendi Íslands sem eru utan vegakerfis Vegagerðarinnar skulu teljast til vega með hliðsjón af ákvæðum í náttúruverndarlögum um bann við akstri utan vega og í samráði við sveitarfélög landsins gera tillögur um hvaða vegir skulu lokaðir til frambúðar eða tímabundið og hvaða vegir skuli vera opnir. Starfshópurinn hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Sveitarfélagsins þriðjudaginn 27. apríl nk. kl 9. Samþykkt að þeir nefndarmenn skipulags- og byggingarnefndar sem kost eiga á sitji fundinn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010

Afgreiðsla 204. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 207. fundur - 19.05.2010

6. maí sl,. var haldinn fundur að  beiðni Umhverfisráðuneytis um utanvegaakstur. Á fundinum var eftirfarandi bókað.

"Fundur haldinn í Ráðhúsinu á Sauðárkróki 6. maí 2010 með Umhverfisráðuneyti, Vegagerðinni og hagsmunaaðilum sem eru Upprekstrarfélag Hofsafréttar og Eyvindarstaðaheiðar, Ferðaklúbburinn 4x4, Samtök útivistarfólks og sveitarfélagið Skagafjörður.

Fundinn sátu Sesselja Bjarnadóttir frá Umhverfisráðuneyti. Eymundur Runólfsson frá Vegagerðinni. Aðrir Fundarmenn, Einar E. Einarsson og Svanhildur Guðmundsdóttir, og Sigurður H Ingvarsson, Skip-og bygg. Hilmar Baldursson fh. Samtök útivistarfólks, Sigþór Smári Sigurðsson og Stefán Jónsson fh. Ferðaklúbbsins 4x4. Borgþór Borgarsson og Sigþór Smári Borgarsson fh. upprekstraraðila. Einnig kom á fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.

Ákvörðun tekin um að skila ráðuneytinu niðurstöðum sveitarfélagsins á haustdögum. Sesselja ætlar að senda sveitarfélaginu á rafrænu formi, uppdráttinn ásamt öðrum gögnum sem málið varðar." 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að óska eftir fundi með hlutaðeigandi aðilum varðandi merkingu og hnitsetningu slóða sem færa á inn á kort.

 

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 264. fundur - 08.06.2010

Afgreiðsla 207. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 264. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.