Fara í efni

Aðalskipulag Húnavatnshr. 2010 - 2022

Málsnúmer 1003340

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 204. fundur - 21.04.2010

Fyrir fundi skipulags- og byggingarnefndar liggur erindi undirritað af Yngva Þór Loftssyni hjá Landmótun, dagsett 24 . mars sl., sem er tillaga að aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022, dagsett 24. mars 2010. Erindið er sent fyrir hönd Húnavatnshrepps í samræmi við 17. og 18 grein skipulags-og byggingarlaga. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir á að misræmis gætir á legu sýslumarka á aðalskipulagsuppdráttum Húnavatnshrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins gerir ekki athugasemdir við tillöguna að öðru leiti.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010

Afgreiðsla 204. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.