Fara í efni

Ysti-Mór 146830 - Staðfesting á friðun æðavarps.

Málsnúmer 1002177

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 204. fundur - 21.04.2010

Fyrir liggur erindi sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 18. febrúar sl. þar sem hann óskar með vísan til reglugerðar nr. 252/1996 staðfestingar byggingarfulltrúa á friðlýsingu æðarvarps í landi jarðanna Víkur (146868) og Ysta-Mós (146830) í Fljótum. Fylgjandi erindinu er beiðni Haraldar Hermannssonar kt 220423-5739 dagsett 10. febrúar sl., ásamt uppdráttum. Í 2. gr. framangreindrar reglugerðar segir. "Sýslumaður annast friðlýsingu æðarvarps. Beiðni til sýslumanns um friðlýsingu æðarvarps skal koma frá landeiganda, ábúanda eða umráðamanni æðarvarps. Skal í beiðninni tilgreina staðsetningu og mörk varpsins eða sýna svæðið skýrt á viðurkenndu korti eða loftmynd. Sýslumaður getur krafist þess að beiðni um friðlýsingu fylgi staðfesting tveggja kunnugra manna um að æðarvarp sé á umræddu svæði eða að líklegt sé að koma megi þar upp æðarvarpi. Sýslumaður skal fá staðfestingu byggingarfulltrúa um að aðstöðu sé rétt lýst.? Skipulags-og byggingarnefnd óskar eftir að lagðir verði fram hnitsettir uppdrættir sem geri nánari grein fyrir umræddu landi. Þá óskar skipulags- og byggignarnefnd upplýsinga um stöðu vegar um Haganesvík.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010

Afgreiðsla 204. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.