Fara í efni

Einimelur lóð 193618 - Umsókn um úthlutun byggingarsvæðis

Málsnúmer 1003221

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 203. fundur - 19.03.2010

Magnús Sigmundsson kt. 270357-5639 fh. Hestasport - Ævintýraferðir ehf. kt. 500594-2769 sækir með bréfi dagsettu 12. mars sl., um að fá úthlutað 59.375,0 m² frístundahúsasvæði með landnúmerið 193618 við Einimel í Varmahlíð. Vegna þessarar umsóknar óskar skipulags- og byggingarnefnd  eftir að Magnús, fh. Hestasports-Ævintýraferða ehf geri grein fyrir byggingaráformum félagsins á lóðunum. 

Skipulags- og byggingarnefnd - 204. fundur - 21.04.2010

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 19. mars sl., þá bókað " Magnús Sigmundsson kt. 270357-5639 fh. Hestasport - Ævintýraferðir ehf. kt. 500594-2769 sækir með bréfi dagsettu 12. mars sl., um að fá úthlutað 59.375,0 m² frístundahúsasvæði með landnúmerið 193618 við Einimel í Varmahlíð. Vegna þessarar umsóknar óskar skipulags- og byggingarnefnd eftir að Magnús, fh. Hestasports-Ævintýraferða ehf geri grein fyrir byggingaráformum félagsins á lóðunum." Í dag liggur fyrir bréf Hestasports - Ævintýraferða ehf. dagsett 26. mars sl. þar sem gerð er grein fyrir umbeðnum upplýsingum. Samþykkt að úthluta lóðunum nr. 1, 3 ,4, 5 og 6 við Einimel. Umsækjanda er bent á að verði ekki sótt um byggingarleyfi og framkvæmdir hafnar innan árs frá úthlutun þessari fellur lóðarúthlutun þessi úr gildi.

Skipulags- og byggingarnefnd - 233. fundur - 21.03.2012

Á 204. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar 21.apríl sl., var tekið fyrir erindi Magnúsar Sigmundssonar kt. 270357-5639 fh. Hestasport - Ævintýraferðir ehf. kt. 500594-2769 þar sem hann sækir um að fá úthlutað 59.375,0 m² frístundahúsasvæði með landnúmerið 193618 við Einimel í Varmahlíð. Á fundinum var m.a. bókað. "Vegna þessarar umsóknar óskar skipulags- og byggingarnefnd eftir að Magnús, fh. Hestasports-Ævintýraferða ehf geri grein fyrir byggingaráformum félagsins á lóðunum." Í dag liggur fyrir bréf Hestasports - Ævintýraferða ehf. dagsett 26. mars sl. þar sem gerð er grein fyrir umbeðnum upplýsingum. Samþykkt að úthluta lóðunum nr. 1, 3 ,4, 5 og 6 við Einimel. Umsækjanda er bent á að verði ekki sótt um byggingarleyfi og framkvæmdir hafnar innan árs frá úthlutun þessari fellur lóðarúthlutun þessi úr gildi."

Þar sem byggingarframkvæmdir eru einungis hafnar á lóðinni númer 3 við Einimel afturkallar skipulags-og byggingarnefnd úthlutun lóðanna númer 1, 4, 5 og 6 við Einimel.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012

Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.