Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

233. fundur 21. mars 2012 kl. 08:15 - 09:28 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Pálmi Sigurður Sighvats áheyrnarftr.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lindargata 1-Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1202145Vakta málsnúmer

Ólafur Ágúst Andrésson 110571-4889 og Guðbjörg E. Ragnarsdóttir kt. 171271-4879, eigendur íbúða í tvíbýlishúsi sem stendur á lóðinni númer 1 við Lindargötu á Sauðárkróki sækja um sameiningu eignanna. Einnig sækja þau um að fá að breyta notkun hússins í gistiaðstöðu. Eignirnar sem um ræðir og fyrirhugað er að sameina hafa fastanúmerin 213-1973 og 231-1974. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni kt 170460-3759. Uppdrátturinn er í verki númer 70505, nr. A101, A104, dagsettur 7.febrúar 2012. Erindið samþykkt.

2.Reykir (146482)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1201183Vakta málsnúmer

Páll Pálsson, veitustjóri sækir f.h. Skagafjarðarveitna ehf., um heimild Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar til eftirtalinna framkvæmda á leigulandi fyrirtækisins úr landi Reykja í Hjaltadal.

Steypa undirstöður undir tvö borholuhús við núverandi borholur.

Flytja tvö borholuhús af athafnalóð Skagafjarðarveitna á Sauðárkróki og koma þeim á undirstöðurnar.

Endurnýja tengibúnað viðholurnar, þ.m.t. magnmæla, loka og skynjara.

Leggja foreinangraða stállögn í jörðu frá borholu RH-02 að núverandi gasskilju við borholu RH-01

Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni Uppdrátturinn er í verki númer 1028, nr. A-101, S-101, B-100, B-101, B-101a, B-101b, B-102, P-100, P-101a, P-101b og P-102. Einnig fylgjandi umsókninni afrit að þinglýstum samningi varðandi hitaveituréttindin. Erindið samþykkt.

3.Gagnaveita Skagafjarðar ehf. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 1203273Vakta málsnúmer

Skagfirðingabraut - Strandvegur, ljósleiðari. Páll Pálsson, veitustjóri sækir f.h. Gagnaveitu Skagafjarðar kt. 690506-1140, um heimild Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í gamla bæjarhlutanum á Sauðárkróki. Fyrirhuguð lega leiðarans er sýnd á framlögðum uppdrætti. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið enda verði framkvæmd og frágangur unnin í samráði við tæknideild Sveitarfélagsins, og upplýsingum um lagnaleið og lögn komið inn í gagnagrunn sveitarfélagsins. Erindið samþykkt.

4.Skagfirðingabraut 143715 - Lóðarmál

Málsnúmer 1203266Vakta málsnúmer

Skagfirðingabraut 143715, Árskóli. Með vísan til samþykktar Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 7.mars sl., þar sem samþykkt var að hafnar verði framkvæmdir við viðbyggingu Árskóla á Sauðárkróki, leggur byggingarfulltrúi fram tillögu að sameiningu lóðarinnar við lóðina Skagfirðingabraut 22, (143699). Fylgjandi tillögunni er uppdráttur, lóðarblað gert af Tæknideild Sveitarfélagsins og Stoð ehf. verkfræðistofu. Lóðarblaðið er í verki númer 5619, dagsett 16.mars 2012. Sameining lóðanna samþykkt.

5.Skagfirðingabraut 22 - Lóðarmál

Málsnúmer 1203269Vakta málsnúmer

Skagfirðingabraut 22, (143699). Með vísan til samþykktar Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 7.mars sl., þar sem samþykkt var að hafnar verði framkvæmdir við viðbyggingu Árskóla á Sauðárkróki, leggur byggingarfulltrúi fram tillögu að lóðin Skagfirðingabraut 143715, verði sameinuð lóðinni Skagfirðingabraut 22, (143699). Fylgjandi tillögunni er uppdráttur, lóðarblað gert af Tæknideild Sveitarfélagsins og Stoð ehf. verkfræðistofu. Lóðarblaðið er í verki númer 5619, dagsett 16.mars 2012.Sameining lóðanna samþykkt.

6.Einimelur lóð 193618 - Umsókn um úthlutun byggingarsvæðis

Málsnúmer 1003221Vakta málsnúmer

Á 204. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar 21.apríl sl., var tekið fyrir erindi Magnúsar Sigmundssonar kt. 270357-5639 fh. Hestasport - Ævintýraferðir ehf. kt. 500594-2769 þar sem hann sækir um að fá úthlutað 59.375,0 m² frístundahúsasvæði með landnúmerið 193618 við Einimel í Varmahlíð. Á fundinum var m.a. bókað. "Vegna þessarar umsóknar óskar skipulags- og byggingarnefnd eftir að Magnús, fh. Hestasports-Ævintýraferða ehf geri grein fyrir byggingaráformum félagsins á lóðunum." Í dag liggur fyrir bréf Hestasports - Ævintýraferða ehf. dagsett 26. mars sl. þar sem gerð er grein fyrir umbeðnum upplýsingum. Samþykkt að úthluta lóðunum nr. 1, 3 ,4, 5 og 6 við Einimel. Umsækjanda er bent á að verði ekki sótt um byggingarleyfi og framkvæmdir hafnar innan árs frá úthlutun þessari fellur lóðarúthlutun þessi úr gildi."

Þar sem byggingarframkvæmdir eru einungis hafnar á lóðinni númer 3 við Einimel afturkallar skipulags-og byggingarnefnd úthlutun lóðanna númer 1, 4, 5 og 6 við Einimel.

7.Blöndulína 3 - Landsnet

Málsnúmer 1109292Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Landsnets, Árna Jóns Elíassonar dagsett 23.11.2011, þar sem fram kemur ma., Af því tilefni óskar Landsnet hér með eftir því að sveitarfélagið hefji nú vinnu við undirbúning að breytingu á aðalskipulagi á þeim hluta Blöndulínu 3 sem var frestað í aðalskipulagsvinnunni. Að fenginni staðfestingu ráðherra á aðalskiplagi Skagafjarðar 2009-2021 verður erindi Landsnets tekið fyrir og mat lagt á fyrirhugaðar línuleiðir.

8.Hofsós(218098)-Umsókn um leyfi fyrir pylsuvagni

Málsnúmer 1203298Vakta málsnúmer

Steinunn Heba Erlingsdóttir kt:210185-2679 og Sigrún Erlingsdóttir kt:171292-2399 sækja fyrir hönd Sóltúns kt: 451110-0630 með bréfi dagsettu 19. mars sl., um langtímaleyfi fyrir færanlegum pylsuvagni. Sótt er um staðsetningu á grasinu norðan sundlaugar, um miðja vegu milli sundlaugar og gamla pósthússins. Til vara er sótt um staðsetningu austan gömlu ESSO stöðvarinnar við Skólagötu. Meðfylgjandi eru gögn sem gera grein fyrir þessum staðsetningum. Samþykkt að veita tímabundið leyfi frá 15. maí 2012 til 30. september 2012 austan gömlu ESSO stöðvarinnar við Skólagötu.

9.Víðihlíð 35 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1203265Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Aðalsteinn J Maríusson kt. 160638-3469, dagsett 15. mars 2012. Umsókn um leyfi til að breyta útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 35 við Víðihlíð á Sauðárkróki. Breytingin felur í sér að skipt verður um útihurðir og glugga, póstasetningum breytt. Byggingarleyfi veitt 16. mars 2012

10.Reykjarhólsvegur 16A - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1203296Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Umsókn Gylfa Geiraldssonar kt. 050646-4329, um leyfi fyrir 10 fermetra smáhýsi á lóðinni nr. 16A við Reykjarhólsveg í Varmahlíð. Leyfi veitt 12. mars 2012.

11.Suðurbraut 9 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1202232Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Ólafs Sigmarssonar kt. 130665-4469, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, dagsetta 16. febrúar 2012. Umsókn um leyfi til að byggja við, endurbæta og breyta útlit hús sem stendur á lóðinni númer 9 við Suðurbraut á Hofsósi. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 15. mars 2012.

12.Sæmundargata (143825)-Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1202312Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Guðmundar Þórs Guðmundssonar kt. 2008575269, f.h. eignasjóðs Sveitafélags Skagafjarðar kt. 5506982349, dagsett 29. febrúar 2012. Umsókn um leyfi til að breyta gluggum slökkvistöðvar sem stendur á lóð inni Sæmundargata, landnúmer (143825) á Sauðárkróki. Byggingarleyfi veitt 13. mars 2012.

13.Félagheimili Rípurhrepps(146371)-umsögn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1203223Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 09:28.