Fara í efni

Blöndulína 3 - Landsnet

Málsnúmer 1109292

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 233. fundur - 21.03.2012

Lagt fram bréf Landsnets, Árna Jóns Elíassonar dagsett 23.11.2011, þar sem fram kemur ma., Af því tilefni óskar Landsnet hér með eftir því að sveitarfélagið hefji nú vinnu við undirbúning að breytingu á aðalskipulagi á þeim hluta Blöndulínu 3 sem var frestað í aðalskipulagsvinnunni. Að fenginni staðfestingu ráðherra á aðalskiplagi Skagafjarðar 2009-2021 verður erindi Landsnets tekið fyrir og mat lagt á fyrirhugaðar línuleiðir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012

Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.