Fara í efni

Hofsós(218098)-Umsókn um leyfi fyrir pylsuvagni

Málsnúmer 1203298

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 233. fundur - 21.03.2012

Steinunn Heba Erlingsdóttir kt:210185-2679 og Sigrún Erlingsdóttir kt:171292-2399 sækja fyrir hönd Sóltúns kt: 451110-0630 með bréfi dagsettu 19. mars sl., um langtímaleyfi fyrir færanlegum pylsuvagni. Sótt er um staðsetningu á grasinu norðan sundlaugar, um miðja vegu milli sundlaugar og gamla pósthússins. Til vara er sótt um staðsetningu austan gömlu ESSO stöðvarinnar við Skólagötu. Meðfylgjandi eru gögn sem gera grein fyrir þessum staðsetningum. Samþykkt að veita tímabundið leyfi frá 15. maí 2012 til 30. september 2012 austan gömlu ESSO stöðvarinnar við Skólagötu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012

Sigurjón Þórðarson óskar bókað verði; "Lagt er til að skipulags- og byggingarnefnd taki málið aftur á dagskrá og veiti ungu athafnarkonunum sem sækja um stöðuleyfi fyrir pylsuvagninn á Hofsósi, þann stað sem þær óska sér helst þ.e. fyrir norðan sundlaugina á Hofsósi en þar er helst að vænta að viðskiptin blómgist."

Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.