Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

205. fundur 04. maí 2010 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókur - Rammaskipulag

Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur rammaskipulag. Á fundinn mætti Hrafnkell Á Proppé frá ráðgjafafyrirtækinu ALTA . Einnig mætti á fundinn Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðstjóri markaðs-og þróunarsviðs. Lokatillaga að rammaskipulagi, - greinargerð ásamt uppdráttum lögð fram. Hrafnkell fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagt rammaskipulag fyrir Sauðárkrók og samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að gerðar verði breytingar á samþykktum þéttbýlisuppdrætti fyrir Sauðárkrók eins og hann er í aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 til samræmis við rammaskipulagið. Gísli Sigurðsson óskar bókað. "Ég tel að ekki hafi verið haft nægt samráð við íþróttahreyfinguna um uppbyggingu á íþróttaaðstöðu á Sauðárkróki til framtíðar, og því mun ég sitja hjá."

Gísli Árnason vísar til bókunar sinnar á 204. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Einar Einarsson og Svanhildur Guðmundsdóttir óska bókað. " Við minnum á að í þessu rammaskipulagi er verið að samræma ólík sjónarmið, markmið og þarfir íbúa Sauðárkróks. Í þessari skipulagsvinnu hefur verið haft víðtækt samráð við íbúa með íbúaþingi, kynningarfundi og fundum með öðrum hagsmunaaðilum. Við teljum að hér hafi verið sameinuð ýmis ólík sjónarmið með hagsmuni allra í huga og lýsum því ánægju okkar með þær hugmyndir sem hér eru lagðar fram."

 

   

Fundi slitið - kl. 18:00.