Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

201. fundur 02. mars 2010 kl. 13:15 - 16:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókur - Rammaskipulag

Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur rammaskipulag vinnufundur. Til fundar kom Hrafnkell Á. Proppé frá ráðgjafafyrirtækinu ALTA vegna vinnu við rammaskipulag á Sauðárkróki. Kynnti hann þá vinnu sem þegar hefur verið unnin og þær tillögur sem unnar hafa verið í framhaldi af íbúaþingi sem haldið var 23.11.2009.

Lögð var fram tillaga að matslýsingu fyrir aðalskipulagstillöguna og var samþykkt að óska er eftir umsögn Skipulagsstofnunar um matslýsinguna sbr. 2. gr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Fundi slitið - kl. 16:00.