Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

157. fundur 29. október 2008 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Nýlendi land (146574) - Umsókn um nafnleyfi.

Málsnúmer 0810066Vakta málsnúmer

Nýlendi land (146574) - Umsókn um nafnleyfi. Hilmar Kristján Björgvinsson kt. 050739-3769 þinglýstur eigandi lands með landnúmerið 146574 sem stofnað hefur verið úr landi jarðarinnar Nýlendis í Deildardal, Skagafirði, óskar heimildar skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að nefna landið og húsin sem á landinu standa, Hvamm. Erindið samþykkt.

2.Umsókn um löggildingu iðnmeistara.

Málsnúmer 0810063Vakta málsnúmer

Umsókn um löggildingu iðnmeistara. Helgi Þorsteinsson kt. 280149-6839, Borgarhrauni 16, 810 Hveragerði, sækir með bréfi dagsettu 23.10.2008 um staðbundna viðurkenningu byggingarnefndar til að bera ábyrgð á verkþáttum sem múrarameistari við byggingarframkvæmdir í lögsagnarumdæmi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Erindið samþykkt.

3.Freyjugata (143372) - Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 0810068Vakta málsnúmer

Freyjugata (143372) - Umsókn um niðurrif mannvirkja. Jón Örn Berndsen sviðsstjóri tæknisviðs sækir með bréfi dagsettu 27. október sl., fyrir hönd eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, um leyfi til að rífa geymsluhús sem stendur á lóð með landnúmerið 143372, við Freyjugötu á Sauðárkróki. Samkvæmt skrám FMR er húsið byggt árið 1940, matshluti 01 á lóðinni og hefur fastanúmerið 213-1568. Erindið samþykkt.

4.Syðra-Skörðugil (146065) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0810070Vakta málsnúmer

Syðra-Skörðugil (146065) - Umsókn um byggingarleyfi. Elvar Eylert Einarsson kt 141172-3879 sækir með bréfi dagsettu 7. október sl. um leyfi til að byggja reiðskála við útihús á jörðinni, ásamt því að endurbæta núverandi hesthús. Framlagðir uppdrættir dagsettir 6.10.2008, gerðir á teiknistofu Byggingarþjónusta Bændasamtaka Íslands af Magnúsi Sigsteinssyni. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki Brunavarna Skagafjarðar

5.Flæðagerði - erindi Gísla Árnasonar.

Málsnúmer 0810069Vakta málsnúmer

Flæðagerði – Gísli Árnason kt. 190661-3939 óskar með bréfi dagsettu 27. október sl., á grundvelli gildandi skipulags og með vísan til Skipulags-og byggingarlaga, eftir staðfestingu skipulags-og byggingarnefndar á því að hesthúsahverfi við Flæðagerði sé innan þéttbýlis Sauðárkróks. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir að hesthúsasvæðið við Flæðagerði er innan þéttbýlismarka Sauðárkróks og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að skrifa RARIK vegna þessa. Gísli Árnason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

6.Blöndulína 3 - Tillaga að matsáætlun

Málsnúmer 0807032Vakta málsnúmer

Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum. Fyrir liggur bréf Skipulagsstofnunar, Jakobs Gunnarssonar, dagsett 16. október 2008 þar sem fram kemur að Skipulagsstofnun hafi borist tillaga Landsnets dagsett í október sl. að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Blöndulínu 3. Skipulagsstofnun óskar umsagnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á tillögunni og er frestur til að gera athugasemdir til 3. nóvember nk. Tillagan lögð fram til kynningar.

7.Stytting þjóðvegar 1 í Skagafirði. Ný veglína

Málsnúmer 0809070Vakta málsnúmer

Stytting þjóðvegar 1 í Skagafirði, ný veglína. Erindi Leiðar ehf. á dagskrá Byggðarráðs 2. okt. og 23. okt. sl., þar sem eftirfarandi er bókað. „Lagt fram til kynningar bréf frá Leið ehf. þar sem fram koma óskir um upplýsingar og gögn frá sveitarfélaginu er varða skipulagsmál þess. Byggðarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að svara bréfinu.“ Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma með drög að svari og erindinu frestað.

8.Sauðárkrókur - Rammaskipulag

Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur - Rammaskipulag. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 24. september sl. Þá lagðar fram til kynningar tillögur Alta ehf. varðandi vinnu við rammaskipulag fyrir Sauðárkrók. Í dag liggur fyrir verkefnistillaga Alta ehf. vegna skipulagsvinnu fyrir Sauðárkrók, dagsett í október 2008. Samþykkt að ganga til samninga við Alta á grundvelli fyrirliggjandi tillagna. Skipulags- og byggingarnefnd beinir því til hlutaðeigandi aðila að þeir noti eins og kostur er þjónustu fyrirtækja og einstaklinga í Skagafirði.

9.Tillaga að aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 0810059Vakta málsnúmer

Tillaga að aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Lagt fram til kynningar bréf Teiknistofu Arkitekta, Árna Ólafssonar, dagsett 17. október sl., ásamt greinargerð og aðalskipulagsuppdrætti.

Fundi slitið.