Fara í efni

Flæðagerði - erindi Gísla Árnasonar.

Málsnúmer 0810069

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 157. fundur - 29.10.2008

Flæðagerði – Gísli Árnason kt. 190661-3939 óskar með bréfi dagsettu 27. október sl., á grundvelli gildandi skipulags og með vísan til Skipulags-og byggingarlaga, eftir staðfestingu skipulags-og byggingarnefndar á því að hesthúsahverfi við Flæðagerði sé innan þéttbýlis Sauðárkróks. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir að hesthúsasvæðið við Flæðagerði er innan þéttbýlismarka Sauðárkróks og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að skrifa RARIK vegna þessa. Gísli Árnason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 236. fundur - 04.11.2008

Afgreiðsla 157. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 236. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.