Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

167. fundur 20. janúar 2009 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2009 - Skipulags-og byggingarnefnd

Málsnúmer 0811038Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2009. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram endurskoðaður til umræðu. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 57.438.195.- og tekjur kr. 6.992.000.-. Heildarútgjöld kr. 50.446.195.-Breyting á áætlun frá fyrri umræðu eru að liður 09090 sameiginlegir liðir verður kr. 38.824.895 var kr. 44.425.000.- og liður 09220 aðalskipulag verður kr. 4.150.000.- var kr. 8.550.000.- Samþykkt að vísa lið 09 Skipulags- og byggingarmál afgreiðslu til byggðarráðs með þessum breytingum.

2.Sauðárkrókur - Rammaskipulag

Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer

Rætt um íbúaþing sem áformað er að halda á Sauðárkróki í tengslum við vinnu við breytingar á aðalskipulagi fyrir Sauðárkrók. Á fundinn kom Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs sem vinnur að verkefninu með skipulags- og byggingarnefnd. Samþykkt að halda íbúaþingið laugardaginn 7. febrúar nk. og sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs falið að sjá um að auglýsa þingið.

Fundi slitið.