Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

416. fundur 27. október 2021 kl. 16:15 - 17:12 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 2. varam.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 1. varam.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Stefán Vagn Stefánsson forseti sveitarstjórnar er fjarverandi. Regína Valdimarsdóttir varaforseti stjórnar fundi. Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum fundargerð byggðarráðs frá 25. sl. Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 983

Málsnúmer 2109022FVakta málsnúmer

Fundargerð 983. fundar byggðarráðs frá 29. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Regína Valdimarsdóttir með leyfi varaforseta, og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lagður fram fjárhagsrammi vegna fjárhagsáætlunar ársins 2022.
    Byggðarráð samþykkir fjárhagsrammann og vísar honum til umfjöllunar og vinnslu í nefndum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lögð fram svohljóðandi tillaga:
    Fulltrúar Byggðalistans óska eftir að byggðaráð samþykki að farið verði í þarfagreiningu og hönnun á nýjum leikskóla á Sauðárkróki.
    Áætlað var að byggja við yngra stig Ársala en við frekari skoðun kom það í ljós að það væri ill mögulegt vegna plássleysis umhverfis yngra stig Ársala. Yngra stig Ársala stenst ekki kröfur nútímans hvað varðar leikskólastarf og aðstöðu starfsmanna. Viðbygging við eldra stig Ársala mun aðeins sinna eftirspurn til skamms tíma og teljum við að mikilvægt sé að hugsa til framtíðar eða allavega næstu 20 ára við framkvæmdir við leikskóla. Litið verið til m.a. húsnæðisáætlunar og íbúðaþróunar síðastliðinna ára við þarfagreiningu og framkvæmdir á leikskóla.
    Ólafur Bjarni Haraldsson, Jóhanna Ey Harðardóttir
    Byggðarráð samþykkir að fela fræðslustjóra að vinna að þarfagreiningu leikskólahúsnæðis á Sauðárkróki til næstu 10-15 ára. Einnig er skipulagsfulltrúa falið að halda áfram vinnu við skoðun á hentugri staðsetningu fyrir nýjan leikskóla.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
    Samstaða hefur verið í Byggðaráði um málið og undirbúning þess. Tillagan lýsir því í raun aðeins fyrirliggjandi vilja og stefnumörkun byggðaráðs sem unnið er eftir, en ljóst að brýnt er að flýta verkinu eins og kostur er, vegna sárrar vöntunar á leikskólarýmum. Það er slæmt hve dregist hefur í mörg ár að bregðast við augljósri þróun og skrifast það á ábyrgð meirihluta sjálfstæðis-, og framsóknarflokks.
    Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháð.
    Þá kvöddu sér hljóðs: Ólafur Bjarni Haraldsson, Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, Gísli Sigurðsson.

    Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lagt fram erindi dagsett 15. september 2021 frá Þódísi Friðbjörnsdóttur, héraðsbókaverði, varðandi beiðni um tímabundin afnot af herbergi í kjallara Túngötu 2, Hofsósi, fyrir afgreiðslu bókasafnsins þar.
    Byggðarráð samþykkir að heimila Héraðsbókasafni Skagfirðinga afnotin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Erindið áður á 962. fundi byggðarráðs þann 21. apríl 2021 og þá sent til umsagnar stjórnar NNV. Umsögn hefur ekki borist.
    Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. september 2021 frá Ástu Ólöfu Jónsdóttur formanni Pilsaþyts í Skagafirði. Óskar félagið eftir að fá aðstöðu til sauma, tímabundið í húsnæði sveitarfélagsins og Náttúrustofu Norðurlands vestra, Aðalgötu 2 á Sauðárkróki. Félagsskapurinn er að sauma kyrtil til afnota fyrir Fjallkonu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er stefnt að afhendingu með viðhöfn þann 1. desember 2021.
    Byggðarráð samþykkir að veita Pilsaþyti heimild til að hafa aðstöðu í sal Aðalgötu 2 til 1. desember 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2021, þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 184/2021, "Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur er til og með 22.10.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 24. september 2021 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, varðandi 5. haustþing samtakanna sem verður haldið í Félagsheimilinu Blönduósi þann 22. október n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 20. september 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi ársfund Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem verður haldinn 6. október 2021 í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. september 2021 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu varðandi tækniskýrslu frá samningnum um líffræðilega fjölbreytni um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í borgum og bæjum. Skýrslan er framlag og afurð samstarfs borga og bæja víðsvegar um heim á vettvangi samningsins um leiðir til þess að efla og varðveita líffræðilega fjölbreytni í og við borgir og bæi. Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 984

Málsnúmer 2109025FVakta málsnúmer

Fundargerð 984. fundar byggðarráðs frá 7. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 984 Lögð fram eftirfarandi bókun frá 293. fundi félags- og tómstundanefndar þann 29. september 2021:
    "Framkvæmdaráð er ráð sem starfar í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks og samstarfssamning sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Í ráðinu sitja oddvitar eða framkvæmdastjórar sveitarfélaganna. Búið er að halda einn fund í ráðinu. Ráðið hefur fyrst og fremst stefnumótandi hlutverk, m.a. í húsnæðismálum sem og yfirstjórn reksturs í þjónustu við fatlað fólk. Meðfylgjandi er fundargerð fyrsta fundar ráðsins. Nefndin ítrekar mikilvægi 3. liðar fundargerðarinnar þar sem fjallað er um húsnæðismál fatlaðs fólks á Blönduósi og Sauðárkróki og beinir því til byggðarráðs að taka þessi mál til umræðu og hefja jafnframt viðræður við sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu um uppbyggingu búsetukjarna á Blönduósi og á Sauðárkróki."
    Byggðarráð samþykkir fela sveitarstjóra að senda bréf til sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og Akrahrepps um stofnun nýrrar húsnæðisstjárfseignarstofnunar vegna þessa verkefenis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 984. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 984 Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 30. september 2021 varðandi húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki.Óskað eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október.
    Byggðarráð tekur jákvætt í hugmyndina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 984. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 984 Lagt fram bréf dagsett 2. september 2021 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar varðandi áframhaldandi stuðning vegna umsóknar til Ungmennafélags Íslands um að halda 24. Unglingalandsmót UMFÍ hér í Skagafirði árið 2023.árið 2023
    Byggðarráð samþykkir að styðja UMSS til þess að halda landsmótið árið 2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 984. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 985

Málsnúmer 2110007FVakta málsnúmer

Fundargerð 985. fundar byggðarráðs frá 13. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir, Gísli Sigurðsson, Ólafur Bjarni Haraldsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 985 Lögð fram tillaga Umhverfisstofnunar að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjóns á Hofsósi. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 20. október n.k.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir mati verkfræðistofunnar Eflu á framangreindri tillögu.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Í fyrstu grein laga um hollustuhætti og mengunarvarnir segir: Markmið þessara laga er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi. [Jafnframt er markmið laganna að koma í veg fyrir eða að draga úr losun út í andrúmsloft, vatn og jarðveg og koma í veg fyrir myndun úrgangs í því skyni að vernda umhverfið.]
    Það mætti ætla að Umhverfisstofnun hafi gleymt að horfa á þessi markmið laganna því stofnunin hefur ekki eingöngu leyft úrvinnslu þessa mengunarslyss að dragast fram úr hófi, heldur einnig horft of mikið til fyrirtækja og umhverfisins en gleymt fólkinu sem hefur hrakist af heimilum sínum sem og frá fyrirtækjarekstri.
    Einnig er óhætt að gagnrýna ábyrgðarleysi fyrirtækisins N1 sem hampar sér á því að samfélagsleg ábyrgð skipti fyrirtækið miklu máli en athafnir fyrirtækisins eru aldeilis ekki í neinu samræmi við þau orð.
    Það er tímabært að þessir aðilar axli ábyrgð og komi hlutum í sem best form á sem stystum tíma.
    Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháð

    Þá tóku til máls Gísli Sigurðsson og Ólafur Bjarni Haraldsson.
    Afgreiðsla 985. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 985 Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 4. október 2021 til allra sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur á grundvelli 2.mgr. 19.gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Nýju leiðbeiningarnar taka mið af nýsamþykktum lögum nr. 96/2021 um breytingar á sveitarstjórnarlögum, en með lögunum voru heimildir sveitarfélaga til að mæla fyrir um rafræna þátttöku nefndarmanna á fundum á vegum sveitarfélaga rýmkaðar. Leiðbeiningarnar verða birtar í Stjórnartíðindum á næstu dögum og taka þá gildi. Samhliða nýjum leiðbeiningum um ritun fundargerða og um fjarfundi hefur ráðuneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, uppfært fyrirmynd af samþykkt um stjórn sveitarfélaga.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa breytingar á samþykktum sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 985. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 985 Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, dagsett 7. október 2021 varðandi þátttöku og framlög til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022. Nú liggur fyrir áætlun um stafræn verkefni ársins 2022 á grundvelli forkönnunar meðal sveitarfélaga. Tilgangur þessa bréfs er að kynna þessa áætlun fyrir sveitarfélögum, leita eftir þátttöku þeirra í þeim sem og að benda þeim á að gera ráð fyrir framlögum vegna þeirra og grunnframlags í fjárhagsáætlun 2022.
    Byggðarráð samþykkir að taka þátt í þessu verkefni og mun gera ráð fyrir fjárframlagi í fjárhagsáætlun 2022-2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 985. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 985 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 4. október 2021, frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem tilkynnt er að opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins í seinni úthlutun ársins vegna almennra íbúða. Umsóknarfrestur er til 24. október 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 985. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 985 Lögð fram svohljóðandi bókun frá 81. fundi veitunefndar þann 30. september 2021: "Borist hafa óskir um að tengjast kaldavatnsveitum Skagafjarðarveitna í dreifbýli. Veitunefnd tekur ekki afstöðu til málsins og vísar erindinu til sveitarstjórnar til stefnumótandi ákvörðunar. Veitunefnd felur sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að svara fyrirspyrjendum."
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða veitunefnd ásamt sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs til viðræðna um erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 985. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 985 Lagt fram bréf frá Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ), dagsett 4. október 2020, þar sem sveitarfélaginu er þakkaður stuðningur og velvilji í garð íþrótta þ.m.t. frjálsíþrótta vill FRÍ senda hvatningu til handa sveitarfélaginu er varðar áframhaldandi uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum og minna á mikilvægi þess. Að í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2022 og rammafjárhagsáætlun næstu ára, sé gert ráð fyrir að fyrirliggjandi keppnis- og æfingaaðstæður fyrir frjálsíþróttir verði alltaf fullnægjandi. Jafnt sem hugað sé að nýframkvæmdum í fjármálaáætlun næstu ára s.s. með undirbúningi, áætlunargerð, skipulagsgerð og annarri fjárfestingar- og þróunarvinnu.
    Byggðarráð þakkar góð orð og hvatningu til að halda áfram að gera vel. Áform eru uppi um uppbyggingu og viðhald íþróttavalla í sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 985. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 985 Lögð fram tillaga að viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2021. Viðaukinn inniheldur launaleiðréttingar vegna aukins álags og vanmönnunar m.a. vegna Covid-19, veikinda og styttingar vinnutíma hjá vaktavinnufólki sem nema um 162,7 mkr. Tekjur eru leiðréttar um 194,6 mkr. til hækkunar nettó. Þar af hækkun útsvars um 65 mkr., endurgr. sveitarf. vegna samstarfs um málefni fatlaðs fólks 28,7 mkr. Framlag Jöfnunarsjóðs til málefna fatlaðs fólks er lækkað um 28,7 mkr. til samræmis við áætlun sjóðsins (útg.2) og útgjaldajöfunarframlag hækkað um 32 mkr. Annar rekstrarkostnaður hækkaður um 29,3 mkr., þar af eru sorpmál hækkuð um 22 mkr., snjómokstur um 9 mkr. og umhverfismál 13,5 mkr., aðallega vegna jarðfalls í Varmahlíð. Einnig eru NPA samningar lækkaðir um 13 mkr. og ýmiss annar kostnaður lækkaður um 2,8 mkr. Fjármagnsliðir hækkaðir um 54,7 mkr. vegna mun hærri verðbólgu en lagt var upp með við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Framkvæmdafé eignasjóðs lækkað um 7,2 mkr. og fjármagn fært á milli framkvæmda. Fjárfestingafé hafnarsjóðs er hækkað um 17 mkr. og fé flutt á milli verkefna. Nettó breyting á fjárfestingum er til hækkunar um 9,8 mkr. Gert er ráð fyrir að mæta þessum fjárútgjöldum með hækkun skammtímaskulda um 54 mkr. annars vegar og hins vegar með lækkun á handbæru fé um 15,5 mkr.
    Byggðaráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 985 Lögð fram tillaga um að hlutfallstala útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2022 verði 14,52%, sem er óbreytt hlutfall frá árinu 2021.
    Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2022 verði 14,52% og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 985 Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2022 var vísað til byggðarráðs frá 92. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaforseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 985 Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2022 var vísað til byggðarráðs frá 92. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaforseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 985 Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2022 var vísað til byggðarráðs frá 92. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaforseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 985 Lagt fram bréf til allra sveitarfélaga frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 6. október 2021 varðandi drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Sveitarfélögum og öðrum hagaðilum er veitt færi á að koma á framfæri sínum sjónarmiðum vegna breytingarinnar í Samráðsgátt til lok dags 20. október 2021.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að rýna málið og það tekið aftur á dagskrá næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 985. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 985 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur 5. október 2021 þar sem hvatt er til að húsnæðisáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2022, verði skilað á stafrænu formi til stofnunarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 985. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 986

Málsnúmer 2110012FVakta málsnúmer

Fundargerð 986. fundar byggðarráðs frá 20. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 986 Lagður fram viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn gengur út á að hækka fjárfestingaframlag til eignasjóðs vegna fasteignakaupa um 125.198 þús.kr. Gert er ráð fyrir að fjarmagna viðaukann með lántöku.
    Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 986 Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og einnig tók Baldvin Jónbjarnarson, jarðeðlisfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
    Byggðarráð telur að markmið með hreinsunaraðgerðunum eigi að vera að hreinsa hið mengaða svæði í heild sinni. Hreinsun í litlum áföngum muni leiða til langvarandi rasks á svæðinu. Því eigi að fjarlægja allan mengaðan jarðveg og meðhöndla hann á viðeigandi hátt þar sem aðstæður eru góðar, svo sem bent hefur verið á af hálfu verkfræðistofu. Í þessu sambandi skal bent á að á meðan Umhverfisstofnun hefur enn ekki leitast við að upplýst verði hve mikið af olíu hafi runnið úr hinum leka eldsneytistanki sé örðugt að hafa fullt traust á hreinsunarfyrirmælum stofnunarinnar sem lúta einungis að hluta útbreiðslusvæðis mengunarinnar.
    Byggðarráð áréttar mikilvægi þess að Umhverfisstofnun hafi ætíð samráð við sveitarfélagið þegar fjallað er um hagsmuni þess sem eiganda lands og mannvirkja á svæðinu, en á því hafi orðið misbrestur.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera athugasemdir við úrbótaáætlun í samræmi við athugasemdir verkfræðistofunnar Eflu og koma framangreindum kröfum sveitarfélagsins á framfæri, með aðstoð lögmanns sveitarfélagsins og með vísan til ráðlegginga Eflu. Mikilvægt er að allur réttur sé áskilinn til frekari kröfugerðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 986. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 986 Lagður fram kaupsamningur milli Arion banka hf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um alla fasteignina Faxatorg 1, Sauðárkróki. Kaupverð fasteignarinnar er samtals 230 milljónir króna.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan kaupsamning.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 986 Lagður fram ótímabundinn húsaleigusamningur á milli Kaupfélags Skagfirðinga og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um húsnæði undir starfsemi leikskóla í Varmahlíð, samtals 215,8 m2. Leikskólinn Birkilundur hefur verið með starfsemi í fasteigninni en verið er að auka við rýmið sem nemur 80 fermetrum.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan leigusamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 986. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 986 Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Valur Valsson verkefnastjóri og fulltrúar umhverfis- og samgöngunefndar, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Guðlaugur Skúlason og Högni Gylfason. Einnig tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað, Páll Höskuldsson starfsmaður Eflu verkfræðistofu.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 986. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 986 Málið áður á dagskrá 985. fundar byggðarráðs. Lagt fram bréf til allra sveitarfélaga frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 6. október 2021 varðandi drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Sveitarfélögum og öðrum hagaðilum er veitt færi á að koma á framfæri sínum sjónarmiðum vegna breytingarinnar í Samráðsgátt til lok dags 20. október 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 986. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 986 Málið áður á dagskrá 983. fundar byggðarráðs þann 29. september 2021. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 184/2021, "Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur er til og með 22.10.2021.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 986. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 986 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. október 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Með tilvísun til 79. gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011, óskar eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga eftir að henni berist útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2021 samhliða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 sem er lögð fyrir sveitarstjórn í lok október skv. 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnalaga. Bókun fundar Afgreiðsla 986. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 987

Málsnúmer 2110023FVakta málsnúmer

Fundargerð 987. fundar byggðarráðs frá 25. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regina Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Lögð fram fjárhagsáætlun 2022-2025 til fyrri umræðu.
    Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Fjárhagsáætlun 2022 - 2025, síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Lagt fram bréf frá Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára, dagsett 1. september 2021 varðandi ósk um nýbyggingu á aðstöðuhúsi við íþróttavöllinn í Varmahlíð. Erindinu vísað til byggðarráðs frá 293. fundi félags- og tómstundanefndar.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 987. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Lögð fram gjaldskrá fasteignagjalda fyrir árið 2022.
    Byggðarráð samþykkir að álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt frá árinu 2021. Landleiga beitarlands verði 10.000 kr./ha og landleiga ræktunarlands verði 15.000 kr./ha.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Erindinu vísað frá 222. fundi landbúnaðarnefndar.
    Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að breyta gjaldskrá vegna útgáfu búfjárleyfa og lausagöngu búfjár frá 9. desember 2015, þannig að gjaldtaka vegna útgáfu búfjárleyfa verði felld niður og það gert með eftirfarandi hætti:

    1. Gjaldskráin heiti gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár.
    2. Breyting verði gerð á 1. grein og hún verði svo:
    Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði nr. 1264/2015. Henni er ætlað að standa undir kostnaði sem hlýst af handsömun, fóðrun og hýsingu lausagöngubúfjár.
    3. Breyting verði gerð á 2. grein og hún verði svo:
    Handsömunargjald skv. 8. gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði nr. 1264/2015, skal vera 10.000 kr. Að auki skal greiða þann kostnað, sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi búfénaðar.

    Byggðarráð samþykkir breytinguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Lagðar fram reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2022.
    Byggðarráð samþykkir að reglurnar breytist ekki frá árinu 2021.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Byggðarráð samþykkir að heilsuræktarstyrkur fyrir árið 2022 verði óbreyttur frá árinu 2021. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Málinu vísað frá 294. fundi félags- og tómstundanefndar sem bókaði svo: Fulltrúar í félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggja til að Hvatapeningar sem ætlaðir eru til niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastarfs barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í sveitarfélaginu, hækki úr 25.000 krónum í 40.000 krónur frá og með 1. janúar 2022. Reglur um Hvatapeninga sem samþykktar voru á fundi nefndarinnar þann 7. nóvember 2019 verða óbreyttar.
    Ástæða er til að fagna samstöðu um þetta mál, enda mikilvægt að styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna. Málinu vísað til byggðarráðs.
    Byggðarráð samþykkir að hvatapeningar verði 40.000 kr. frá og með 1. janúar 2022.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Lagt fram bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, mál 2021-022515, dagsett 20. október 2021. Óskað er eftir umsögn um umsókn um tækifærisleyfi í Félagsheimilinu Árgarði vegna árshátíðar hestamanna þann 6. nóvember 2021.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 987. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 91

Málsnúmer 2109016FVakta málsnúmer

Fundargerð 91. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 20. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 91 Tekið fyrir erindi frá Ástu Ólöfu Jónsdóttur fyrir hönd Pilsaþyts dagsett 15.09.21 vegna vígslu á fjallkonu kyrtli. Fyrirhugað er að halda vígslu á fjallkonu kyrtli þann 1. desember nk. með viðhöfn. Farið er þess á leit að sveitarfélagið komi að umsjón með viðburðinum ásamt Pilsaþyt og einnig að sveitarfélagið komi upp sýningarskáp í Safnahúsinu á Sauðárkróki þar sem hann verður til sýnis.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í erindið og felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna með Pilsaþyt að viðburðinum og fyrirhuguðu sýningarrými í Safnahúsinu á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 91 Teknar fyrir umsóknir um rekstur Menningarhússins Miðgarðs sem auglýst var 7. júlí 2021. Tvær umsóknir bárust og nefndin þakkar góðar umsóknir.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að ganga til samninga við Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og Sigfús Arnar Benediktsson um rekstur Menningarhússins Miðgarðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með átta atkvæðum. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 91 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að segja upp leigusamningi frá 1998 á leigulandi í landi Syðri-Mælifellsár. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 91 Lagt fram til kynningar verkefni á vegum Matarkistu Skagafjarðar.
    Unnið er að uppfærslu á heimasíðu og endurbættri stefnumörkun fyrir Matarkistuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 91 Lagðar fram fundargerðir frá Markaðsstofu Norðurlands. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

7.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92

Málsnúmer 2110002FVakta málsnúmer

Fundargerð 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 5. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Tekið fyrir bréf frá Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og Sigfúsi Benediktsyni dagsett 27.09.21 þar sem þau segja sig frá samningaviðræðum um rekstur Menningarhússins Miðgarðs.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum að ganga til samninga við Kristínu Höllu Bergsdóttur sem sóttist einnig eftir rekstri hússins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með átta atkvæðum. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Tekin fyrir gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2022.
    Atvinnu- menningar og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem er óbreytt frá fyrra ári og vísar henni til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2022.
    Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá þar sem dagsektir hækka úr 20 kr í 30 kr, millisafnalán úr 900 kr í 1.200 kr og ljósritun hækkar 10-30 kr eftir stærðum. Leiga á DVD mynddiskum verður gjaldfrjáls en var 350 kr. Aðrir liðir haldast óbreyttir og vísar nefndin henni til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2022.
    Atvinnu- menningar og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem er óbreytt milli ára og vísar henni til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Farið yfir ramma fjárhagsáætlunar fyrir málaflokk 05 - Menningarmál og starfsmönnum falið að vinna áætlunina áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Farið yfir ramma fjárhagsáætlunar fyrir málaflokk 13 - Atvinnu- og kynningarmál og starfsmönnum falið að vinna áætlunina áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Lagt fram til kynningar drög að myndlistarstefnu. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

8.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93

Málsnúmer 2110013FVakta málsnúmer

Fundargerð 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 21. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93 Tekin fyrir skýrsla um mótun framtíðarsýnar vegna sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki sem unnin var af starfshópi á vegum nefndarinnar. Málið var áður á dagskrá á 72. fundi nefndarinnar. Starfshópinn skipuðu Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, Sigfús Ólafur Guðmundsson og Heba Guðmundsdóttir verkefnastjórar atvinnu-, menningar- og kynningarmála.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar starfshópnum fyrir vel unnið verk. Nefndin telur mikilvægt að farið verði í langtíma stefnumótun fyrir svæðið í kringum Aðalgötu 22 og Aðalgötu 24 með það að leiðarljósi að prýði verði af húsunum og styðji við uppbyggingu safnastarfs á svæðinu.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mun beita sér fyrir því að farið verði í stefnumótunarvinnu fyrir ofangreint svæði í samvinnu við eignasjóð og umhverfis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • 8.2 2110139 Jólin heima 2021
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Jóhanni Daða Gíslasyni, dagsett 20.10.2021, vegna jólatónleikana Jólin heima sem fyrirhugað er að halda í Miðgarði þann 11. desember nk.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar framtakið og samþykkir að styrkja tónleikana um 150.000 kr. Tekið af lið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með átta atkvæðum. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93 Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 fyrir málaflokk 13.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93 Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 fyrir málaflokk 05.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Markaðsstofu Norðurlands dagsett 28.09.2021.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir ánægju með ráðningu nýs starfsmanns Markaðsstofu Norðurlands sem hefur aðsetur á Sauðárkróki og býður hana velkomna til starfa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 93 Lögð fram til kynningar tilkynning frá Uppbygginasjóð Norðurlands vestra vegna styrkja í sjóðinn fyrir árið 2022.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hvetur áhugasama til að sækja um í sjóðinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

9.Félags- og tómstundanefnd - 293

Málsnúmer 2109020FVakta málsnúmer

Fundargerð 293. fundar félags- og tómstundanefndar frá 29. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Samstarfssamningur við Félag eldri borgara í Skagfirði sem undirritaður var í upphafi fundarins lagður fram. Samningurinn hefur verið uppfærður og gildir til loka september 2023. Í kjölfar undirritunar fundaði nefndin með stjórn FEBS. Nefndin þakkar FEBS fyrir gott samstarf og óskar þeim alls hins besta. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Lagt fram bréf frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar þar sem þeir tilkynna að landsmótinu sem átti að halda á Sauðárkróki í lok október sé frestað. Ástæðan er óvissa um reglur sem í gildi verða varðandi Covid 19. Félags- og tómstundanefnd býður þau velkomin að halda mótið á Sauðárkróki síðar. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Lagt fram erindi frá Forsætisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem ítrekað er fyrra erindi um skyldu sveitarfélaga til að formgera forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni með sérstöku forvarnarteymi sem starfa skal í skólum á öllum skólastigum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi og öllu tómstundastarfi. Forvarnaráætluninni fylgja 26 aðgerðir sem eru brotnar niður í sex meginþætti og eru ábyrgðaraðilar 18 talsins, þar á meðal skólaskrifstofur sveitarfélaga og skólastjórar grunn- og leikskóla. Gert er ráð fyrir þverfaglegu samstarfi um aðgerðir. Stýrihópur á vegum forsætisráðuneytisins fylgir áætluninni eftir og sett verður upp mælaborð sem uppfært er tvisvar á ári. Félags- og tómstundanefnd leggur mikla áherslu á að þessari áætlun verði hrint í framkvæmd með markvissum hætti og að hún nái til alls starfs þar sem unnið er með börn. Nefndin beinir því til sviðsstjóra fjölskyldusviðs að koma á fót teymi sem fylgir málinu eftir. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu Smára, þar sem óskað er eftir að ráðist verði í byggingu aðstöðuhúss við íþróttavöllinn í Varmahlíð. Upplýst var að undirbúningur fyrir verkefni þetta er þegar hafinn, það hefur m.a. verið rætt í eignasjóði sveitarfélagsins og teikningar eru í vinnslu í samráði við Umf. Smára. Nefndin fagnar því að þetta mál skuli vera á veg komið og vísar erindinu til eignasjóðs/byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Lagt fram erindi frá rekstraraðila sundlaugarinnar á Sólgörðum um vetraropnunartíma. Óskað er eftir að opið verði sem hér segir:
    Sunnudagur: lokað
    Mánudagur: lokað
    Þriðjudagur: 17-19
    Miðvikudagur: lokað
    Fimmtudagur: lokað
    Föstudagur: 19:30-22:00
    Laugardagur: 15-19
    Breytingin tekur mið af fenginni reynslu. Félags- og tómstundanefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Frístundastjóri fór yfir aðsókn að sundlaugum í Skagafirði á 10 ára tímabili frá 2011. Áhugavert er að sjá þá miklu aukningu sem orðið hefur á gestafjölda í laugar sem hvoru tveggja skýrist af auknum ferðamannafjölda en einnig af auknum áhuga heimamanna á að nýta sundlaugar í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Frístundastjóri kynnti tímatöflu Húss frítímans. Nefndin lýsir ánægju sinni með þá miklu og fjölbreyttu dagskrá sem er í húsinu. Fjölgað hefur í öllum aldurshópum sem nýta húsið. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Sviðsstjóri upplýsti að mikil áhersla væri lögð á farsæla innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og hefur félagsmálaráðuneytið yfirumsjón með henni. Fjölskyldusvið er þegar komið vel áleiðis með innleiðingu í gegnum samþættingu þeirra þriggja stoða sem mynda fjölskyldusvið, félagsþjónustu, frístundaþjónustu og fræðsluþjónustu. Ljóst er þó að talsverð vinna er framundan við að máta þjónustu fjölskyldusviðs inn í lögin og lagfæra það sem kann að standa eftir. Nefndin leggur áherslu á öflugt samráð og samstarf við Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Frístundastjóri kynnti að frístundastyrkir fyrir börn á tekjulágum heimilum, sem veittir eru af hálfu félagsmálaráðuneytisins, verða 25.000 krónur fyrir hvert barn til áramóta. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald styrkjanna. Reglur sveitarfélagsins verða uppfærðar í samræmi við nýjar leiðbeiningar ráðuneytisins. Styrkir þessir koma til viðbótar við Hvatapeninga sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu með boðun á landsþing jafnréttisnefnda sveitarfélaga. Þingið verður haldið með rafrænum hætti þann 14. október n.k. kl. 9:00-11:00. Áherslur þingsins að þessu sinni er ný jafnréttislöggjöf og jafnlaunastefna sveitarfélaga. Nefndarmenn eru hvattir til að skrá sig á þingið. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Framkvæmdaráð er ráð sem starfar í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks og samstarfssamning sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Í ráðinu sitja oddvitar eða framkvæmdastjórar sveitarfélaganna. Búið er að halda einn fund í ráðinu. Ráðið hefur fyrst og fremst stefnumótandi hlutverk, m.a. í húsnæðismálum sem og yfirstjórn reksturs í þjónustu við fatlað fólk. Meðfylgjandi er fundargerð fyrsta fundar ráðsins. Nefndin ítrekar mikilvægi 3. liðar fundargerðarinnar þar sem fjallað er um húsnæðismál fatlaðs fólks á Blönduósi og Sauðárkróki og beinir því til byggðarráðs að taka þessi mál til umræðu og hefja jafnframt viðræður við sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu um uppbyggingu búsetukjarna á Blönduósi og á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 293 Tvö mál tekin fyrir. Samþykkt og fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

10.Félags- og tómstundanefnd - 294

Málsnúmer 2110003FVakta málsnúmer

Fundargerð 294. fundar félags- og tómstundanefndar frá 19. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 294 Rammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2022 til fyrri umræðu lagður fram fyrir félagsþjónustu annars vegar og frístundaþjónustu hins vegar sem og skipting rammans niður á stofnanir. Skiptingin tekur mið af fjárhagsáætlun þessa árs með viðaukum. Þá eru lagðar fram gjaldskrár sem taka þarf afstöðu til fyrir síðari umræðu. Farið var yfir forsendur rammans og þær ræddar. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum sviðsins að vinna að frekari útfærslu með hliðsjón af verkefnum stofnana og rekstri. Ákveðið var að halda vinnufund á milli fyrri og síðari umræðu.Félags- og tómstundanefnd vísar áætluninni eins og hún liggur fyrir nú til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 294 Fulltrúar í félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggja til að Hvatapeningar sem ætlaðir eru til niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastarfs barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í sveitarfélaginu, hækki úr 25.000 krónum í 40.000 krónur frá og með 1. janúar 2022. Reglur um Hvatapeninga sem samþykktar voru á fundi nefndarinnar þann 7. nóvember 2019 verða óbreyttar.
    Ástæða er til að fagna samstöðu um þetta mál, enda mikilvægt að styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna. Málinu vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

11.Fræðslunefnd - 172

Málsnúmer 2110004FVakta málsnúmer

Fundargerð 172. fundar fræðslunefndar frá 27. októmber 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 172 Teikningar að stækkun einnar deildar leikskólans Birkilundar (Reyniland) lagðar fram. Teikningarnar voru unnar í góðu samráði við leikskólastjóra skólans og skólaþjónustu. Framkvæmdir munu hefjast á næstu dögum og áætlað er að hægt verði að taka deildina í notkun fljótlega upp úr áramótum. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar fræðslunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 172 Lagðar fram uppfærðar tölur um nemendafjölda í skólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar fræðslunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 172 Sveinn Sigurbjörnsson, skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar og Joaquim Gonzilez kennari við skólann, kynntu nýtt úrræði sem skólinn er að þróa og er ætlað yngstu nemendunum. Úrræðið kallast Hljóðfærahringekjan og miðar að því að kynna mismunandi hljóðfæri fyrir yngstu börnunum, áður en þau velja sér eitt hljóðfæri að læra á. Stefnt er að því að bjóða úrræðið öllum yngstu árgöngum grunnskólans á næsta skólaári. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar fræðslunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 172 Lagt fram til kynningar minnisblað um fjölda nemenda í leik- og grunnskólum Skagafjarðar sem sýnir fjölda nemenda af erlendum uppruna sem og fjölda þjóðerna. Skólaárið 2021-2022 eru nemendur þessir 88 talsins af vel á þriðja tug þjóðerna. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar fræðslunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 172 Rammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2022 til fyrri umræðu lagður fram fyrir fræðsluþjónustu sem og skipting rammans niður á stofnanir. Skiptingin tekur mið af fjárhagsáætlun þessa árs með viðaukum. Þá eru lagðar fram gjaldskrár sem taka þarf afstöðu til fyrir síðari umræðu. Farið var yfir forsendur rammans og þær ræddar. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum sviðsins að vinna að frekari útfærslu með hliðsjón af verkefnum stofnana og rekstri. Fræðslunefnd samþykkir að boða til vinnufundar á milli umræðna. Fræðslunefnd vísar áætluninni eins og hún liggur fyrir nú til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar fræðslunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • 11.6 2110093 Skólaþing 2021
    Fræðslunefnd - 172 Lagt fram boð og dagskrá skólaþings 2021. Í ár eru 25 ár liðin frá því er rekstur grunnskóla var fluttur frá ríki til sveitarfélaga með tilheyrandi breytingum á starfsumhverfi skóla og skólaþjónustu. Dagskráin verður að hluta til helgaður þessari sögu. Þeir kjörnu fulltrúar sem hafa tök á eru hvattir til að sækja skólaþingið. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar fræðslunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

12.Landbúnaðarnefnd - 222

Málsnúmer 2110011FVakta málsnúmer

Fundargerð 222. fundar landbúnaðarnefndar frá 21. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 222 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2021, þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 184/2021, "Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur er til og með 22.10.2021.
    Með tilvísun í bókun byggðarráðs frá því 20. október 2021 vegna þessa máls samþykkir landbúnaðarnefnd að fela Kára Gunnarssyni að koma athugasemdum landbúnaðarnefndar á framfæri við sveitarstjóra sem sendir inn umsögn fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 222 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. ágúst 2021 frá Jóni Kjartanssyni fyrir hönd Fjallskilasjóðs Deildardals þar sem fram kemur að kostnaður, vegna vatnavaxtatjóns sem varð um mánaðamótin júní/júlí s.l. á vegi í Deildardalsafrétt, hafi numið 1.035.000 kr. og kostnaður við óunnið verk áætlaður 240.000 kr. Málið áður tekið fyrir á fundi landbúnaðarnefndar þann 19. júlí s.l.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita styrk að fjárhæð 1.300.000 kr. til fjallskilasjóðsins vegna þessa tjóns. Fjármunir teknir af deild 13210.
    Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 222 Lögð fram staðfesting Skarðsárnefndar, dagsett 21. ágúst 2021, á leyfi fyrir framkvæmdum við Skarðsárrétt. Einnig lögð fram verk- og kostnaðaráætlun unnin af Kristjáni Ó. Eymundssyni.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að leggja allt að 1.500 þús.kr. í verkið gegn framvísun reikninga vegna verksins. Fjármunir teknir af deild 13210.
    Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 222 Sigríður Björnsdóttir starfandi yfirdýralæknir hjá MAST kom til viðræðu um riðumál í Skagafirði.
    Landbúnaðarnefnd hvetur sauðfjárbændur almennt til að gæta að smitvörnum og hefta samgang fjár á milli bæja, viðhalda girðingum og hýsa ekki fé af öðrum bæjum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 222 Landbúnaðarnefnd samþykkir að leggja til við byggðarráð að breyta gjaldskrá vegna útgáfu búfjárleyfa og lausagöngu búfjár frá 9. desember 2015, þannig að gjaldtaka vegna útgáfu búfjárleyfa verði felld niður og það gert með eftirfarandi hætti:

    1. Gjaldskráin heiti gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár.
    2. Breyting verði gerð á 1. grein og hún verði svo:
    Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði nr. 1264/2015. Henni er ætlað að standa undir kostnaði sem hlýst af handsömun, fóðrun og hýsingu lausagöngubúfjár.
    3. Breyting verði gerð á 2. grein og hún verði svo:
    Handsömunargjald skv. 8. gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði nr. 1264/2015, skal vera 10.000 kr. Að auki skal greiða þann kostnað, sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi búfénaðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 222 Lögð fram áætlun fyrir árið 2022 vegna málefna sem heyra undir landbúnaðarnefnd. Kostnaður vegna landbúnaðarnefndar 2.259 þús.kr., ýmis landbúnaðarmál 13.910 þús.kr., þar af laun og framlög til fjallskiladeilda 7.985 þús.kr. Samtals landbúnaðarmál undir málaflokki 13, 16.169 þús.kr.
    Framlög til minka- og refaeyðingar eru áætluð samtals 9.476 þús.kr. og endurgreiðsla frá ríki 1.483 þús.kr. Samtals umhverfismál undir málaflokki 11 eru 7.993 þús.kr.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða áætlun til fyrri umræðu en áréttar að frekara fjármagn þarf til viðhalds girðinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 222 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 222 Lagðir fram til kynningar ársreikningar Fjallskilasjóðs Seyluhrepps-úthluta fyrir árin 2018-2020. Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

13.Skipulags- og byggingarnefnd - 413

Málsnúmer 2109023FVakta málsnúmer

Fundargerð 413. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 1. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 413 Málið áður á dagskrá nefndarinnar 16. sept. sl., þá m.a. bókað. „Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að unnið verði áfram með tillöguna í samræmi við umræður fundarins.“
    Björn Magnús Árnason, Stoð ehf. verkfræðistofu mætti á fundinn og kynnti breytta tillögu/drög að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar, 5 parhúsalóðum norður af Nestúni. Tillagan er í samræmi við tillögur að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem hefur verið auglýst.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að unnið verði áfram með tillöguna í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 413 Kristján Bjarni Halldórsson formaður GSS leggur fram erindi dagsett 19. september sl. þar sem fram koma ábendingar/athugasemdir við aðalskipulagstillögu Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Einnig kemur fram ósk Golfklúbbs Skagafjarðar um að ráðist verði í vinnu við deiliskipulag Hlíðarendavallar vegna stækkunar vallarins um leið og búið verður að staðfesta aðalskipulag 2020-2035. Ofangreint erindi barst á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is 8. og 18 september sl. og eru í ferli ábendingar/athugasemdir GSS ásamt öðrum ábendingum/athugasemdum varðandi aðalskipulagstillögu Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Varðandi ósk Golfklúbbs Skagafjarðar um að ráðist verði í vinnu við deiliskipulag Hlíðarendavallar vegna stækkunar vallarins bendir nefndin á að framkvæmdaraðili skal gera tillögu að deiliskipulagi á sinn kostnað samkvæmt 38. gr. laga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 413 Valur Valsson kt. 131182- 3099 fh. Hjólreiðafélagsins Drangey kt. 630915-0580 leggur fram erindi ásamt fylgiskjali dagsett 9. september sl. þar sem fram koma ábendingar/athugasemdir við aðalskipulagstillögu Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Nefndin vísar erindinu til gerðar aðalskipulags.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 413 Lagt fram til kynningar erindi formanna húsfélaga fjöleignahúss númer 14 og 16 við Víðigrund dagsett 13. september 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 413 Jóna Björk Sigurðardóttir kt. 270663-4789 sækir fyrir hönd ÁTVR um að fá að fjölga innkeyrslum á lóðina númer 2 við Smáragrund. Innkeyrsla kæmi frá Víðigrund vestan lóðar númer 2A við Smáragrund og því hægt að nýta þann hluta lóðar fyrir bílastæði.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 413 Sæmundur Jónsson kt. 160191-3339 þinglýstur eigandi íbúðahúsalóðarinnar Fosshóll 1, L229259 og íbúðarhúss sem á lóðinni stendur sækir vísan til laga nr. 22/2015 og reglugerðar nr. 577/2017 um breytt eignarheiti lóðar og húss. Sótt er um að lóðin og húsið sem á lóðinni stendur fái heitið Lyngás.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 413 Málið áður á dagskrá nefndarinnar 9. september sl., þá bókað.
    „Erna Geirsdóttir f.h. íbúa við Laugaveg í Varmahlíð leggur fram óundirritað erindi dags. 30.8.2021 þar sem fram kemur ósk um breitt götuheiti og málvenjur og að gatan fái heitið Laugarvegur. 2. júlí s.l. var birt aðsend grein í Feyki frá Rúnari Birgi Gíslasyni fyrrum íbúa við Laugaveg þar sem fram kemur að götuheitið Laugavegur í Varmahlíð væri rangt og Laugarvegur væri hið rétta. Skoraði Rúnar Birgir á Sveitarfélagið Skagafjörð að leiðrétta það þar sem við ætti s.s. hjá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og víðar. Einnig benti hann á að á heimasíðu sveitarfélagsins mætti sjá þau spor að gatan væri ekki alltaf réttnefnd. Starfsfólks Héraðsskjalasafns Skagfirðinga las í gegnum fundargerðarbækur Byggingarnefndar og Hreppsnefndar Seyluhrepps sem varðveittar eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. í fundargerð Byggingarnefndar 13. maí 1980 var tekið fyrir mál vegna götunafna í Varmahlíðarhverfi. Þar bókað að gata frá hóteli að Úthlíð heiti Grundargata - frá suðri til norðurs. Ætla má að þar sé fyrsta tillaga að nafni á götuna sem ber nú nafnið Laugavegur. Í fundargerðarbók hreppsnefndar frá 14. maí 1980 er fallið frá ákvörðun byggingarnefndar um að nefna götuna Grundargata og er samþykkt í hreppsnefnd að nefna götuna Laugaveg. Í fundargerð byggingarnefndar frá 27. nóvember 1984 er tekið fyrir erindið: Bréf frá íbúum Laugavegs. í öllum fundargerðum umræddar bókar sem eftir koma á árunum 1984-1990 er alltaf talað um lóðir og byggingar við Laugaveg. Aldrei kemur fram nafnið Laugarvegur. Á skipulagsuppdrætti samþykktum af hreppsnefnd Seyluhrepps 11.03.1997 og Skipulagsstjóra ríkisins eru götunöfn Varmahlíðar skráð og gatan þar skrifuð Laugavegur. Að framangreindu virtu hafnar Skipulags- og byggingarnefnd umbeðinni nafnbreytingu götunnar.“
    Í dag liggur fyrir erindi dagsett 21. september sl. undirritað af miklum meirihluta eigenda fasteigna við Laugaveg þar sem óskað er eftir að nafni götunar verði breytt og gatan fái heitið Laugarvegur.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 413 Málið áður á dagskrá nefndarinnar 16. apríl 2019., þá bókað:
    „Fyrirliggjandi er umsókn Indriða Þórs Einarssonar sviðsstjóra veitu og framkvæmdasviðs fh. sveitarfélagsins um heimild til girða af núverandi móttökusvæði, gámasvæði, fyrir sorp í Varmahlíð. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera nákvæmari tillögu að staðsetningu og skoða jafnframt lóðarmál þeirra fasteigna sem eru á umræddu svæði.“
    Lagðar fram tillögur að lóðarblöðum fyrir lóðirnar Varmahlíð iðnaðarsvæði L146141 og Varmahlíð iðnaðarsvæði L146142 auk afstöðumyndar með hæðarlegu vegna Sorpmóttökulóðar í Varmahlíð. Þá liggur fyrir fundarsamþykkt lóðarhafa lóðarinnar Varmahlíð iðnaðarsvæði L146141 dags. 17. mars s.l. þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemd við afmörkun þeirrar lóðar.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 413 Einar E. Einarsson formaður upplýsir að umsóknir hafi borist í allar lóðirnar, annaðhvort sem fysta val eða til vara. Rétt þykir að gengið verði úr skugga um að lóðarumsóknir fullnægi skilyrðum reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða áður en dregið verði úr umsóknum. Stefnt er að útdrætti 12. október nk., kl. 16:00. Af gefnu tilefni áréttar nefndin mikilvægi þess að skv. grein úthlutunarreglanna nr. 4.6. geti einn og sami umsækjandinn einungis sótt um eina tiltekna lóð sem fyrsta val og aðra tiltekna lóð til vara. Starfsmanni nefndarinnar er falið að kalla eftir frekari gögnum frá umsækjendum til að hægt sé að úthluta lóðum samkvæmt reglum sveitarfélagsins. Jafnframt áréttar nefndin að leitast skuli við að ljúka úthlutun til þeirra sem ekki hafa fengið lóð úthlutað í fyrstu lotu en sóttu um innan tilskilins frests. Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 413 Með vísan til minnisblaðs Landslaga frá 2. september 2021 liggur fyrir að ekki er til gilt deiliskipulag af svæðinu. Með vísan til þess er sveitarstjóra falið að leita samkomulags við lóðarhafa um afturköllun úthlutunar lóðarinnar gegn úthlutun annarrar lóðar í stað hennar. Jafnframt er lagt til að fljótlega verði farið í vinnu við gerð deiliskipulags af svæðinu. Þar verði m.a., í samráði við íbúa, skoðuð nýting núverandi opinna svæða og hvort rétt sé að halda þeim óbreyttum eða nýta þau á annan hátt. Sveitarstjóra er falið að tilkynna lóðarhafa framangreint sem og þeim sem athugasemdirnar gerðu. Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður nefndarinnar, vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 413 Lagt fram til kynningar. Skipulagsstofnun vekur athygli á nýjum lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana sem tóku gildi þann 1. september síðastliðinn. Ný lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana númer 111/2021. Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

14.Skipulags- og byggingarnefnd - 414

Málsnúmer 2110006FVakta málsnúmer

Fundargerð 414. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 12. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 414 Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn þeir lóðarumsækjendur sem sáu sér fært að mæta eða umboðsmenn þeirra.
    Einar E. Einarsson formaður setti fund og bauð gesti og fundarmenn velkomna til fundarins.
    Alls bárust 26 fullgildar umsóknir sem teknar voru til afgreiðslu. Umsóknir bárust í 9 lóðir af 14 sem auglýstar voru á heimasíðu sveitarfélagsins þann 15. september 2021. Í tölvupósti sem sendur var umsækjendum 9. október s.l. kemur m.a. fram:
    „Öllum umsækjendum er boðið að vera viðstaddir þann fund þegar dregið er um lóðir og tilkynnt um úthlutun. Sjái einver/einhverjir sér ekki fært að mæta er þeim heimilt að senda fulltrúa. Sá aðili skal hafa fullt og óskorað umboð til þess að koma fram á þeim fundi fyrir hönd viðkomandi.
    Allir sem ekki fá lóð úthlutað á grunni þeirra umsókna sem þegar hafa komið fram geta á fundinum sótt um óútgengnu lóðirnar, eina sem fyrsta val og að hámarki aðra til vara. Á fundinum er sami háttur hafður á við afgreiðslu umsóknanna og við fyrstu lotu, og gilda áður innsend gögn um búsforræði og skuldleysi við sveitarfélagið. Ferlið endurtekið svo oft sem þarf til þess að koma öllum lóðunum út, sé áhugi fyrir þeim á fundinum."
    Þær lóðir sem ekki ganga út í þessu ferli eru lausar til umsóknar og munu verða auglýstar að nýju við fyrsta tækifæri samkvæmt reglum um úthlutun lóða í sveitarfélaginu.
    Þar sem allmargar umsóknir bárust um sumar þessara lóða var Björn Hrafnkelsson fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra fenginn til að sjá um framkvæmd á útdrætti milli umsækjanda og er í fyrstu umferð dregið um úthlutun lóða í réttri röð frá númer 1 til 14 að frátöldum þeim fimm lóðum sem ekki bárust umsóknir um.
    Umsóknir bárust um lóðir númer 1, 2, 3, 5, 7, 9, 11, 13 og 14 sem fyrsta val, því er ekki útdráttur milli umsækjenda sem sækja um þessar lóðir til vara sem annan kost.

    Nestún 1:
    Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:

    Magnúsi E. Svavarssyni, kt. 2810542609.

    Rakel Kemp Guðnadóttur, kt. 1301872429, meðumsækjandi er María Anna Kemp Guðmundsdóttir, kt. 1906833549 .

    Sigríður Rósa Valgeirsdóttir, kt. 0101653509.

    Þá sækir Kristinn Kristófersson kt. 0605673609 um lóðina sem annan kost.

    Úr pottinum er dregið nafn Sigríðar Rósu Valgeirsdóttur. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir hér með að úthluta Sigríði Rósu Valgeirsdóttur lóðinni númer 1 við Nestún.

    Nestún 2:
    Umsókn sem fyrsta val barst frá:

    Jóni Tryggva Árnasyni, kt. 0309715589.
    Aðrar umsóknir bárust ekki í lóðina og samþykkir skipulags- og byggingarnefnd hér með að úthluta Jóni Tryggva Árnasyni lóðina númer 2 við Nestún.

    Nestún 3:
    Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:

    Grétar Þór Þorsteinsson, kt. 3005834749, meðumsækjandi er Ása Björg Ingimarsdóttir, kt. 0202843319.

    Skúli Hermann Bragason, kt.2802723619, meðumsækjandi er Lilja Magnea Jónsdóttir, kt. 0502733349.

    Edda Þorbergsdóttir, kt. 0208903719.

    Kristinn Kristófersson, kt. 0605673609, meðumsækjandi er Auður Sigurjónsdóttir, kt. 0510723249.

    Lovísa Heiðrún Hlynsdóttir kt. 2203963209, meðumsækjandi er Þórður Grétar Árnason kt. 2203825839.

    Ragnheiður Ólöf Skaptadóttir kt. 2911823729.

    Þá sækja um lóðina sem annan kost:
    Magnús E. Svavarsson, kt. 2810542609.
    Rakel Kemp Guðnadóttir, kt. 1301872429.
    Sigríður Rósa Valgeirsdóttir, kt. 0101653509.
    Sólrún Harpa Heiðarsdóttir, kt. 1602843079.

    Úr pottinum eru dregin nöfn Grétars Þórs Þorsteinssonar og Ásu Bjargar Ingimarsdóttur. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir hér með að úthluta Grétari Þór Þorsteinssyni og Ásu Björg Ingimarsdóttur lóðinni númer 3 við Nestún.

    Nestún 5:
    Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:

    Birki Frey Gunnarssyni, kt. 3003993129, meðumsækjandi er Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir, kt. 0412973289.

    Jóni Kristni Guðmundssyni, kt. 1807794349, meðumsækjandi er Valdís Ásgeirsdóttir, kt. 1610793409.

    Sólrúnu Hörpu Heiðarsdóttur, kt. 1602843079, meðumsækjandi er Gunnar Oddur Halldórsson, kt. 0607793929.

    Þá sækja um lóðina sem annan kost:
    Grétar Þór Þorsteinsson, kt. 3005834749, meðumsækjandi er Ása Björg Ingimarsdóttir, kt. 202843319.
    Skúli Hermann Bragason, kt.2802723619, meðumsækjandi er Lilja Magnea Jónsdóttir, kt. 0502733349.
    Edda Þorbergsdóttir, kt. 0208903719.
    Halldór Svanlaugsson, kt. 1908804279, meðumsækjandi er Jónína Pálmarsdóttir, kt. 0203843529.
    Lovísa Heiðrún Hlynsdóttir, kt. 2203963209, meðumsækjandi er Þórður Grétar Árnason, kt. 220382583.
    Ragnheiður Ólöf Skaptadóttir, kt. 2911823729.

    Úr pottinum eru dregin nöfn Sólrúnar Hörpu Heiðarsdóttur og Gunnars Odds Halldórssonar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir hér með að úthluta Sólrúnu Hörpu Heiðarsdóttur og Gunnari Oddi Halldórssyni lóðinni númer 5 við Nestún.

    Nestún 7:
    Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:


    Gunnari Inga Gunnarssyni, kt. 0809755979, meðumsækjandi er Halldóra Björk Pálmarsdóttir kt. 1601755169.

    Halldóri Svanlaugssyni, kt. 1908804279, meðumsækjandi er Jónína Pálmarsdóttir, kt. 0203843529.

    Þá sækja um lóðina sem annan kost:
    Birkir Freyr Gunnarsson, kt. 3003993129, meðumsækjandi er Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir, kt. 0412973289.
    Erla Hlín Helgadóttir, kt. 301755659, meðumsækjandi er Sveinn Guðmundsson, kt. 1907824179.
    Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, kt. 2806823739, meðumsækjandi er Þórður Ingi Pálmarsson, kt. 3110814979.
    Jón Kristinn Guðmundsson, kt. 1807794349, meðumsækjandi er Valdís Ásgeirsdóttir, kt. 1610793409.

    Úr pottinum eru dregin nöfn Halldórs Svanlaugssonar og Jónínu Pálmarsdóttur. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir hér með að úthluta Halldóri Svanlaugssyni og Jónínu Pálmarsdóttur lóðinni númer 7 við Nestún.

    Nestún 9:
    Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:


    Erlu Hlín Helgadóttur, kt. 0301755659, meðumsækjandi er Sveinn Guðmundsson kt. 1907824179.

    Halldóri Jóni Sigurðssyni, kt. 110833319, meðumsækjandi er Hera Birgisdóttir, kt. 1806853679.

    Kristófer Má Maronssyni, kt. 2709933709, meðumsækjandi er Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir, kt. 1806922159.

    Þá sækja um lóðina sem annan kost:
    Gestur Sigurjónsson, kt. 1310793469, meðumsækjandi er Erna Nielsen kt. 1910795159.
    Gunnar Ingi Gunnarsson, kt. 0809755979, meðumsækjandi er Halldóra Björk Pálmarsdóttir, kt. 1601755169.

    Úr pottinum eru dregin nöfn Kristófers Más Maronssonar og Ólafar Lovísu Jóhannsdóttur. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir hér með að úthluta Kristófer Má Maronssyni og Ólöfu Lovísu Jóhannsdóttur lóðinni númer 9 við Nestún.

    Nestún 11:
    Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:


    Gesti Sigurjónssyni, kt. 1310793469, meðumsækjandi er Erna Nielsen kt. 1910795159.

    Þóru Dögg Reynisdóttur, kt. 1404795789, meðumsækjandi er Þorsteinn Baldursson, kt. 2906695109.

    Þá sækja um lóðina sem annan kost:
    Ari Guðvarðarson, kt. 2610827139.
    Tryggvi Pálsson, kt. 0711862379, meðumsækjandi er Sonja Petra Stefánsdóttir, kt. 2806863609.
    Halldór Jón Sigurðsson, kt. 110833319, meðumsækjandi er Hera Birgisdóttir kt. 1806853679.
    Kristófer Már Maronssyni, kt. 2709933709, meðumsækjandi er Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir, kt. 1806922159.

    Úr pottinum eru dregin nöfn Gests Sigurjónssonar og Ernu Nielsen. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir hér með að úthluta Gesti Sigurjónssyni og Ernu Nielsen lóðinni númer 11 við Nestún.

    Nestún 13:
    Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:


    Ara Guðvarðarsyni, kt. 2610827139.

    Maríönnu C Guðmundsdóttur, kt. 0111903249, meðumsækjandi er Ísak Sigurjónsson, kt. 3105883429.

    Sylvíu Dögg Gunnarsdóttir, kt. 2806823739, meðumsækjandi er Þórður Ingi Pálmarsson, kt. 3110814979.

    Tryggva Pálssyni, kt. 0711862379, meðumsækjandi er Sonja Petra Stefánsdóttir, kt. 2806863609.

    Baldvini Bjarka Baldvinssyni, kt. 2309705649, meðumsækjandi Kristín Mjöll Guðjónsdóttir, kt. 2001733419

    Þá sækir um lóðina sem annan kost:
    Örvar Pálmi Örvarsson kt. 2008992619.

    Úr pottinum eru dregin nöfn Baldvins Bjarka Baldvinssonar og Kristínar Mjallar Guðjónsdóttur. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir hér með að úthluta Baldvini Bjarka Baldvinssyni lóðinni númer 13 við Nestún.

    Nestún 14:
    Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:


    Kristínu Þorsteinsdóttir, kt. 2209795399.

    Örvari Pálma Örvarssyni, kt. 2008992619.

    Þá sækja um lóðina sem annan kost:
    Baldvin Bjarki Baldvinsson, kt. 2309705649, meðumsækjandi er Kristín Mjöll Guðjónsdóttir, kt. 2001733419.
    Jón Tryggvi Árnason, kt. 0309715589.

    Úr pottinum er dregið nafn Örvars Pálma Örvarssonar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir hér með að úthluta Örvari Pálma Örvarssyni lóðinni númer 14 við Nestún.

    Hér er lokið við að draga út þær lóðir er sótt var um. Í samræmi við samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 1. október sl. er viðstöddum umsækjendum sem ekki hafa fengið úthlutað framangreindum lóðum , boðið að sækja um á sömu forsendum og með sama hætti lóðirnar sem ekki hafði verið sótt um þ.e.a.s. númer 4, 6, 8, 10 og 12 við Nestún.

    Nestún 4:
    Engin umsókn barst í þessa lóð á fundinum.

    Nestún 6:
    Ein umsókn um lóðina barst á fundinum frá Þóru Dögg Reynisdóttur, kt. 1404795789, meðumsækjandi er Þorsteinn Baldursson, kt. 2906695109.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir hér með að úthluta Þóru Dögg Reynisdóttur og Þorsteini Baldurssyni lóðinni númer 6 við Nestún.

    Nestún 8:
    Engin umsókn barst í þessa lóð á fundinum.

    Nestún 12:
    Tvær umsóknir um lóðina bárust á fundinum frá:

    Ara Guðvarðarsyni, kt. 2610827139.

    Erlu Hlín Helgadóttur, kt. 0301755659, meðumsækjandi er Sveinn Guðmundsson kt. 1907824179.
    Úr pottinum eru dregin nöfn Erlu Hlínar Helgadóttur og Sveins Guðmundssonar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir hér með að úthluta Erlu Hlín Helgadóttur og Sveini Guðmundssyni lóðinni númer 12 við Nestún.

    Nestún 10:
    Ein umsókn um lóðina barst á fundinum frá Ara Guðvarðarsyni, kt. 2610827139.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir hér með að úthluta Ara Guðvarðarsyni lóðinni númer 10 við Nestún.

    Björn Hrafnkelsson fulltrúi sýslumanns og gestir véku af fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 414 Lögð er fram tillaga ásamt greinargerð að deiliskipulagi, lengingu götunar Nestúns til norðurs þar sem gert ráð fyrir 5 nýjum byggingarlóðum fyrir parhús austan götu, númer 16 - 24. Stærð svæðis er 18.989 m².
    Tillaga íbúðabyggðar á þessu svæði samræmist tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar2020-2035 sem er í skipulagsferli, svæðið þar skilgreint ÍB-409.
    Stærðir lóða eru 1150,8m². Byggingarreitir eru 605 m², nýtingarhlutfall lóðar 0,35. Þök tvíhalla með þakhalla frá 14-20° gráður. Tillagan ásamt greinargerð er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu, dagsett 11.10.2021.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
    Þá liggur fyrir tillaga ásamt greinargerð að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi suðurhluta Nestúns þar sem gert er ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús, 7 lóðum sitthvoru megin götu. Tillagan var samþykkt í sveitarstjórn 22. febrúar 2021. Breytingin gerir grein fyrir breyttu nýtingarhlutfalli lóða númer 2-14, lóðir austan götu. Nýtingarhlutfall Nestúns 2 verður 0,46. Nýtingarhlutfall Nestúns 4, 6, 8, 10, 12 og 14 verður 0,45. Á þessum lóðum skal reisa einbýlishús á tveimur hæðum með inngangi á efri hæð að vestanverðu. Einnig gerir tillagan grein fyrir viðbót við götuna í Nestúni, þar sem hún nær að norðurmörkum skipulagssvæðis, til samræmis við deiliskipulagstillögu norðurhluta Nestúns. Tillagan samræmist tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar2020-2035 sem er í skipulagsferli, svæðið þar skilgreint ÍB-409. Tillagan ásamt greinargerð er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu, dagsett 16.02.2021, breytt 11.10.2021.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.

15.Skipulags- og byggingarnefnd - 415

Málsnúmer 2110014FVakta málsnúmer

Fundargerð 415. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 20. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 415 1) Á fundinn komu Stefán Gunnar Thors og Hlynur Torfi Torfason frá VSÓ Ráðgjöf, Magnús Björnsson og Heimir Gunnarsson frá Vegagerðinni, þessir aðilar sátu fundinn í gegnum TEAMS fjarfundarbúnað.
    Stefán og Hlynur kynna fyrir fundarfólki samantekt á þeim skipulagsbreytingum sem varða vegi og námur tengdar vegagerð í nýrri Aðalskipulagstillögu Sveitarfélagins Skagafjarðar 2020-2035. Að lokinni umræðu varðandi þennan lið fundar kvöddu þeir Magnús og Björn fundinn.

    2) Stefán Gunnar og Hlynur Torfi fóru yfir þær 39 umsagnir og athugasemdir sem hafa borist við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Viðfangsefni ábendinga eru fjölbreytt og snúa m.a. að íþróttasvæðum, stígakerfi, efnistökusvæðum, náttúruvernd, atvinnusvæði, afmörkun íbúðarsvæða, samgöngum og flutningskerfi raforku. Nokkrir umsagnaraðilar hafa ekki sent inn umsögn við auglýsta skipulagstillögu. Lagðar fram tillögur að viðbrögðum. Almennt er unnt að bregðast við flestum ábendingum og viðbrögð fela ekki í sér grundvallarbreytingar á stefnu skipulagsins. Skipulagsfulltrúa falið að uppfæra skipulagstillögu í samræmi við viðbrögð og umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 415. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 415 Þinglýstir eigendur jarðarinnar Fagranes L145928 á Reykjaströnd óska eftir heimild til að stofna byggingarreit á fyrir sauðburðarskýli á landi jarðarinnar. Framlagður afstöðuuppdráttur nr.S01 í verki 72701001 dagssettur 14.09.2021. Uppdráttur unninn á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 415. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 415 Byggingarfulltrúi Skagafjarðar vísar til umsagnar á grundvelli 2.4.2. gr. reglugerðar 112/2012, erindi Friðbjörns Ásbjörnssonar kt. 240784-3279 fh. FISK Seafood, kt. 461289-1269 þar sem sótt er um leyfi til að byggja iðnaðarhús fyrir fiskmarkað á lóð félagsins númer 2 við Sandeyri.
    Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf, verkfræðistofu dags. 30. september 2021 gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd.
    Þar sem umbeðin framkvæmd fellur innan gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar 1994 og samræmist deiliskipulagtillögu Sauðárkrókshafnar gerir skipulags- og byggingarnefnd ekki athugasemd við ætlaða framkvæmd en vísar erindinu að öðru leiti til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 415. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 415 Hjá byggingarfulltrúaembætti Skagafjarðar liggur fyrir umsókn frá Sveitarfélaginu Skagafirði kt. 550698-2349 um leyfi til að byggja við núverandi leikskóla sem stendur á lóðinni nr. 2 við Árkíl á Sauðárkróki.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni kt. 230785-4149 gera grein fyrir fyrihugaðri framkvæmd. Uppdrættir eru í verki 416401, númer S-01, A-100, A-101 og A-102, dagsetttir 6. og 7. október 2021.
    Þar sem hluti húss lendir utan byggingarreits óskar byggingarfulltrúi umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. reglugerðar 112/2012.

    Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrri áfangi byggingar sé óveruleg breyting (17 m2 út fyrir núverandi byggingarreit) og að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Er það mat nefndarinnar að 1.áfangi framkvæmdarinnar sé óveruleg breyting á núverandi deiliskipulagi og framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra. Með vísan til þess sem framan greinir gerir nefndin ekki athugasemdir við veitingu byggingarleyfis og vísar erindinu varðandi 1.áfanga áfram til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Skipulags- og byggingarnefnd telur að vinna þurfi breytingar á gildandi deiluskipulagi fyrir 2. áfanga ætlaðrar framkvæmda og leggur til við Sveitarstjórn að farið verði í breytingar á gildandi deiluskipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 415. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 415 Fyrir liggur erindi frá Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi fyrir gerð bílastæða og nýs tengivegar/innkeyrslu fyrir leikskóla, Tröllaborg á Hofsósi. Inn á lóðina Skólagötu L146652. Framlögð gögn unnin af Verkís gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd.
    Skipulags- og byggingarnefnd heimilar umbeðna framkvæmd og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu af afmörkun lóðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 415. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 415 Hjá byggingarfulltrúaembætti Skagafjarðar liggur fyrir erindi frá Önnu Sigurðardóttur, kt. 201166-4119 eiganda Smáragrund 1 land 2, L222989, fasteignanúmer, F2142973. Umsókn um leyfi til að breyta skráningu einbýlishúss sem stendur á lóðinni í frístundahús.
    Þar sem umrætt einbýlishús stendur á skráðri íbúðarhúsalóð óskað byggingarfulltrúi umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. reglugerðar 112/2012.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta skráningu fasteignarinnar úr frístundahúsalóð í íbúðarhúsalóð, en vísar erindinu að öðru leiti til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 415. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

16.Umhverfis- og samgöngunefnd - 184

Málsnúmer 2110008FVakta málsnúmer

Fundargerð 184. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 184 Vinna við gerð fjárhagsáætlana og nýja gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hafnanna skoðaður sérstaklega. Drög að gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir kynntar og ræddar. Við gerð fjárhagsáætlunar og gjaldskrá er sérstklega hugað að rekstri nýs dráttarbáts og gjaldtöku vegna hans.

    Ljóst er að talverðar framkvæmdir verða við Skagafjarðarhafnir á næstu árum. Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við hafnarstjóra að halda áfram vinnunni við fjárhagsáætlunina og skal sú vinna taka mið af framtíðarhorfum og þörfum Skagafjarðarhafna.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 184. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 184 Vinna við gerð fjárhagsáætlana og nýja gjaldskrá fyrir umhverfissvið sveitarfélagsins er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hverrar deildar skoðaður sérstaklega. Drög að gjaldskrám kynntar og ræddar. Við gerð fjárhagsáætlunar og gjaldskrár skal sérstklega hugað að viðverandi taprekstri á sorphirðu sveitarfélagsins. Fyrir dyrum stendur útboð á sorphirðu og er gert ráð fyrir að útboðið fari fram á næstunni.

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við starfsmenn umhverfis- og framkvæmdadeilda að halda áfram vinnu við gerð gjaldskrár og fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 184. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 184 Umferðaröryggi íbúa sveitarfélagsins er mikilvægt málefni. Málefnið hefur oft komið til umræðu í nefndinni og á síðasta fundi nefndarinnar var farið yfir öryggisútttekt sem Vegagerðin lét vinna vegna umferðaröryggismála í Skagafirði. Í umræðunni hafa verið nefndir ýmsir staðir sem taldir eru öðrum hættulegri eins og Túngata og Skagfirðingabraut á Sauðárkróki og Suðurgata á Hofsósi. Nokkur önnur sveitarfélög hafa látið gera umferðaröryggisúttekt fyrir sín sveitarfélög þar sem að kallaðir hafa verið til fagaðilar í umferðaröryggismálum og samstarf haft við lögreglu, skólayfirvöld og íbúa.

    Nefndin leggur til að fengnir verði fagaðilar til samstarfs við sveitarfélagið um úttekt á umferðaröryggi í Skagafirði. Byrjað verði á Túngötu, Skagfirðingabraut og Aðalgötu á Sauðárkróki. Skal þeirri vinnu ljúka með úrbótaáætlun og aðgerðaplani sem miði að því að auka öryggi gangandi, akandi, hjólandi vegfarenda svo og aðgengis og öryggismálum fatlaðra. Einnig verður hugað að öryggismálum íbúa sem búa í næsta nágrenni gatnanna.

    Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasvið er falið að leita til sérfæðinga um málið og setja upp aðgerðaplan og vinna málið áfram í samstarfi við nefndina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 184. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 184 Vegagerðin hyggst afhenda Sveitarfélaginu Skagafirði stofnveg í gegnum Hofsós til umsjónar, rekstrar og viðhalds. Um er að ræða Hofsósbraut 77-02. á Hofsósi, alls um 920 m kafla frá afleggjara að Pardusi að grunnskólanum á Hofsósi. Vegagerðin hefur sent sveitarfélaginu drög að samningi um skil á veginum sem gerir ráð fyrir því að Vegagerðin muni endurnýja öll slitlög á kaflanum á næstu 2 árum. Sveitafélagið fær fjármagn til að endurnýja ljósker og nokkra staura ásamt því að fjámagn er lagt til vegna aðgerða í umferðaröryggismálum og fráveitu.

    Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir ánægju sinni með tillögu Vegagerðarinnar um skilin á veginum en felur sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að fara með málið ásamt sveitastjóra Skagafjarðar. Óskað verði eftir viðræðum við Vegagerðina um skilavegi og vegi í dreifbýli í Skagafirði almennt áður en að gengið verði frá samningnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 184. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 184 Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að taka fyrsta skrefið í að tilnefna svæði á Íslandi í Emerald Network. Svæðin sem um ræðir njóta nú þegar verndar samkvæmt íslenskum lögum og uppfylla þau því kröfur um lagalega vernd og umsjón.
    Svæðin eru: Guðlaugstungur, Vatnajökulsþjóðgarður, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Vestmannsvatn og Þjórsárver.
    Svæðin hafa verið valin því þau eru þegar undir formlegri vernd sem friðlönd/þjóðgarður/verndarsvæði skv. lögum og vegna þess að þar eru tegundir eða lífsvæði sem mikilvægt er að vernda samkvæmt Bernarsamningnum.

    Þjórsárver liggur að hluta til innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Hofsjökul. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur móttekið og yfirfarið erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 184. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 184 Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur beint erindinu til Umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að nefndin endurskoði gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 með breytt fyrirkomulag gjaldtöku fyrir búfjárhald og hirðingu dýrahræja í huga.

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við nefndina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 184. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.

17.Veitunefnd - 81

Málsnúmer 2109012FVakta málsnúmer

Fundargerð 81. fundar veitunefndar frá 30. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 81 Ísor, Íslenskar Orkurannsóknir vinna að því að leggja frekara mat á gæfni og álagsþol svæðisins.

    Bjarni Gautason og Gunnar Þorgilsson hjá Ísor fóru yfir mælingarnar sem gerðar hafa verið úr holum SK-28 og SK-32. Mælingar sýna að dýpkun dælu í holu SK-28 gefur 3-4 l/s til viðbótar af heitu vatni úr svæðinu og eykur afhendingaröryggi til muna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar veitunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 81 Í sumar hefur staðið yfir borun fyrir heitu vatni við Reykjarhól í Varmahlið.

    Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu mála. Borun hefur verið hætt í 822m dýpi og hiti í botni holunnar er um 96°C. Ekki hefur enn fundist vatn en gerðar verða frekari rannsóknir til að ákveða næstu skref.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar veitunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 81 Vinna við lagningu ljósleiðara hófst í ágúst síðastliðnum. Verkefnið er að klára lagningu ljósleiðara í dreifbýli í Skagafirði fyrir næstu áramót.

    Valur Valsson verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum fór yfir verkáætlunina og stöðu verkefnisins. Verkið er á áætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar veitunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 81 Vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 er hafin.

    Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að halda málinu áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar veitunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 81 Borist hafa óskir um að tengjast kaldavatnsveitum Skagafjarðarveitna í dreifbýli.

    Veitunefnd tekur ekki afstöðu til málsins og vísar erindinu til sveitarstjórnar til stefnumótandi ákvörðunar.
    Veitunefnd felur sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að svara fyrirspyrjendum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar veitunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 níu atkvæðum.

18.Veitunefnd - 82

Málsnúmer 2110009FVakta málsnúmer

Fundargerð 82. fundar veitunefndar frá 20. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 82 Vinna við gerð fjárhagsáætlana og nýja gjaldskrá fyrir deildir Skagafjarðarveitna er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hverrar deildar skoðaður sérstaklega. Drög að gjaldskrám fyrir hitaveitu og kalt vatn kynntar og ræddar. Huga þarf að rekstri veitnanna síðustu árin og þeirri staðreynd að notendum er stöðugt að fjölga. Einnig þarf að styrkja kaldavatnsveitu á Sauðárkróki.

    Ljóst er að talverðra framkvæmda er þörf á næstu árum hjá Skagafjarðarveitum. Veitunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við starfsmenn veitnanna að halda áfram vinnunni við fjárhagsáætlunina og skal sú vinna taka mið af framtíðarhorfum á stækkun og útbreiðslu veitnanna.

    Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar veitunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 82 Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið óskaði eftir samráði við veitur sveitafélganna og umsögn vegna málefnisins og var umsagnarfrestur til 12.10.2021. Ráðgjafaráð veitufyrirtækja innan Samorku sendi inn umsögn og fagnar þessum breytingum sem eru til þess fallnar að skerpa á umgjörðinni um kerfisframlag vegna nýrra tenginga við dreifikerfið.

    Sviðsstjóri fór yfir málið með fundarmönnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar veitunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 82 Lögð var fram tillaga um 4,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2022.

    Hækkunin er til komin vegna verðlagsbreytinga og fyrirsjáanlegs taprekstrar á árinu sem er að líða. Einnig er ljóst að talsverðra viðhaldsframkvæmda er þörf á næstu árum.

    Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.

    Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar veitunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 níu atkvæðum.

19.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2109314Vakta málsnúmer

Vísað frá 985. fundi byggðarráðs þann 23. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2021. Viðaukinn inniheldur launaleiðréttingar vegna aukins álags og vanmönnunar m.a. vegna Covid-19, veikinda og styttingar vinnutíma hjá vaktavinnufólki sem nema um 162,7 mkr. Tekjur eru leiðréttar um 194,6 mkr. til hækkunar nettó. Þar af hækkun útsvars um 65 mkr., endurgr. sveitarf. vegna samstarfs um málefni fatlaðs fólks 28,7 mkr. Framlag Jöfnunarsjóðs til málefna fatlaðs fólks er lækkað um 28,7 mkr. til samræmis við áætlun sjóðsins (útg.2) og útgjaldajöfunarframlag hækkað um 32 mkr. Annar rekstrarkostnaður hækkaður um 29,3 mkr., þar af eru sorpmál hækkuð um 22 mkr., snjómokstur um 9 mkr. og umhverfismál 13,5 mkr., aðallega vegna jarðfalls í Varmahlíð. Einnig eru NPA samningar lækkaðir um 13 mkr. og ýmiss annar kostnaður lækkaður um 2,8 mkr. Fjármagnsliðir hækkaðir um 54,7 mkr. vegna mun hærri verðbólgu en lagt var upp með við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Framkvæmdafé eignasjóðs lækkað um 7,2 mkr. og fjármagn fært á milli framkvæmda. Fjárfestingafé hafnarsjóðs er hækkað um 17 mkr. og fé flutt á milli verkefna. Nettó breyting á fjárfestingum er til hækkunar um 9,8 mkr. Gert er ráð fyrir að mæta þessum fjárútgjöldum með hækkun skammtímaskulda um 54 mkr. annars vegar og hins vegar með lækkun á handbæru fé um 15,5 mkr.
Byggðaráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2021 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.

20.Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2110188Vakta málsnúmer

Vísað frá 986. fundi byggðarráðs þann 20. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar

Lagður fram viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn gengur út á að hækka fjárfestingaframlag til eignasjóðs vegna fasteignakaupa um 125.198 þús.kr. Gert er ráð fyrir að fjarmagna viðaukann með lántöku.Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2021, borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.

21.Útsvarshlutfall í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2022

Málsnúmer 2110018Vakta málsnúmer

Visað frá 985. fundi byggðarráðs frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarsstjórnar.
Lögð fram tillaga um að hlutfallstala útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2022 verði 14,52%, sem er óbreytt hlutfall frá árinu 2021.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

22.Héraðsbókasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2022

Málsnúmer 2110044Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2022 var vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 985. fundi byggðarráðs frá 13. október sl. Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

23.Héraðsskjalasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2022

Málsnúmer 2110042Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2022 var vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 985. fundi byggðarráðs frá 13. október sl
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

24.Listasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2022

Málsnúmer 2110045Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2022 var vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 985. fundi byggðarráðs frá 13. október sl
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

25.Kaup á fasteign að Faxatorgi

Málsnúmer 2110142Vakta málsnúmer

Visað frá 986. fundi byggðarráðs frá 20. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagður fram kaupsamningur milli Arion banka hf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um alla fasteignina Faxatorg 1, Sauðárkróki. Kaupverð fasteignarinnar er samtals 230 milljónir króna. Byggðarráð hefur samþykkt framlagðan kaupsamning.

Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með niu atkvæðum.

26.Gjaldskrá fasteignagjalda 2022

Málsnúmer 2110150Vakta málsnúmer

Visað frá 987. fundi byggðarráðs frá 25. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram gjaldskrá fasteignagjalda fyrir árið 2022.
Byggðarráð samþykkir að álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt frá árinu 2021. Landleiga beitarlands verði 10.000 kr./ha og landleiga ræktunarlands verði 15.000 kr./ha.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

27.Gjaldskrá vegna útgáfu búfjárleyfa og lausag. búfjár 2022

Málsnúmer 2110157Vakta málsnúmer

Visað frá 987. fundar byggðarráðs frá 25. október til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Erindinu vísað frá 222. fundi landbúnaðarnefndar.
Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að breyta gjaldskrá vegna útgáfu búfjárleyfa og lausagöngu búfjár frá 9. desember 2015, þannig að gjaldtaka vegna útgáfu búfjárleyfa verði felld niður og það gert með eftirfarandi hætti:

1. Gjaldskráin heiti gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár.
2. Breyting verði gerð á 1. grein og hún verði svo:
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði nr. 1264/2015. Henni er ætlað að standa undir kostnaði sem hlýst af handsömun, fóðrun og hýsingu lausagöngubúfjár.
3. Breyting verði gerð á 2. grein og hún verði svo:
Handsömunargjald skv. 8. gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði nr. 1264/2015, skal vera 10.000 kr. Að auki skal greiða þann kostnað, sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi búfénaðar. Byggðarráð samþykkir breytinguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

28.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts 2022

Málsnúmer 2110161Vakta málsnúmer

Vísað frá 987. fundi byggarráðs frá 25 október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagðar fram reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2022. Byggðarráð samþykkir að reglurnar breytist ekki frá árinu 2021.

Afgreiðsla byggðarráðs, um óbreyttar reglur fyrir árið 2022, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með niu atkvæðum.

29.Heilsuræktarstyrkur 2022

Málsnúmer 2110182Vakta málsnúmer

Vísað frá 987. fundi byggarráðs frá 25 október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir að heilsuræktarstyrkur fyrir árið 2022 verði óbreyttur frá árinu 2021.

Afgreiðsla byggðarráðs um óbreyttan styrk fyrir árið 2022, frá árinu 2021 borin upp til afgreiðslu og samykkt með níu atkvæðum.

30.Hvatapeningar - tillaga um hækkun

Málsnúmer 2110129Vakta málsnúmer

Vísað frá 987. fundi byggðarráðs frá 25. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Málinu vísað frá 294. fundi félags- og tómstundanefndar sem bókaði svo: Fulltrúar í félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggja til að Hvatapeningar sem ætlaðir eru til niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastarfs barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í sveitarfélaginu, hækki úr 25.000 krónum í 40.000 krónur frá og með 1. janúar 2022. Reglur um Hvatapeninga sem samþykktar voru á fundi nefndarinnar þann 7. nóvember 2019 verða óbreyttar.
Ástæða er til að fagna samstöðu um þetta mál, enda mikilvægt að styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna. Málinu vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að hvatapeningar verði 40.000 kr. frá og með 1. janúar 2022.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

31.Nestún - Deiliskipulag íbúðabyggð

Málsnúmer 2101146Vakta málsnúmer

Visað frá 414. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 12.október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð er fram tillaga ásamt greinargerð að deiliskipulagi, lengingu götunar Nestúns til norðurs þar sem gert ráð fyrir 5 nýjum byggingarlóðum fyrir parhús austan götu, númer 16 - 24. Stærð svæðis er 18.989 m².
Tillaga íbúðabyggðar á þessu svæði samræmist tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar2020-2035 sem er í skipulagsferli, svæðið þar skilgreint ÍB-409.
Stærðir lóða eru 1150,8m². Byggingarreitir eru 605 m², nýtingarhlutfall lóðar 0,35. Þök tvíhalla með þakhalla frá 14-20° gráður. Tillagan ásamt greinargerð er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu, dagsett 11.10.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
Þá liggur fyrir tillaga ásamt greinargerð að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi suðurhluta Nestúns þar sem gert er ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús, 7 lóðum sitthvoru megin götu. Tillagan var samþykkt í sveitarstjórn 22. febrúar 2021. Breytingin gerir grein fyrir breyttu nýtingarhlutfalli lóða númer 2-14, lóðir austan götu. Nýtingarhlutfall Nestúns 2 verður 0,46. Nýtingarhlutfall Nestúns 4, 6, 8, 10, 12 og 14 verður 0,45. Á þessum lóðum skal reisa einbýlishús á tveimur hæðum með inngangi á efri hæð að vestanverðu. Einnig gerir tillagan grein fyrir viðbót við götuna í Nestúni, þar sem hún nær að norðurmörkum skipulagssvæðis, til samræmis við deiliskipulagstillögu norðurhluta Nestúns. Tillagan samræmist tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar2020-2035 sem er í skipulagsferli, svæðið þar skilgreint ÍB-409. Tillagan ásamt greinargerð er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu, dagsett 16.02.2021, breytt 11.10.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir tillöguna, með níu atkvæðum, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sveitarstjórn samþykkir jafnframt að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

32.Tillaga þjónustusviðs Vegagerðarinnar um lækkun hámarkshraða á Sauðárkróksbraut 75-03, 04 og 05

Málsnúmer 2105280Vakta málsnúmer

Vísað frá 183. fundi umhverfis- og samgöngunefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Málið hefur áður verið tekið fyrir, fyrst á 181. fundi og aftur á 182. fundi umhverfis-og samgöngunefndar, eftir að sveitarstjórn vísaði málinu til baka í nefnd. Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir því við Vegagerðina að hún sendi fulltrúa á fund nefndarinnar til að fara yfir skýrslu um umferðaröryggi í Skagafirði. Rúna Ásmundsdóttir deildastjóri hjá Vegagerðinni kynnti skýrslu um umferðaröryggi í Skagafirði. Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Rúnu fyrir góða yfirferð á skýrslunni. Tillaga Vegagerðarinnar um breytingar á hámarkshraða við Sauðárkrók rædd og samþykkt óbreytt eins hún er lögð fram og málinu vísað aftur til sveitarstjórnar."

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

33.Endurtilnefning áheyrnarfulltrúa í byggðarráð

Málsnúmer 2110224Vakta málsnúmer

Gera þarf breytingar á áheyrnarfulltrúum Vg og óháðra í byggðarráði.
Gerð er tillaga um að Álfhildur Leifsdóttir sem verið hefur varamaður verði aðalmaður og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir verði vara áheyrnarfulltrúi.
Ekki bárust aðrar tillögur og skoðast þær því rétt kjörnar.

34.Endurtilnefning áheyrnarfulltrúar í umhverfis- og samgöngunefnd

Málsnúmer 2110141Vakta málsnúmer

Endurtilefna þarf áheyrnarfulltrúa Byggðalista í umhverfis- og samgöngunefnd í stað Svönu Óskar Rúnarsdóttur.
Gerð er tillaga um Svein Finster Þ. Úlfarsson.
Ekki bárust aðrar tillögur og skoðast hann því rétt kjörinn.

35.Endurtilnefning varafulltrúa í atvinnu- menningar- og kynningarnefnd

Málsnúmer 2110143Vakta málsnúmer

Endurtilefna þarf varafulltrúa Framsóknarflokks í atvinnu- menningar- og kynningarnefnd í stað Ingibjargar Huldar Þórðardóttur sem hefur tekið sæti aðalfulltrúa í nefndinni.
Gerð er tillaga um Stefán Vagn Stefánsson.
Ekki bárust aðrar tillögur og skoðast hann því rétt kjörinn.

36.Fjárhagsáætlun 2022 - 2025

Málsnúmer 2108116Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2022 er hér lögð fram til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 6.737 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 5.868 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 6.225 m.kr., þar af A-hluti 5.629 m.kr. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 512 m.kr. Afskriftir nema 261 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 250 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 1 m.kr.

Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 239 m.kr. Afskriftir nema 159 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 201 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 121 m.kr.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2022, 11.504 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 8.638 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 8.280 m.kr. Þar af hjá A-hluta 7.059 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.224 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 28,02%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.579 m.kr. og eiginfjárhlutfall 18,28%.

Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 220 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 480 m.kr.

Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2022-2024 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2023 eru 6.972 m.kr., fyrir árið 2024 7.202 m.kr. og fyrir árið 2025 7.441 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð neikvæð fyrir árið 2023 um 32 m.kr., en jákvæð fyrir næstu ár þar á eftir, þ.e. fyrir árið 2024 um 41 m.kr. og fyrir árið 2025 um 116 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2023 verði 472 m.kr., fyrir árið 2024 verði það 545 m.kr. og fyrir árið 2025 verði það 619 m.kr.

Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2022-2025 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:12.