Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

415. fundur 20. október 2021 kl. 14:00 - 17:30 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
  • Jón Daníel Jónsson varam.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

1) Á fundinn komu Stefán Gunnar Thors og Hlynur Torfi Torfason frá VSÓ Ráðgjöf, Magnús Björnsson og Heimir Gunnarsson frá Vegagerðinni, þessir aðilar sátu fundinn í gegnum TEAMS fjarfundarbúnað.
Stefán og Hlynur kynna fyrir fundarfólki samantekt á þeim skipulagsbreytingum sem varða vegi og námur tengdar vegagerð í nýrri Aðalskipulagstillögu Sveitarfélagins Skagafjarðar 2020-2035. Að lokinni umræðu varðandi þennan lið fundar kvöddu þeir Magnús og Björn fundinn.

2) Stefán Gunnar og Hlynur Torfi fóru yfir þær 39 umsagnir og athugasemdir sem hafa borist við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Viðfangsefni ábendinga eru fjölbreytt og snúa m.a. að íþróttasvæðum, stígakerfi, efnistökusvæðum, náttúruvernd, atvinnusvæði, afmörkun íbúðarsvæða, samgöngum og flutningskerfi raforku. Nokkrir umsagnaraðilar hafa ekki sent inn umsögn við auglýsta skipulagstillögu. Lagðar fram tillögur að viðbrögðum. Almennt er unnt að bregðast við flestum ábendingum og viðbrögð fela ekki í sér grundvallarbreytingar á stefnu skipulagsins. Skipulagsfulltrúa falið að uppfæra skipulagstillögu í samræmi við viðbrögð og umræður fundarins.

2.Fagranes L145928 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2110062Vakta málsnúmer

Þinglýstir eigendur jarðarinnar Fagranes L145928 á Reykjaströnd óska eftir heimild til að stofna byggingarreit á fyrir sauðburðarskýli á landi jarðarinnar. Framlagður afstöðuuppdráttur nr.S01 í verki 72701001 dagssettur 14.09.2021. Uppdráttur unninn á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.

3.Sandeyri 2 L188587 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2110003Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi Skagafjarðar vísar til umsagnar á grundvelli 2.4.2. gr. reglugerðar 112/2012, erindi Friðbjörns Ásbjörnssonar kt. 240784-3279 fh. FISK Seafood, kt. 461289-1269 þar sem sótt er um leyfi til að byggja iðnaðarhús fyrir fiskmarkað á lóð félagsins númer 2 við Sandeyri.
Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf, verkfræðistofu dags. 30. september 2021 gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd.
Þar sem umbeðin framkvæmd fellur innan gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar 1994 og samræmist deiliskipulagtillögu Sauðárkrókshafnar gerir skipulags- og byggingarnefnd ekki athugasemd við ætlaða framkvæmd en vísar erindinu að öðru leiti til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

4.Árkíll 2 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2110004Vakta málsnúmer

Hjá byggingarfulltrúaembætti Skagafjarðar liggur fyrir umsókn frá Sveitarfélaginu Skagafirði kt. 550698-2349 um leyfi til að byggja við núverandi leikskóla sem stendur á lóðinni nr. 2 við Árkíl á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni kt. 230785-4149 gera grein fyrir fyrihugaðri framkvæmd. Uppdrættir eru í verki 416401, númer S-01, A-100, A-101 og A-102, dagsetttir 6. og 7. október 2021.
Þar sem hluti húss lendir utan byggingarreits óskar byggingarfulltrúi umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. reglugerðar 112/2012.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrri áfangi byggingar sé óveruleg breyting (17 m2 út fyrir núverandi byggingarreit) og að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Er það mat nefndarinnar að 1.áfangi framkvæmdarinnar sé óveruleg breyting á núverandi deiliskipulagi og framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra. Með vísan til þess sem framan greinir gerir nefndin ekki athugasemdir við veitingu byggingarleyfis og vísar erindinu varðandi 1.áfanga áfram til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að vinna þurfi breytingar á gildandi deiluskipulagi fyrir 2. áfanga ætlaðrar framkvæmda og leggur til við Sveitarstjórn að farið verði í breytingar á gildandi deiluskipulagi.

5.Skólagata L146652 - Innkeyrsla á lóð, lóðarframkvæmdir

Málsnúmer 2110124Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi fyrir gerð bílastæða og nýs tengivegar/innkeyrslu fyrir leikskóla, Tröllaborg á Hofsósi. Inn á lóðina Skólagötu L146652. Framlögð gögn unnin af Verkís gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd.
Skipulags- og byggingarnefnd heimilar umbeðna framkvæmd og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu af afmörkun lóðarinnar.

6.Smáragrund 1 land 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2110111Vakta málsnúmer

Hjá byggingarfulltrúaembætti Skagafjarðar liggur fyrir erindi frá Önnu Sigurðardóttur, kt. 201166-4119 eiganda Smáragrund 1 land 2, L222989, fasteignanúmer, F2142973. Umsókn um leyfi til að breyta skráningu einbýlishúss sem stendur á lóðinni í frístundahús.
Þar sem umrætt einbýlishús stendur á skráðri íbúðarhúsalóð óskað byggingarfulltrúi umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. reglugerðar 112/2012.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta skráningu fasteignarinnar úr frístundahúsalóð í íbúðarhúsalóð, en vísar erindinu að öðru leiti til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 17:30.