Fara í efni

Árkíll 2 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2110004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 415. fundur - 20.10.2021

Hjá byggingarfulltrúaembætti Skagafjarðar liggur fyrir umsókn frá Sveitarfélaginu Skagafirði kt. 550698-2349 um leyfi til að byggja við núverandi leikskóla sem stendur á lóðinni nr. 2 við Árkíl á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni kt. 230785-4149 gera grein fyrir fyrihugaðri framkvæmd. Uppdrættir eru í verki 416401, númer S-01, A-100, A-101 og A-102, dagsetttir 6. og 7. október 2021.
Þar sem hluti húss lendir utan byggingarreits óskar byggingarfulltrúi umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. reglugerðar 112/2012.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrri áfangi byggingar sé óveruleg breyting (17 m2 út fyrir núverandi byggingarreit) og að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Er það mat nefndarinnar að 1.áfangi framkvæmdarinnar sé óveruleg breyting á núverandi deiliskipulagi og framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra. Með vísan til þess sem framan greinir gerir nefndin ekki athugasemdir við veitingu byggingarleyfis og vísar erindinu varðandi 1.áfanga áfram til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að vinna þurfi breytingar á gildandi deiluskipulagi fyrir 2. áfanga ætlaðrar framkvæmda og leggur til við Sveitarstjórn að farið verði í breytingar á gildandi deiluskipulagi.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 130. fundur - 28.10.2021

Guðmundur Þór Guðmundsson, kt. 200857-5269 sækir f.h. Eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, kt. 550698-2349 um leyfi byggja við leikskóla sem stendur á lóðinni nr. 2 við Árkíl á Sauðárkróki. Um er að ræða 1. áfanga sem er tengigangur, anddyri, snyrtingar, leikherbergi og skrifsstofur. Framlagðir aðaluppdrættirnir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni, kt. 230785-4149. Uppdrættir eru í verki 416401, númer S-01, A-100, A-101 og A-102, dagsetttir 6. og 7. október 2021. Byggingaráform samþykkt.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 136. fundur - 07.04.2022

Guðmundur Þór Guðmundsson, sækir f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi fyrir 2. áfanga, viðbyggingar við leikskólann Ársali sem stendur á lóðinni nr. 2 við Árkíl. Um er að ræða breytingu á áður samþykktum byggingaráformum frá 130. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. október 2021 sem varðar fyrri áfanga viðbyggingar . Framlagðir aðaluppdrættirnir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdrættir eru í verki 416401, númer S-01, A-100, A-101 og A-102, dagsettir 20. og 7. október 2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.