Fara í efni

Nestún - Deiliskipulag íbúðabyggð

Málsnúmer 2101146

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 397. fundur - 27.01.2021

Skipulagsfulltrúi leggur fram nokkrar tillögur/drög að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar í svokölluðu Nestúni. Um er að ræða nýja götu íbúðabyggðar sem liggur ofan við götuna Laugatún og neðan Sæmundarhlíðar á Sauðárkróki. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og í samræmi við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem verður auglýst á næstunni til lokakynningar.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.

Skipulags- og byggingarnefnd - 399. fundur - 16.02.2021

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi nýrrar íbúðarhúsagötu í „Túnahverfi“ sem gerir ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús. Nafn götunnar verður Nestún og er gert ráð fyrir 7 lóðum sitthvoru megin götu. Austan götu er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum, en einnar hæðar húsum vestan götu. Stærð svæðis er 36.451m2, og er tillagan í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skilgreint sem ÍB-3.9, og hefur skilgreininguna ÍB-4.9, í nýju endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli.
Stærðir lóða eru frá ríflega 818,8 m2 og upp í 870.0 m2. Byggingarreitir eru frá 358,5 m2 upp í 441.0 m2. Þök verða tvíhallandi, með þakhalla frá 11-14 gráður. Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 400. fundur - 22.02.2021

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi nýrrar íbúðarhúsagötu í „Túnahverfi“ sem gerir ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús. Nafn götunnar verður Nestún og er gert ráð fyrir 7 lóðum sitthvoru megin götu. Austan götu er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum, en einnar hæðar húsum vestan götu. Stærð svæðis er 36.451m2, og er tillagan í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skilgreint sem ÍB-3.9, og hefur skilgreininguna ÍB-4.9, í nýju endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli.
Stærðir lóða eru frá 818,8 m2 og upp í 870.0 m2. Byggingarreitir eru frá 358,5 m2 upp í 441.0 m2. Þök verða tvíhalla með þakhalla frá 14-20 gráður. Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 407. fundur - 24.02.2021

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi nýrrar íbúðarhúsagötu í „Túnahverfi“ sem gerir ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús. Nafn götunnar verður Nestún og er gert ráð fyrir 7 lóðum sitthvoru megin götu. Austan götu er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum, en einnar hæðar húsum vestan götu. Stærð svæðis er 36.451m2, og er tillagan í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skilgreint sem ÍB-3.9, og hefur skilgreininguna ÍB-4.9, í nýju endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli. Stærðir lóða eru frá 818,8 m2 og upp í 870.0 m2. Byggingarreitir eru frá 358,5 m2 upp í 441.0 m2. Þök verða tvíhalla með þakhalla frá 14-20 gráður. Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með níu atkvæðum og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Skipulags- og byggingarnefnd - 410. fundur - 25.08.2021

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna íbúðabyggðar á svæði sem liggur norðan Nestúns, austan Sæmundarhlíðar og vestan Laugatúns. Tillaga íbúðabyggðar á þessu svæði er í samræmi tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í auglýsingarferli.

Skipulags- og byggingarnefnd - 412. fundur - 16.09.2021

Arnar Birgir Ólafsson ráðgjafi hjá Teiknistofu Norðurlands sat þennan lið fundar gegnum fjarfundarbúnað.
Björn Magnús Árnason, Stoð ehf. verkfræðistofu mætti á fundinn og kynnti tillögu/drög að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar, 5 parhúsalóðum norður af Nestúni. Um er að ræða lengingu Nestúns, nýrrar íbúðagötu sem liggur ofan við götuna Laugatún og neðan Sæmundarhlíðar á Sauðárkróki. Tillagan er í samræmi við tillögur að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að unnið verði áfram með tillöguna í samræmi við umræður fundarins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 413. fundur - 01.10.2021

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 16. sept. sl., þá m.a. bókað. „Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að unnið verði áfram með tillöguna í samræmi við umræður fundarins.“
Björn Magnús Árnason, Stoð ehf. verkfræðistofu mætti á fundinn og kynnti breytta tillögu/drög að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar, 5 parhúsalóðum norður af Nestúni. Tillagan er í samræmi við tillögur að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem hefur verið auglýst.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að unnið verði áfram með tillöguna í samræmi við umræður fundarins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 414. fundur - 12.10.2021

Lögð er fram tillaga ásamt greinargerð að deiliskipulagi, lengingu götunar Nestúns til norðurs þar sem gert ráð fyrir 5 nýjum byggingarlóðum fyrir parhús austan götu, númer 16 - 24. Stærð svæðis er 18.989 m².
Tillaga íbúðabyggðar á þessu svæði samræmist tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar2020-2035 sem er í skipulagsferli, svæðið þar skilgreint ÍB-409.
Stærðir lóða eru 1150,8m². Byggingarreitir eru 605 m², nýtingarhlutfall lóðar 0,35. Þök tvíhalla með þakhalla frá 14-20° gráður. Tillagan ásamt greinargerð er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu, dagsett 11.10.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
Þá liggur fyrir tillaga ásamt greinargerð að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi suðurhluta Nestúns þar sem gert er ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús, 7 lóðum sitthvoru megin götu. Tillagan var samþykkt í sveitarstjórn 22. febrúar 2021. Breytingin gerir grein fyrir breyttu nýtingarhlutfalli lóða númer 2-14, lóðir austan götu. Nýtingarhlutfall Nestúns 2 verður 0,46. Nýtingarhlutfall Nestúns 4, 6, 8, 10, 12 og 14 verður 0,45. Á þessum lóðum skal reisa einbýlishús á tveimur hæðum með inngangi á efri hæð að vestanverðu. Einnig gerir tillagan grein fyrir viðbót við götuna í Nestúni, þar sem hún nær að norðurmörkum skipulagssvæðis, til samræmis við deiliskipulagstillögu norðurhluta Nestúns. Tillagan samræmist tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar2020-2035 sem er í skipulagsferli, svæðið þar skilgreint ÍB-409. Tillagan ásamt greinargerð er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu, dagsett 16.02.2021, breytt 11.10.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 416. fundur - 27.10.2021

Visað frá 414. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 12.október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð er fram tillaga ásamt greinargerð að deiliskipulagi, lengingu götunar Nestúns til norðurs þar sem gert ráð fyrir 5 nýjum byggingarlóðum fyrir parhús austan götu, númer 16 - 24. Stærð svæðis er 18.989 m².
Tillaga íbúðabyggðar á þessu svæði samræmist tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar2020-2035 sem er í skipulagsferli, svæðið þar skilgreint ÍB-409.
Stærðir lóða eru 1150,8m². Byggingarreitir eru 605 m², nýtingarhlutfall lóðar 0,35. Þök tvíhalla með þakhalla frá 14-20° gráður. Tillagan ásamt greinargerð er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu, dagsett 11.10.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
Þá liggur fyrir tillaga ásamt greinargerð að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi suðurhluta Nestúns þar sem gert er ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús, 7 lóðum sitthvoru megin götu. Tillagan var samþykkt í sveitarstjórn 22. febrúar 2021. Breytingin gerir grein fyrir breyttu nýtingarhlutfalli lóða númer 2-14, lóðir austan götu. Nýtingarhlutfall Nestúns 2 verður 0,46. Nýtingarhlutfall Nestúns 4, 6, 8, 10, 12 og 14 verður 0,45. Á þessum lóðum skal reisa einbýlishús á tveimur hæðum með inngangi á efri hæð að vestanverðu. Einnig gerir tillagan grein fyrir viðbót við götuna í Nestúni, þar sem hún nær að norðurmörkum skipulagssvæðis, til samræmis við deiliskipulagstillögu norðurhluta Nestúns. Tillagan samræmist tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar2020-2035 sem er í skipulagsferli, svæðið þar skilgreint ÍB-409. Tillagan ásamt greinargerð er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu, dagsett 16.02.2021, breytt 11.10.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir tillöguna, með níu atkvæðum, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sveitarstjórn samþykkir jafnframt að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Skipulags- og byggingarnefnd - 429. fundur - 17.03.2022

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag fyrir Nestún norðurhluta og óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi suðurhluta Nestúns. Ein jákvæð umsögn barst , Skipulagsstofun hyggst ekki gefa umsögn, og engar athugasemdir.
Þar sem engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma er ekki skylt sbr. 41. gr. skipulagslaga að taka tillöguna aftur til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna.