Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

397. fundur 27. janúar 2021 kl. 16:00 - 17:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Alex Már Sigurbjörnsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Kvistahlíð 12. Stofnun lóðar og grenndarkynning

Málsnúmer 2010236Vakta málsnúmer

Á 391 fundi skipulags- og byggingarnefndar 9.11.2020, var lögð fram tillaga að lóðarblaði fyrir lóðina Kvistahlíð 12, á Sauðárkróki. Á lóðarblaði kom fram flatarmál lóðar, stærð byggingarreits, nýtingarhlutfall/byggingarmagn á byggingarreit, uppgefin mænisstefna auk hnita með afmörkun lóðar. Lóðin er 861 m2 að stærð og byggingarreitur 360 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.32. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m Skipulags- og byggingarnefnd fól skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum.
Skipulagsfulltrúi hefur grenndarkynnt tillöguna, og voru bréf þess efnis send á lóðarhafa í Kvistahlíð 4,6,8,10 9,11,13,15,17, og 19. Einnig voru send bréf á lóðarhafa í Grenihlíð 26, 28,30 og 32.
Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til nýtt endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 hefur öðlast gildi.

2.Kvistahlíð 21 - Stofnun lóðar og grenndarkynning

Málsnúmer 2010237Vakta málsnúmer

Á 391 fundi skipulags- og byggingarnefndar 9.11.2020, var lögð fram tillaga að lóðarblaði fyrir lóðina Kvistahlíð 21, á Sauðárkróki. Á lóðarblaði kemur fram flatarmál lóðar, stærð byggingarreits, nýtingarhlutfall/byggingarmagn á byggingarreit, uppgefin mænisstefna auk hnita með afmörkun lóðar. Lóðin er 789 m2 að stærð og byggingarreitur 431 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.31. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m. Skipulags- og byggingarnefnd fól skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum.
Skipulagsfulltrúi hefur grenndarkynnt tillöguna, og voru bréf þess efnis send á lóðarhafa í Kvistahlíð 4,6,8,10 9,11,13,15,17, og 19. Einnig voru send bréf á lóðarhafa í Grenihlíð 26, 28,30 og 32.
Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til nýtt endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 hefur öðlast gildi.

3.Neðri-Ás 2 146478 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2101064Vakta málsnúmer

Christine Busch kt. 251262-2769 og Michael Busch kt. 141155-2459, eigendur Neðra Áss 2 í Skagafirði, landnr. 146478, óska eftir heimild til að afmarka byggingarreit á jörðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf. Verkfræðistofu. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að reisa sambyggt hesthús og reiðhöll. Einnig er sótt um heimild til lagningar vegar að byggingarreitnum frá Ásvegi (769), nýtt verður tenging við veginn sem er þegar til staðar og liggur að námu og beitarhólfi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

4.Bakkatún (230823( - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2101100Vakta málsnúmer

Björn Sverrisson kt. 010261-3099, þinglýstur eigandi sumarbústaðarlandsins Bakkatúns, L230823, óskar eftir heimild til að afmarka 1.606 m² byggingarreit á landi Bakkatúns skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarhús að hámarki 50 m² að stærð og 14,8 m² geymslu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

5.Deplar Ferðaþjónusta- Deiliskipulag

Málsnúmer 2012251Vakta málsnúmer

Ómar Ívarsson frá ráðgjafafyrirtækinu Landslag ehf, f.h. Fljótabakka ehf. kt. 531210-3520 leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Depla L146791 í Fljótum Skagafirði. Deiliskipulagið tekur til um 9,3 ha lands, sem er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem verslunar- og þjónustusvæði (V1-3). Megininntak deiliskipulags tekur til núverandi veiði- og gistihúsa reits A (A1) og stækkunarmöguleika með nýjum reit, A (A2), þar sem gert er ráð fyrir allt að 3000m2 byggingarmagni samanlagt á báðum reitum. Þá er settur út byggingarreitur (B), þar sem er ætlunin að byggð verði þjónustubygging fyrir ferðamenn allt að 250m2. Einnig eru settir út 2 reitir (C) sem eru ætlaðir til afmörkunar fyrir eldsneytisgeymslur og eldsneytisdælur. Aðkoma að svæðinu er af Ólafsfjarðarvegi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi á Deplum, og mælist til að Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki tillöguna og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Blöndulína 3 - Ákvörðun Skipulagsstofnunar

Málsnúmer 2012262Vakta málsnúmer

Í samræmi við 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir framlagða tillögu Landsnets að matsáætlun ásamt þeim umsögnum og athugasemdum sem borist hafa stofnuninni og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim. Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu framkvæmdaraðila með nokkrum athugasemdum. Þetta tilkynnir stofnunin í bréfi 29. desember 2020.

7.Varmilækur land 207441 - Fyrirspurn um nafnleyfi

Málsnúmer 2101013Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Elíasson kt. 271277-3429 og Jóhanna H Friðrisdóttir kt. 080579-5359 eigendur Vamalæks lands L207441, óska eftir að leyfi til að breyta heiti/ lands og húss og óska eftir að nýtt bæjarheiti verði Arnarholt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðna nafngift.

8.Borgarteigur 8 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2101157Vakta málsnúmer

Halldór Bjarnason kt. 260672-5689 f.h. Stjörnuverks ehf kt. 660417-0600, sækir um byggingarlóðina Borgarteigur 8, á Sauðárkróki. Umrædd lóð er ætluð til atvinnustarfsemi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.

9.Laugarhvammur 146196 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2007204Vakta málsnúmer

Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 þinglýstur eigandi jarðarinnar Laugarhvammur, landnúmer 146196 óskar eftir heimild til að stofna þrjár lóðir úr landi jarðarinnar, sem „Laugarhvammur 16“, „Laugarhvammur 17“ og „Laugarhvammur 18“ skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
Laugarhvammur 16 verður 2.913 m² að stærð. Laugarhvammur 17 verður 2.078 m² að stærð.
Laugarhvammur 18 verður 1.904 m² að stærð. Jafnframt er óskað eftir því að útskiptar lóðir verði teknar úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði sumarbústaðarland (60). Landheiti tengjast upprunajörð þar sem staðvísir er heiti upprunajarðar og staðgreinir miðar við fyrri landskipti úr Laugarhvammi L146196. Engin fasteign er á umræddum lóðum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Laugarhvammi, landnr. 146196. Fyrir liggur þinglýst yfirlýsing dags. 15.1.2021, um umferðarrétt um lóðina Hólabrekku L221426, að ofangreindum lóðum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

10.Kárastígur 14-16.- Umsókn um breytingu á afmörkun lóða.

Málsnúmer 2009143Vakta málsnúmer

Magnús Tómas Gíslason kt. 040776-5329 og Margrét Berglind Einarsdóttir kt. 180276-3199, leggja fram umsókn um breytta afmörkun lóðanna Kárastígs 14 og Kárastígs 16, á Hofsósi. Breytingin mun gera aðkomu bíla inn á lóð 16 greiðari. Núverandi aðkoma er mjög þröng og örðug. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á Kárastíg 12 (Mela) og 14. Þá liggur fyrir afstöðuuppdráttur, unnin af Tnet, sem sýnir nýja afmörkun lóðanna.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

11.Nestún - Deiliskipulag íbúðabyggð

Málsnúmer 2101146Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi leggur fram nokkrar tillögur/drög að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar í svokölluðu Nestúni. Um er að ræða nýja götu íbúðabyggðar sem liggur ofan við götuna Laugatún og neðan Sæmundarhlíðar á Sauðárkróki. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og í samræmi við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem verður auglýst á næstunni til lokakynningar.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.

12.Sæmundargata 1 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011252Vakta málsnúmer

Þröstur Ingi Jónsson kt. 060371-3699 f.h. RH. Endurskoðunar ehf. kt. 660712-0380 og Naflans ehf. kt. 670509-2140 óskar umsagnar um hvor leyfi fáist fyrir viðbyggingu við skrifstofuhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Sæmundargötu. Fyrirhuguð stækkun, tvær hæðir, 9.0 m út frá og með norðaustur hlið húss, samkvæmt meðfylgjandi gögnum, unnin af Verkís. Skipulags- og byggingarnefnd líst vel á fyrirhugaða stækkun húss við Sæmundargötu 1, og telur að með breikkun hússins muni fást betri heildarmynd og samfella húsa að austanverðu við Sæmundargötu.

13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113

Málsnúmer 2101010FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113. dags. 12.1.2021
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Þröstur Ingi Jónssonon, kt. 060371-3699 sækir f.h. RH. Endurskoðunar ehf., kt. 660712-0380 og Naflans ehf., kt. 670509-2140 um stöðuleyfi fyrir 20 feta aðstöðugámi á lóðinni númer 1 við Sæmundargötu. Byggingarfulltrúi heimilar stöðuleyfi til 12 mánaða sbr. grein 2.6.1. í byggingaregluger 112/2012.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. desember 2020 úr máli 2012121, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 30. nóvember 2020 sækir Peony Wiedemann, kt. 261174-6269, f.h. Hellulands 551 ehf., kt. 681020-0390, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hellulandi, F2142383. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Edda Eiríka Haraldsdóttir, kt. 110358-2459, Björn Hansen,
    kt. 01256-2729 og Helga Jóhanna Haraldsdóttir, kt. 190951-3409 eigendur Slávarborgar IIA og IIB sem er fjöleignahús á lóð með landnúmerið L229261, sækja um leyfi til að breyta útliti og innangerð hússins. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni, kt. 080353-4219. Uppdrættir í verki 3142, A-101 og A-102, dagsettir 6. desember 2020. Erindið samþykkt, bygginarleyfi veitt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Friðrik Friðriksson, kt. 211256-4519 sækir f.h. Nýjatúns hses. kt. 580820-1660, um leyfi til að byggja fjölbýlishús á lóðinni númer 9 við Freyjugötu á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Studio F arkitektum af umsækjanda. Uppdrættir í verki 1905, númer 100, 101, 102, 103, 104 og 105, dagsettir 22.12.2020. Byggingaráform samþykkt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Hallgrímur Ingi Jónsson, kt. 101291-4139 sækir fh. Festi ehf., kt. 500206-2010 um leyfi til að koma fyrir sorptunnuskýli á austurmörkum lóðarinnar númer 4 við Ártorg. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni, kt. 230785-4149. Uppdráttur er í verki 820203, númer S-101, dagsettur 11. desember 2020. Erindið samþykkt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Erlingur Garðarsson, kt. 100259-3979 eigandi jarðarinnar Neðri-Ás 1 landnúmer 146476 sækir um leyfi til að byggja fjárhús á jörðinn. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni, kt. 020884-3639. Uppdrátturinn í verki 0052020, númer A-01 dagsettur 17.11.2020. Erindið samþykkt, bygginarleyfi veitt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Valþór Brynjarsson, kt. 240463-5209, sækir fh. Fljótabakka ehf., kt. 531210-3520 um leyfi til að breyta fjárhúsum í verkstæði og íbúð, Mhl. 19 á jörðinni Hraun I L146818 í Fljótum. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á teiknistofunni Kollgátu ehf. af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 14_20_023, númer 100 og 101, dagsettir 27. október 2020. Byggingaráform samþykkt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Valþór Brynjarsson, kt. 240463-5209, sækir fh. Fljótabakka ehf., kt. 531210-3520 um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktu byggingarleyfi er varðar endurbyggingu og breyta notkun útihúsa á jörðinni Stóru- Brekku í Fljótum.
    Breytingarnar varða mhl. 06 og 11, hlöðu/flatgryfja sambyggða þeim húsum.
    Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á teiknistofunni Kollgátu ehf. af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 13_15_024, númer 100C, 101C, 102C, 103C, og 104C, dagsettir 10. nóvember 2018, með breytingu C, dagsettri 23. október 2020. Erindið samþykkt, bygginarleyfi veitt.

  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Torfi Ólafsson, kt. 260451-2199 leggur fram gögn varðandi tilkynnta framkvæmd er varðar 23 m² smáhýsi á lóðinni Nýja-Skarð L229354.
    Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.

Fundi slitið - kl. 17:45.