Fara í efni

Neðri-Ás 2 146478 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2101064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 397. fundur - 27.01.2021

Christine Busch kt. 251262-2769 og Michael Busch kt. 141155-2459, eigendur Neðra Áss 2 í Skagafirði, landnr. 146478, óska eftir heimild til að afmarka byggingarreit á jörðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf. Verkfræðistofu. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að reisa sambyggt hesthús og reiðhöll. Einnig er sótt um heimild til lagningar vegar að byggingarreitnum frá Ásvegi (769), nýtt verður tenging við veginn sem er þegar til staðar og liggur að námu og beitarhólfi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.