Fara í efni

Laugarhvammur 146196 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2007204

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 397. fundur - 27.01.2021

Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 þinglýstur eigandi jarðarinnar Laugarhvammur, landnúmer 146196 óskar eftir heimild til að stofna þrjár lóðir úr landi jarðarinnar, sem „Laugarhvammur 16“, „Laugarhvammur 17“ og „Laugarhvammur 18“ skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
Laugarhvammur 16 verður 2.913 m² að stærð. Laugarhvammur 17 verður 2.078 m² að stærð.
Laugarhvammur 18 verður 1.904 m² að stærð. Jafnframt er óskað eftir því að útskiptar lóðir verði teknar úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði sumarbústaðarland (60). Landheiti tengjast upprunajörð þar sem staðvísir er heiti upprunajarðar og staðgreinir miðar við fyrri landskipti úr Laugarhvammi L146196. Engin fasteign er á umræddum lóðum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Laugarhvammi, landnr. 146196. Fyrir liggur þinglýst yfirlýsing dags. 15.1.2021, um umferðarrétt um lóðina Hólabrekku L221426, að ofangreindum lóðum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.