Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

238. fundur 04. október 2012 kl. 13:15 - 14:48 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Landsskipulagsstefna - auglýsing um landsskipulagsstefnu

Málsnúmer 1209254Vakta málsnúmer

Auglýst hefur verið tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024 ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan varðar skipulagsmál á miðhálendi Íslands, búsetumynstur, dreifingu byggðar og skipulag á haf- og strandsvæðum. Umsagnarfrestur um tillöguna er til 20. nóvember nk. Hægt er að nálgast tillöguna, umhverfisskýrsluna og fylgigögn á netfanginu www.landsskipulag.is

2.Áskorun til sveitarfélagsins um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 1208047Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar áskoranir frá íbúum í fyrrum Lýtingsstaðahreppi, þar sem skorað er á sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar að taka aðalskipulag sveitarfélagsins til endurskoðunar þar sem Blöndulína 3 verði tekin út af aðalskipulagi sem loftlína og þess í stað lögð í jörð. Framangreind erindi voru til umfjöllunar á fundi Byggðarráðs 23. ágúst sl. og á fundi Sveitarstjórnar 29. ágúst.

3.Sæmundargata 13 - Umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 1209246Vakta málsnúmer

Ólafur Rafn Ólafsson kt. 120369-5719 sækir fyrir hönd Sjálfsbjargar á Sauðárkróki kt. 570269-0389 um að fá samþykkta breytta notkun húss sem stendur á lóðinni númer 13 við Sæmundargötu. Í dag er húsið skráð Nuddstofa/fundarstaður. Sótt er um að húsið verði skráð íbúðarhús. Erindið samþykkt.

4.Birkimelur 22 Varmahlíð (220287) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1205028Vakta málsnúmer

Páll Dagbjartsson sækir um að fá úthlutað lóðinni númer 22 við Birkimel í Varmahlíð. Jafnframt óskar hann eftir að aðkoma að húsinu verði frá stofnbraut við Birkimel. Samþykkt að úthluta Páli lóðinni og fallist á breytta aðkomu að lóðinni.

5.Lindargata 5b - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1208022Vakta málsnúmer

Tryggvi Berg Jónsson kt 191137-2489 eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni Lindargata 5b óskar eftir að fá að staðsetja geymsluhús á baklóð við húsið. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir staðsetningu og gerð húss. Að hluta mun fyrirhugað geymsluhús standa á lóðinni númer 3 við Lindargötu ef það verður staðsett eins og umsagnargögn gera ráð fyrir. Erindinu hafnað á framangreindum ástæðum.

6.Ljótsstaðir lóð - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1208025Vakta málsnúmer

Steinunn Heba Erlingsdóttir kt. 210185-2679 og Elsa Stefánsdóttir kt. 260153-7499 sækja, fyrir hönd Ljótsstaða ehf. kt. 451110-0630, um leyfi til að að breyta vélsmiðju og íbúðarhúsi með fastanúmerið 225-7523 í hesthús. Húsið stendur á lóðinni Ljótsstaðir lóð landnúmer 194809. Framlagður aðaluppdráttur gerður Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni kt. 170460-3759. Uppdrátturinn er í verki númer 70962, nr. A101 og A102, dagsettur 24. júlí 2012. Erindið samþykkt.

7.Suðurgata 11B - Umsókn um byggingarleyfi bílsk

Málsnúmer 1206280Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 9. júlí sl. og þá meðal annars bókað. " Magnús Ingvarsson sækir, fyrir hönd Stefáns Veigars Gylfasonar kt 260360-2489, um leyfi fyrir byggingu bílskúrs á lóðinni númer 11B við Suðurgötu. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 7616, nr A-100, A-101, A-102 og A-200 og gera þeir grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 44.gr Skipulagslaga." Eigendum húsa við Suðurgötu nr.11, 13 og 13b, var grenndarkynnt erindið og er kynningarfrestur liðinn. Erindinu hafnað eins og það er fyrir lagt. Ekki er fallist á að þakkantar nái út fyrir lóðarmörk.

8.Ríp 3 - Tilkynning um Skógræktarsamning

Málsnúmer 1209216Vakta málsnúmer

Tilkynning um Skógræktarsamning. Með bréfi dagsettu 13. september sl. tilkynna Norðurlandsskógar um skógræktarsamning varðandi jörðina Ríp 3 (146397). Samningurinn nær til 22,0 ha lands þar sem stunduð verður nytjaskógrækt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu í samræmi við stefnu Aðalskipulags Skagafjarðar.

9.Laugatún 6-8 6R - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1207137Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 31. júlí sl. og þá meðal annars bókað. " Rósa Dóra Viðarsdóttir kt. 030673-3019 eigandi parhúsaíbúðar að Laugatúni 6 Sauðárkróki óskar með bréfi dagsettu 19. júlí sl., umsagnar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við húsið og vegna byggingar bílgeymslu á lóðinni. Meðfylgjandi umsókn eru fyrirspurnaruppdrættir gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160 -3249 og eru þeir dagsettir 18. Júlí 2012. Uppdrættirnir eru í verki nr. 7627. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið." Eigendum húsa við Laugatún nr.2, 4, 8, 10 og 12, var grenndarkynnt erindið. Erindið samþykkt.

10.Kýrholt - Heitavatnsborun

Málsnúmer 1208170Vakta málsnúmer

Fyrir liggur afrit af bréfi Orkustofnunar dagsett 21. ágúst sl., varðandi heitavatnsborun í landi jarðarinnar Kýrholts (146413). þar vísar stofnunin til þess að fyrirhuguð heitavatnsborun geti eftir atvikum verið háð samþykki viðkomandi sveitarfélags og að framkvæmdaleyfi fyrir boruninni taki ekki til stjórnsýslu Orkustofnunar.

11.Borgartún 1 - Aðkoma að lóð

Málsnúmer 1208149Vakta málsnúmer

Aðkoma að lóð, Hörður S. Knútsson sækir fyrir hönd K-TAKS ehf. um leyfi til að fjarlægja graseyju og malbika svæðið austan lóðarinnar númer 1 við Borgartún. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Skipulags- og byggarnefnd samþykkir erindið. Nefndin áréttar að slíkar framkvæmdir eru alfarið á kostnað húseigenda. Komi til þess að grafa þurfi upp eða fjölga lögnum á þessu svæði verður viðbótarviðgerðarkostnaður vegna þeirrar framkvæmdar alfarið á kostnað húseigenda. Framkvæmdin skal unnin í samráði við og undir eftirliti tæknideildar.

12.Skagfirðingabraut 143716 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1208055Vakta málsnúmer

Ómar Bragi Stefánsson formaður knattspyrnudeildar Tindastóls sækir um leyfi til að setja upp auglýsingarskilti á suðurhlið vallarhúss við Skagfirðingabraut. Meðfylgjandi eru gögn sem gera grein fyrir stærð og gerð skiltis. Erindinu hafnað.

13.Kynning - lög um menningarminjar

Málsnúmer 1208046Vakta málsnúmer

Skipulags-og byggingarfulltrúi vekur athygli á lögum um menningarminjar nr 80/2012 sem munu þau taka gildi um næstu áramót. Lögin eru heildarlög um menningarminjar á Íslandi. Við gildistöku laganna falla úr gildi lög um húsafriðun og samhliða er gerð breyting á lögum um mannvirki og skipulagslögum.

14.Ríp 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1209161Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Birgis Þórðarsonar kt. 070660-5479, sem dagsett er 14. september 2012. Umsóknin um leyfi til að breyta minkahúsi í hesthús og reiðskemmu á jörðinni Ríp II, landnúmer 146396, Hegranesi í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 20.09.2012.

15.Héraðsdalur I (146172) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1208026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Gunnars Dungal kt. 191148-4959, f.h. B. Pálsonar kt. 6110105-1060, dagsett 4. september 2012. Umsókn um leyfi til að breyta þaki og gaflvegg á gömlu fjáhúsi sem stendur á jörðinni Héraðsdalur 1 með landnúmerið 146172. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 6. september 2012.

16.Neðri-Ás 2 lóð nr. 2 (000002)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1208075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Ingólfs Magnússonar kt. 051057-2879, dagsett 15. ágúst 2012. Umsóknin um leyfi til að byggja frístunahús á frístundalóðinni nr. 2 í landi Neðri-Ás 2 (146478), Hjaltadal í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 30.08.2012.

17.Austurgata 12 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1208169Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Lindu Rutar Magnúsdóttir 280183-3699, dagsett 17. ágúst 2012. Umsókn um leyfi til að breyta og byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 12 við Austurgötu á Hofsósi. Sótt er um leyfi fyrir fyrsta áfanga verksins sem er bygging sólstofu og lokun við aðalinngang. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 5. september 2012.

18.Skólagata lóð 146723 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1206321Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Friðbjörns H. Jónssonar kt. 120658- 4099, f.h. Inger B. Karlströmer kt. 020140-2169, dagsett 21. júní 2012. Umsókn um leyfi til að breyta útliti bílskýlis sem stendur á lóð við Skólagötu með landnúmerið 146723 á Hofsósi. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 22 ágúst 2012.

19.Skagfirðingabraut 29 - Umsókn um rekstarleyfi

Málsnúmer 1208165Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 28. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar um rekstarleyfi til handa Gunnars B. Gíslasonar kt. 221163-4519, fyrir hönd Foldu sf. kt. 630512-0260. Rekstarleyfi fyrir Bláfell, Skagfirðingabraut 29 á Sauðárkróki. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki þann 28. ágúst sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

20.Sjávarborg lóð (145957) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1205195Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Páls Pálssonar veitustjóra, f.h. Skagafjarðarveitna kt. 691097-2509, dagsett 18. maí 2012. Umsókn um leyfi til að rífa skýli sem stendur á lóðinni Sjávarborg lóð (145957) og er yfir holu nr. BM-09, ásamt því að byggja nýtt borholuskýli. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 20 ágúst 2012.

21.Borgarmýrar (143926) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1205196Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Páls Pálssonar veitustjóra, f.h. Skagafjarðarveitna kt. 691097-2509, dagsett 18. maí 2012. Umsókn um leyfi til að rífa skýli sem standa á virkjanasvæði fyrirtækisins í Borgarmýrum (143926) á Sauðárkróki og eru yfir borholum nr. nr. BM-10, BM-11, BM-12, og BM-13, ásamt því að byggja ný borholuskýli. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 20 ágúst 2012.

22.Ytri-Hofdalir 146411 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1207134Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Halldórs Jónssonar kt. 080446-2419 dagsett 18. júlí 2012. Umsóknin um leyfi til að byggja frístundahús á byggingarreit sem samþykktur var á 235. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar þann 15. júní sl. á jörðinni Ytri-Hofdalir með landnúmerið 146411 í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 27.07.2012.

Fundi slitið - kl. 14:48.