Fara í efni

Áskorun til sveitarfélagsins um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 1208047

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 600. fundur - 22.08.2012

Lagðar fram áskoranir frá íbúum í fyrrum Lýtingsstaðahreppi, þar sem skorað er á sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar að sýna kjark og taka aðalskipulag sveitarfélagsins til endurskoðunar þar sem Blöndulína 3 verði tekin út af aðalskipulagi sem loftlína og þess í stað lögð í jörð. Þannig eru neikvæð áhrif framkvæmdarinnar lágmörkuð og þjóðhagsleg hagkvæmni hámörkuð.
Byggðarráð vísar í eftirfarandi bókun frá 290. fundi sveitarstjórnar þann 23. maí 2012:
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur kynnt sér frummatsskýrslu Landsnets vegna Blöndulínu 3. Í skýrslunni eru tvær leiðir metnar þó svo að á fyrri stigum máls hafi sveitarstjórn bent á aðra möguleika í leiðarvali og framkvæmdakosti, svo sem að leggja línu í jörð, í að minnsta hluta til, aðrar stauragerðir loftlína, frekari rökstuðning fyrir áætluðu spennustigi og fleiri þætti sem krefðust meiri umfjöllunar. Því miður eru þeir, og aðrir kostir í leiðarvali ekki metnir með fullnægjandi hætti í umræddri skýrslu.

Sveitarstjórn áréttar ennfremur að við undirbúning og vinnu að línulögninni sé tekið ríkt tillit til hagsmuna heimamanna og skoðað hvort og þá með hvaða hætti hægt er að koma til móts við kröfur um línulögn í jörð að hluta til og er í því vísað til þingskjals 748 frá 1. febrúar 2012 um skipun nefndar á vegum iðnaðar- og umhverfisráðuneytisins sem móta á stefnu um lagningu raflína í jörð. Óráðlegt er að taka afstöðu til leiðarvals og málsins á meðan nefndin hefur ekki skilað niðurstöðu. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að setja skilyrði fyrir lagningu Blöndulínu 3 hvað varðar leiðarval, og framkvæmdakosti , þar með talið að raflína verði að hluta til lögð í jörð.

Stefán Vagn Stefánsson,
Bjarki Tryggvason,
Sigríður Magnúsdóttir,
Þórdís Friðbjörnsdóttir,
Bjarni Jónsson,
Jón Magnússon,
Sigríður Svavarsdóttir,
Guðrún Helgadóttir
Sigurjón Þórðarson."

Byggðarráð áréttar jafnframt að sveitarstjórnarmenn hafa gert skýlausa kröfu til stjórnar og forsvarsmanna Landsnets að skoðaðir verði að fullri alvöru aðrir valkostir um legu Blöndulínu 3 svo sem með jarðstrengjum og öðrum línuleiðum. Þessir valkostir verða meðal annars teknir til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun nýsamþykkts aðalskipulags.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 292. fundur - 29.08.2012

Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 238. fundur - 04.10.2012

Lagðar fram til kynningar áskoranir frá íbúum í fyrrum Lýtingsstaðahreppi, þar sem skorað er á sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar að taka aðalskipulag sveitarfélagsins til endurskoðunar þar sem Blöndulína 3 verði tekin út af aðalskipulagi sem loftlína og þess í stað lögð í jörð. Framangreind erindi voru til umfjöllunar á fundi Byggðarráðs 23. ágúst sl. og á fundi Sveitarstjórnar 29. ágúst.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 294. fundur - 24.10.2012

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.