Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

415. fundur 22. september 2021 kl. 16:15 - 16:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 2. varam.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 1. varam.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit að taka fyrir með afbrigðum: 171. fund fræðslunefndar frá 21. septemmber, 982. fund byggðarráðs frá 22. september, og mál nr 2109204 "Tillaga um brennsluofn, söfnun dýrahræja og gjaldskrá fyrir búfjárhald".
Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 977

Málsnúmer 2108009FVakta málsnúmer

Fundargerð 977. fundar byggðarráðs frá 18. ágúst 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 977 Lagðar fram frumniðurstöður jarðvegsrannsóknar Verkís sem framkvæmdar voru dagana 28.-30. júní 2021, vegna olíumengunar frá bensínstöð N1, Suðurbraut 9, Hofsósi.
    Byggðarráð samþykkir að leita til verkfræðistofunnar Eflu um mat á stöðunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 977. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 977 Lagt fram fundarboð um aðalfund Norðurár bs., þann 2. september 2021 í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð.
    Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 977. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 977 Byggðarráð samþykkir að skipa Álfhildi Leifsdóttur, Jóhönnu Ey Harðardóttur, Gísla Sigurðsson, Ingu Huld Þórðardóttur og Sigfús Inga Sigfússon í verkefnahóp með fulltrúum Akrahrepps vegna hugsanlegrar sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 977. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 977 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. ágúst 2021, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fundarboð á fjarfund þann 20. ágúst 2021, með fulltrúum sambandsins og Vegagerðarinnar. Tilefni fundarins er að kynna skýrslu starfshóps um skil á þjóðvegum í þéttbýli til sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 977. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 978

Málsnúmer 2108016FVakta málsnúmer

Fundargerð 978. fundar byggðarráðs frá 28. ágúst 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 978 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. ágúst 2021 frá Eflu verkfræðistofu, varðandi mat á tillögum frá Verkís um mögulegar hreinsunaraðgerðir á Hofsósi vegna bensínleka frá bensínstöð N1.
    Byggðarráð samþykkir að senda álit Eflu á tillögum á hreinsunaraðgerðum til N1 og leggur áherslu á að fyrirtækið hafi náið samráð við fasteignaeigendur um fyrirhugaðar aðgerðir og að þeim verði lokið fyrir vetrarbyrjun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 978. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 978 Lagt fram bréf dagsett 2. júlí 2021 frá Kaupfélagi Skagfirðinga varðandi sérstakt framlag Kaupfélags Skagfirðinga við samfélagsleg verkefni í Skagafirði. Stjórn Kaupfélags Skagfirðinga bókaði svo á fundi sínum þann 1. júlí s.l.:
    Kaupfélag Skagfirðinga samþykkir að leggja fram 200 milljónir króna á næstu tveim árum til samfélagslegra verkefna í Skagafirði.
    Þessar 200 milljónir eru hugsaðar sem stuðningur við verkefni á vegum sveitarfélaga í Skagafirði, sem ætluð eru til að bæta búsetugæði í héraði, meðal annars með því að leggja og bæta göngustíga, malbika sérstök svæði, fjölga útivistarsvæðum, byggja upp skíðasvæðið í Tindastóli, bæta félagsaðstöðu íbúa og margt annað er varðar umhverfi og búsetugæði.
    Með þessu meðal annars, vill fyrirtækið undirstrika samfélagslega ábyrgð sína og skapa sem bestar aðstæður og umhverfi fyrir íbúa Skagafjarðar.
    Af hálfu Kaupfélags Skagfirðinga verða í samráðshóp varðandi verkefnið: Stjórnarformaður KS, varaformaður KS og ritari stjórnar KS. Auk þess kaupfélagsstjóri, aðstoðarkaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri FISK-Seafood.
    Byggðarráð samþykkir að fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samráðshópnum verði fulltrúar byggðarráðs og sveitarstjóri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 978. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 978 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. ágúst 2021 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 157/2021, "Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis". Umsagnarfrestur er til og með 01.10.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 978. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 978 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. ágúst 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 154/2021, "Drög að reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana". Umsagnarfrestur er til og með 03.09.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 978. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 979

Málsnúmer 2108019FVakta málsnúmer

Fundargerð 979. fundar byggðarráðs frá 1. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 979 Á fund byggðarráðs komu Sigurður Bjarni Rafnsson og Sigurður Hauksson til viðræðu um málefni skíðadeildar Tindastóls. Bókun fundar Afgreiðsla 979. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • 3.2 2108270 Fundarbeiðni
    Byggðarráð Skagafjarðar - 979 Lagðar fram ályktanir félagsfundar Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar þann 27. ágúst 2021. Einnig tölvupóstur dagsettur 29. ágúst s.l þar sem óskað var eftir að fá að ræða stöðu fiskmarkaðsmála á Sauðárkróki og Hofsósi við byggðarráð. Fulltrúar félagsins, Magnús Jónsson, Steindór Árnason og Þorvaldur Steingrímsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 979. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 979 Undir þessum dagskrárlið sat Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Málið áður á dagskrá 975. fundar byggðarráðs þann 29. júlí 2021. Þar var sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að ráðast í gerð verðfyrirspurnar vegna framkvæmdar leikskólalóðar við nýjan leikskóla á Hofsósi á grundvelli þeirrar hönnunar sem unnin hefur verið. Því miður bárust engin tilboð í verkið en verið er að leita leiða til þess að leikskólinn geti hafið starfsemi síðar í haust.
    Bókun fundar Afgreiðsla 979. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 979 Lagt fram bréf dagsett 3. ágúst 2021 frá Sveitarfélaginu Skagafirði til umhverfis- og auðlindaráðherra varðandi beiðni um gerð hættumats fyrir þéttbýlið í Varmahlíð í Skagafirði og að jafnframt gert verði hættumat innan þéttbýlismarka Sauðárkróks. Óskað er eftir því við umhverfis- og auðlindaráðherra að skipun hættumatsnefndar verði hraðað og jafnframt að áréttað verði við nefndarmenn að flýta því að meta umrætt svæði í Varmahlíð, meðal annars með tilliti til þess hvort sá frágangur sem fyrirhugað er að ráðast í þjóni þeim tilgangi að varna frekara tjóni. Stefnt er að því að halda íbúafund í Varmahlíð þegar niðurstaða berst frá nefndinni. Bókun fundar Afgreiðsla 979. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • 3.5 2103337 Afskriftabeiðnir
    Byggðarráð Skagafjarðar - 979 Lögð fram afskríftarbeiðni nr. 202108251405102, dagsett 25. ágúst 2021 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, vegna fyrndra þing- og sveitarsjóðsgjalda. Heildarfjárhæð gjalda er 355.533 kr. með dráttarvöxtum. Bókun fundar Afgreiðsla 979. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 979 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. ágúst 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 160/2021, "Breyting á reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum". Umsagnarfrestur er til og með 31.08.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 979. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 979 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar til júní 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 979. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 979 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 19. ágúst 2021 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra til stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga, (nr. 1467 í sjóðaskrá) þar sem fram kemur að embættið hefur ákveðið að leggja sjálfseignarstofnunina niður. Bókun fundar Afgreiðsla 979. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 981

Málsnúmer 2109009FVakta málsnúmer

Fundargerð 981. fundar byggðarráðs frá 15. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 981 Lagður fram viðauki númer 5 við fjárhagsáætlun ársins 2021. Lagt er til að rekstrarfé eignasjóðs verði hækkað um 6,5 mkr. og handbært fé lækkað um samsvarandi fjárhæð.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar síðar á dagskránni, "Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 981 Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
    Byggðarráð samþykkir að verja 6,5 mkr. til hreinsunar á skíðasvæðinu í Tindastóli eftir jarðvegsskriðu sem féll þar í sumar. Sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að koma verkinu í framkvæmd og hafa eftirlit með því. Sveitarstjóra einnig falið að gera viðauka við rekstrarsamning um skíðasvæðið við skíðadeild Tindastóls, vegna þessa verks.
    Bókun fundar Afgreiðsla 981. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 981 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að tryggja að endurskoðun á reglum og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðu, varnarlínu búfjár, bótafyrirkomulag vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar og regluverk dýraheilbrigðis, verði lokið hið allra fyrsta. Tilkynnt var að þessi vinna væri hafin 11. nóvember á síðasta ári og var henni ætlað að vera lokið um mitt ár 2021. Byggðarráð kallar eftir því að í nýjum reglum verði haft til hliðsjónar að tryggja þurfi bætur fyrir alla þætti sem leiða af niðurskurði vegna riðuveiki og hreinsun, m.a. efniskostnað, vinnuliði og raunverulegan kostnað við kaup á nýjum bústofni, auk tekjuskerðingar sem fylgir í kjölfar niðurskurðar.
    Byggðarráð leggur enn fremur áherslu á að verkferlar við samningagerð þurfi að vera skýrir og eðlilegast að samningar liggi fyrir áður en niðurskurður fer fram.
    Þá kallar byggðarráð eftir því að aukinn kraftur verði settur í rannsóknir og leit að verndandi arfgerð gegn riðu í íslenska sauðfjárstofninum og stuðningur við DNA-greiningar efldur með það að markmiði að auka tíðni lítið næmrar arfgerðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að sveitastjórn taki undir bókun byggðarráðs. Samþykkt með níu atkvæðum.

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að tryggja að endurskoðun á reglum og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðu, varnarlínu búfjár, bótafyrirkomulag vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar og regluverk dýraheilbrigðis, verði lokið hið allra fyrsta. Tilkynnt var að þessi vinna væri hafin 11. nóvember á síðasta ári og var henni ætlað að vera lokið um mitt ár 2021. Byggðarráð kallar eftir því að í nýjum reglum verði haft til hliðsjónar að tryggja þurfi bætur fyrir alla þætti sem leiða af niðurskurði vegna riðuveiki og hreinsun, m.a. efniskostnað, vinnuliði og raunverulegan kostnað við kaup á nýjum bústofni, auk tekjuskerðingar sem fylgir í kjölfar niðurskurðar. Byggðarráð leggur enn fremur áherslu á að verkferlar við samningagerð þurfi að vera skýrir og eðlilegast að samningar liggi fyrir áður en niðurskurður fer fram. Þá kallar byggðarráð eftir því að aukinn kraftur verði settur í rannsóknir og leit að verndandi arfgerð gegn riðu í íslenska sauðfjárstofninum og stuðningur við DNA-greiningar efldur með það að markmiði að auka tíðni lítið næmrar arfgerð

    Afgreiðsla 981. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 981 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Málið áður á dagskrá byggðarráðs þann 1. september 2021.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar undrast svar sem barst frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 13. september 2021, við erindi sveitarfélagsins dags. 3. ágúst 2021, þar sem óskað var eftir gerð hættumats fyrir Varmahlíð í Skagafirði og fyrir svæði innan þéttbýlisins á Sauðárkróki. Í svari ráðuneytisins lítur það svo á að leggja verði til grundvallar að með hugtakinu ofanflóð í lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum sé átt við hvers konar fall eða flóð efnis úr fjöllum, aurskriður, grjóthrun, snjó- og krapaflóð af náttúrulegum ástæðum. Þannig verði að vera um að ræða snjóflóð eða skriðufall sem fyrst og fremst verði rakið til náttúruafla. Síðar í svari ráðuneytisins segir samt sem áður að þörf sé á "að kanna betur uppruna grunnvatnsins [í Varmahlíð] og leitast við að beina því frá jarðefnafyllingum og öðrum mannvirkjum". Í minnisblaði Veðurstofu Íslands, sem fylgir svarbréfi ráðuneytisins, er jafnframt staðfest að vatn spretti víða fram í hlíðum Reykjarhóls og að mikið vatn hafi seitlað inn í skurð sem grafinn var í efri vegkanti Norðurbrúnar, ofan skriðunnar sem féll í júní sl., um malarlag sem liggur undir um 1 m þykkum jökulruðningi. Uppruni þessa vatns hefur enn ekki verið að fullu skýrður að sögn Veðurstofunnar en eftir sem áður er það talið hafa mikil áhrif á frekari skriðuhættu í Varmahlíð sem og stæðni mannvirkja.
    Byggðarráð telur röksemdafærslu ráðuneytisins fyrir höfnun ekki standast. Undrast ráðið að ráðuneytið hafi tekið að sér hlutverk hættumatsnefndar og framkvæmt sitt eigin hættumat. Telur ráðið fullt tilefni til þess að athugaður verði undirbúningur ráðuneytisins á þeirri ákvörðun og lögmæti hennar. Er sveitarstjóra falið að leita liðsinnis lögmanns sveitarfélagsins í þeim efnum og að fá ráðuneytið til þess að endurupptaka málið og afgreiða að nýju.
    Byggðarráð þakkar sveitarstjóra upplýsingar um aðgerðir til þess að treysta þau svæði sem næst eru því svæði þar sem aurskriða féll í Varmahlíð í sumar og leggur áherslu á áframhaldandi rannsóknir á svæðinu m.t.t. skriðuhættu og aðgerðir til þess að treysta byggðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 981. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 981 Lögð fram til kynningar skýrsla sem unnin var fyrir N1 hf. af verkfræðistofunni Verkís, um niðurstöður jarðvegsrannsókna og tillögur að úrbótaáætlun vegna mengunaróhappsins á Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 981. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 982

Málsnúmer 2109017FVakta málsnúmer

Fundargerð 982. fundar byggðarráðs frá 22. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 5.1 2109217 Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum
    Byggðarráð Skagafjarðar - 982 Lagt fram bréf dagsett 17. september 2021 frá Sambandi sveitarfélaga til allra sveitarfélaga varðandi innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum, stuðningsverkefni frá hausti 2021 til vors 2022. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum á grundvelli verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög sem kom út í maí 2021. Umsókn um þátttöku skal hafa borist fyrir 15. október n.k. og styðjast við samþykkt sveitarstjórnar.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um þátttöku í verkefninu. Einnig samþykkir byggðarráð að fulltrúar sveitarfélagsins verði Gísli Sigurðsson formaður byggðarráðs og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 982. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • 5.2 2109152 Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2021
    Byggðarráð Skagafjarðar - 982 Lögð fram beiðni um viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2021. Í viðaukanum eru gerðar leiðréttingar á efnahagsliðum áætlunar 2021 með tilliti til niðurstöðu ársreiknings 2020. Fjárfestingaliður eignasjóðs er hækkaður um 220.775 þkr. og fjárfestingar hafnarsjóðs eru auknar um 96 mkr. Rekstrarfjármagn hækkað til Skagafjarðarveitna-hitaveitu vegna ljósleiðaraverkefnis um 53.610 þkr. og styrktartekjur vegna verkefnisins hækkaðar um 57.600 þkr. Gert er ráð fyrir að fjármagna viðaukann með langtímalántöku að fjárhæð 160 mkr. og lækkun handbærs fjár um 100.285 þkr.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar síðar á dagskránni, "Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2021" Samþykkt samhljóða.
  • 5.3 2011092 Sorphreinsun í Skagafirði - útboð 2021 - Efla
    Byggðarráð Skagafjarðar - 982 Málið áður á dagskrá 973. fundi byggðarráðs þann 7. júlí 2021.
    Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til þess að ganga til samninga við Ómar Kjartansson um kaup á Flokku ehf. í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 982. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • 5.4 2102303 Framkvæmdir og viðhald 2021
    Byggðarráð Skagafjarðar - 982 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti verkstöðu fjárfestinga og viðhaldsverkefna hjá sveitarfélaginu og stofnunum. Bókun fundar Afgreiðsla 982. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • 5.6 2109160 Fjármálaráðstefna 2021
    Byggðarráð Skagafjarðar - 982 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 15. september 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2021 sem verður haldin dagana 7.-8. október n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 982. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • 5.7 2109182 Ársfundur Jöfnunarsjóðs
    Byggðarráð Skagafjarðar - 982 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 15. september 2021 samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þann 6. október n.k. Til fundarins eru boðaðir framkvæmdastjórar sveitarfélaga eða staðgenglar þeirra og fulltrúar samtaka sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 982. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.

6.Félags- og tómstundanefnd - 292

Málsnúmer 2108014FVakta málsnúmer

Fundargerð 292. fundar félags- og tómstundanefndar frá 1. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 292 Tillaga að fundardögum félags- og tómstundanefndar fram að páskum lögð fram. Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 292 Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Smára með ósk um að fá meiri tíma í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Reynt verður af fremsta megni að koma til móts við félagið innan þess fjárhagsramma sem við höfum nú. Að öðru leyti er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 292 Þann 31. ágúst 2021 höfðu 17 beiðnir um framlengingu á gildirtíma árskort í sund, vegna lokana á árinu 2020 vegna Covid-19, verið afgreiddar.
    Árið 2019 voru 49 árskort seld í sundlaugum sveitarfélagsins og 47 á árinu 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 292 Lagt fram minnisblað um þær framkvæmdir sem verið hafa í gangi í málaflokki 06. Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 292 Lagt fram minnisblað um fjölda þeirra sem fengið hafa styrki úr sérstöku verkefni sem Félagsmálaráðuneytið setti á stofn og ber heitið ,,Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum". Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 292 Lagt fram erindi frá Landssamtökum hjólreiðamanna þar sem íbúar eru hvattir til að nýta sér annan ferðamáta en einkabílinn. Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 292 Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.

7.Fræðslunefnd - 170

Málsnúmer 2108015FVakta málsnúmer

Fundargerð 170. fundar fræðslunefndar frá 30. ágúst 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 170 Lögð fram tillaga að fundardögum fræðslunefndar fram til páska 2022. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 170 Lögð fram til kynningar skýrsla um styrkingu leikskólastigsins sem afrakstur nefndar sem menntamálaráðherra skipaði. Í skýrslunni eru margar tillögur sem miða að því að bæta starfsumhverfi leikskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 170 Kynnt var staða biðlista í leikskólum í Skagafirði. Vænst er að hægt verði að leysa úr biðlistum um áramót á öllum stöðum. Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalista leggur fram eftirfarandi bókun við lið 3 og 4 í dagskrá fundarins: Mikilvægt er að leikskólarými í sveitarfélaginu sé í takt við húsnæðisáætlanir. Í nútíma samfélagi er daggæsla barna forsenda fyrir blómlegu atvinnulífi, því hvet ég til þess að settur verði meiri þungi í framkvæmdir við leikskólahúsnæði í Skagafirði og hægt verði að bjóða foreldrum daggæslurými að loknu barneignarorlofi. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 170 Lagt fram til kynningar minnisblað um stöðu framkvæmda í leik- og grunnskólum í Skagafirði. Fræðslunefnd samþykkir að þær úttektir og skýrslur sem liggja fyrir um starfsumhverfi leikskóla verði sendar byggðarráði til kynningar. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað: "Á fundi fræðslunefndar í mars sl. var kynnt að leikskólinn Tröllaborg myndi opna í nýju húsnæði haustið 2021. Nú er ljóst að það mun takast í fyrsta lagi í lok október, byrjun nóvember 2021. Leikskólaráð minnti á lóðamál vorið 2020 og foreldrafélag ítrekaði það í mars og maí 2021. Samt sem áður er fyrst nú verið að hefja framkvæmdir og ljóst að þeim mun ekki ljúka fyrr en sumarið 2022. Sökum stöðu mála viljum við ítreka að þessari vinnu verði flýtt eins og kostur er t.d. með tilliti til þrifa og flutninga og jafnvel kanna hvort hægt sé að ljúka framkvæmdum á hluta lóðar". Axel Kárason, fulltrúi Framsóknarflokks og Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks óska bókað: "Fulltrúar meirihluta í fræðslunefnd harma seinagang í frágangi á lóð við nýja leikskólabyggingu á Hofsósi. Síðastliðin ár hefur það tíðkast að leita til verktaka í héraði/nærsvæði í framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins. Er þá horft til þess að nýta þær framkvæmdar til að efla fyrirtæki í héraði. Gallinn við það fyrirkomulag er sá, að það geti komið fyrir að erfitt sé að fá þá verktaka sem í boði eru, og verk tefjist fram úr hófi. Það er því miður raunin á Hofsósi að svo stöddu, og harmar meirihlutinn þessa stöðu en fagnar að unnið sé að lausnum". Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og ítrekar bókun fulltrúa Vg í nefndinni.

    "Á fundi fræðslunefndar í mars sl. var kynnt að leikskólinn Tröllaborg myndi opna í nýju húsnæði haustið 2021. Nú er ljóst að það mun takast í fyrsta lagi í lok október, byrjun nóvember 2021. Leikskólaráð minnti á lóðamál vorið 2020 og foreldrafélag ítrekaði það í mars og maí 2021. Samt sem áður er fyrst nú verið að hefja framkvæmdir og ljóst að þeim mun ekki ljúka fyrr en sumarið 2022. Sökum stöðu mála viljum við ítreka að þessari vinnu verði flýtt eins og kostur er t.d. með tilliti til þrifa og flutninga og jafnvel kanna hvort hægt sé að ljúka framkvæmdum á hluta lóðar".
    Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.

    Axel Kárason tók til máls og ítrekar eftirfarandi bókun frá fundi nefndarinnar.
    Fulltrúar meirihluta í fræðslunefnd harma seinagang í frágangi á lóð við nýja leikskólabyggingu á Hofsósi. Síðastliðin ár hefur það tíðkast að leita til verktaka í héraði/nærsvæði í framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins. Er þá horft til þess að nýta þær framkvæmdar til að efla fyrirtæki í héraði. Gallinn við það fyrirkomulag er sá, að það geti komið fyrir að erfitt sé að fá þá verktaka sem í boði eru, og verk tefjist fram úr hófi. Það er því miður raunin á Hofsósi að svo stöddu, og harmar meirihlutinn þessa stöðu en fagnar að unnið sé að lausnum".

    Álfhildur Leifsdóttir tók til máls öðru sinni, þá Gísli Sigurðsson.

    Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 170 Lögð fram tillaga að uppfærðum viðmiðunarreglum um flýtingu eða seinkun barns á skilum leik- og grunnskóla. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar síðar á dagskránni, "Viðmiðunarreglur um flýtingu og seinkun barns á skilum leik - og grunnskóla. Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd - 170 Lagðar fram til kynningar sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna fyrir skólaárið 2020-2021. Fræðslunefnd fagnar góðri vinnu skólanna við framkvæmd innra mats á skólastarfi. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 170 Lagðar fram til kynningar ársskýrslur grunnskólanna fyrir skólaárið 2020-2021. Fræðslunefnd þakkar fyrir góðar ársskýrslur grunnskólanna. Þær innihalda mikla samantekt um það fjölbreytta skólastarf sem fram fer í grunnskólum héraðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 170 Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 171

Málsnúmer 2109011FVakta málsnúmer

Fundargerð 171. fundar fræðslunefndar frá 21. September 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 171 Lagðar fram tölur um fjölda nemenda í leik-, grunn- og tónlistarskóla fyrir skólaárið 2021-2022. Nemendur leikskóla í Skagafirði eru samtals 228 (voru 244) og nemendur í grunnskóla 539 (voru 550). Nemendum tónlistarskóla fjölgar úr 128 í 146. Tekið er fram að þessar tölur kunna að breytast lítillega. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 171 Lögð fram bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 171 Eitt mál tekið fyrir, sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.

9.Landbúnaðarnefnd - 221

Málsnúmer 2108007FVakta málsnúmer

Fundargerð 221. fundar landbúnaðarnefndar frá 17. ágúst 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 221 Fulltrúar úr fjallskilanefnd Seyluhrepps - úthluta, komu til fundar til að ræða framtíðarfyrirkomulag rétta á svæðinu m.t.t. sauðfjárveikivarna.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að afnema Grófargilsrétt sem skilarétt í úthluta Seyluhrepps. Fjallskilanefndinni er falið að sjá um endurbyggingu réttarinnar í samvinnu við landeigendur Grófargils. Fyrir liggur framlag til efniskaupa til uppbyggingar Grófargilsréttar. Unnið verði að uppbyggingu réttaraðstöðu á Skarðsá ef tilskilin leyfi fást frá Skarðsárnefnd. Landbúnaðarnefnd skoðar fjárstuðning þegar fjárhagsáætlun framkvæmdarinnar liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 221 Lagt fram bréf dagsett 5. ágúst 2021 frá Þórði Pálssyni, dýraeftirlitsmanni Matvælastofnunar þar sem farið er fram á það að landbúnaðarnefnd endurskoði þann fjölda hrossa sem búfjárleyfi sem veitt var Gunnari Jóni Eysteinssyni á Hofsósi þann 5. september 2016 gefur leyfi til. Einnig lagt fram minnisblað frá Landgræðslunni, dagsett 10. ágúst 2021 sem og bréf frá sveitarfélaginu dagsett 12. ágúst 2021, þar sem Gunnari er tilkynnt um að honum sé ekki lengur heimilt að beita opin svæði sveitarfélagsins á Hofsósi.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að segja upp gildandi búfjárleyfi fyrir 47 hross, með ársfyrirvara, þannig að leyfið fellur úr gildi þann 15. september 2022. Landbúnaðarnefnd bendir á að hægt er að sækja um nýtt búfjárleyfi á uppsagnartímanum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 221 Lögð fram umsókn dagsett 11. ágúst 2021, frá Sævari Björnssyni, kt. 290572-4959, Austurgötu 5, Hofsósi um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði. Sótt er um leyfi fyrir 10 kindum.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir umbeðnum fjölda.

    Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 221 Lagður fram til kynningar ársreikningur Upprekstrarfélags Eyvindarstaðaheiðar fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 221 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.

10.Skipulags- og byggingarnefnd - 411

Málsnúmer 2109004FVakta málsnúmer

Fundargerð 411. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 9. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 411 Anna Bragadóttir, Verkfræðistofunni Eflu og Arnar Birgir Ólafsson, Teiknistofa Norðurlands sitja þennan lið fundar gegnum fjarfundarbúnað. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 25. ágúst sl. Anna leggur fram uppfærða tillögu að deiliskipulagi fyrir 15 íbúðalóðir við Birkimel í Varmahlíð, til suðurs, auk tillögu, greinargerð dags. 07.07.2021. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Nýtingarhlutfall lóða á bilinu 0,30 til 0,40. Þá er gert er ráð fyrir stækkun íbúðasvæðisins til vesturs og suðurs í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar síðar á dagskránni, "Birkimelur í Varmahlíð - Deiliskipulag íbúðabyggðar. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 411 Erna Geirsdóttir f.h. íbúa við Laugaveg í Varmahlíð leggur fram óundirritað erindi dags. 30.8.2021 þar sem fram kemur ósk um breitt götuheiti og málvenjur og að gatan fái heitið Laugarvegur.
    2. júlí s.l. var birt aðsend grein í Feyki frá Rúnari Birgi Gíslasyni fyrrum íbúa við Laugaveg þar sem fram kemur að götuheitið Laugavegur í Varmahlíð væri rangt og Laugarvegur væri hið rétta. Skoraði Rúnar Birgir á Sveitarfélagið Skagafjörð að leiðrétta það þar sem við ætti s.s. hjá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og víðar. Einnig benti hann á að á heimasíðu sveitarfélagsins mætti sjá þau spor að gatan væri ekki alltaf réttnefnd. Starfsfólks Héraðsskjalasafns Skagfirðinga las í gegnum fundargerðarbækur Byggingarnefndar og Hreppsnefndar Seyluhrepps sem varðveittar eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. í fundargerð Byggingarnefndar 13. maí 1980 var tekið fyrir mál vegna götunafna í Varmahlíðarhverfi. Þar bókað að gata frá hóteli að Úthlíð heiti Grundargata - frá suðri til norðurs. Ætla má að þar sé fyrsta tillaga að nafni á götuna sem ber nú nafnið Laugavegur. Í fundargerðarbók hreppsnefndar frá 14. maí 1980 er fallið frá ákvörðun byggingarnefndar um að nefna götuna Grundargata og er samþykkt í hreppsnefnd að nefna götuna Laugaveg. Í fundargerð byggingarnefndar frá 27. nóvember 1984 er tekið fyrir erindið: Bréf frá íbúum Laugavegs. í öllum fundargerðum umræddar bókar sem eftir koma á árunum 1984-1990 er alltaf talað um lóðir og byggingar við Laugaveg. Aldrei kemur fram nafnið Laugarvegur. Á skipulagsuppdrætti samþykktum af hreppsnefnd Seyluhrepps 11.03.1997 og Skipulagsstjóra ríkisins eru götunöfn Varmahlíðar skráð og gatan þar skrifuð Laugavegur. Að framangreindu virtu hafnar Skipulags- og byggingarnefnd umbeðinni nafnbreytingu götunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 411 Ingibjörg Anna Kristjánsdóttir kt. 280654-2999 eigandi íbúðar með fasteignanúmerið F2131759 sem er í fjöleignahúsi og stendur á lóð númer 10 við Hólaveg á Sauðárkróki sæki um leyfi til að gera bílastæði á sérnotafleti eignarinnar, (sunnan húss). Fram kemur í umsókn að eigandi íbúðar með fasteignanúmerið F2131760 sem er séreign í framangreindi fjöleignahúsi hafi kynnt sér framlögð gögn og geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd. Þá liggur fyrir umsögn eiganda einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 12 við Hólaveg þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 411 Ragna Hrund Hjartardóttir kt.211169-4789, Elvar Hólm Hjartarson kt.141068-5209, Hjörtur Sævar Hjartarson kt.261161-3549 og Stefanía Sigfúsdóttir kt.310502-3240 þinglýstir eigendur jarðarinnar Hólmagrund, landnúmer 229776, óska eftir heimild til að stofna 43,05 ha spildu úr landi jarðarinnar. Sótt er um að útskipt spilda fái heitið „Vallholt“. Framlagður afstöðuuppdráttur nr. S01 í verki 724407 dagsettur. 11. ágúst 2021 gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Fyrir landskipti er Hólmagrund, L229776, 61,1 ha að stærð. Eftir landskiptin verður Hólmagrund, L229776, 18,05 ha að stærð. Útskipt spilda „Vallholt“ verður 43,05 ha að stærð. Heiti útskiptrar spildu vísar í nærliggjandi örnefni og landheiti. Fram kemur í umsókn að engin hlunnindi fylgi landskiptunum. Engin mannvirki eru skráð á útskipta spildu. Hólmagrund L229776, er ekki lögbýli skv. Lögbýlaskrá 2020. Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skerða ekki landbúnaðarsvæði. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 411 Ragna Hrund Hjartardóttir kt.211169-4789 fh. Hvítu villunnar ehf. kt. 580314-0660 sem er eigandi Hellulands land I. L222955 óska eftir leyfi til að breyta heiti landsins og að nýtt landheiti verði Ásgrímsbakki. Umrætt land liggur innan eða að gömlu eyðibýli sem ekki hefur tilgreind landamerki og ber heitið Ásgrímsstaðir. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 411 Birgir Bragason kt. 040664-3869 og Sveinbjörg Þóra Ragnarsdóttir kt. 170266-4399 lýsa yfir áhuga á að fá úthlutað frístundahúsalóðinni Steinsstaðir lóð nr. 4, L 222091. Óska þau upplýsinga varðandi verð lóðar ásamt tengigjöldum veitna og tímaramma varðandi byggingarhraða.
    Nefndin þakkar sýndan áhuga á lóðinni. Þá bendir nefndin á að vinna hefur verið í gangi varðandi hönnun veitustofna og leggur nefndin til að þeirri vinnu verði hraðað sem kostur er. Stefnt er á að auglýsa lóðir til úthlutunar á fyrri hluta árs 2022 í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 411 Varðar grenndarkynningu vegna Gilstúns 1-3 á Sauðárkróki þar sem sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi . 21.október 2020, að grenndarkynna tillögu, sbr. bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 14. október 2020. Byggingarfulltrúi vísar byggingarleyfisumsókn ásamt framlögðum uppdráttum til nefndarinnar á grundvelli 10. gr laga nr. 160/2010 um mannvirki þar sem breyting hefur verið gerð á þeim uppdráttum sem lagðir voru fram með framangreindri grenndarkynningu og varðar breytingin vegghæð hússins þar sem útveggir eru hækkaðir um 17 til 40 sentimetra. Fylgjandi byggingarleyfisumsókn og framlögðum uppdráttum eru yfirlýsingar þeirra lóðarhafa sem grenndarkynnt var fyrri tillaga. Í yfirlýsingum kemur fram að ekki séu gerðar athugasemdir við framlagða breytta uppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breyttar vegghæðir og vísar erindinu að öðru leiti til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 411 Málið áður á dagskrá nefndarinnar 1. Júní sl., þá m.a. bókað.“ Ásbjörn Óttarsson kt. 161162-2809, leggur fram tillögu, með ósk um að fá heimild til að stækka lóð og byggingarreit 8m til norður, inn í skilgreint opið svæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skv. meðfylgjandi tillögu, unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við aðila máls.“ Nefndin hafnar umbeðinni lóðarstækkun til norðurs þar sem umbeðin stækkun lóðar liggur inn á svæði sem samkvæmt upphaflegu skipulagi er skilgreint sem útivistar og leiksvæði. Nefndin áréttar að ekki standi til að gera breytingar hvað varðar notkun eða afmörkun svæðisins. Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 411 3. júní sl. sækja Sólveig B Fjólmundsdóttir kt. 180479-4309 og Rúnar Skarphéðinn Símonarson kt. 300873-4729 um stækkun lóðarinnar númer 22 við Gilstúni. Sótt er um 8-10 metra stækkun til vestur, að Iðutúni vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við einbýlishús sem stendur á lóðinni. Þá er óskað samtals varðandi endanlega stærð stækkunar sem og frágang á því svæði sem eftir mun standa. Jafnframt er óskað eftir því að erindið verði tekið fyrir sem fyrst vegna undirbúning framkvæmda. Nefndin hafnar umbeðinni lóðarstækkun til vesturs þar sem umbeðin stækkun lóðar liggi inn á svæði sem samkvæmt upphaflegu skipulagi er skilgreint útivistar og leiksvæði. Nefndin áréttar að ekki standi til breytingar hvað varðar notkun eða afmörkun svæðisins. Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 411 Ætla má að aukin jarðgerð á eigin úrgangi Steinullar hf. á Sauðárkróki falli undir B-flokk samkvæmt viðauka 1. sbr. lög nr. 106/2000 þar sem hámarksmagn efnis í jarðgerð getur farið úr tæpum 500 tonnum á ári í allt að 1.000 tonn á ári. Í fyrirspurn um matsskyldu er gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Steinullarvinnslan er háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar samkvæmt reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
    Þá kemur fram að framkvæmdin feli í sér jarðgerð á afmörkuðum efnisþáttum á eigin úrgangi verksmiðjunnar. Jarðgerðin fari fram á áður fullmótaðri lóð Steinullar. Engar viðbótar byggingar eða mannvirki eru reist vegna þessa.
    Sigvatn frá efnishaug sé allt nýtt í framleiðsluferli verksmiðjunnar. Reynsla af jarðgerð í minni skala sé
    góð og lykt lítil. Lyktarmengun frá jarðgerðinni sambærileg eða minni en áður. Afurðin er steinullarmolta sem hefur verið skráð sem jarðvegsbætandi efni hjá Matvælastofnun.
    Aukin jarðgerð á eigin úrgangi Steinullar hf. hefur óveruleg áhrif á umhverfið.
    Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Sú ályktun byggð á ofangreindu og sbr. 2. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 411 Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála móttekið 30. ágúst sl.,
    Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dagsett 27. ágúst sl. þar sem kærð er ákvörðun Skipulags- og byggingarnefndar frá 28. júlí sl., Þar sem skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytingu lóðarinnar númer 5 við Melatún á Sauðárkróki og að á lóðinni verði byggt parhús í stað einbýlishúss. Nefndin felur lögfræði sveitarfélagsins að skila greinargerð í málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.

11.Skipulags- og byggingarnefnd - 412

Málsnúmer 2109010FVakta málsnúmer

Fundargerð 412. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 16. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 412 Arnar Birgir Ólafsson ráðgjafi hjá Teiknistofu Norðurlands sat þennan lið fundar gegnum fjarfundarbúnað.
    Björn Magnús Árnason, Stoð ehf. verkfræðistofu mætti á fundinn og kynnti tillögu/drög að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar, 5 parhúsalóðum norður af Nestúni. Um er að ræða lengingu Nestúns, nýrrar íbúðagötu sem liggur ofan við götuna Laugatún og neðan Sæmundarhlíðar á Sauðárkróki. Tillagan er í samræmi við tillögur að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að unnið verði áfram með tillöguna í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 412 Anna Kristín Gunnarsdóttir kt. 060152-4979 og Birna Þóra Gunnarsdóttir kt. 210657-3049 þinglýstir eigendur jarðarinnar Lóns (landnr. 146416) Skagafirði, sækja um leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7900-0302, dags. 12. júlí 2021. Í umsókn um stofnun nýrrar landeignar í fasteignaskrá er heiti nýrrar landeignar Lón 1. Jafnframt er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram fylgja Lóni, landnr. 146416.
    Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skerða ekki landbúnaðarsvæði. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 412 Helgi Rafn Viggósson kt. 140683-4779 eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 1 við Fellstún sækir um leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni um 3,0 m til suðurs. Framlögð gögn gera grein fyrir umbeðinni breikkun.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið
    Nefndin vill árétta að verkið skuli unnið í samráði við tæknideild Sveitarfélagsins og að þessar framkvæmdir eru alfarið á kostnað húseigenda. Komi til þess að grafa þurfi upp lagnir á þessu svæði verður viðbótarviðgerðarkostnaður vegna þeirrar framkvæmdar alfarið á kostnað húseigenda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.

12.Umhverfis- og samgöngunefnd - 183

Málsnúmer 2109007FVakta málsnúmer

Fundargerð 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Málið hefur áður verið tekið fyrir, fyrst á 181. fundi og aftur á 182. fundi umhverfis-og samgöngunefndar, eftir að sveitarstjórn vísaði málinu til baka í nefnd. Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir því við Vegagerðina að hún sendi fulltrúa á fund nefndarinnar til að fara yfir skýrslu um umferðaröryggi í Skagafirði.
    Rúna Ásmundsdóttir deildastjóri hjá Vegagerðinni kynnti skýrslu um umferðaröryggi í Skagafirði.
    Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Rúnu fyrir góða yfirferð á skýrslunni.

    Tillaga Vegagerðarinnar um breytingar á hámarkshraða við Sauðárkrók rædd og samþykkt óbreytt eins hún er lögð fram og málinu vísað aftur til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Samband íslenskra sveitarfélaga og Vegagerðin boðuðu til sameiginlegs fjarfundar 20.8.2021 til að kynna niðurstöður starfshóps um skil á þjóðvegum í þéttbýli til sveitarfélaga. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar frá Vegagerðinni og Sambandi íslenskra sveitarfélaga en í vinnuhópi (faghópi) um aðferðafræði við mat á ástandi vega og framkvæmd ástandsmats áttu sæti fulltrúar frá sömu aðilum en EFLU verkfræðistofu falin umsjón með vinnu hópsins.

    Skýrsla starfshópsins liggur nú fyrir, ásamt skýrslu vinnuhóps (faghóps) um ástandsmat þeirra þjóðvega í þéttbýli sem teknir voru til skoðunar.

    Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir dagskrá fundarins og kynnti ástandsskoðun á fyrirhuguðum skilavegi á Hofsósi ásamt mati á kostnaði við að koma veginum í skilahæft ástand.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Farið yfir stöðu málsins. Áætlun var um að setja upp aparólu á leikvallarsvæði í Túnahverfi, svæði U-3.1 samkvæmt núgildandi aðalskipulagi. Athugasemdir við uppsetninguna komu frá íbúum og var sótt um leyfi til uppsetningar leiktækja til skipulags- og byggingarnefndar. Leyfið fékkst frá nefndinni á fundi 25.8.2021.

    Vegna athugasemda íbúa á svæðinu leggur umhverfis- og samgöngunefnd til að frekari áform um skipulagningu fjölskyldugarðs verði vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

    Sviðssjóri kynnti áform um uppsetningu aparólu sem Kiwanisklúbburinn Freyja hefur gefið til verkefnisins. Ákveðið er að færa staðsetningu rólunnar frá fyrstu tillögu austar á svæðið. Aparólan verður sett upp á næstunni. Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar þessu framtaki hjá Freyjunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Byggðarráð samþykkti á 973. fundi 07.07.2021 að fela sveitarstjóra að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Flokku ehf. um möguleg kaup Sveitarfélagsins Skagafjarðar á móttökustöð fyrirtækisins að Borgarteig 12.

    Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Fundargerðir nr. 432, 433, 434 og 436 frá stjórn Hafnarsambands Íslands lagðar fram til kynningar.


    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Útboð á kaupum dráttarbáts fyrir Skagafjarðarhafnir fór fram í sumar sem leið. Að útboði loknu fóru hafnarstjóri og starfsmenn hafnarinnar og skoðuðu bát frá lægstbjóðanda.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri fór yfir skýrslu sem unnin var eftir ferðina. Báturinn þykir vænlegur kostur fyrir verkefnið og hafnarsvið Vegagerðarinnar og Ríkiskaup hafa samþykkt kaupin. Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar þessum áformum og óskar Skagafjarðarhöfnum til hamingju með áformin.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • 12.7 2108160 Norðurgarður
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Búið er að ganga að tilboði frá Víðimelsbræðrum ehf. Verkið felst í því að tekinn verður upp þvergarður sem gerður var árið 2006 og Norðurgarður verður lengdur um 30 m. Breytingin mun gjörbreyta aðkomu stórra skipa inn í höfnina og auka öryggi þeirra.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri fór yfir teikningar af breytingum og lengingu. Áætlað er að verkið hefjist núna í september og verklok eru áætluð fyrir næstu áramót.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Vegna fyrirhugaðra kaupa á dráttarbát og til að auka öryggi innan hafnanna er nauðsynlegt að breyta hafnarreglugerð Skagafjarðarhafna.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri fór yfir breytingar á hafnarreglugerðinni og útskýrði hvaða áhrif breytingarnar hafa í för með sér.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Til að auka öryggi innan Skagafjarðarhafna og með tilkomu nýs dráttarbáts telur hafnastjóri nauðsynlegt að breyta 8. grein hafnarreglugerðar B_nr.1040_2018.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri kynnti breytingar á hafnarreglugerðinni og breytingin lögð fram til afgreiðslu og samþykkt.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar síðar á fundinum, "Skagafjarðarhafnir, breyting á hafnarreglugerð 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs hefur sent athugasemd á hönnun nýs aðalskipulags vegna námusvæðis.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir þessar tillögur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs um breytingar námusvæðis í nýju aðalskipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs hefur sent athugasemd á hönnun nýs aðalskipulags vegna gámasvæðis og flokkunarstöðvar í Hofsósi.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir þessar tillögur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs um fyrirhugað gámasvæði og flokkunarstöð á Hofsósi í nýju aðalskipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs hefur sent athugasemd á hönnun nýs aðalskipulags vegna stígakerfis í Skógarhlíðinni.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir þessar tillögur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs um skilgreiningu stíga í Sauðárgili og Skógarhlíð í nýju aðalskipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Óskað hefur verið eftir landi undir garðlönd í Varmahlíð. Lagt er til að svæðið vestast á túni sunnan Reykjarhóls skammt austan sumarbústaða verði tekið undir garðlandið.

    Samþykkt að þetta svæði verði nýtt undir garðlönd. Sviðsstjóra falið að láta gera garðinn kláran fyrir veturinn. Einnig er sviðsstjóra falið að láta gera reglur um umgengni um svæðið sem kveða á um hverjar skyldur sveitarfélagið hefur gagnvart notendum. Hver notandi skal sækja skriflega um að fá notkun að svæðinu og undirrita samninng þar um.

    Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa er falið að gera könnun á áhuga fólks á samskonar garðlöndum á Hofsósi og á Sauðárkróki.

    Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.

13.Veitunefnd - 80

Málsnúmer 2108003FVakta málsnúmer

Fundargerð 80. fundar veitunefndar frá 24. ágúst 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 80 Erindinu frá Samgöngu- og Sveitastjórnarráðuneytinu var svarað með bréfi þann 6.8.2021. Valin var sú leið að fylgja ekki þeirri tillögu sem lagt var upp með af Samorku þar sem að ekki þótti sýnt að Skagafjarðarveitur ættu samleið með þeirri afstöðu sem þar kom fram.

    Sviðsstjóri fór yfir svarið sem sent var á ráðuneytið en í svarinu er meðal annars vísað í reglugerð um vatnsveitur nr_401_2005. Í 10. gr. reglugerðarinnar er eftirfarandi grein: "10. gr. Langtímaáætlun.
    Stjórn vatnsveitu skal samþykkja langtímaáætlun fyrir veituna þar sem meðal annars er gerð grein fyrir áformum um framkvæmdir á hverju gjaldskrársvæði veitunnar á næstu fimm árum hið skemmsta. Langtímaáætlun skal gefa glögga mynd af áformum um rekstur, framkvæmdir og efnahag og gilda sem rammi við gerð árlegrar fjárhagsáætlunar, stefnumörkun, ákvörðun gjaldskrár og stjórnun vatnsveitunnar. Langtímaáætlun skal uppfærð árlega."

    Undirbúningur að gerð áætlunar er þegar hafinn og skal hún liggja fyrir við gerð fjárhagsáætlunar árið 2022. Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að fylgja málinu eftir.

    Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar veitunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 80 Samkvæmt reglugerð nr. 401-2005 um vatnsveitur sveitarfélaga ber veitustjórnum að láta gera og samþykkja langtímaáætlun (5 - 10 ár) sem lögð skal fram árlega og höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.

    Hjá Skagafjarðarveitum er unnið að verkefnaáætlun. Í henni eru komandi verkefni Skagafjarðarveitna með kostnaðaráætlun. Frumdrög áætlunar voru lögð fram til kynningar.
    Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna áfram að málinu.

    Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar veitunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 80 Erindi barst frá Högna Elfari Gylfasyni þar sem að hann óskar eftir því að farið verði yfir aldur og ástand lagna í Varmahlíðarhverfinu.

    Gunnar Björn Rögnvaldsson Verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum tók saman stöðu hita- og vatnsveitu Varmahlíðar og fór yfir hana með Veitunefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar veitunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 80 Borun hitaholu í Varmahlíð hefur gengið verr en gert var ráð fyrir. Erfið jarðlög hafa tafið framkvæmdina en vonast er til að búið sé að yfirstíga erfiðasta hjallann.

    Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir gangi mála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar veitunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 níu atkvæðum.

14.Viðmiðunarreglur um flýtingu og seinkun barns á skilum leik - og grunnskóla

Málsnúmer 2108228Vakta málsnúmer

Vísað frá 170. fundi fræðslunefndar frá 30.ágúst 2021 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að uppfærðum viðmiðunarreglum um flýtingu eða seinkun barns á skilum leik- og grunnskóla. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna."
Framlögð tillaga að uppfærðum viðmiðunarreglum bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.

15.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2109108Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki númer 5 við fjárhagsáætlun ársins 2021. Lagt er til að rekstrarfé eignasjóðs verði hækkað um 6,5 mkr. og handbært fé lækkað um samsvarandi fjárhæð. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2021, borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.

16.Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2109152Vakta málsnúmer

Samþykkt var og vísað frá 982. fundi byggðarráðs 22. september til afgreiðslu sveitarstjórnar
Lögð fram beiðni um viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2021. Í viðaukanum eru gerðar leiðréttingar á efnahagsliðum áætlunar 2021 með tilliti til niðurstöðu ársreiknings 2020. Fjárfestingaliður eignasjóðs er hækkaður um 220.775 þkr. og fjárfestingar hafnarsjóðs eru auknar um 96 mkr. og heimild gefin fyrir sölu fasteignar. Rekstrarfjármagn hækkað til Skagafjarðarveitna-hitaveitu vegna ljósleiðaraverkefnis um 53.610 þkr. og styrktartekjur vegna verkefnisins hækkaðar um 57.600 þkr. Gert er ráð fyrir að fjármagna viðaukann með langtímalántöku að fjárhæð 160 mkr. og lækkun handbærs fjár um 100.285 þkr.

Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2021 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

17.Birkimelur í Varmahlíð - Deiliskipulag íbúðabyggðar

Málsnúmer 2104001Vakta málsnúmer

Visað frá 411. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Anna Bragadóttir, Verkfræðistofunni Eflu og Arnar Birgir Ólafsson, Teiknistofa Norðurlands sitja þennan lið fundar gegnum fjarfundarbúnað. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 25. ágúst sl. Anna leggur fram uppfærða tillögu að deiliskipulagi fyrir 15 íbúðalóðir við Birkimel í Varmahlíð, til suðurs, auk tillögu, greinargerð dags. 07.07.2021. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Nýtingarhlutfall lóða á bilinu 0,30 til 0,40. Þá er gert er ráð fyrir stækkun íbúðasvæðisins til vesturs og suðurs í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir tillöguna með níu atkvæðum og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Skagafjarðarhafnir, breyting á hafnarreglugerð 2021

Málsnúmer 2109188Vakta málsnúmer

Vísað frá 183. fundi umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. september, til afgreiðslu sveitarstjórar.
Til að auka öryggi innan Skagafjarðarhafna og með tilkomu nýs dráttarbáts telur hafnastjóri nauðsynlegt að breyta 8. grein hafnarreglugerðar B_nr.1040_2018.
Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri kynnti breytingar á hafnarreglugerðinni og breytingin lögð fram til afgreiðslu og samþykkt.

Breytingar á 8. grein hafnarreglugerðarinnar bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.

19.Endurtilnefning varamanns í fræðslunefnd

Málsnúmer 2109201Vakta málsnúmer

Endurtilnefna þarf varamann Byggðalista í fræðslunefnd í stað Ragnheiðar Halldórsdóttur.
Forseti gerir tillögum um Sigurjón Leifsson.
Samþykkt með níu atkvæðum.

20.Tillaga um brennsluofn, söfnun dýrahræja og gjaldskrá fyrir búfjárhald

Málsnúmer 2109204Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að beina erindi frá stjórn Norðurár bs. til umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að nefndin endurskoði gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 með breytt fyrirkomulag gjaldtöku fyrir búfjárhald og hirðingu dýrahræja í huga.

21.Fundagerðir Norðurá 2021

Málsnúmer 2101008Vakta málsnúmer

Fundargerð 99. fundar stjórnar Norðuár bs. frá 12. ágúst 2021 lögð fram til kynningar á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021.

22.Fundagerðir stjórnar SÍS 2021

Málsnúmer 2101003Vakta málsnúmer

Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst 2021 lögð fram til kynningar á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021.

Fundi slitið - kl. 16:50.