Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

292. fundur 01. september 2021 kl. 15:00 - 16:25 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
Dagskrá

1.Fundir félags- og tómstundanefndar fram til páska 2022

Málsnúmer 2108213Vakta málsnúmer

Tillaga að fundardögum félags- og tómstundanefndar fram að páskum lögð fram. Nefndin samþykkir tillöguna.

2.U.Í. Smári, bréf til Félags- og tómstundanefndar

Málsnúmer 2108035Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Smára með ósk um að fá meiri tíma í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Reynt verður af fremsta megni að koma til móts við félagið innan þess fjárhagsramma sem við höfum nú. Að öðru leyti er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

3.Framlenging á gildistíma árskorta í sundlaugar vegna Covid-19

Málsnúmer 2101079Vakta málsnúmer

Þann 31. ágúst 2021 höfðu 17 beiðnir um framlengingu á gildirtíma árskort í sund, vegna lokana á árinu 2020 vegna Covid-19, verið afgreiddar.
Árið 2019 voru 49 árskort seld í sundlaugum sveitarfélagsins og 47 á árinu 2020.

4.Yfirlit framkvæmda í málaflokki 06 á árinu 2021

Málsnúmer 2108218Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um þær framkvæmdir sem verið hafa í gangi í málaflokki 06.

5.Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum

Málsnúmer 2006139Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um fjölda þeirra sem fengið hafa styrki úr sérstöku verkefni sem Félagsmálaráðuneytið setti á stofn og ber heitið ,,Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum".

6.Hvatning vegna samgönguviku 16.-22. sept 2021

Málsnúmer 2108271Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Landssamtökum hjólreiðamanna þar sem íbúar eru hvattir til að nýta sér annan ferðamáta en einkabílinn.

7.Trúnaðarbók félags- og tómstundanefndar 2021

Fundi slitið - kl. 16:25.