Fara í efni

Birkimelur í Varmahlíð - Deiliskipulag íbúðabyggðar

Málsnúmer 2104001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 408. fundur - 23.06.2021

Verkfræðistofan Efla leggur fram drög að tillögu að deiliskipulagi allt að 50 íbúða íbúðabyggðar í framhaldi af Birkimel í Varmahlíð, til suðurs. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Nýtingarhlutfall er á bilinu 0,20 til 0,40 á hverri lóð. Gert er ráð fyrir stækkun svæðisins til vesturs og suðurs í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, og þar með fjölgun húsa. Einnig er lögð fram deiliskipulagslýsing dags. 22.6.2021 unnin af Eflu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða lýsingu og mælist til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 412. fundur - 30.06.2021

Vísað frá 408. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. júní 2021 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
“Verkfræðistofan Efla leggur fram drög að tillögu að deiliskipulagi allt að 50 íbúða íbúðabyggðar í framhaldi af Birkimel í Varmahlíð, til suðurs. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð , einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Nýtingarhlutfall er á bilinu 0,20 til 0,40 á hverri lóð. Gert er ráð fyrir stækkun svæðisins til vesturs og suðurs í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, og þar með fjölgun húsa. Einnig er lögð fram deiliskipulagslýsing dags. 22.6.2021 Unnin af Eflu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða lýsingu og mælist til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar samþykkir með níu atkvæðum framlagða lýsingu og mælist til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 410. fundur - 25.08.2021

Anna Bragadóttir hjá Verkfræðistofunni Eflu situr þennan lið fundar gegnum fjarfundarbúnað. Anna leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir 15 íbúðalóðir við Birkimel í Varmahlíð, til suðurs, auk tillögu greinargerð dags. 07.07.2021. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Nýtingarhlutfall lóða á bilinu 0,30 til 0,40. Gert er ráð fyrir stækkun íbúðasvæðisins til vesturs og suðurs í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu fundarins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 411. fundur - 09.09.2021

Anna Bragadóttir, Verkfræðistofunni Eflu og Arnar Birgir Ólafsson, Teiknistofa Norðurlands sitja þennan lið fundar gegnum fjarfundarbúnað. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 25. ágúst sl. Anna leggur fram uppfærða tillögu að deiliskipulagi fyrir 15 íbúðalóðir við Birkimel í Varmahlíð, til suðurs, auk tillögu, greinargerð dags. 07.07.2021. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Nýtingarhlutfall lóða á bilinu 0,30 til 0,40. Þá er gert er ráð fyrir stækkun íbúðasvæðisins til vesturs og suðurs í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 415. fundur - 22.09.2021

Visað frá 411. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Anna Bragadóttir, Verkfræðistofunni Eflu og Arnar Birgir Ólafsson, Teiknistofa Norðurlands sitja þennan lið fundar gegnum fjarfundarbúnað. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 25. ágúst sl. Anna leggur fram uppfærða tillögu að deiliskipulagi fyrir 15 íbúðalóðir við Birkimel í Varmahlíð, til suðurs, auk tillögu, greinargerð dags. 07.07.2021. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Nýtingarhlutfall lóða á bilinu 0,30 til 0,40. Þá er gert er ráð fyrir stækkun íbúðasvæðisins til vesturs og suðurs í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir tillöguna með níu atkvæðum og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd - 421. fundur - 22.12.2021

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að fara yfir tillöguna á grundvelli innsendra athugasemda/ábendinga.

Skipulags- og byggingarnefnd - 423. fundur - 20.01.2022

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram ásamt hönnuði úr innsendum athugasemdum í samræmi við ákvörðun nefndarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 424. fundur - 02.02.2022

Ekki eru gerðar grundvallarbreytingar á skipulagstillögunni.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Birkimelur í Varmahlíð, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 421. fundur - 09.02.2022

Vísað frá 424. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 2. febrúar 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Ekki eru gerðar grundvallarbreytingar á skipulagstillögunni.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Birkimelur í Varmahlíð, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."

Sveitarstjórn Sveitarfélgsins Skagafjarðar, samþykkir með níu atkvæðum, framlagaða tillögu að deiliskipulagi, Birkimelur í Varmahlíð, og jafnframt að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.

Skipulagsnefnd - 44. fundur - 07.03.2024

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að auglýsa óúthlutuðum lóðum við Birkimel í Varmahlíð í samræmi við gildandi deiliskipulag.