Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

18. fundur 25. október 2023 kl. 16:20 - 18:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum: mál nr 2310005 Þjónustustefna í byggðum og byggðalögum sveitarfélaga, mál nr. 2310010 Gjaldskrá hitaveitu 2024 og mál nr. 2310215 Útkomuská 2023.
Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 61

Málsnúmer 2309011FVakta málsnúmer

Fundargerð 61. fundar byggðarráðs frá 13. september 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 61 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstraráætlun ársins 2024 ásamt minnisblaði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. ágúst 2023, varðandi forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.
    Byggðarráð samþykkir fjárhagsramma ársins 2024 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Fjárhagsáætlun 2024-2027, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 61 Páll Magnússon hefur látið af störfum sem umsjónarmaður með Málmey. Sveitarstjóri hefur fundað með forstjóra Vegagerðarinnar um málið og aðilar eru sammála um að rétt sé að sveitarfélagið auglýsi eftir nýjum umsjónarmanni með eyjunni.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir umsjónarmanni með eyjunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 61 Lagt fram bréf dagsett 5. september 2023 frá innviðaráðuneytinu til allra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til mótun málstefnu og vísa til 130. greinar sveitarstjórnarlaga um málstefnu sveitarfélaga.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameininlega málstefnu fyrir sveitarfélögin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 61 Lagt fram til kynningar fundarboð dagsett 8. september til þingfulltrúa 7. haustþings SSNV og stjórnenda sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem verður haldið á Hótel Laugarbakka þann 12. október 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 62

Málsnúmer 2309016FVakta málsnúmer

Fundargerð 62. fundar byggðarráðs frá 19. september 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 2.1 2211242 Ósk um fund
    Byggðarráð Skagafjarðar - 62 Lagt fram bréf dagsett 17. september 2023 frá skíðadeild UMF Tindastóls varðandi skíðasvæðið í Tindastóli. Með bréfi þessu er óskað eftir samtali og samstarfi við sveitarfélögin á Norðurlandi vestra um aðkomu að rekstrarstuðningi við svæðið.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða forsvarsmenn skíðadeildarinnar á fund ráðsins til viðræðu um erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 62 Lögð fram bókun frá síðasta fundi framkvæmdaráðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, þann 11. september 2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar skorar á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir tafarlausri leiðréttingu á fjárframlögum ríkisins til þjónustu vegna fatlaðs fólks, en enn eitt árið stefnir í að málaflokkurinn verði rekinn með tapi á kostnað sveitarfélaganna. Jafnframt er ekki boðlegt að starfshópur um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk hafi ekki skilað af sér niðurstöðu. Ljóst er að málaflokkurinn er verulega vanfjármagnaður og sveitarfélög landsins eiga í rekstrarerfiðleikum vegna þess. Nýleg úttekt á rekstri málaflokksins á Norðurlandi vestra sýnir að ekki er um ofþjónustu að ræða af hálfu sveitarfélaganna heldur sinna þau lögbundnum skyldum sínum í þeim efnum.
    Bókun fundar Forseti gerir að tillögu sinni að bókun byggðarráðs verði gerð að bókun sveitarstjórnar, og hljóðar þá eftirfarandi:.

    "Lögð fram bókun frá síðasta fundi framkvæmdaráðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, þann 11. september 2023. Sveitarstjórn Skagafjarðar skorar á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir tafarlausri leiðréttingu á fjárframlögum ríkisins til þjónustu vegna fatlaðs fólks, en enn eitt árið stefnir í að málaflokkurinn verði rekinn með tapi á kostnað sveitarfélaganna. Jafnframt er ekki boðlegt að starfshópur um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk hafi ekki skilað af sér niðurstöðu. Ljóst er að málaflokkurinn er verulega vanfjármagnaður og sveitarfélög landsins eiga í rekstrarerfiðleikum vegna þess. Nýleg úttekt á rekstri málaflokksins á Norðurlandi vestra sýnir að ekki er um ofþjónustu að ræða af hálfu sveitarfélaganna heldur sinna þau lögbundnum skyldum sínum í þeim efnum.

    Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með niu aktvæðum.

    Afgreiðsla 62. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 62 Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 62 Lagt fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni, dagsett 14. september 2023, varðandi samráðsfundi vegna endurskoðunar á vinnureglum vetrarþjónustu. Fundur vegna Norðurlands verður haldinn í Hofi, menningarhúsi á Akureyri þann 11. október 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 62 Lagt fram til kynningar bréf til stjórna sveitarfélaganna á Íslandi, dagsett 13. september 2023 frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem kynnt er ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 1.-3. september 2023, um skógarreiti og græn svæði innan byggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 63

Málsnúmer 2309022FVakta málsnúmer

Fundargerð 63. fundar byggðarráðs frá 26. september 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 3.1 2211242 Ósk um fund
    Byggðarráð Skagafjarðar - 63 Málið áður á dagskrá 62. fundar byggðarráðs þann 19. september 2023. Lagt fram bréf dagsett 17. september 2023 frá skíðadeild UMF Tindastóls varðandi skíðasvæðið í Tindastóli. Með bréfi þessu er óskað eftir samtali og samstarfi við sveitarfélögin á Norðurlandi vestra um aðkomu að rekstrarstuðningi við svæðið. Sigurður Bjarni Rafnsson formaður skíðadeildar UMFT og Sigurður Hauksson framkvæmdastjóri skíðasvæðisins komu undir þessum dagskrárlið, til viðræðu við byggðarráð um rekstur og framtíðarsýn vegna skíðasvæðisins. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 63 Sjókvíaeldi hefur vaxið með miklum hraða síðustu ár sem er jákvætt hvað varðar þjóðarframleiðslu og þá atvinnu sem framleiðslan skapar. En því miður virðist hvorki eftirlit eða umgjörð greinarinnar hafa náð að fylgja þessum vexti eftir samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Niðurstaðan er í raun sú að eftirlitið er veikburða og regluverkið ófullnægjandi. Tryggja verður betra regluverk og sterkara eftirlit með sjókvíaeldi þannig að slys eins og það sem nú hefur gerst á Patreksfirði endurtaki sig ekki. Áhættan af mögulegri erfðablöndun er ekki óumdeild og hugsanlega er hún minni en sumir halda. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að eldisfiskar eru ekki sú fisktegund sem veiðimenn eða aðrir landsmenn vilja hafa í íslenskum ám. Það er í öllum tilfellum slæmt þegar dýr í eldi, í þessu tilfelli fiskar, sleppa út í náttúruna og valda þar usla og hugsanlegum skaða á lífríkinu. Margir bændur, landeigendur og ferðaþjónustuaðilar hafa í dag miklar tekjur af laxveiðiám og þeirri hreinu ímynd sem þær hafa. Það að skemma þá ímynd er grafalvarlegt mál og getur þýtt mikið tekjutap fyrir landeigendur. Byggðarráð Skagafjarðar skorar því á matvælaráðherra að sjá til þess að þeir sem hafa til þess leyfi að stunda sjókvíaeldi fari eftir þeim reglum sem í gildi eru, ásamt því að allar hugsanlegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að koma í veg fyrir að slys sem þessi endurtaki sig. Bókun fundar Forseti gerir að tillögu sinni að bókun byggðarráðs verði gerð að bókun sveitarstjórnar, og hljóðar þá eftirfarandi:

    "Sjókvíaeldi hefur vaxið með miklum hraða síðustu ár sem er jákvætt hvað varðar þjóðarframleiðslu og þá atvinnu sem framleiðslan skapar. En því miður virðist hvorki eftirlit eða umgjörð greinarinnar hafa náð að fylgja þessum vexti eftir samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Niðurstaðan er í raun sú að eftirlitið er veikburða og regluverkið ófullnægjandi. Tryggja verður betra regluverk og sterkara eftirlit með sjókvíaeldi þannig að slys eins og það sem nú hefur gerst á Patreksfirði endurtaki sig ekki. Áhættan af mögulegri erfðablöndun er ekki óumdeild og hugsanlega er hún minni en sumir halda. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að eldisfiskar eru ekki sú fisktegund sem veiðimenn eða aðrir landsmenn vilja hafa í íslenskum ám. Það er í öllum tilfellum slæmt þegar dýr í eldi, í þessu tilfelli fiskar, sleppa út í náttúruna og valda þar usla og hugsanlegum skaða á lífríkinu. Margir bændur, landeigendur og ferðaþjónustuaðilar hafa í dag miklar tekjur af laxveiðiám og þeirri hreinu ímynd sem þær hafa. Það að skemma þá ímynd er grafalvarlegt mál og getur þýtt mikið tekjutap fyrir landeigendur.

    Sveitarstjórn Skagafjarðar skorar því á matvælaráðherra að sjá til þess að þeir sem hafa til þess leyfi að stunda sjókvíaeldi fari eftir þeim reglum sem í gildi eru, ásamt því að allar hugsanlegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að koma í veg fyrir að slys sem þessi endurtaki sig.

    Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 63. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 63 Erindið áður á 56. fundi byggðarráðs þann 12. júlí 2023. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. júní 2023 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur f.h. Sótahnjúks ehf. þar sem óskað er eftir því að ganga til viðræðna við Skagafjörð um áframhaldandi rekstur Barðslaugar að Sólgörðum.
    Eftir fund byggðarráðs í dag munu byggðarráðsfulltrúar fara og heimsækja fulltrúa Sótahnjúks ehf. að Sólgörðum í Fljótum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 63 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. september 2023 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 168/2023, "Frumvörp til laga um Loftslagsstofnun og Náttúruverndar- og minjastofnun". Umsagnarfrestur er til og með 04.10.2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar er fylgjandi sameiningum stofnana ef þær leiða til styrkingar starfsemi og stjórnsýslu þeirra, sé sameiningin gerð í sátt við starfsfólk viðkomandi stofnana. Mikill ávinningur er ef sameiningunni fylgir efling starfsemi þeirra á landsbyggðinni, svo sem lagt er upp með í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands, til að styðja við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu og markmið um hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni.
    Komi til sameiningar Orkustofnunar og þess hluta starfsemi Umhverfisstofnunar er lýtur að umhverfis- og loftslagsmálum annars vegar og samruna náttúruverndarhluta Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum hins vegar, áréttar byggðarráð Skagafjarðar framangreind stefnumið ríkisstjórnar Íslands og minnir um leið á góð húsakynni Minjastofnunar á Sauðárkróki þar sem hægðarleikur er að fjölga starfsfólki og efla starfsemina enn frekar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 63 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 19. september 2023 frá Drangey, smábátafélagi Skagafjarðar, þar sem kynntar eru ályktanir aðalfundar félagsins þann 13. september 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 64

Málsnúmer 2309032FVakta málsnúmer

Fundargerð 64. fundar byggðarráðs frá 4. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 64 Málið áður tekið fyrir á 875. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Skipulagsfulltrúi og starfsmenn hafa aflað margvíslegra gagna, m.a. frá eigendum Sjávarborgar 1, 2 og 3, og fyrir liggja nokkrar sviðsmyndir túlkana á kaupsamningi á milli Árna Daníelssonar og hreppsnefndar Sauðárkrókshrepps, dags. 8. mars 1934, um kaup hreppsins á hluta úr landi Sjávarborgar, og afmörkun hins selda lands. Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra, formanni byggðarráðs og skipulagsfulltrúa að eiga fund með fulltrúum Sjávarborgar 1, 2 og 3 um hinar ólíku sviðsmyndir til að fá fram afstöðu þeirra til málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 64 Lögð fram uppfærð jafnréttisstefna og aðgerðaáætlun Skagafjarðar í einu skjali. Áður kynnt á 55. fundi byggðarráðs þann 4. júlí 2023. Hrefna Gerður Björnsdóttir mannauðsstjóri sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun Skagafjarðar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Jafnréttisstefna og -áætlun, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 64 Erindið áður á 56. fundi byggðarráðs þann 12. júlí 2023 og 63. fundi þann 26. september 2023. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. júní 2023 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur f.h. Sótahnjúks ehf. þar sem óskað er eftir því að ganga til viðræðna við Skagafjörð um áframhaldandi rekstur Barðslaugar að Sólgörðum. Byggðarráðsfulltrúar heimsóttu fulltrúa Sótahnjúks ehf. að Sólgörðum í Fljótum til að kynna sér aðstæður og þær endurbætur sem gerðar hafa verið á leigutímanum. Byggðarráð þakkar gott samstarf á leigutímanum. Ekkert framlengingarákvæði er í núgildandi rekstrarsamningi sem rennur út þann 31. desember 2023 og sveitarfélaginu skylt að auglýsa reksturinn til leigu nema sveitarfélagið taki hann yfir.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að auglýsa rekstur sundlaugarinnar að Sólgörðum til leigu frá og með 1. janúar 2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 64 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. september 2023 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa frá Skagafirði í samgöngu- og innviðanefnd SSNV.
    Byggðarráð samþykkir að tilnefna Regínu Valdimarsdóttur sem aðalfulltrúa og til vara Pétur Örn Sveinsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 64 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. september 2023 þar sem Magnús Jónsson formaður Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar, óskar eftir fundi með byggðarráði til að ræða málefni smábátaútgerðarinnar, einkum byggðakvóti, hafnarmál o. fl.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða forsvarsmenn Drangeyjar, smábátafélags og FISK Seafood á fund ásamt fulltrúum atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 64 Lagt fram bréf dagsett 28. september 2023 frá Markaðsstofu Norðurlands varðandi verkefnið Flugklasinn Air66N. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu með framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í þrjú ár (2024-2026).
    Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 64 Byggðarráð samþykkti á 59. fundi sínum þann 23. ágúst 2023 að auglýsa hólf númer 10 og 16 verði auglýst til leigu. Umsóknir bárust frá Guðrúnu Þ. Ágústsdóttur og Gunnari Jóni Eysteinssyni um hólf nr. 10 (Bræðraborgartúnið) og Jón Gísli Jóhannesson um hólf nr. 16 (Gíslatún). Hólfin verða leigð frá 1. janúar 2024.
    Dregið var á milli Guðrúnar og Gunnars og varð Guðrún hlutskarpari og samþykkir byggðarráð að hún fái hólf númer 10 til leigu og Jón Gísli hólf nr. 16. Hólfin eru leigð til fimm ára. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að gera leigusamninga um hólfin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með átta atkvæðum. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 64 Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði, nr. 1264 frá 2015, hefur verið til umræðu í landbúnaðarnefnd um nokkurt skeið. Landbúnaðarnefnd samþykkti á 11. fundi sínum þann 12. september 2023 breytingar á samþykktinni og vísaði henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt með áorðnum breytingum á 7. og 8. grein og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Samþykkt um búfjárhald, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 64 Lagðar fram reglur Skagafjarðar um notendasamninga. Á 16. fundi félagsmála- og tómstundanefndar var eftirfarandi bókað: "Lagðar fram nýjar, ósamþykktar reglur Skagafjarðar um notendasamninga sbr. 28.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Við framkvæmd reglna þessara skal framfylgja þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
    Reglurnar voru unnar af aðilum fagráðs málefni fatlaðs fólks sem samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti í ágúst sl. og vísaði þeim til umfjöllunar framkvæmdaráðs og til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga þjónustusamnings um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Framkvæmdaráð fjallaði um reglunar á fundi sínum 11.september sl. Málið áður á dagská félagsmála- og tómstundanefndar 26.júní sl."
    Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur Skagafjarðar um notendasamninga, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 64 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 29. september 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. október 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 64 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. september 2023 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. 48. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. október 2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að innviðaráðherra verði falið að hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga.
    Sveitarfélagið Skagafjörður og Akureyrarbær hafa á undanförnum misserum lagt þunga áherslu á að hagkvæmni og samfélagsleg áhrif með tilkomu Tröllaskagaganga verði könnuð til hins ítrasta. Sveitarfélögin sendu m.a. áskorun til stjórnvalda í febrúar árið 2019, þess efnis að þau fjármagni grunnrannsóknir og samanburð á kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum slíkra ganga. Fyrirfram er ljóst að með tilkomu Tröllaskagaganga myndi vinnusóknarsvæði á Mið-Norðurlandi stækka verulega og þjóðhagsleg og samfélagsleg áhrif yrðu mikil. Samgöngubót sem þessi myndi styrkja Mið-Norðurland verulega sem raunverulegan valkost við höfuðborgarsvæðið og styrkja svæðið á margháttaða vegu. Eru þá ótalin öryggissjónarmiðin en þau hafa endurspeglast vel í vetur í þeirri tíðu lokun vega sem verið hefur á Mið-Norðurlandi.
    Nefna má að í skýrslu Háskólans á Akureyri frá því sumarið 2022 eru skoðaðir 3 kostir í Tröllaskagagögnum og fá Skíðadalsgöng, úr Hörgárdal til Skíðadals og þaðan áfram til Kolbeinsdals, bestu einkunnina. Við þau styttist leiðin á milli Akureyrar og Reykjavíkur um 17,3 km, leiðin á mili Akureyrar og Sauðárkróks, stærstu bæja Norðurlands, um 39,6 km og á milli Sauðárkróks og Dalvíkur um 53,7 km. Reiknuð er út jákvæð arðsemi af göngunum, þau talin henta mjög vel til gjaldtöku, tenging myndi opnast verulega á milli svæða þar sem lítil samskipti eru í dag og segja skýrsluhöfundar að göngin „lágmarki vegalengdir og „dragi“ bæina á Norðurlandi eins mikið saman og hægt er. Þau myndu því hámarka breytingar á samskiptum.“ Skýrsluhöfundar segja einnig að „líkleg áhrif með hliðsjón af opinberum markmiðum á sviði byggðaþróunar yrðu mjög jákvæð.“
    Með tilkomu Tröllaskagaganga yrði því unnt að tryggja mun betur samgöngur á milli stærstu þéttbýlisstaða á Mið-Norðurlandi, auka öryggi vegfarenda, bæta öryggi þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, styrkja samfélögin á svæðinu, stækka vinnusóknarsvæði, efla ferðaþjónustu og svona mætti lengi halda áfram. Öll teikn eru á lofti um að hér sé um að ræða einhverja þjóðhagslega hagkvæmustu samgöngubót sem hægt er að ráðast í á landsbyggðinni og því afar brýnt að nú þegar verði hafin vinna við rannsóknir, frumhönnun og útreikninga á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 64 Lagt fram til kynningar bréf til sveitarfélaga dagsett 26. september 2023 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu varðandi innviði fyrir orkuskipti. Ráðuneytið vill hvetja sveitarfélög að leita til sviðs loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköpunar eða Orkuseturs hjá Orkustofnun með leiðbeiningar og ábendingar um uppbyggingu innviða vegna orkuskipta. Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 65

Málsnúmer 2310009FVakta málsnúmer

Fundargerð 65. fundar byggðarráðs frá 10. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 65 Lögð fram tillaga um að útsvarshlutfall í Skagafirði árið 2024 verði 14,74%, þ.e. óbreytt frá árinu 2023.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Útsvarshlutfall í Skagafirði 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 65 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. október 2023 frá Ólínu Björk Hjartardóttur fyrir hönd rekstraraðila við Aðalgötu á Sauðárkróki. Óskar hún eftir því að fá leyfi sveitarfélagsins til þess að loka Aðalgötunni þann 11. október 2023, milli kl. 20:00 og 22:00 vegna kvöldopnunar verslunar-, veitinga- og þjónustuaðila.
    Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir því að Aðalgatan verði lokuð frá Kirkjutorgi að Villa Nova miðvikudaginn 11. október 2023 á milli kl. 20:00 og 22:00.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • 5.3 2310047 Römpum upp Ísland
    Byggðarráð Skagafjarðar - 65 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. október 2023 frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sjóðurinn hefur haft aðkomu að verkefninu Römpum upp Ísland frá upphafi verkefnisins og hefur heimild til að leggja verkefninu til 200 millj. kr. samkvæmt breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 (framlög úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga). Stjórn RUÍ ákvað á stjórnarfundi þann 19. september s.l. að bjóða hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum samstarf um gerð rampa við húsnæði í þeirra eigu. Einnig lagt fram erindi frá Römpum upp Ísland varðandi framkvæmd verkefnisins. Umsóknarfrestur til RUÍ er til 10. desmeber 2023.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar og tillögugerðar, til aðgengishóps sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 65 Lagður fram tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu til allra sveitarfélaga, dagsettur 29. september 2023, varðandi þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.
    Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.
    Byggðarráð Skagfjarðar fagnar áhuga löggjafans á mótun þjónustustefnu sem sett var með lögum um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 96/2021 frá Alþingi, en þau fela sveitarstjórn að móta þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags, í samráði við íbúa sveitarfélagsins. Fyrir liggur einnig fyrirmynd og leiðbeiningar, unnar af Byggðastofnun um hvernig móta skuli þjónustustefnuna. Þjónustustefnunni er fyrst og fremst ætlað á að ná yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga en þau eru mörg.
    Í Skagafirði hefur frá upphafi sameiningar sveitarfélaga verið lagður metnaður í að hafa fast mótaðar stefnur í öllum okkar lögbundnu og ólögbundnu verkefnum. Við setningu þeirra reglna, laga eða stefna er lögð áhersla á að þau nái yfir sveitarfélagið í heild sinni. Á heimasíðu Skagafjarðar má lesa tæplega 100 reglur, samþykktir og lög sem innihalda stefnur sem í gildi eru í Skagafirði og móta þá þjónustu og umgjörð sem við lifum eftir innan laga Alþingis. Í öllum þessum reglum og samþykktum er unnið með hópa, svæði og/eða þéttbýlisstaði eins og þeir eru skilgreindir í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og eru öll þessi lög, reglur og samþykktir, samþykkt af sveitarstjórn eða Alþingi og eru öllum íbúum aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins. Aðalskipulagið eitt og sér er til viðbótar þessu eitt og mest stefnumótandi plagg sem sveitarfélagið vinnur eftir. Það er 160 blaðsíður að lengd og fjallar á mjög ítarlegan hátt um þá sýn sem við höfum á þróun samfélagsins 15 ár fram í tímann. Í aðalskipulaginu er t.d. fjallað sérstaklega um hvern og einn byggðakjarna og farið yfir framtíðarsýn á þróun íbúabyggðar, verslun og þjónustu, samfélagsþjónustu og mjög margt fleira, svo ekki sé minnst á stefnu um vatnsveitu, fráveitu, rafveitu, hitaveitu og gagnaveitu og mörgu öðru sem einnig á að nefna í hinni nýju samantekt um þjónustustefnu. Hverri sveitarstjórn er einnig ætlað að endurskoða aðalskipulagið í upphafi hvers kjörtímabils og koma þá með sínar áherslur og breytingar þar inn. Rétt er líka að minna á að breytingar á aðalskipulagi eru alltaf unnar í miklu samráði við íbúa með tilheyrandi íbúafundum og opinberum kynningum.
    Byggðarráð vill því benda innviðaráðuneytinu á að mögulega sé óþarfi að vinna enn eitt plaggið sem mun eðli málsins samkvæmt verða mjög langt og yfirgripsmikið þegar því er ætlað að ná yfir og lýsa öllum þeim fjölmörgu reglum, stefnum og markmiðum sem sveitarfélagið hefur nú þegar sett. Byggðarráð Skagafjarðar veltir því upp hvort ekki sé heppilegra að sveitarstjórnir gætu upplýst stjórnvöld með rafrænum hætti um þá þjónustu og þjónustustefnur sem í boði eru fyrir okkar byggðir og byggðakjarna, líkt og gert er t.d. varðandi afmarkaðri þætti eins og húsnæðis- og brunavarnaráætlanir sveitarfélaga. Þannig gæti löggjafinn fylgst með því hvort þjónustustig viðkomandi byggðakjarna sé ásættanlegt.
    Það má líka benda á að yfirgripsmiklar stefnur eins og t.d. endurgerð aðalskipulags kostar tugi milljóna króna. Í áðurnefndum breytingum á sveitarstjórnarlögum kemur ekkert fram um aðkomu ríkisins vegna kostnaðar við gerð þjónustustefnunnar og kostnaðarumsögn virðist ekki hafa verið unnin á áhrifum frumvarpsins sem þó er skylt skv. 129. grein sveitarstjórnarlaga. Leggur byggðarráð Skagafjarðar því til að ríkið kosti gerð þjónustustefnunnar að fullu ásamt árlegum uppfærslum.
    Að þessu sögðu og með hliðsjón af gildandi lögum samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að gera einfalda samantekt samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja um þá þjónustustefnu sem Skagafjörður hefur í byggðum og byggðarlögum fjarri stærsta byggðarkjarna sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 65 Lagðar fram núgildandi reglur um heilsueflingarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins.
    Byggðarráð samþykkir að framlagðar reglur gildi óbreyttar fyrir árið 2024 og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Heilsueflingarstyrkur 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 65 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. október 2023 frá Skipulagsstofnun, þar sem stofnunin óskar eftir umsögn frá sveitarfélaginu um mál í skipulagsgáttinni; Breytingar á Blöndulínu 3, nr. 0672/2023: Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu). Kynningartími er til 2. nóvember 2023.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 65 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 29. september 2023 frá innviðaráðuneytinu varðandi minningardag um fórnarlömb umferðarslysa 2023. Árlegur alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember 2023. Dagurinn er haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og er fyrst og fremst tileinkaður minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður fyrstu viðbrögðum og neyðarhjálp á slysstað. Þá verða táknrænar minningarstundir haldnar víða um landið sem félög og sveitir í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu skipuleggja. Streymt verður frá viðburðum í beinni vefútsendingu á Facebook eftir því sem kostur er.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 65 Lögð fram til kynningar auglýsing frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varðandi umsóknir um styrki úr Aski - mannvirkjasjóði. Sjóðurinn er í eigu innviðaráðuneytisins og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Hann veitir styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar. Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 65 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 5. október 2023 frá Rótinni, félagi um velferð og líf, varðandi þverfaglega ráðstefnu um mannréttindamiðaða nálgun í mótun fíknistefnu í velferðarríkjum. Ráðstefnan er skipulögð af Rótinni og RIKK - Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og fer fram þann 17. og 18. október á Hótel Reykjavík Grand. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 65 Lögð fram til kynningar skýrsla frá Motus um Lykiltölur sveitarfélaga - greiðsluhraði 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 65 Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fulltrúaráðsfundar Skagfirskra leiguíbúða hses. þann 28. september 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

6.Byggðarráð Skagafjarðar - 66

Málsnúmer 2310017FVakta málsnúmer

Fundargerð 66. fundar byggðarráðs frá 18. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Undir þessum dagskrárlið komu forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins ehf., Jón Frantzson og Friðrik Auðunn Jónsson til viðræðu um framkvæmd og þjónustu vegna verksamnings um sorphirðu fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið fulltrúar umhverfis- og samgöngunefndar, Guðlaugur Skúlason og Hildur Þóra Magnúsdóttir sem tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. Valur Valsson verkefnisstjóri sat fundinn að auki undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027.
    Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2024-2027 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Fjárhagsáætlun 2024-2027, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Lagt fram vinnuskjal varðandi þjónustustefnu Skagafjarðar fyrir árið 2024.
    Byggðarráð samþykkir að taka málið aftur fyrir á næsta fundi byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Viðaukinn inniheldur meðal annars breytingar á efnahagsreikningi og sjóðstreymi fjárhagsáætlunarinnar, sem eru að mestu leiti tilkomnar vegna uppfærslu efnahags í áætluninni, með tilliti til niðurstöðu ársreiknings 2022. Einnig er gerður viðauki vegna uppreiknings á langtímaskuldum og -kröfum sem taka mið af verðlagsþróun ársins 2023. Skatttekjur eru hækkaðar með tilliti til rauntalna fyrstu átta mánuði ársins. Gerð er breyting á launaliðum áætlunarinnar í samræmi við nýja kjarasamninga gerða á árinu. Ýmsar aðrar breytingar eru gerðar á gjaldahlið áætlunarinnar sem og tekjuhlið. Framkvæmdaáætlun er breytt á þann veg að fé er flutt á milli framkvæmdaverkefna. Í viðaukanum er einnig gert ráð fyrir sölu fasteigna. Viðaukinn hefur áhrif á rekstur ársins 2023 sem nemur 166.968 þkr. til gjalda. Ekki er gert ráð fyrir nýrri lántöku í viðaukanum.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Lögð fram svohljóðandi bókun frá 16. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 28. september 2023: "Samningur við Félag eldri borgara í Skagafirði sem fyrirhugað er að skrifa undir þann 2. október nk. lagður fram til kynningar. Samningurinn gildir til loka september 2026.
    Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðaráði."
    Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • 6.6 2211242 Ósk um fund
    Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Málið áður á dagskrá 62. og 63. fundar byggðarráðs. Lagt fram bréf dagsett 17. september 2023 frá skíðadeild UMF Tindastóls varðandi skíðasvæðið í Tindastóli. Með bréfi þessu er óskað eftir samtali og samstarfi við sveitarfélögin á Norðurlandi vestra um aðkomu að rekstrarstuðningi við svæðið. Lögð fram viðhaldsáætlun tækja á skíðasvæðinu veturinn 2023-2024.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því forsvarsmenn deildarinnar komi á fund byggðarráðs til viðræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Lagt fram bréf frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu þar sem kynnt er ætlun aðstandenda Kvennaverkfallsins 2023 að boða til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023. Þar eru konur og kynsegin fólk hvatt til að leggja niður launaða og ólaunaða vinnu allan daginn eins og konur gerðu þegar fyrst var boðað til Kvennafrís árið 1975.
    Byggðarráð Skagafjarðar beinir því til stjórnenda stofnana Skagafjarðar að huga að skipulagi starfseminnar 24. október nk. í samráði við starfsfólk. Haft verði að leiðarljósi að nauðsynlegri almannaþjónustu sé sinnt eins og mögulegt er og að öryggi og heilsu fólks sé ekki stefnt í hættu.
    Ekki verður dregið af launum kvenna og kvára sem taka þátt í kvennaverkfallinu að viðhöfðu samráði við sinn stjórnanda. Góðfúslega er bent á að dagurinn er ekki almennur frídagur sem samið hefur verið um. Jafnframt er áréttað að ekki er um eiginlegt verkfall að ræða þar sem um verkföll gilda sérstök lög og reglur og að ábyrgð á starfsemi er á forræði hlutaðeigandi stjórnanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Lagt fram bréf dagsett 13. október 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning 2022. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2022. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið
    eftirlitsnefndar vegna rekstrar fyrir A-hluta. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar
    forsendur sveitarfélagsins til að ná tilgreindum lágmarksviðmiðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Mikilvægt er að gerð verði útkomuspá fyrir árið 2023 sem grunnforsenda fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og skilað til EFS þegar spáin liggur fyrir.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ársreikningur Skagafjarðar 2022 - bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Lagt fram bréf dagsett 13. október 2023 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands. Tilkynnt er um að ágóðahlutagreiðsla til sveitarfélagsins nemi 1.678.000 kr. á árinu 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Lagt fram bréf dagsett 13. október 2023 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli 2023-056807. Óskað er eftir umsögn um umsókn frá Hlín Guesthouse ehf. um breytingu á gildandi rekstrarleyfi. Breyting á fyrra leyfi úr flokki III Gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum í flokk IV Gististaður með áfengisveitingum.
    Byggðarráð samþykkir að breytingin verði heimiluð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar - ágúst 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Lögð fram til kynningar staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 5. október 2023 frá ríkislögreglustjóra varðandi könnun á stöðu sveitarfélags árið 2023 til að gera hættumat og viðbragðsáætlun.
    Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu Svavars Atla Birgissonar slökkviliðsstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 66 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 6. október 2023 frá Hafnasambandi Íslands varðandi samstarfsfundi Hafnasambands Íslands og Fiskistofu. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

7.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 14

Málsnúmer 2309014FVakta málsnúmer

Fundargerð 14. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 19. september 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 14 Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri bar upp tillögu þess efnis að Eyrún Sævarsdóttir, fulltrúi B-lista, verði varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
    Nefndin samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 14 Lögð fram til kynningar upplýsingasíða um vinnu sjö starfshópa sem skila eiga tillögu að aðgerðum í aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustustefnu ríkisins til ársins 2030. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 14 Teknar fyrir tillögur að forgangsverkefnum fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands sem auglýst var eftir þann 24.08.2023. Forgangslistinn er uppfærður árlega.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að setja eftirfarandi forgangsverkefni í Áfangastaðaáætlun Norðurlands.

    Staðarbjargavík
    Hólar í Hjaltadal
    Austurdalur
    Glaumbær
    Kakalaskáli
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 14 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Erlu Valgarðsdóttur fyrir hönd Kirkjukórs Glaumbæjarprestakalls, dagsett 10.09.2023, vegna þátttöku kórsins í menningarvöku sem haldin er bænum Rheinsberg í Þýskalandi í nóvember.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið en getur ekki styrkt ferðina að þessu sinni. Nefndin bendir jafnframt á Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir styrki sem þessa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 14 Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga á SSNV mætti á fundinn og stýrði vinnustofu um stefnumótun í atvinnumálum Skagafjarðar. Niðurstöður vinnustofunnar verða lagðar fyrir sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

8.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 15

Málsnúmer 2310014FVakta málsnúmer

Fundargerð 15. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 11. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 15 Tekin fyrir styrkarbeiðni frá Þóru Jóhannesdóttur fyrir hönd Lestrarfélags Silfrastaðasóknar dagsett 2.10.2023 varðandi bókarkaup fyrir félagið.
    Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd getur ekki orðið við beiðninni og bendir á bókakost Héraðsbókasafns Skagfirðinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með átta atkvæðum. Hrefna Jóhannesdóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 15 Tekin fyrir beiðni frá Kristínu Einarsdóttur, héraðsbókaverði, um breytingar á opnunartíma safnsins á Sauðárkróki fyrir árið 2024.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari gagna og vinna málið áfram með héraðsbókaverði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 15 Tekin fyrir beiðni frá Kristínu Einarsdóttur, héraðsbókaverði, um ýmsar fjárfestingar fyrir árið 2024.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari gagna og vinna málið áfram með héraðsbókaverði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 15 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 15 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

9.Félagsmála- og tómstundanefnd - 16

Málsnúmer 2309024FVakta málsnúmer

Fundargerð 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 28. september 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Lagðar fram nýjar, ósamþykktar reglur Skagafjarðar um notendasamninga sbr. 28.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Við framkvæmd reglna þessara skal framfylgja þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
    Reglurnar voru unnar af aðilum fagráðs málefni fatlaðs fólks sem samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti í ágúst sl. og vísaði þeim til umfjöllunar framkvæmdaráðs og til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga þjónustusamnings um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Framkvæmdaráð fjallaði um reglunar á fundi sínum 11.september sl. Málið áður á dagská félagsmála- og tómstundanefndar 26.júní sl.
    Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðaráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Samningur við Félag eldri borgara í Skagafirði sem fyrirhugað er að skrifa undir þann 2. október nk. lagður fram til kynningar. Samningurinn gildir til loka september 2026.
    Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðaráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 VG og Óháð ásamt Byggðalista óska eftir því að fá upplýsingar um hvar vinnu tillagan ,,Matarþjónusta - Eldri borgarar´´ sem samþykkt var á fundi Félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember síðast liðinn sé stödd? Þar samþykkir nefndin að beita sér fyrir samráði við eldri borgara í Skagafirði um mögulegt fyrirkomulag matarþjónustu svo unnt sé að koma í framkvæmd þeirri lögbundnu grunnþjónustu að allir eldri borgarar í Skagafirði hefi kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins. VG og Óháð ásamt Byggðalista hafa lagt mikla áherslu á að Skagafjörður sinni matarþjónustu fyrir alla eldri borgara í Skagafirði en ekki einungis þeim sem búa á Sauðárkróki. Í kjölfar samráðsferlis átti að kynna nefndinni niðurstöður. Í framhaldi átti að taka ákvörðun um hvaða útfærslur á matarþjónustu væri unnt að bjóða eldri borgurum í Skagafirði með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023.

    Meirihluti félagsmála- og tómstundanefndar leggur mikla áherslu á að hleypt sé af stokkunum reynsluverkefni um heppilegasta fyrirkomulag matarþjónustu fyrir eldri borgara í dreifbýli og þéttbýli Skagafjarðar. Vegna mikils álags á starfsfólk félagsþjónustu Skagafjarðar í sumar hefur því miður ekki reynst unnt að fylgja verkefninu nægjanlega eftir en meirihlutinn fagnar því að framundan sé samráðsferli við öldungaráð Skagafjarðar um málið og auglýsing um þátttöku í reynsluverkefninu fylgi strax í kjölfarið.
    Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 tiltaka að sveitarstjórn skuli sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum, m.a. heimaþjónusta, félagsráðgjöf og heimsending matar. Ekki er tilgreint nánar um fyrirkomulag þjónustunnar eða greiðsluskiptingu á milli þjónustuþega annars vegar og þjónustuveitenda hins vegar.
    Meirihluti félagsmála- og tómstundanefndar leggur áherslu á að fylgt sé fyrri ákvörðunum nefndarinnar frá m.a. 7. fundi hennar 1. desember sl. og 11. fundi 13. apríl sl., um að heimsendur matur verði í boði gegn greiðslu, líkt og þekkist hjá mörgum sveitarfélögum þar sem innheimt er fyrir mat og akstur. Ljóst er að akstur um víðfeðmt hérað getur valdið miklum kostnaði og getur jafnframt verið ákveðinn þröskuldur hvað framreiðslu matarins varðar. Því er nauðsynlegt að skoða allar færar leiðir til að tryggja skynsamlega útfærslu til framtíðar og að kostnaði vegna veittrar þjónustu sé haldið í lágmarki.

    Nefndin felur starfsmönnum að auglýsa eftir þátttakendum í verkefnið sem fyrst og ákvarðanir um næstu skref verkefnisins teknar á fundi nefndarinnar í nóvember.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Ungmennaþing á vegum SSNV verður haldið þann 5. október nk. á Blönduósi. Markmið þingsins er að valdefla ungt fólk í landshlutanum og standa að vettvangi þar sem þeim gefst tækifæri til þess að tjá skoðanir sínar. Þemað á þessu fyrsta ungmennaþingi SSNV verður umhverfismál og nýsköpun. Ungmennaþing hefur verið kynnt fyrir Ungmennaráði Skagafjarðar. Frá Skagafirði munu mæta 4-5 ungmenni auk frístundastjóra.
    Nefndin fagnar framtaki SSNV.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Tómstundadagurinn í ár verður haldinn í Hinu húsinu í Reykjavík, föstudaginn 13. október kl. 8:45-12:00 og einnig í streymi. Viðburðurinn er fyrir öll sem starfa á vettvangi frítímans, hvort sem það er innan sveitarfélaganna eða í frjálsum félagasamtökum. Á dagskrá í ár eru erindi sem öll tengjast frístundastarfi og farsæld barna.
    Nefndin hvetur áhugasöm að kynna sér dagskrá tómstundadagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024. Fyrsta tillaga að skiptingu fjármuna á milli stofnana félagsmála- og tómstundamála yfirfarin. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu stafsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir framlagðan fjárhagsramma 2024 og vísar til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024. Fyrsta tillaga að skiptingu fjármuna á milli stofnana félagsmála- og tómstundamála yfirfarin. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu stafsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir framlagðan fjárhagsramma 2024 og vísar til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Eitt mál tekið fyrir og fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

10.Fræðslunefnd - 19

Málsnúmer 2309028FVakta málsnúmer

Fundargerð 19. fundar fræðslunefndar frá 3. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 19 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024. Fyrsta tillaga að skiptingu fjármuna á milli stofnana fræðslumála yfirfarin. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu stafsmanna. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
  • 10.2 2309283 Nemendafjöldi
    Fræðslunefnd - 19 Við upphaf skólaársins 2023-2024 er heildarnemendafjöldi í leikskólum Skagafjarðar 245 og hefur fjölgað um 8 frá fyrra ári. Grunnskólabörn eru 562 talsins en voru 533 við upphaf síðasta skólaárs. Fjöldi nemenda í Tónlistarskóla Skagafjarðar eru 157. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 19 Samningur um samstarf um fagháskólanám í leikskólafræði milli Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Skagafjarðar lagður fram til kynningar. Markmið samningsins er að stuðla að fjölgun nemenda í leikskólafræði og að fjölga menntuðum kennurum ásamt því að efla innra starf í leikskólum með því að tvinna saman nám og starf á vettvangi. Starfsfólki í leikskóla sem ekki hefur lokið framhaldsskóla gefst tækifæri til fagháskólanáms sem getur orðið brú yfir í háskólanám. Með samningnum lýsir Skagafjörður vilja til að leyfa starfsfólki að sinna náminu samhliða vinnu í leikskóla.
    Þrír starfsmenn Skagafjarðar leggja stund á fagháskólanám í leikskólakennarafræði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 19 Lögð fram hugmynd að útfærslu á tónlistarnámi fyrir nemendur í 1. og 2. bekk með því að bjóða upp á forskólanám að fyrirmynd frá Reykjanesbæ. Markmið með forskólanámi er fyrst og fremst að búa öll börn í 1. og 2 bekk sem best undir hljóðfæranám, sem og að kynna öllum börnum fyrir tónlistarnámi og þar með efla tónlistarnám almennt í Skagafirði. Forskólanám er hugsað sem samþætt byrjendanám í tónfræðagreinum. Hugmyndin er að nemendur fái alhliða þjálfun í tónlist í gegnum Forskólann og samhliða sé unnið með sköpun, hlustun, söng, hrynþjálfun, dans/hreyfingu og hljóðfæraleik.
    Nefndin felur starfsmönnum að skoða útfærsluna nánar, m.a. með tilliti til kostnaðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
  • 10.5 2309273 Reglur um skólasókn
    Fræðslunefnd - 19 Grunnskólar Skagafjarðar hafa komið sér upp samræmdu verklagi þegar mæting nemenda er ábótavant og jafnframt er óskað eftir samvinnu við foreldra um að draga úr leyfisbeiðnum á skólatíma. Reglurnar gilda frá upphafi skólaárs 2023-2024. Reglurnar gilda annars vegar um fjarvistir vegna leyfa og veikinda nemenda og hins vegar um fjarvistir/seinkomur og brottrekstur úr kennslustundum. Tilgangurinn er að samhæfa reglur um skólasókn nemenda með því setja fram viðmið um skólasókn ásamt verklagsreglum um viðbrögð og eftirfylgni við ófullnægjandi skólasókn. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 19 Sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna fyrir skólaárið 2022-2023 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 19 Tvö mál lögð fyrir og færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.

11.Landbúnaðarnefnd - 11

Málsnúmer 2309007FVakta málsnúmer

Fundargerð 11. fundar landbúnaðarnefndar frá 12. september 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 11 Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði, nr. 1264 frá 2015, hefur verið til umræðu í landbúnaðarnefnd um nokkurt skeið. Lögð fram drög að nýrri og yfirfarinni samþykkt.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 11 Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta 300 þkr. til Fjallskilasjóðs Hofsafréttar af styrkjafé sínu. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 11 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. september 2023 frá Rögnu Hrund Hjartardóttur og Stefaníu Sigfúsdóttur, eigandum jarðarinnar Vallholt í Skagafirði, L232700, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Áformað er að nýta jörðina fyrir hrossarækt og ræktun fóðurs fyrir grasbíta auk akuryrkju sem stunduð verði af ábúendum eða öðrum bændum í nágrenninu. Veðbókarvottorð jarðarinnar fylgir erindinu ásamt yfirlitsmynd af landamerkjum hennar gagnvart aðliggjandi jörðum. Fyrir liggja meðmæli ráðunautar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt. Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið verði stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ósk um stofnun lögbýlis, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd - 11 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. ágúst 2023 frá Gunnari Eysteinssyni, þar sem hann óskar eftir beitarhólfi á leigu í Hofsós.
    Gunnar hefur síðan erindið barst sótt um auglýsta skika við Hofsós og samþykkir landbúnaðarnefnd að leggja þetta erindi fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með átta atkvæðum. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún hafi vikið af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  • Landbúnaðarnefnd - 11 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. júlí 2023 þar sem fram kemur erindi frá Elisabeth Jansen um að fá á leigu svokallað "félagshólf" við hesthúsahverfið ofan Hofsóss, hólf nr. 22, 3,28ha.
    Fjólmundur Traustason hefur þetta hólf til umsjónar samkvæmt samkomulagi við sveitarfélagið.
    Landbúnaðarnefnd bendir Elisabeth á að hafa samband við Fjólmund um möguleg afnot af hólfinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 11 Samræming gjalda vegna fjallskila til fjallskiladeilda í sveitarfélaginu rædd.
    Landbúnaðarnefnd áréttar að álagning gjalda vegna fjallskila er í höndum hverrar fjallskilastjórnar fyrir sig.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • 11.7 2308044 Kauptaxti veiðimanna
    Landbúnaðarnefnd - 11 Lagt fram erindi frá Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi breytingu á fjárhæðum sem greiddar eru fyrir unnin mink og ref, til ráðinna veiðmanna sveitarfélagsins.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að gjaldskráin verði endurskoðuð í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðarnefndar staðfest 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 11 Mikið er um að lögregla hringi í umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins og tilkynni um skepnur á og við vegi sem skapi hættu í umferðinni.
    Landbúnaðarnefnd vekur athygli á því að sveitarfélagið hefur engar skyldur gagnvart Vegagerðinni né lögreglu um þessa þjónustu. Sveitarstjóri hefur þegar haft samband við lögreglustjóra á Norðurlandi vestra um málið.
    Landbúnaðarnefnd minnir land- og búfjáreigendur á skyldur sínar til að viðhalda veggirðingum til að halda búfé frá vegum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 11 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 19. maí 2023 frá Bjarmalandi, félagi atvinnuveiðimanna sem veiða mink og ref varðandi greiðslur frá sveitarfélögum fyrir unnin dýr. Lögð er áhersla á að sveitarfélög hækki greiðslur til veiðimanna og samræmi þær. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • 11.10 2307043 Lausaganga búfjár
    Landbúnaðarnefnd - 11 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 6. júlí 2023 frá Bændasamtökum Íslands til Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga á Íslandi, varðandi lausagöngu/ágang búfjár. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 11 Erindið áður á dagskrá 10. fundar landbúnaðarnefndar þann 5. júlí 2023 og varðar beiðni um smölun ágangsfjár úr heimalandi jarðarinnar Austari-Hóls í Flókadal. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti stöðu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

12.Landbúnaðarnefnd - 12

Málsnúmer 2310015FVakta málsnúmer

Fundargerð 12. fundar landbúnaðarnefndar frá 17. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 12 Málið áður á dagskrá 6. fundar landbúnaðarnefndar þann 9. janúar 2023. Fjallskilasamþykktin rædd.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir að fjallskilastjórar fjallskilanefnda Austur-Fljóta og Vestur-Fljóta annars vegar og fjallskilastjórar fjallskilanefnda Seyluhrepps úthluta og Staðarhrepps hins vegar komi á fund nefndarinnar til viðræðu um sameiningu fjallskilanefndanna. Landbúnaðarnefnd stefnir að frekari sameiningu annarra fjallskiladeilda í Skagafirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 12 Lögð fram fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála í málaflokki 13, atvinnumál. Gert er ráð fyrir að fjárframlög til landbúnaðarmála verði 27.105 þús.kr. á árinu 2024. Einnig var farið yfir áætluð framlög vegna minka- og refaeyðingar á árinu 2024. Málaflokkurinn tilheyrir umhverfis- og samgöngunefnd en landbúnaðarnefndin hefur haft umsjón með verkefninu. Áætlun vegna minka- og refaeyðingar hljóðar upp á 8.691 þús.kr.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2024 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 12 Sveitarfélagið hefur gert leigusamninga um leigu á mörgum landskikum og jörðum í gegnum tíðina sem hljóða ekki allir eins. Lóðarleigusamningar hafa verið gerðir um landskika á Nöfum á Sauðárkróki sem allir hafa sitt landnúmer. Annarsstaðar hafa leigðir skikar og lönd ekkert sér landnúmer og tilheyra stærra landi og þá gerðir annarskonar samningar.
    Landbúnaðarnefnd leggur til að leigusamningar um lönd og skika verði samræmdir og landstærðir skilgreindar í samningum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • 12.4 2307135 Ósk um kaup á landi
    Landbúnaðarnefnd - 12 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. september 2023 frá Rúnari Páli Hreinssyni, þar sem hann óska eftir að fá til kaups land það sem hann hefur haft á leigu frá sveitarfélaginu. Um er að ræða Ártúnahólf ofan við veg og upp með Deildardalsafleggjara.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að leggja til við byggðarráð að viðkomandi landi verði skipt út og auglýst til sölu og vísar erindinu til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 12 Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að sveitarfélagið marki sér stefnu um rjúpnaveiðar á landi í eigu þess. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 12 Lögð fram áætlun Umhverfisstofnunar frá 2. mars 2023 um refaveiðar fyrir tímabilið 2023-2026, ásamt samningi um refaveiðar fyrir árin 2023-2025 og gildir til 31. desember 2025. Markmið samningsins er að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum sem og að skapa fyrirsjáanleika varðandi endurgreiðslur ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga.
    Landbúnaðarnefnd leggur til að samningur um refaveiðar fyrir árin 2023-2025 verði undirritaður.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 12 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um minka- og refaveiði í sveitarfélaginu tímabilið september 2022 til ágúst 2023. Veiddir voru 396 refir og 167 minkar. Útlagður kostnaður sveitarfélagsins nam 7,5 mkr. vegna veiðanna. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

13.Skipulagsnefnd - 33

Málsnúmer 2309015FVakta málsnúmer

Fundargerð 33. fundar skipulagsnefndar frá 19. september 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 33 Farið yfir innsendar athugasemdir við skipulagslýsingu Borgargerðis 4 sem finna má á nýrri Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mál nr. 425/2023 undir vefslóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/425.
    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 33 Farið yfir innsendar athugasemdir við skipulagslýsingu Sólheima 2 í Blönduhlíð sem finna má á nýrri Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mál nr. 449/2023 undir vefslóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/449.
    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 33 Að beiðni sveitarstjóra og sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs óskar Ingvar Páll Ingvarsson eftir að skipulagsnefnd Skagafjarðar taki fyrir eftirfarandi með tilvísun til fundargerða:
    - Umhverfis og samgöngunefnd 18.8.2023 dagskrárliður nr. 1 „Nafir- ofanflóð Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022“.
    - Byggðarráð Skagafjarðar 23.8.2023 dagskrárliður nr. 2 „Nafir- ofanflóð Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022“.
    - Sveitarstjórn Skagafjarðar 13.8.2022 dagskrárliður nr 1.2 “Nafir- ofanflóð Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022“.

    Framlögð gögn:
    Minnisblað Eflu verkfræðistofu dagsett 16.01. 2023.
    Uppdrættir frá Stoð verkfræðistofu dagsettir júlí 2023 „ Brekkugata Sauðárkróki Mótfylling 2023“
    Uppdrættir frá Stoð verkfræðistofu dagsettir ágúst 2023 „Lindargata 15-17 Sauðárkróki flái 2023“
    Uppdrættir frá Stoð Verkfræðistofur dagsettir september 2023 „Skógargata 6b“

    Með tilvísana í ofangreind gögn, niðurstöðu minnisblaðs Eflu þar sem m.a. segir „Við núverandi aðstæður er til skemmri tíma mesta hættan bundin við jarðvegstorfuna sem hleðst hægt og rólega upp og er á nokkrum stöðum komin í „yfirbratta“ og ógnar efstu húsum. Við þessu ástandi þarf að bregðast sem fyrst.“
    Einnig er bent á að komi til mikilla haustrigninga eykst skriðuhætta umtalsvert.
    Fyrirliggur umsögn minjavarðar vegna áætlaðrar framkvæmdar þar sem ekki er gerð athugasemd.

    Skipulagsnefnd bendir á að umrætt svæði er innan Verndarsvæðis í byggð.
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir og þeim verði hraðað eins og kostur sé í ljósi þess að um almannahagsmuni er að ræða vegna skriðuhættu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Brekkugata - Lindargata - Skógargata - Framkvæmdaleyfi, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 33 Ingvar Páll Ingvarsson fh. Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi við það svæði sem merkt er Gamla bryggja í gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, skipulagsnúmer 17500.
    Leyfisumsókn nær til gatnagerðar og fráveitu, gangstíga, gerð bílastæða og annarrar landmótunar og umhverfis samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

    Nánar um framkvæmd sem mun byggja á meðfylgjandi gögnum sem eru:
    Uppdráttur frá Teiknistofu Norðurlands - Gamla bryggjan Sauðárkróki, hafnartorg og umhverfi Siglingaklúbbsins Drangeyjar 13. júní 2022.
    Uppdrættir frá verkfræðistofunni Stoð ehf. Siglingaklúbbur Sauðárkróki, - Malbikun 2023 afstöðumynd og hæðarlega, númer uppdrátta S-101 og S-102.
    Stefnt er að hefja vinnu við hluta framkvæmdar nú í haust, þ.e.a.s. gatnagerð, fráveitu, malbik á gangstíga, akbrautir og bílastæði.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gamla bryggja Sauðárkróki - Ósk um framkvæmdaleyfi, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 33 Fyrir hönd dánarbús Jóhannesar Pálssonar óskar Sigurður Baldursson eftir að gert verði lóðarblað og lóðarleigusamningur fyrir hesthúsalóðina nr. 15 á Hofsósi.
    Ekki liggur fyrir þinglýstur lóðarleigusamningur eða aðrar frumheimildir varðandi tilurð lóðarinnar.
    Í fasteignaskrá er lóðin sögð 500m² og hesthús sem á lóðinni stendur skráð á
    dánarbú Jóhannesar Pálssonar, 123,5m² og byggt árið 1987. Fasteignanúmer F2143819.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna lóðarblað og gera lóðarleigusamning fyrir hesthúsalóð nr. 15 við Hofsós.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 33 Ævar Jóhannsson og Elsa Hlíðar Jónsdóttir þinglýstir eigendur ræktunarlandsins Hofsós lóð 2, landnúmer 146739 óska eftir heimild til að stofna 7275 m2 spildu úr landinu, sem “Naustabakki", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 79008900 útg. 13.09.2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Ínu Björk Ársælsdóttur.
    Landheiti vísar í nærliggjandi örnefni.
    Óskað er eftir að útskipt spilda verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10).
    Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
    Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða að litlu leyti landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
    Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
    Engin fasteign er á umræddri spildu.
    “Hofsós lóð 2" verður eftir landskipti í 100% eigu Elsu Hlíðar Jónsdóttur.
    Stofnuð lóð verður í eigu Ævars Jóhannssonar.

    Óskað er eftir að aðkoma að lóðinni verði um núverandi veg sem liggur frá Vogavegi (7838) og um land “Hofsós lóð 4" (landnr. 219946) að Naustabakka, eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti.

    Undirritaðir þinglýstir eigendur Hofsós 2 landnr. 146739, óska jafnframt eftir heimild til að stofna 4254 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús, líkt og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti. Áætlað er hámarksbyggingarmagn verði eigi meira en 300 m2. Byggingarreiturinn er innan útskiptrar spildu og mun tilheyra henni að landskiptum loknum.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn Minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 33 Skipulagsfulltrúa barst ábending um framkvæmdir nýverið við Iðutún 12 á Sauðárkróki hafi gengið inná opið svæði sveitarfélagsins. Um er að ræða vegg hlaðinn úr stórgrýti sem nú hefur verið staðfest að sé að verulegu leyti (55m2) utan framangreindrar lóðar. Lóðin er allt að tveimur metrum lægri en yfirborð aðliggjandi opins svæðis. Er veggnum ætlað að halda við jarðveg sem liggur að lóðinni.

    Skipulagsfulltrúa er falið að ná samkomulagi við lóðarhafa sem feli í sér að lóðarhafi hverju sinni undirgangist kvöð um að fallvarnir sem sveitarfélagið samþykki skuli vera við lóðarmörkin, lóðarhafi beri kostnað af gerð þeirra og viðhaldi en sveitarfélagið eigi allar framkvæmdir utan lóðar. Kvöðinni verði þinglýst á lóðina Iðutún 12. Náist ekki samkomulag um þetta við lóðarhafa sem sveitarfélagið sætti sig við verði undirbúið stjórnsýslumál til þess að hann fjarlægi framkvæmdina og færi jarðveg og gróður í fyrra horf á eigin kostnað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 33 Á 23. fundi skipulagsnefndar 27. apríl sl. var beiðni lóðarhafa um 40 m breiðan innkeyrslustút hafnað. Meðfylgjandi erindi þessu er lóðaruppdráttur (S101 verknr. 3245) unnin af Áræðni ehf. kt. 420807-0150 dagsettur 23.08.2023, 3. útgáfa sem sýnir tillögu að lóðarskipulagi, byggingarreit, byggingarmagni og áfangaskiptingu ásamt tillögu að tveimur 15 m breiðum innkeyrslustútum. Líkt og fyrri tillaga helgast þessi breytingatillaga af lítilli fjarlægð húss frá götu sem orsakast af kvöð um helgunarsvæði háspennustrengja er liggja nyrst í lóðinni. Byggingarreitur stækkaður til norðurs um 1,5 m. Það gert ásamt því að færa húsið til norðurs um 2 m innan gildandi byggingarreits. Fyrirhugað er að húsinu verði skipt í tvær séreignir og innkeyrslustútar staðsettir gengt innkeyrsluhurðum séreigna. Ómar Kjartansson hefur gengið til samninga við G.Bentsson ehf. um kaup á helming hússins ásamt meðfylgjandi lóðarréttindum, undirrita því báðir aðilar umsókn þessa.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 33 Eigendur jarðanna Gýgjarhóls L145974, Gýgjarhóll 1 L233888 og Ögmundarstaða L146013 í Skagafirði senda inn fyrirspurn dags. 10.09.2023 um hvort leyfi þurfi til framkvæmda/jöfnunar undir afréttargirðingu með vísan til 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2010.
    Ástæða umsóknar/fyrirspurnar:
    - Núverandi afréttargirðingar eru mjög lélegar og eða ónýtar og getur skepnum stafað hætta af.
    - Horn sem eru í núverandi girðingarstæðum við landamerki Hafsteinsstaða 1 og Víkurfjalls tekin af, það gert m.a. samkvæmt ábendingum fagaðila, ráðunautar og girðingarverktaka.
    - Horft er til þess að nýta þann hluta fjalllendisins sem ekki nýtist til ræktunar og ekki telst gott beitiland til landgræðslu og kolefnisjöfnunar og er það í samræmi við skipulagsstefnu sveitarfélagsins um flokkun landbúnaðarlands eftir gæðum ræktarlands.
    Um ætlaða framkvæmd segir m.a. um er að ræða fjárhelda netgirðingu innan landamerkja ofangreindra jarða og forsenda þess því jöfnun girðingarstæðis.
    Sá hluti framkvæmdar sem áhrif hefur á ásýnd lands er jöfnun undir girðingarstæði til einföldunar og hagræðis við girðingarvinnu sem jafnframt yrði vélfær slóði til viðhalds girðinga.
    Öllu jarðraski verður haldið í lágmarki og lega girðingarstæðis valin með tilliti til hagræðis.
    Í lægðum og drögum verða grjótræsi eða annar viðurkenndur frágangur.
    Á landamerkjum verða grafnir niður fyrir frost raflínustaurar, einnig verða þar sem þurfa þykir í girðingarstæði grafnir niður fyrir frost raflínustaurar til styrkingar.
    Að framkvæmd lokinni verður jarðrask lagað eins og kostur er og í samráði við aðila og eftir því sem þurfa þykir sáð í sár og að verkið verður unnið í samræmi við gildandi lög og reglur.

    Skipulagsnefnd telur að nægar upplýsingar hafi verið veittar um framkvæmdina til þess að ákveða hvort hún sé leyfisskyld, skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nauðsynlegt að tryggt sé að samhliða framkvæmd verði gripið til mótvægisaðgerða sem hafi það markmið að minnka umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og draga úr breytingum á ásýnd umhverfis sem af henni getur hlotist, t.d. vegna jarðvegsrofs, sem kostur er, s.s. með því að græða upp jarðrask sem fylgir framkvæmd sem mest lýti er að og að fjarlægja girðingar sem framkvæmdin leysir af hólmi.
    Skipulagsnefnd samþykkir að framkvæmdaaðila verði gert að undirgangast framangreindar mótvægisaðgerðir, sbr. áður. Meðan slíkum aðgerðum sé fylgt sé ekki þörf á framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni eins og henni er lýst.

    Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 33 Arnór Halldórsson Hafstað tilkynnir sem eigandi Víkurfjalls, L231371 og sem lögmaður, f.h. Útvíkufélagsins ehf. vegna jarðarinnar Kúfhóla, L233783 og Friðriks Stefánssonar vegna jarðarinnar Glæsibæjar, L145975 um fyrirhugaða framkvæmd við afréttargirðingu í austanverðri Staðaröxl í eignarlöndum jarðanna.

    Ástæða framkvæmdar og áhrif:
    - Núverandi girðing í Glæsibæjarlandi er orðin mjög léleg og girðingar í landi Víkurfjalls og Kúfhóla hafa verið fjarlægðar, sbr. áður. Mikill ágangur búfjár af afrétti eru á þessar jarðir og skynsamleg nýting fjalllendis þeirra í raun óhugsandi við núverandi aðstæður. Þá er smölun afréttar í austanverðri Staðaröxl illframkvæmanlegur á meðan fé getur leitað niður í heimalönd umræddra jarða.
    - Lega núverandi girðingar í landi Glæsibæjar er að hluta til óheppileg m.t.t. snjóalalaga, sem er ástæða fyrir áðurgreindum ráðgerðum flutningi hennar að hluta, auk þess sem tilfærslan gerir mögulegt að láta girðingu Kúfhóla og girðingu Glæsibæjar standast á, betur en áður. Núverandi horn sem myndast á afréttargirðingunni á þessum stað er óheppilegt samkvæmt ábendingum fagaðila, ráðunautar og girðingarverktaka.
    - Gert er ráð fyrir að framkvæmdinni geti fylgt jákvæð áhrif, vegna friðunar eða mögulegrar beitarstýringar, á aðliggjandi land neðan við ráðgerða girðingu. Gert er ráð fyrir að sjónræn áhrif af vegslóða verði merkjanleg til þess að byrja með en slóðinn grói svo upp og verði svo smám saman ósýnilegur úr fjarlægð svo sem reynslan sýnir, sbr. mynd á fylgiskjali 2.

    Mótvægisaðgerðir: Samhliða framkvæmd og að henni lokinni verður ráðist í mótvægisaðgerðir sem hafi það að markmiði að minnka umhverfisáhrif hennar, þ.m.t. draga, sem kostur er, úr breytingum á ásýnd umhverfis sem af henni getur hlotist, t.d. vegna jarðvegsrofs, s.s. með því að minnka halla á skeringum ofan við slóða ef slíkt er talið þjóna framangreindu markmiði og græða upp jarðrask sem fylgir framkvæmd sem mest lýti er að m.a. með sáningu, sem og að fjarlægja girðingar sem framkvæmdin leysir af hólmi. Við útfærslu mótvægisaðgerða verði haft samráð við þann aðila sem sveitarfélagið kann að fá í það verk og eftir því sem krafa verður gerð um slíkt samráð af hálfu þess.

    Skipulagsnefnd telur að nægar upplýsingar hafi verið veittar um framkvæmdina til þess að ákveða hvort hún sé leyfisskyld, skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nauðsynlegt að tryggt sé að samhliða framkvæmd verði gripið til mótvægisaðgerða sem hafi það markmið að minnka umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og draga úr breytingum á ásýnd umhverfis sem af henni getur hlotist, t.d. vegna jarðvegsrofs, sem kostur er, s.s. með því að græða upp jarðrask sem fylgir framkvæmd sem mest lýti er að og að fjarlægja girðingar sem framkvæmdin leysir af hólmi.
    Skipulagsnefnd samþykkir að framkvæmdaaðila verði gert að undirgangast framangreindar mótvægisaðgerðir, sbr. áður. Meðan slíkum aðgerðum sé fylgt sé ekki þörf á framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni eins og henni er lýst.

    Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 33 Skipulagsfulltrúa barst nýverið ábending um framkvæmd án leyfis í Hrolleifsdal við viðhald og gerð vegslóða sem kunni að vera þess eðlis að hún hafi verið framkvæmdaleyfisskyld, skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. teljist til „meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku“.

    Nefndin bendir á að þótt framkvæmd kunni að hafa fengið úthlutað framkvæmdafé sem ráðstafað sé skv. ákvörðun sveitarstjórnar frá fundi þeirra 23.08.2023 þá þýði það ekki sjálfkrafa að kveðið hafi verið uppúr með, af bærum aðila, að ekki þurfi framkvæmdaleyfi fyrir henni.

    Þar sem afgeiðsla umsókna um framkvæmdaleyfi telst meðal verkefna sem nefndin hefur fullnaðarákvörðunarvald yfir, skv. 3. gr. viðauka I við samþykkt um stjórn Skagafjarðar verði að líta svo á að ákvörðun um hvort framkvæmd teljist framkvæmdaleyfisskyld, skv. 13. gr. falli undir slíkt valdsvið nefndarinnar. Áréttar nefndin því mikilvægi þess að framkvæmdaraðilar upplýsi nefndina um fyrirhugaðar framkvæmdir sem geti mögulega fallið undir áður tilvitnaða lýsingu 13. gr., þ.m.t. um mótvægisaðgerðir. Slíkt sé nauðsynlegt til þess að nefndin geti tekið ákvörðun um það hvort viðkomandi framkvæmdir séu framkvæmdaleyfisskyldar, að teknu tilliti til eðlis þeirra, umfangs, staðsetningar og mótvægisaðgerða sem framkvæmdaaðili skuldbindur sig til þess að undirgangast.

    Þar sem umræddri framkvæmd sé lokið sé ekki tilefni til þess að undirbúa ákvarðanatöku um hvort umrædd framkvæmd hafi verið framkvæmdaleyfisskyld.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að settar verði kvaðir á framkvæmdaraðila sem í þessu tilfelli er fjallskilanefnd Hrolleifsdals um að grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða í samráði við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins og e.a. hagaðila, með það að markmiði að minnka umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og draga úr breytingum á ásýnd umhverfis sem af henni getur hlotist, t.d. vegna jarðvegsrofs, sem kostur er, s.s. með því að malarbera vegslóðann, ef við á, og græða upp jarðrask sem mest lýti er að. Jafnframt verði sótt um að vegslóðinn verði skráður inn á “Vegir í náttúru Íslands" kort í aðalskipulagi Skagafjarðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hrolleifsdalsafrétt - Framkvæmdir, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða
  • Skipulagsnefnd - 33 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 23 þann 14.09.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.

14.Skipulagsnefnd - 34

Málsnúmer 2310001FVakta málsnúmer

Fundargerð 34. fundar skipulagsnefndar frá 2. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 34 Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar 07.09.2023, eftirfarandi bókað:

    “Vísað frá 32. fundi skipulagsnefndar frá 7. sesptember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 27.07.2023 og þá eftirfarandi bókað: „Bjarni Reykjalín fyrir hönd Sýls ehf. sækir um samþykki á málsmeðferð á byggingarleyfisumsókn vegna þriggja íbúða raðhúss á lóðinni Ránarstíg 3-7, sem kalli ekki á breytingu á gildandi “Deiliskipulagi íbúðarreits milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki". Vísað er til byggingarleyfisumsóknar þar sem sótt er um að lengja húsið um 40 cm umfram það sem áður innsendar teikningar gerðu ráð fyrir og grenndarkynntar voru skv. samþykkt sveitarstjórnar 24.11.2021. Helstu frávik sem hér um ræðir eru að húshlutar á austur- og vesturhlið fara óverulega út fyrir byggingarreit eða samtals um 3,97 m2 sem er um 1% af heildarflatarmáli hússins. Nýtingarhlutfall er um 0,34 en leyfilegt nýtingarhlutfall skv. skipulagi er 0,35. Minnsta fjarlægð húss frá lóðarmörkum er um 1,7 m (1,71 m að vestan og 1,68 m að austan). Fjarlægð byggingarreits frá lóðarmörkum er 3,0 m skv. deiliskipulagsskilmálum. Óskað er eftir því að nefndin fjalli um þessa umsókn út frá 2. og 3. mgr. 43. gr og 3. mrg. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir uppfærðum gögnum frá lóðarhafa og afgreiða erindið í samræmi við ákvæði skipulagslaga." Að beiðni Bjarna Reykjalíns hönnuðar funduðu skipulagsfulltrúi, starfsmaður skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúi og Ari Freyr Ólafsson fulltrúi Sýls ehf. miðvikudaginn 30. ágúst síðastliðinn vegna málsins. Þar lístu Bjarni Reykjalín og Ari Freyr Ólafsson yfir óánægju sinni varðandi meðferð málsins eftir afgreiðslu skipulagsnefndar. Lagt fram minnisblað frá framangreindum fundi, tölvupóstar frá Skipulagsstofnun varðandi málsmeðferð um skil gagna, auk tölvupósts frá lögfræðingi hjá Skipulagsstofnun. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Freyjugötu 25 sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skuli hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Ránarstígs 2, 4, 6 og 8, Hólavegi 1 og Sæmundargötu 2a." Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Freyjugötu 25 sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Ránarstígs 2, 4, 6 og 8, Hólavegi 1 og Sæmundargötu 2a."

    Grenndarkynningin skv. ofangreindri bókun var send út þann 22.09.2023 með uppdrætti sem gerir grein fyrir breytingunni, unninn af BR teiknistofu slf. dags. 21.09.2023.
    Þann 30.09.2023 barst tölvupóstur frá Einari I. Ólafssyni fyrir hönd Friðriks Jónssonar ehf. með árituðum kynningargögnum þar sem fram kemur að umsagnaraðilar geri ekki athugasemd við fyrirhugar breytingar á skipulagsáætlunum.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. 2. tölulið, 7. gr., II viðauka Samþykktar um stjórn Skagafjarðar nr. 1336 frá 21.11.2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 34 Lagður fram til kynningar 2. afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa frá 29. september 2023 þar sem eftirfarandi er bókað:

    „Tekið fyrir erindi Sunnu Bjarkar Atladóttur hdl. dags. 29.09.2023, fyrir hönd Christine Gerlinde Busch, eiganda landsins Neðri-Ás 2, land 6 (L234078), sem verið að stofna úr landi Neðri-Áss 2 (L146478), og lóðarinnar Neðri-Ás II lóð (L227648) í Skagafirði, þar sem óskað er eftir staðfestingu á afmörkun ofangreindrar lóðar, líkt og sýnt er á framlögðum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S08 í verki nr. 7591-2002, dags. 28. sept. 2023. Afmörkun lóðarinnar byggir á yfirlýsingu dags. 26/10 1966, þinglýsingarnúmer 421-A-18218, dags. 1/11 1966. Lóðinni fylgir hesthús, F2502637, merking 01 0101, byggt 1957, skráð stærð 297,1 m2. Skipulagsfulltrúi staðfestir hér með afmörkun lóðarinnar eins og hún kemur fram á framangreindum uppdrætti. Gert með vísan til viðauka II í samþykkt nr. 1336, um stjórn Skagafjarðar dags. 21. nóvember 2022, og verður afgreiðslan kynnt skipulagsnefnd í samræmi við samþykkt þessa.“
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.

15.Skipulagsnefnd - 35

Málsnúmer 2310003FVakta málsnúmer

Fundargerð 35. fundar skipulagsnefndar frá 5. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 35 Óskað hefur verið eftir frekara samráði með t.d. íbúafundi vegna deiliskipulagsvinnu við Freyjugarðinn á Sauðárkróki.

    Skipulagsnefnd mun halda íbúafund vegna málsins áður en deiliskipulagstillagan verður auglýst. Tímasetning og fyrirkomulag verður ákveðið síðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með átta atkvæðum. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  • Skipulagsnefnd - 35 Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri rekstrastofu Þjóðkirkjunnar sækir fyrir hönd Þjóðkirkjunnar um hnitsetta afmörkun lóðarinnar Mælifellskirkja, L146210, og að stærð lóðarinnar verði 6.952,0 m². Lóðin er innan jarðarinnar Mælifells, L146209, sem er í eigu Þjóðkirkjunnar. Með umsókninni fylgir lóðarblað “Lóð fyrir kirkju og kirkjugarð" unnið af Sigurgeiri Skúlasyni landfræðingi, dags. 03.05.2023.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 35 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. september síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Atla Gunnari Arnórssyni f.h. Trésmiðjunnar Borg ehf. um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum aðaluppdráttum á iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki.
    Breytingar varða m.a. viðbyggingu í kverk við NV-horn hússins, framlenginu þaks til norðurs, út yfir nýja forstofu, núverandi kaffistofu og tengd rými. Valmi settur á þak til samræmis við þak á Borgarmýri 1a.
    Meðfylgjandi aðalupppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023, breytt 03.08.2023.
    Sjá einnig meðfylgjandi tölvupóst dagsettan 19.09.2023, erindi frá Atla Gunnari Arnórssyni hönnuði ásamt rökstuðningi hans.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið og gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 35 Skipulagsfulltrúa barst erindi frá Ómari Kjartanssyni fyrir hönd Önnu Maríu Ómarsdóttur lóðarhafa við Nestún 18 á Sauðárkróki þann 22. september síðastliðinn þar sem óskað er eftir frestun til byggingarframkvæmda á lóðinni til 1. mars 2024 ásamt rökstuðningi þess efnis.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðinn frest til 1. mars 2024 til að hefja byggingarframkvæmdir.

    Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Nestún 18 - Beiðni um frestun á byggingarframkvæmdum, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 35 Pétur Örn Jóhannsson óskar eftir í tölvupósti dags. 03.10.2023 að skila lóðinni Nestún 16 a-b til sveitarfélagsins.

    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 35 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 167/2023, „Drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla“.
    Umsagnarfrestur er til og með 31.10.2023.
    https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3539
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 35 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 24 þann 26.09.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 35 Lagt fram til kynningar bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti frá innviðaráðuneytinu. Ráðuneytið vill hvetja sveitarfélög að leita til sviðs loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköpunar eða Orkuseturs hjá Orkustofnun með leiðbeiningar og ábendingar um uppbyggingu innviða vegna orkuskipta. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.

16.Umhverfis- og samgöngunefnd - 17

Málsnúmer 2309013FVakta málsnúmer

Fundargerð 17. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. september 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 17 Fundagerðir Hafnasambands Íslands nr. 454, og 455 lagðar fram til kynningar.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 17 Hafnarstjóri Dagur Baldvinsson óskar eftir leyfi til að fjarlægja skúr sem hýst hefur geymslur og verkstæðisaðstöðu starfsmanna sökum þess hve lélegur hann er. Hætta er á að skúrinn fjúki ef hvessir. Í staðinn er óskað eftir leyfi til að setja niður tvo gáma þar sem yrðu starfsmannaaðstaða með salerni og sturtu fyrir starfsmenn ásamt geymslum og verkstæðisaðstöðu. Meðfylgjandi eru teikningar af aðstöðunni unnar af Verkfræðistofunni Stoð ehf.

    Kostnaður við verkið verður tekinn af áætluðum kostnaði við stálþil sem frestað hefur verið til næsta árs.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 17 Gerð útboðsgagna vegna snjómoksturs á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð er að ljúka. Frá síðasta fundi hafa verið gerðar breytingar á gögnum og voru þær kynntar nefndinni.
    Um er að ræða eitt útboð með þremur útboðsliðum og sökum umfangs útboðsins skal boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.

    Ingvar Páll Ingvarsson fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á útboðinu frá síðasta fundi.

    Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 17 Með nýlegum lagabreytingum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis er sveitarfélögum gert að koma því þannig fyrir að innheimta verði sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs niður á hvern aðila og að fast gjald skuli takmarkast við 50% til ársins 2025 og 25% eftir það. Þessar breytingar þýða að flest sveitarfélög þurfa að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi. þegar byrjað er að innheimta gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs eftir fjölda og stærð íláta.
    Sveitarfélagið þarf því að koma af stað talningu sem gengur út á að kortleggja hvaða ílát eru úti á mörkinni í dag á viðkomandi staðföngum.
    Farið var yfir innleiðingaráætlun fyrir haustið 2023.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að koma ílátatalningu og gerð nýrrar gjaldskrár sem fyrst af stað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 17 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir haustönn 2023, sem eru eftirfarandi: 12. október, 9. nóvember og 4. desember. Fundir hefjast kl. 14:00. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

17.Umhverfis- og samgöngunefnd - 18

Málsnúmer 2310010FVakta málsnúmer

Fundargerð 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 13. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Hrefna Jóhannesdóttir formaður nefndar bar upp tillögu þess efnis að Guðlaugur Skúlason, fulltrúi D-lista, verði varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar.

    Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd.

    Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna 2024. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

    Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Hafnasambands Íslands boðar hér með til 11. hafnafundar, sem haldinn verður í ráðstefnusal Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði, föstudaginn 20. október nk.

    Nefndin samþykkir að fulltrúi Skagafjarðarhafna á þinginu verði hafnarstjóri Dagur Þór Baldvinsson. Nefndarmenn eiga ekki heimangengt.

    Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Tvö tilboð bárust í framkvæmdir við stálþil á Sauðárkrókshöfn. Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á af Vegagerðinni sem leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Árna Helgason og vísar málinu til byggðarráðs.

    Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2024 þarf að endurskoða gjaldskrá Skagafjarðarhafna.

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur hafnastjóra að vinna drög að endurskoðaðri gjaldskrá og leggja fram fyrir næsta fund nefndarinnar sem fyrirhugaður er í byrjun nóvember.

    Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd.

    Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun umhverfis-, hreinlætis-, umferðar og samgöngumála og fráveitu 2024. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Í október var lokið við að telja öll sorpílát í þéttbýli. Sveitarfélagið ætti því að vera tilbúið fyrir næstu skref í fjórflokkun sorps við heimahús. Endurskoða þarf gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu en stefna sveitarfélagsins er að gjald fyrir endurvinnsluefni verði lægra en fyrir úrgang sem fer til urðunar.

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur starfsmanni sviðsins að halda áfram vinnu við endurskoðun gjaldskrár og leggja drög að endurskoðaðri gjaldskrá fram fyrir næsta fund nefndarinnar sem fyrirhugaður er í byrjun nóvember.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 4,9% frá og með 1. janúar 2024.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til byggðaráðs til samþykktar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Farið var yfir útboðslýsingu sem felur í sér snjóhreinsun og hálkuvörn aksturs- og gönguleiða í þrjá vetur, þ.e. veturna 2023-2024, 2024-2025 og 2025-2026. Verkið verður boðið út í þremur hlutum eða snjómoksturs á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð.

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur tæknifræðingi á veitu- og framkvæmdasviði að auglýsa útboðið á grundvelli fyrirliggjandi útboðslýsingar með áorðnum breytingum.

    Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Fundagerð Hafnarsambandsins frá fundi nr. 456 lögð fram til kynningar.

    Varðandi úthlutun styrkja 2023 úr Orkusjóði, þá samþykkir Umhverfis- og samgöngunefnd að taka undir með stjórn Hafnarsambands Íslands sem lýsir mikilli óánægju með afstöðu Orkusjóðs og fer fram á endurskoðun hennar ellegar að breytingar verði gerðar á úthlutunarreglum sjóðsins.

    Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Árlegur alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember 2023. Dagurinn er haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og er fyrst og fremst tileinkaður minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður fyrstu viðbrögðum og neyðarhjálp á slysstað.

    Nefndin hvetur alla sem hafa tök á að taka þátt í minningarviðburðum í tengslum við daginn og vill um leið koma þakklæti til sjálfboðaliða og starfsstétta sem veita hjálp, björgun og aðhlynningu þegar slys á sér stað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Hafnasamband Íslands hefur átt samráðsfundi með Fiskistofu á undanförnum mánuðum þar sem rædd hafa verið ýmis málefni er tengjast höfnum landsins.
    Nánar verður fjallað um samskipti hafna og Fiskistofu á hafnafundi í Hafnarfirði þann 20. október nk. og mikilvægt að sem flestar hafnir landsins sendi fulltrúa á þann fund.

    Skagafjarðarhafnir hafa áhuga á því að taka þátt í tilraunaverkefni Hafnasambandsins og Fiskistofu um fjarvigtun í smærri höfnum. Umhverfis- og samgöngunefnd felur Hafnarstjóra að tilkynna til Hafnasambandsins áhuga Skagafjarðarhafna á þátttöku í slíku tilraunaverkefni á Hofsósi.

    Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

18.Veitunefnd - 9

Málsnúmer 2310008FVakta málsnúmer

Fundargerð 9. fundar veitunefndar frá 13. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 9 ÍSOR að beiðni Skagafjarðarveitna hefur tekið saman vatnsborðsgögn úr holum SK-28 og
    SK- 32 í Hrolleifsdal til að meta þróun vatnsborðs við vinnslu undanfarin ár.Í þessari skýrslu eru niðurstöður dæluprófsins frá því í sumar teknar saman. Þær eru notaðar
    ásamt vatnsborðsspám til að meta mögulega þróun meðalvatnsborðs með það að markmiði
    að svara eftirfarandi spurningum: (1) Er hægt að vinna 20 L/s í allt að 2 mánuði samfleytt án þess að fara undir 228 m í holu SK-28? (2) Er hægt að taka 25 L/s úr svæðinu í 10 ár?

    Sæunn Halldórsdóttir starfsmaður Ísor kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar fyrir nefndinni. Svæðið gefur ekki eins og vonir stóðu til og telur því nefndin rétt að stefna að tengingu milli Langhúsa og Róðhóls sem er nauðsynlegt fyrir öryggi núverandi veitusvæðis og forsenda fyrir stækkun þess.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar veitunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 9 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í veitunefnd.

    Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna 2024. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Veitunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar veitunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 9 Hækkun neysluvísitölu síðustu tólf mánuði er 7,7% en út frá rekstrarstöðu hitaveitu er lögð fram tillaga um 4,9 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2024. Hækkunin er til komin vegna fyrirsjáanlegra verðlagsbreytinga og viðhaldsframkvæmda. Við ákvörðun gjaldskrár er einnig tekið mið af langtímaáætlun um fjárfestingar í hitaveitu.

    Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar veitunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 9 Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2024. Við ákvörðun gjaldskrár er tekið mið af samþykktri rekstraráætlun og langtímaáætlun vatnsveitunnar. Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67. Aðrir liðir taka mið af vísitöluhækkun.

    Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar veitunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 níu atkvæðum.

19.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 35

Málsnúmer 2309023FVakta málsnúmer

Fundargerð 35. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 18. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti i kynnti fundargerð. Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson, Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Einar E Einarsson, Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, kvöddu sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 35 Ingvar Páll Ingvarsson kynnti stöðu verkefna varðandi sundlaugarbygginguna. Fyrir liggja tvær tillögur um leiktæki í barnalaug.
    Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að keypt verði leiktæki samkvæmt tillögu B.
    Bókun fundar Fundargerð 35. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.

20.Jafnréttisstefna og -áætlun

Málsnúmer 2306298Vakta málsnúmer

Vísað frá 64. fundi byggðarráðs frá 4. október sl. þannig bókað:

"Lögð fram uppfærð jafnréttisstefna og aðgerðaáætlun Skagafjarðar í einu skjali. Áður kynnt á 55. fundi byggðarráðs þann 4. júlí 2023. Hrefna Gerður Björnsdóttir mannauðsstjóri sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun Skagafjarðar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

21.Samþykkt um búfjárhald

Málsnúmer 2210256Vakta málsnúmer

Vísað frá 64. fundi byggðarráðs frá 4. október sl. þannig bókað:
"Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði, nr. 1264 frá 2015, hefur verið til umræðu í landbúnaðarnefnd um nokkurt skeið. Landbúnaðarnefnd samþykkti á 11. fundi sínum þann 12. september 2023 breytingar á samþykktinni og vísaði henni til afgreiðslu byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt með áorðnum breytingum á 7. og 8. grein og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

22.Reglur Skagafjarðar um notendasamninga

Málsnúmer 2306220Vakta málsnúmer

Vísað frá 64. fundi byggðarráðs frá 4. október sl. þannig bókað:

"Lagðar fram reglur Skagafjarðar um notendasamninga. Á 16. fundi félagsmála- og tómstundanefndar var eftirfarandi bókað: "Lagðar fram nýjar, ósamþykktar reglur Skagafjarðar um notendasamninga sbr. 28.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Við framkvæmd reglna þessara skal framfylgja þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Reglurnar voru unnar af aðilum fagráðs málefni fatlaðs fólks sem samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti í ágúst sl. og vísaði þeim til umfjöllunar framkvæmdaráðs og til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga þjónustusamnings um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Framkvæmdaráð fjallaði um reglunar á fundi sínum 11.september sl. Málið áður á dagská félagsmála- og tómstundanefndar 26. júní sl. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

23.Útsvarshlutfall í Skagafirði 2024

Málsnúmer 2310020Vakta málsnúmer

Vísað frá 65. fundi byggðarráðs frá 10. október sl. þannig bókað:
"Lögð fram tillaga um að útsvarshlutfall í Skagafirði árið 2024 verði 14,74%, þ.e. óbreytt frá árinu 2023.Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

24.Heilsueflingarstyrkur 2024

Málsnúmer 2310009Vakta málsnúmer

Vísað frá 65. fundi byggðarráðs frá 10. október sl. þannig bókað:
"Lagðar fram núgildandi reglur um heilsueflingarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins.Byggðarráð samþykkir að framlagðar reglur gildi óbreyttar fyrir árið 2024 og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

25.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2309076Vakta málsnúmer

Vísað frá 66. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. þannig bókað:

"Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Viðaukinn inniheldur meðal annars breytingar á efnahagsreikningi og sjóðstreymi fjárhagsáætlunarinnar, sem eru að mestu leiti tilkomnar vegna uppfærslu efnahags í áætluninni, með tilliti til niðurstöðu ársreiknings 2022. Einnig er gerður viðauki vegna uppreiknings á langtímaskuldum og -kröfum sem taka mið af verðlagsþróun ársins 2023. Skatttekjur eru hækkaðar með tilliti til rauntalna fyrstu átta mánuði ársins. Gerð er breyting á launaliðum áætlunarinnar í samræmi við nýja kjarasamninga gerða á árinu. Ýmsar aðrar breytingar eru gerðar á gjaldahlið áætlunarinnar sem og tekjuhlið. Framkvæmdaáætlun er breytt á þann veg að fé er flutt á milli framkvæmdaverkefna. Í viðaukanum er einnig gert ráð fyrir sölu fasteigna. Viðaukinn hefur áhrif á rekstur ársins 2023 sem nemur 166.968 þkr. til gjalda. Ekki er gert ráð fyrir nýrri lántöku í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlagður viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026, borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

26.Ársreikningur Skagafjarðar 2022 - bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 2310172Vakta málsnúmer

Vísað frá 66. fundi byggðarráðs frá 18. okt sl. þannig bókað:

"Lagt fram bréf dagsett 13. október 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning 2022. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2022. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið
eftirlitsnefndar vegna rekstrar fyrir A-hluta. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar
forsendur sveitarfélagsins til að ná tilgreindum lágmarksviðmiðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Mikilvægt er að gerð verði útkomuspá fyrir árið 2023 sem grunnforsenda fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og skilað til EFS þegar spáin liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

27.Ósk um stofnun lögbýlis

Málsnúmer 2309014Vakta málsnúmer

Vísað frá 12. fundi landbúnaðarnefndar frá 12. september sl. þannig bókað:

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. september 2023 frá Rögnu Hrund Hjartardóttur og Stefaníu Sigfúsdóttur, eigandum jarðarinnar Vallholt í Skagafirði, L232700, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Áformað er að nýta jörðina fyrir hrossarækt og ræktun fóðurs fyrir grasbíta auk akuryrkju sem stunduð verði af ábúendum eða öðrum bændum í nágrenninu. Veðbókarvottorð jarðarinnar fylgir erindinu ásamt yfirlitsmynd af landamerkjum hennar gagnvart aðliggjandi jörðum. Fyrir liggja meðmæli ráðunautar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt. Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið verði stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

28.Brekkugata - Lindargata - Skógargata - Framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2309167Vakta málsnúmer

Vísað frá 33. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. þannig bókað:
Að beiðni sveitarstjóra og sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs óskar Ingvar Páll Ingvarsson eftir að skipulagsnefnd Skagafjarðar taki fyrir eftirfarandi með tilvísun til fundargerða:
- Umhverfis og samgöngunefnd 18.8.2023 dagskrárliður nr. 1 „Nafir- ofanflóð Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022“.
- Byggðarráð Skagafjarðar 23.8.2023 dagskrárliður nr. 2 „Nafir- ofanflóð Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022“.
- Sveitarstjórn Skagafjarðar 13.8.2022 dagskrárliður nr 1.2 “Nafir- ofanflóð Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022“.

Framlögð gögn:
Minnisblað Eflu verkfræðistofu dagsett 16.01. 2023.
Uppdrættir frá Stoð verkfræðistofu dagsettir júlí 2023 „ Brekkugata Sauðárkróki Mótfylling 2023“
Uppdrættir frá Stoð verkfræðistofu dagsettir ágúst 2023 „Lindargata 15-17 Sauðárkróki flái 2023“
Uppdrættir frá Stoð Verkfræðistofur dagsettir september 2023 „Skógargata 6b“

Með tilvísana í ofangreind gögn, niðurstöðu minnisblaðs Eflu þar sem m.a. segir „Við núverandi aðstæður er til skemmri tíma mesta hættan bundin við jarðvegstorfuna sem hleðst hægt og rólega upp og er á nokkrum stöðum komin í „yfirbratta“ og ógnar efstu húsum. Við þessu ástandi þarf að bregðast sem fyrst.“
Einnig er bent á að komi til mikilla haustrigninga eykst skriðuhætta umtalsvert.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar vegna áætlaðrar framkvæmdar þar sem ekki er gerð athugasemd.

Skipulagsnefnd bendir á að umrætt svæði er innan Verndarsvæðis í byggð.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir og þeim verði hraðað eins og kostur sé í ljósi þess að um almannahagsmuni er að ræða vegna skriðuhættu.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

29.Gamla bryggja Sauðárkróki - Ósk um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2309166Vakta málsnúmer

Vísað frá 33. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Ingvar Páll Ingvarsson fh. Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi við það svæði sem merkt er Gamla bryggja í gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, skipulagsnúmer 17500.
Leyfisumsókn nær til gatnagerðar og fráveitu, gangstíga, gerð bílastæða og annarrar landmótunar og umhverfis samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Nánar um framkvæmd sem mun byggja á meðfylgjandi gögnum sem eru:
Uppdráttur frá Teiknistofu Norðurlands - Gamla bryggjan Sauðárkróki, hafnartorg og umhverfi Siglingaklúbbsins Drangeyjar 13. júní 2022.
Uppdrættir frá verkfræðistofunni Stoð ehf. Siglingaklúbbur Sauðárkróki, - Malbikun 2023 afstöðumynd og hæðarlega, númer uppdrátta S-101 og S-102.
Stefnt er að hefja vinnu við hluta framkvæmdar nú í haust, þ.e.a.s. gatnagerð, fráveitu, malbik á gangstíga, akbrautir og bílastæði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

30.Hrolleifsdalsafrétt - Framkvæmdir

Málsnúmer 2309133Vakta málsnúmer

Vísað frá 33. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fyrir liggur að skráning vegslóða inn Hrolleifsdal er komin í ferli skráningar Vegagerðarinnar „Vegir í náttúru Íslands“ í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar. Mun afgreiðsla skipulagsnefndar um þá endurskoðun koma til sveitarstjórnar til staðfestingar með hefðbundnum hætti.

Sveitarstjórn Skagafjarðar felur umhverfis- og samgöngunefnd að meta þörfina á því að grípa til mótvægisaðgerða vegna slóðalagningar í Hrolleifsdal í haust og gera tillögur til sveitarstjórnar um slíkar aðgerðir, sem og að áætla kostnað af þeim. Skal nefndin í starfi sínu m.a. líta til þeirra markmiða sem skipulagsnefnd leggur til í bókun sinni frá 19.09. 2023.

Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd um mikilvægi þess að framkvæmdaraðilar upplýsi nefndina um fyrirhugaðar framkvæmdir sínar sem geti mögulega fallið undir að teljast til „meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku“.

31.Nestún 18 - Beiðni um frestun á byggingarframkvæmdum

Málsnúmer 2309230Vakta málsnúmer

Vísað frá 35. fundi skipulagsnefndar frá 10. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Skipulagsfulltrúa barst erindi frá Ómari Kjartanssyni fyrir hönd Önnu Maríu Ómarsdóttur lóðarhafa við Nestún 18 á Sauðárkróki þann 22. september síðastliðinn þar sem óskað er eftir frestun til byggingarframkvæmda á lóðinni til 1. mars 2024 ásamt rökstuðningi þess efnis.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðinn frest til 1. mars 2024 til að hefja byggingarframkvæmdir.
Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

32.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 2310005Vakta málsnúmer

Vísað frá 67. fundi byggðarráðs frá 25.október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.
Lögð fram þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027.Byggðarráð samþykkir framlagða þjónustustefnu fyrir árin 2024-2027 og vísar henni til fyrri umræðu í sveitarstjórn."

Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum og vísað til síðari umræðu sveitarstjórnar.

33.Gjaldskrá hitaveitu 2024

Málsnúmer 2310010Vakta málsnúmer

Vísað frá 67. fundi byggðarráðs frá 25. október 2023 þannig bókað:

"Lögð fram svohljóðandi bókun frá 9. fundi veitunefndar þann 13. október 2023: "Hækkun neysluvísitölu síðustu tólf mánuði er 7,7% en út frá rekstrarstöðu hitaveitu er lögð fram tillaga um 4,9 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2024. Hækkunin er til komin vegna fyrirsjáanlegra verðlagsbreytinga og viðhaldsframkvæmda. Við ákvörðun gjaldskrár er einnig tekið mið af langtímaáætlun um fjárfestingar í hitaveitu.
Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðarráð beinir því til veitunefndar að yfirfara gjaldskrána í heild sinni í upphafi árs 2024."

Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Guðlaugur Skúlason kvöddu sér hljóðs.

Gjaldskrá hitaveitu 2024 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

34.Útkomuspá 2023

Málsnúmer 2310215Vakta málsnúmer

Vísað frá 67. fundi byggðarráðs frá 25. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram útkomuspá fjárhags og rekstrar sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Byggðarráð samþykkir að vísa útkomuspá ársins 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Útkomuspá fyrir árið 2023 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

35.Fjárhagsáætlun 2024-2027

Málsnúmer 2308163Vakta málsnúmer

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri tók til máls og kynnti fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2024.

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2024 er hér lögð fram til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2025-2027. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf., Flokka ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf, auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið, stofnanir og hlutdeildarfélög þess.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 8.346 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 7.360 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 7.425 m.kr., þar af A-hluti 6.764 m.kr.

Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 921 m.kr. Afskriftir nema 301 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 434 m.kr. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga er 13 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 198 m.kr. Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 597 m.kr. Afskriftir nema 196 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 374 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 27 m.kr.

Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2024, 15.778 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 11.990 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 11.496 m.kr. Þar af hjá A-hluta 9.978 m.kr. Eigið fé er áætlað 4.282 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 27,14%. Eigið fé A-hluta er áætlað 2.011 m.kr. og eiginfjárhlutfall 16,78%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 469 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 838 m.kr.

Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2025-2027 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2025 eru 8.683 m.kr., fyrir árið 2026 8.786 m.kr. og fyrir árið 2027 9.060 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð fyrir árið 2025 um 232 m.kr., fyrir árið 2026 um 258 m.kr. og fyrir árið 2027 um 270 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2025 verði 900 m.kr., fyrir árið 2026 verði það 911 m.kr. og fyrir árið 2027 verði það 1.027 m.kr.

Til máls tóku: Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E Einarsson
Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2024-2027 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.

36.Fundagerðir Norðurár bs 2023

Málsnúmer 2301005Vakta málsnúmer

112 fundur stjórnar Norðurár bs frá 19. september 2023 lagður fram til kynningar á 18. fundi sveitarstjórar 11. október 2023

37.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Fjórar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr 932, 933, 934 og 935 frá 8. september til 16. október sl. lagðar fram til kynningar á 18. fundi sveitarstjórnar 25 október 2023

Fundi slitið - kl. 18:00.