Fara í efni

Landbúnaðarnefnd

12. fundur 17. október 2023 kl. 09:30 - 11:13 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Axel Kárason formaður
  • Sigrún Eva Helgadóttir varaform.
  • Jón Sigurjónsson aðalm.
  • Hrólfur Þeyr Hlínarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar

Málsnúmer 2208249Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 6. fundar landbúnaðarnefndar þann 9. janúar 2023. Fjallskilasamþykktin rædd.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir að fjallskilastjórar fjallskilanefnda Austur-Fljóta og Vestur-Fljóta annars vegar og fjallskilastjórar fjallskilanefnda Seyluhrepps úthluta og Staðarhrepps hins vegar komi á fund nefndarinnar til viðræðu um sameiningu fjallskilanefndanna. Landbúnaðarnefnd stefnir að frekari sameiningu annarra fjallskiladeilda í Skagafirði.

2.Fjárhagsáætlun 2024 - málefni landbúnaðarnefndar

Málsnúmer 2310134Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála í málaflokki 13, atvinnumál. Gert er ráð fyrir að fjárframlög til landbúnaðarmála verði 27.105 þús.kr. á árinu 2024. Einnig var farið yfir áætluð framlög vegna minka- og refaeyðingar á árinu 2024. Málaflokkurinn tilheyrir umhverfis- og samgöngunefnd en landbúnaðarnefndin hefur haft umsjón með verkefninu. Áætlun vegna minka- og refaeyðingar hljóðar upp á 8.691 þús.kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2024 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

3.Samræming landleigusamninga

Málsnúmer 2307136Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið hefur gert leigusamninga um leigu á mörgum landskikum og jörðum í gegnum tíðina sem hljóða ekki allir eins. Lóðarleigusamningar hafa verið gerðir um landskika á Nöfum á Sauðárkróki sem allir hafa sitt landnúmer. Annarsstaðar hafa leigðir skikar og lönd ekkert sér landnúmer og tilheyra stærra landi og þá gerðir annarskonar samningar.
Landbúnaðarnefnd leggur til að leigusamningar um lönd og skika verði samræmdir og landstærðir skilgreindar í samningum.

4.Ósk um kaup á landi

Málsnúmer 2307135Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. september 2023 frá Rúnari Páli Hreinssyni, þar sem hann óska eftir að fá til kaups land það sem hann hefur haft á leigu frá sveitarfélaginu. Um er að ræða Ártúnahólf ofan við veg og upp með Deildardalsafleggjara.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að leggja til við byggðarráð að viðkomandi landi verði skipt út og auglýst til sölu og vísar erindinu til afgreiðslu byggðarráðs.

5.Rjúpnaveiðar á jörðum og landi sveitarfélagsins

Málsnúmer 2211268Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að sveitarfélagið marki sér stefnu um rjúpnaveiðar á landi í eigu þess.

6.Samningur um refaveiðar 2023-2025

Málsnúmer 2309177Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun Umhverfisstofnunar frá 2. mars 2023 um refaveiðar fyrir tímabilið 2023-2026, ásamt samningi um refaveiðar fyrir árin 2023-2025 og gildir til 31. desember 2025. Markmið samningsins er að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum sem og að skapa fyrirsjáanleika varðandi endurgreiðslur ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga.
Landbúnaðarnefnd leggur til að samningur um refaveiðar fyrir árin 2023-2025 verði undirritaður.

7.Skil á refa- og minkaskýrslum 2023

Málsnúmer 2309198Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um minka- og refaveiði í sveitarfélaginu tímabilið september 2022 til ágúst 2023. Veiddir voru 396 refir og 167 minkar. Útlagður kostnaður sveitarfélagsins nam 7,5 mkr. vegna veiðanna.

Fundi slitið - kl. 11:13.