Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

14. fundur 19. september 2023 kl. 13:00 - 15:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ragnar Helgason formaður
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Auður Björk Birgisdóttir aðalm.
  • Elínborg Erla Ásgeirsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
Dagskrá
Auður Björk Birgisdóttir tók þátt í gegnum fjarfund.

1.Kjör varaformanns atvinnu-, menningar og kynningarnefndar

Málsnúmer 2309162Vakta málsnúmer

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri bar upp tillögu þess efnis að Eyrún Sævarsdóttir, fulltrúi B-lista, verði varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Nefndin samþykkir tillöguna.
Sigfús Ingi Sigfússon vék af fundi að þessum dagskrálið loknum.

2.Upplýsingasíða - starfshópar í aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustustefnu til ársins 2030

Málsnúmer 2308190Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar upplýsingasíða um vinnu sjö starfshópa sem skila eiga tillögu að aðgerðum í aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustustefnu ríkisins til ársins 2030.

3.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands

Málsnúmer 2306189Vakta málsnúmer

Teknar fyrir tillögur að forgangsverkefnum fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands sem auglýst var eftir þann 24.08.2023. Forgangslistinn er uppfærður árlega.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að setja eftirfarandi forgangsverkefni í Áfangastaðaáætlun Norðurlands.

Staðarbjargavík
Hólar í Hjaltadal
Austurdalur
Glaumbær
Kakalaskáli

4.Styrkbeiðni - Menningarferð Kirkjukórs Glaumbæjarprestakalls til Þýskalands

Málsnúmer 2309091Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Erlu Valgarðsdóttur fyrir hönd Kirkjukórs Glaumbæjarprestakalls, dagsett 10.09.2023, vegna þátttöku kórsins í menningarvöku sem haldin er bænum Rheinsberg í Þýskalandi í nóvember.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið en getur ekki styrkt ferðina að þessu sinni. Nefndin bendir jafnframt á Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir styrki sem þessa.

5.Niðurstöður úr stefnumótunarvinnu sveitastjórnar Skagafjarðar

Málsnúmer 2308084Vakta málsnúmer

Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga á SSNV mætti á fundinn og stýrði vinnustofu um stefnumótun í atvinnumálum Skagafjarðar. Niðurstöður vinnustofunnar verða lagðar fyrir sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 15:30.