Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

10. fundur 15. febrúar 2023 kl. 16:15 - 17:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam.
    Aðalmaður: Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti fór þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum tvö mál:
Útboð hádegisverðar á Saukárkróki 2023 og Útboð á skólaakstri í dreifbýli 2023.
Samþykkt samhljóða.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir situr fundinn í stað Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur (Vg)

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 31

Málsnúmer 2301016FVakta málsnúmer

Fundargerð 31. fundar byggðarráðs frá 18. janúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 31 Lögð fram umsókn dagsett 12. janúar 2023 frá Sálarrannsóknarfélagi Skagafjarðar um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2023 af fasteigninni Skagfirðingabraut 9a, Sauðárkróki, F2132107.
    Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 31 Lögð fram tillaga frá Álfhildi Leifsdóttur (Vg og óháð):
    VG og óháð leggja til að sveitarfélagið eigi útdraganlegar sliskjur í áhaldahúsi til útláns í félagsheimili og til annarra eigna sveitarfélagisns þar sem aðgengi er ábótavant.
    Byggðarráð samþykkir að beina því til ráðgefndi hóps um aðgengismál að kanna með innkaup á viðeigandi sliskjum fyrir sveitarfélagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 31 Lögð fram Húsnæðisáætlun 2023 fyrir Skagafjörð.
    Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 31 Málið áður á 12. fundi byggðarráðs þann 7. september 2022. Lagðar fram endurskoðaðar reglur sveitarfélagsins um kaup á skjávinnugleraugum.
    Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur skjávinnugleraugu og umsóknareyðublað." Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 31 Lögð fram umsagnarbeiðni frá embætti sýslumannins á Norðurlandi vestra úr máli 2023-000880. ahsig ehf., Brekkukoti, 560 Varmahlíð, sækir um rekstrarleyfi, veitingaleyfi-D, Veisluþjónusta og veitingaverslun, samkomusalir.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 31 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. janúar 2023 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 4/2023, "Ný lög um nafnskírteini". Umsagnarfrestur er til og með 31.01. 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 31 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. janúar 2023 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2023, "Grænbók um mannréttindi". Umsagnarfrestur er til og með 13.02.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 31 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. janúar 2023 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 251/2022, "Stafrænt pósthólf - nánari ákvæði um framkvæmd". Umsagnarfrestur er til og með 03.02.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 31 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. janúar 2023 frá Úrvinnslusjóði. Kynnt er gjaldskrá sjóðsins fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar á umbúðum úr pappír, pappa, gleri, málm og plasti, sbr. 10. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 31 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. janúar 2023 frá innviðaráðuneyti, þar sem vakin er athygli á að beiðni innviðaráðuneytisins frá 15. nóvember 2022, vinnur Byggðastofnun að gerð leiðbeininga og fyrirmynd varðandi það hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna viðkomandi sveitarfélags. Tilefnið er nýtt ákvæði í sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, sem kveður á um að "sveitarstjórn skuli móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum."
    Af óviðráðanlegum orsökum hefur orðið töf á verkefninu en nú er ljóst að leiðbeiningar og fyrirmynd muni liggja fyrir í vor sem sveitarfélög geta nýtt sér til að móta stefnu fyrir næsta ár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 32

Málsnúmer 2301021FVakta málsnúmer

Fundargerð 32. fundar byggðarráðs frá 25. janúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kvöddu sér hljóðs.
  • 2.1 2301200 Snjómokstursmál
    Byggðarráð Skagafjarðar - 32 Umræða um snjómokstur og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 32 Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Skagfirðingasveitar, björgunarsveitar og Skagafjarðar fyrir árin 2023 og 2024.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Skagfirðingasveitar um breytingar á samningsdrögunum í samræmi við umræður á fundinum.
    Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 32 Lögð fram gjaldskrá dagdvalar aldraðra sem vísað var frá 8. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 19. janúar 2023.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2023" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 32 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. janúar 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2023, "Áform um lagasetningu - Breyting á lögum um stjórn fiskveiða og um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu)". Umsagnarfrestur er til og með 02.02.2023.
    Lögð fram umsögn Drangeyjar smábátafélags sem samþykkt var á félagsfundi 22. janúar 2023.
    Meirihluti byggðarráðs tekur undir umsögn Drangeyjar þar sem segir í niðurlagi afstöðu félagsins: "Vitað er að meirhluti þeirra sjómanna sem stundað hafa grásleppuveiðar á
    Skagafirði um alllangt skeið eru nú hlynntir kvótasetningu enda liggi ljóst fyrir á hvaða
    forsendum það verði gert og hvernig hún verði útfærð. Slíku er að áliti þeirra ekki til að dreifa
    í fyrirliggjandi drögum að frumvarpi."

    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
    Fulltrúi VG og óháðra tekur undir mikilvægi þess að svæðaskipta veiðum á grásleppu. Þær rannsóknir og sú þekking sem aflað hefur verið undanfarin ár hafa undirstrikað mikilvægi þess að taka upp svæðaskipta veiðistjórn á hrognkelsum til að tryggja sjálfbæra nýtingu stofna, en einnig tryggja hagsmuni viðkomandi byggðarlaga og fjölskyldna sem byggja lífsviðurværi sitt á grásleppuveiðum. Með því að beita svæðaskiptingu og sóknarstýringu eftir stöðu veiðistofna hrognkelsa innan svæða og hagnýta betur þá nýju þekkingu sem aflað hefur verið, verður best stuðlað að farsælli nýtingu og verndun þeirra.
    Fulltrúi VG og óháðra lýsir yfir áhyggjum sínum yfir hugmyndum um kvótasetningu grásleppu vegna hættu á samþjöppun veiðiheimilda og neikvæðra byggðaáhrifa. Margvíslegar áskoranir fylgja mögulegri kvótasetningu hrognkelsaveiða sem ekki verður séð á þessari stundu hvernig verða leystar með fullnægjandi hætti.
    Bókun fundar Fulltrúar Vg og óháðra ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs.

    "Fulltrúar VG og óháðra taka undir mikilvægi þess að svæðaskipta veiðum á grásleppu. Þær rannsóknir og sú þekking sem aflað hefur verið undanfarin ár hafa undirstrikað mikilvægi þess að taka upp svæðaskipta veiðistjórn á hrognkelsum til að tryggja sjálfbæra nýtingu stofna, en einnig tryggja hagsmuni viðkomandi byggðarlaga og fjölskyldna sem byggja lífsviðurværi sitt á grásleppuveiðum. Með því að beita svæðaskiptingu og sóknarstýringu eftir stöðu veiðistofna hrognkelsa innan svæða og hagnýta betur þá nýju þekkingu sem aflað hefur verið, verður best stuðlað að farsælli nýtingu og verndun þeirra. Fulltrúar VG og óháðra lýsa yfir áhyggjum sínum yfir hugmyndum um kvótasetningu grásleppu vegna hættu á samþjöppun veiðiheimilda og neikvæðra byggðaáhrifa. Margvíslegar áskoranir fylgja mögulegri kvótasetningu hrognkelsaveiða sem ekki verður séð á þessari stundu hvernig verða leystar með fullnægjandi hætti."

    Afgreiðsla 32. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 32 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. janúar 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 7/2023, "Bráðabirgðaniðurstöður starfshópa - Auðlindin okkar - stefna um sjávarútveg". Umsagnarfrestur er til og með 28.02.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 32 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. janúar 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 8/2023, "Drög að frumvarpi til laga um Land og skóg". Umsagnarfrestur er til og með 01.02.2023.
    Byggðarráð tekur jákvætt í fyrirhugaða sameiningu og samþykkir eftirfarandi umsögn:
    Við sameiningu Landgræðslu og Skógræktar í eina stofnun má benda á tækifæri sem felast í uppbyggingu rannsókna og ráðgjafar í Skagafirði á sviðum nýrrar stofnunar. Fellur það vel að stefnu ríkisstjórnarinnar um að aukin skógrækt og landgræðsla eigi að leika veigamikið hlutverk í aðgerðum til að auka kolefnisbindingu hér á landi á næstu árum og áratugum. Báðar stofnanir hafa nú í dag starfstöðvar í Skagafirði.
    Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu, enda er meirihluti landsmanna búsettur þar. Hins vegar er hlutfall stöðugilda á höfuðborgarsvæðinu (72%) hærra en hlutfall landsmanna sem þar býr (64%). Þetta á ekki við um neinn annan landshluta. Íbúaþróun hefur verið óhagfelldust yfir landið undanfarin ár á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Í ljósi framangreinds má sjá að bæði fagleg og byggðarleg sjónarmið mæla mjög með því að við sameiningu Landgræðslu og Skógræktar í eina stofnun verði horft til tækifæra sem þá gætu skapast við eflingu starfsemi stofnunarinnar í Skagafirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 33

Málsnúmer 2301031FVakta málsnúmer

Fundargerð 33. fundar byggðarráðs frá 1. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 33 Lögð fram umsókn dagsett 23. janúar 2023 frá Húsfélaginu Víðigrund 5 um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2023 af fasteigninni Víðigrund 5, Sauðárkróki, F2132365.
    Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 33 Lögð fram umsókn dagsett 24. janúar 2023 frá Frímúrarastúkunni Mælifelli um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2023 af fasteigninni Borgarmýri 1A, Sauðárkróki, F2256680.
    Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 33 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. desember 2022 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur, forsvarsmanni Sótahnjúks ehf. Óskar hún eftir áframhaldandi viðræðum við sveitarfélagið um mögulegar byggingarframkvæmdir félagsins í landi Sólgarða í Fljótum.
    Byggðarráð samþykkir að óska eftir áliti skipulagsnefndar á framkomnum hugmyndum með tilliti til nýtingar og uppbyggingar svæðisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 33 Erindinu vísað til byggðarráðs frá 8. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. janúar 2023. Lagt fram bréf dagsett 18. janúar 2023 frá forsvarsmanni Króksbíós ehf. þar sem óskað er eftir fundi með atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins vegna seinkunar á framkvæmdum við Bifröst og fjárhagslegs tjóns sem fyritækið hefur orðið fyrir vegna þessa.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða forsvarsmann fyrirtækisins á fund ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 33 Lögð fram umsagnarbeiðni dagsett 27. janúar 2023 úr máli 2023-004618 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Magnús Sigmundsson sækir fyrir Hestasport - Ævintýraferðir ehf., kt. 500594-2769 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki G, Íbúð, að Skólavegi 1, 560 Varmahlíð, F214-0829. Hámarksfjöldi gesta 6.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 33 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 26. janúar 2023 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 20/2023, "Neyðarbirgðir eldsneytis". Umsagnarfrestur er til og með 09.02.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 33 Lagt fram til kynningar bréf til allra sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. janúar 2023, varðandi boðun XXXVIII. landsþings sambandsins þann 31. mars 2023 í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 33 Lagður fram til kynningar ársreikningur Skagfirskra leiguíbúða hses. fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 34

Málsnúmer 2302006FVakta málsnúmer

Fundargerð 34. fundar byggðarráðs frá 9. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Einar E Einarrson varafaorseti tók við stjórn fundar undir afgreiðslu liðar nr 2. Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 34 Erindið áður á dagskrá 33. fundar byggðarráðs þann 1. febrúar 2023. Erindinu vísað til byggðarráðs frá 8. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. janúar 2023. Lagt fram bréf dagsett 18. janúar 2023 frá forsvarsmanni Króksbíós ehf. þar sem óskað er eftir fundi með atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins vegna seinkunar á framkvæmdum við Bifröst og fjárhagslegs tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna þessa. Sigurbjörn Björnsson framkvæmdastjóri Króksbíós ehf. kom á fundinn til viðræðu.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra fá frekari gögn frá Króksbíó ehf. og málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 34 Farið yfir samning um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir, á milli sveitarfélagsins og Bæjartúns íbúðafélags hses. Arnór Halldórsson hrl. tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og lögmanni að skrifa Bæjartúni hses. bréf í samræmi við viðræður á fundinum.
    Sólborg Borgarsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar og Guðlaugur Skúlason kom inn í hennar stað. Vék hann síðan af fundi.
    Bókun fundar Einar E Einarsson varaforseti stjórnar fundi undir afgreiðslu málsins.
    Afgreiðsla 34. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með átta atkvæðum. Sólborg S Borgarsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 34 Lagt fram ódagsett bréf móttekið 6. febrúar 2023, til sveitarstjórna í Skagabyggð, Skagafirði og Húnabyggð frá búfjáreigendum er sóttu fund búfjáreigenda í Skagahólfi þann 2. febrúar 2023. Eftirfarandi bókun var samþykkt á framangreindum fundi: "Fundur búfjáreigenda í Skagahólfi skorar á sveitarstjórnir Skagabyggðar, Húnabyggðar og Skagafjarðar að beita sér af krafti fyrir því að fá Vegagerðina til að girða af Þverárfjallsveginn, beggja vegna, frá Skagastrandarvegi að Sauðárkróki. Með því móti yrði komið í veg fyrir alvarleg bílslys og tjón á búfénaði. Girðingin þarf að vera fjárheld netgirðing með gaddavír undir og yfir og viðhald hennar tryggt. Gríðarleg umferð er um veginn og á honum hafa orðið tíð slys, þegar keryrt hefur verið á búfé. Alvarlegt slys varð á veginum sumarið 2022, þegar fólksbíl var ekið á tvö hross. Hrossin drápust og mikið lán var að ekki yrðu alvarleg slys á fólki."
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að hafa samband við framkvæmdastjóra Skagabyggðar og Húnabyggðar um nálgun málsins gagnvart Vegagerðinni.
    Bókun fundar Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
    Afgreiðsla 34. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 34 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. janúar 2023 frá veitu- og framkvæmdasviði varðandi ljósleiðaratengingar í 31 íbúð í eigu félagsíbúða sveitarfélagsins.
    Byggðarráð samþykkir að heimila að ljósleiðari verði tengdur við fjölbýlishúsin við Skógargötu 2 og Víðimýri 4-10, þannig að íbúar geti tengst ljósleiðaranum kjósi þeir svo.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 34 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 1. febrúar 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 22/2023, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða)". Umsagnarfrestur er til og með 15.02.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 34 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 2. febrúar 2023 frá Almannavörnum þar sem kynnt er að árleg ráðstefna Almannavarna verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 27. apríl n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar byggðarráðs staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 8

Málsnúmer 2301028FVakta málsnúmer

Fundargerð 8. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 26. janúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 8 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Staðarhrepps dagsett 27.12.22.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Staðarhrepps um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 8 Tekið fyrir erindi Sigurðar Bjarna Rafnssonar og Ragnars Helgasonar um að atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd komi af stað vinnu við að hanna og fjármagna ramma þar sem fólk getur myndað sig í og settir yrðu upp víðsvegar um Skagafjörð.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að hefja vinnu við verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 8 Lagðir fram til kynningar ársreikningar félagsheimila í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 8 Samantekt samninga um rekstur félagsheimila í Skagafirði lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 8 Lögð fram til kynningar rannsóknarskýrsla Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum "Staða málstefnu í stoðkerfi ferðaþjónustunnar. Skiptir hún máli"? Skýrslan var unnin árið 2022 af Sigríði Sigurðardóttur, Ágústu Þorbergsdóttur og Önnu Vilborgu Einarsdóttur.
    Markmiðið með rannsókninni var að afla þekkingar á stöðu íslensku í ferðaþjónustu á Íslandi og skoða um leið hvaða áherslur sveitarfélög og ferðamálayfirvöld leggja varðandi notkun tungumála í ferðaþjónustu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 8 Lagt fram bréf dagsett 18. janúar 2023 frá forsvarsmanni Króksbíós ehf. þar sem óskað er eftir fundi með atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins vegna seinkunar á framkvæmdum við Bifröst og fjárhagslegs tjóns sem fyritækið hefur orðið fyrir vegna þessa.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu byggðarráðs sem fer með málefni eignasjóðs sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 8 Tekið fyrir erindi meirihluta atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Ragnari Helgasyni og Sigurði Bjarna Rafnssyni, þar sem farið er þess á leit að fela starfsmönnum nefndarinnar að fara í þá vinnu að mótað verði tákn fyrir Skagafjörð og leggja þeir til að íslenski hesturinn verði þar í forgrunni.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að hefja undirbúningsvinnu fyrir verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.

6.Félagsmála- og tómstundanefnd - 8

Málsnúmer 2301015FVakta málsnúmer

Fundargerð 8. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 19. janúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 8 Frístundastjóri fór yfir aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði fyrir árið 2022. Lítilsháttar aukning varð milli ára þrátt fyrir að sumarið hafi verið með rólegra móti. Annars vegar vegna færri ferðamanna í lauginni á Hofsósi og hins vegar vegna viðhalds á Sundlaug Sauðárkróks. Aðsókn í Varmahlíð var sú sama á milli ára. Vonir standa til þess að aðsókn í laugarnar verði meiri n.k. sumar með auknum straumi ferðamanna um fjörðinn.
    Sigurjón Leifsson ftr. Byggðalista og Páll Rúnar Heinesen Pálsson, ftr. Vg og óháðra, leggja fram eftirfarandi bókun:
    ,,Þar sem aðsóknartölur sundlaugarinnar í Varmahlíð sýndu góða aðsókn s.l. sumar, viljum við árétta þá skoðun okkar að opnunartími laugarinnar/íþróttamiðstöðvarinnar á föstudögum eigi að vera lengri og í samræmi við tillögu Byggðalista og Vg við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs."
    Félagmála- og tómstundanefnd hvetur íbúa sveitarfélagsins til þess að nýta sér vel þá heilsulind sem sundlaugarnar í Skagafirði eru.
    Bókun fundar Sveinn Úlfarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir ftr. Byggðalista, og Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir flt. Vg og óháðra, íteka bókun frá fundi byggðarráðs svohljóðandi: "Þar sem aðsóknartölur sundlaugarinnar í Varmahlíð sýndu góða aðsókn s.l. sumar, viljum við árétta þá skoðun okkar að opnunartími laugarinnar/íþróttamiðstöðvarinnar á föstudögum eigi að vera lengri og í samræmi við tillögu Byggðalista og Vg við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs."

    Afgreiðsla 8. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 8 Frístundastjóri kynnti vinnu sem er í gangi við gerð sameiginlegrar forvarnaráætlunar fyrir Norðurland vestra. Félagsmála- og tómstundanefndar fagnar þeirri vinnu og hvetur til áframhaldandi samstarfs í þessum málefnum á Norðurlandi vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • 6.3 2211147 Vinnuskóli 2022
    Félagsmála- og tómstundanefnd - 8 Skýrsla um starfsemi vinnuskólans sumarið 2022, lögð fram til kynningar. Verulega dró úr aðsókn milli ára þar sem atvinnuástand meðal ungs fólks í sveitarfélaginu er gott. Í áætlun ársins 2023 er gert ráð fyrir samskonar aðsókn og á fyrra ári og mun starfsemi vinnuskólans fyrir n.k. sumar taka mið af því. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 8 Tekin fyrir styrkbeiðni frá íbúasamtökunum Byggjum Hofsós og nágrenni, þar sem óskað er eftir styrk við að koma upp frisbígolfvelli á Hofsósi. Nefndin tekur vel í erindið en áður en það verður afgreitt óskar nefndin eftir frekari gögnum um staðsetningu o.fl. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 8 Lögð fram fundargerð Ungmennaráðs frá 15. desember s.l. Í reglum Ungmennaráðs segir m.a. að Ungmennaráð skuli vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Skagafirði. Félagsmála- og tómstundanefnd áréttar mikilvægi þess að leitað sé til Ungmennaráðs með þau mál sem þau varðar og hvetur aðrar nefndir og stofnanir sveitarfélagsins til þess að vísa málum til ráðsins til umsagnar. Raddir ungs fólks eiga að hafa vægi við alla ákvarðanatöku sem þau snertir í sveitarfélaginu. Sýn þeirra á málin er oft önnur sem nauðsynlegt er að fá fram í aðdraganda ákvarðanatöku. Það er jafnframt ábyrgð og skylda sveitarfélagsins samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að skapa vettvang til að virkja raddir ungmenna og stuðla að ákvörðunartöku þeirra í málefnum tengdum þeim. Nefndin samþykkir að bjóða Ungmennaráðinu til fundar á næstunni. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 8 Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 8 Erindi frá Félagi eldri borgara Löngumýri þar sem óskað er eftir 50.000 króna hækkun framlags sveitarfélagsins til starfseminnar á Löngumýri. Í samræmi við samningi Skagafjarðar og Félags eldri borgara í Skagafirði frá september 2021, hefur Félagi eldri borgara Löngumýri fengið styrk að upphæð 154.500 kr. vegna félagsstarfa á árinu 2022. Fjárhagsáætlun 2023 gerir ráð fyrir styrk kr. 165.858 samkvæmt sama samningi. Með vísan í áðurnefndan samning og með tilliti til þess að fjárhagsáætlun þessa árs var samþykkt í desember s.l. sér Félagsmála- og tómstundanefnd sér ekki fært að verða við erindinu en áréttar að samningur um fjárframlög til samtaka eldri borgara verður endurskoðaður nú í haust og mun erindi þetta verða tekið til skoðunar í þeirri endurskoðun. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 8 Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Árið 2023 er daggjald notenda 1.453 kr. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2023 verði 602 kr., samanlagt daggjald með fæði 2.055 kr. og fjarvistargjald á dag 1.453 kr. Vísað til byggðaráðs Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 8 Lagt fram til kynningar bréf frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 5.desember 2022. Stórnin hvetur sveitarstjórnir að kynna sér þær breytingar sem tóku gildi 1.janúar 2023 um fyrirkomulag barnaverndarþjónustu og taka jafnframt ákvörðun um fyrirkomulag samstafs um barnaverndarþjónustu ef við á. Barnaverndarnefndir sveitarfélaga voru lagðar niður en í stað þeirra reka sveitarfélög barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 8 Lagður fram staðfestur samningur Mennta- og barnamálaráðuneytis um barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands. Samningurinn var staðfestur með auglýsingu í Stjórnartíðindum 30.desember 2022. Samningurinn tekur á samstarfi sveitarstjórna Fjallabyggðar, Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um rekstur barnaverndarþjónustu á Mið - Norðurlandi. Þjónustan nefnist Barnaverndarþjónusta Mið - Norðurlands. Samningurinn er gerður með vísan til barnaverndarlaga og sveitarstjórnarlaga. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í umdæminu og tekur yfir verkefni barnaverndarþjónustu frá 1.janúar 2023 í nánu samstarfi við aðildarsveitarfélögin. Áskilið er að á bak við hverja barnaverndarþjónustu skuli vera að lámarki 6000 íbúar. Fjöldi íbúa sem heyra undir þjónustuna eru við áramót 9.371 þar af 1.893 börn. Mál sem berast barnaverndarþjónustu verða áfram unnin á vettvangi barnaverndarþjónustu hvers sveitarfélags eins og verið hefur fram til þessa en ábyrgð framkvæmdar hvílir á barnaverndarþjónustu Skagafjarðar. Tilgangur breytinganna er fyrst og fremst að auka faglega aðkomu sérfræðinga og jafnframt að skapa nauðsynlega fjarlægð í umfangsmiklum og erfiðum málum er tengjast velferð barna. Barnaverndarþjónustaa Mið - Norðurlands er einnig aðili að Umdæmisráði landsbyggðanna ásamt 40 öðrum sveitarfélögum, en þangað færast mál ef taka þarf ákvarðanir í andstöðu við foreldra og börn. Í umdæmisráðum er áskilið að sitji lögmaður, sálfræðingur og félagsráðgjafi. Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í þetta mál og væntir þess að þessi skipan barnaverndar sé til hagsbóta fyrir börn á starfssvæðinu sem og landinu öllu. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 8 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 253/2022, "Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027". Umsagnarfrestur er til og með 23.01.2023 Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 8 Þrjú mál lögð fyrir. Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.

7.Félagsmála- og tómstundanefnd - 9

Málsnúmer 2302002FVakta málsnúmer

Fundargerð 9. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 9. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 9 Tekin fyrir beiðni Körfuknattleiksdeildar Tindastóls um gjaldfrjáls afnot af Íþróttahúsinu á Sauðárkróki 9. apríl n.k., vegna páskamóts Molduxa og páskaballs körfuknattleiksdeildarinnar. Nefndin samþykkir beiðni körfuknattleiksdeildar UMFT og fellir niður leigu samkvæmt gjaldskrá íþróttamannvirkja. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 9 Tekið fyrir erindi frá stjórn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði, þar sem þess er óskað að opnunartími sundstaða í Skagafirði verði lengdur yfir veturinn þá daga sem fyrirséð er að margir gestir séu á svæðinu. Árið 2016 var ákveðið að lengja opnunartíma sundstaða yfir páskana til þess að koma til móts við samskonar óskir. Frá þeim tíma hefur einnig verið aukið við opnun laugarinnar í Varmahlíð, annars vegar með lengri opnun á laugardögum og hins vegar sunnudagsopnun allt árið um kring. Þegar opnunartími sundstaða fyrir árið 2023 var ákveðinn við gerð fjárhagsáætlunar s.l. haust var enn horft til þess að koma til móts við þessar óskir og ákveðið að breyta opnunartíma Sundlaugarinnar á Sauðárkróki um helgar. Þess má jafnframt geta að sundstaðirnir hafa verið í góðu samstarfi við ferðaþjónustuaðila í Skagafirði og rekstraraðila skíðasvæðisins í Tindastóli og lengt opnun lauganna hafi þess verið óskað vegna stórra hópa eða mikillar aðsóknar. Ítrekað er að fjárhagsáætlun fyrir þetta ár var samþykkt í desember s.l. Sú þjónusta sem í boði er ræðst ávallt af því fjármagni sem ákveðið er í samþykktri fjárhagsáætlun. Þjónustuaukning þarf að taka mið af því svigrúmi sem fjárhagsáætlun leyfir. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 9 Tekið fyrir erindi frá íþróttafélaginu Grósku þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttahúsinu á Sauðárkróki undir Íslandsmótið í Boccia, dagana 20.-23. október n.k. Nefndin samþykkir erindið og lýsir ánægju sinni með að mótið skuli haldið hér. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 9 Tekin fyrir beiðni frá knattspyrnudeild Hvatar um æfingatíma á gervigrasvellinum á Sauðárkróki fyrir æfingar yngri flokka félagsins. Félagsmála- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið en áréttar að íþróttamannvirki, rekin af Skagafirði, skulu fyrst og fremst standa íþróttafélögunum innan Skagafjarðar til afnota. Nefndin vísar að öðru leyti í gjaldskrá íþróttamannvirkja, sem tók gildi 1. janúar 2023, þar sem gjald vegna útleigu kemur fram. Nefndin felur frístundastjóra að vera í sambandi við knattspyrnudeild Hvatar vegna útleigunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 9 Tekin fyrir beiðni frá knattspyrnudeild Hvatar um tíma á gervigrasvellinum á Sauðárkróki undir leiki 3. deildarliðs Kormáks/Hvatar á vormánuðum 2023. Beiðnin er tilkomin vegna óvissu um ástand grasvallarins á Blönduósi í fyrstu umferða Íslandsmótins í knattspyrnu. Félagsmála- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið en en áréttar að íþróttamannvirki, rekin af Skagafirði, skulu fyrst og fremst standa íþróttafélögunum innan Skagafjarðar til afnota. Nefndin vísar að öðru leyti í gjaldskrá íþróttamannvirkja, sem tók gildi 1. janúar 2023, þar sem gjald vegna útleigu kemur fram. Nefndin felur frístundastjóra að vera í sambandi við knattspyrnudeild Hvatar vegna leikjanna. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 9 Tekin fyrir styrkbeiðni frá íbúasamtökunum Byggjum Hofsós og nágrenni, óskað er eftir styrk við að koma upp frisbígolfvelli á Hofsósi. Áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar 19. janúar sl. Nefndin fagnar framtakinu og samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000 til verksins. Tekið af lið 06890. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 9 Frístundastjóri kynnti stöðuna á undirbúningi fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki dagana 3.-6. ágúst n.k. Framkvæmdanefnd mótsins hefur haldið tvo formlega fundi. Formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts UMFÍ er Aldís Hilmarsdóttir. Skagafjörður tilnefndi fjóra fulltrúa í framkvæmdanefnd; Hebu Guðmundsdóttur, Ingvar Pál Ingvarsson, Sólborgu Borgarsdóttur og Þorvald Gröndal.
    Félagsmála- og tómstundanefnd beinir því til veitu- og framkvæmdasviðs að umferðaröryggis verði gætt í hvívetna á meðan á móti stendur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 9 Lögð fram fyrsta fundargerð Öldungaráðs frá 20. janúar sl. Formaður ráðsins er Gunnsteinn Björnsson, varaformaður er Stefán A. Steingrímsson. Í reglum Öldungaráðs segir m.a. að hlutverk þess sé að vera formlegur og milliliðalaus vettvangur samráðs og samstarfs við sveitarstjórn og félagsmála- og tómstundanefnd um hagsmuni eldri borgara í sveitarfélaginu. Öldungaráð er skipað fulltrúum frá Félagi eldri borgara, Heilbrigðisstofnun Noruðurlands á Sauðárkróki og sveitarstjórn Skagafjarðar. Félagsmála- og tómstundanefnd lýsir ánægju með að ráðið sé tekið til starfa og væntir þess að það verði til þess að eldri borgarar hafi aukin og virk áhrif á mótun stefnu og framkvæmd sveitarfélagsins á þeim sviðum er lúta að aðstæðum og þjónustu við fólk á efri árum. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 9 Lagður fram nýr samningur sveitarstjórna Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Samningurinn tók gildi 1. janúar sl. og er sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitarfélag á þjónustusvæðinu og með ábyrgð á þjónustunni. Samningurinn byggir á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, s.s. samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Meginmarkmið samningsins er að tryggja fötluðu fólki samþætta og heildstæða þjónustu og stuðla að auknu sjálfstæði fatlaðs fólks. Félagsmála- og tómstundanefnd fer með framkvæmd verkefnisins og tekur til umfjöllunar fundargerðir fagráðs og framkvæmdaráðs. Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar að nýr ótímabundinn samningur hafi verið gerður, samningur sem byggir á áratuga reynslu og þekkingu og væntir þess að þessi skipan þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra verði farsæl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 11

Málsnúmer 2302001FVakta málsnúmer

Fundargerð 11. fundar fræðslunefndar frá 9. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 11 Sem kunnugt er hefur mikið umbótastarf farið fram í leikskólum Skagafjarðar síðustu misseri. Tilgangur umbótanna er annars vegar að bæta starfsumhverfi starfsmanna og hins vegar að koma betur til móts við foreldra og samfélagið allt. Á fundi sínum þann 11. janúar s.l. samþykkti fræðslunefnd að hafa leikskólann Ársali opinn yfir sumartímann 2023 en bjóða foreldrum upp á að velja annað hvort fyrra eða seinna frí með tilteknum dagsetningum. Hér er kynnt könnun sem gerð var á meðal foreldra um tvískiptingu þessa. Könnun þessi staðfestir að slíkt fyrirkomulag hentar megninþorra foreldra. Könnunin leiðir fleiri áhugaverð svör í ljós, m.a. að meirihluti foreldra myndi lengja sumarfrí barna sinna ef dvalargjöld yrðu felld niður á þeim tíma. Könnunin staðfestir þær umræður og hugmyndir sem fræðslunefnd og starfsmenn hafa rætt og farið ítarlega yfir. Opnað verður fyrir bindandi skráningar í fyrra og seinna sumarleyfi á næstu dögum og verður opið fyrir skráningu til 26.febrúar. Vonast er til að fyrirkomulag þetta hjálpi til við skipulagningu starfsins og mönnun leikskólans. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar fræðslunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 11 Samningur sveitarfélagsins við Stá ehf. um kaup á hádegisverði í leik- og grunnskóla á Sauðárkrkóki rennur út 31. júlí 2023. Í samningnum eru ákvæði sem heimila framlengingu samningsins um eitt ár í senn tvisvar sinnum. Nefndin leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út nú í vor og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700. Nefndin vísar tillögunni til sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Útboð hádegisverðar á Sauðárkrkóki 2023 " Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd - 11 Samningar um skólaakstur í dreifbýli renna út 31.maí 2023 eftir 5 ára samningstíma. Taka þarf ákvörðun um útboð á akstrinum og samhliða yfirfara breytingar á akstursleiðum og hugsanlega fyrirkomulagi.
    Reglur um skólaakstur í dreifbýli voru uppfærðar í október 2022 en ekki gerðar efnislegar breytingar á þeim tíma. Nefndin samþykkir að bjóða skólaaksturinn út og gefur sér tíma til að skoða reglurnar og mun afgreiða þær síðar. Nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Útboð á skólaakstri í dreifbýli 2023" Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd - 11 Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr könnun sem Árskóli lagði fyrir foreldra um ýmsa mikilvæga þætti skólastarfs í Árskóla. Niðurstöðurnar gefa afar jákvæðar vísbendingar um mikla ánægju foreldra með skólann og veru barna þeirra í skólanum. Um leið og fræðslunefnd óskar Árskóla til hamingju með þessar glæsilegu niðurstöður vill nefndin ítreka að áfram verði hlúð vel að skólum í Skagafirði, líkt og gert hefur verið. Skólastarf og líðan barna í skóla er einn mikilvægasti mælikvarðinn um gott og heilbrigt samfélag. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar fræðslunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 11 Samþykkt var tillaga að fundatímum nefndarinnar þann 11. janúar 2023. Gera þarf breytingar á fundartímum og eftirfarandi tillaga löggð fram: 2. mars, 11. apríl, 2. maí, 6. júní. Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar fræðslunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 11 Þrjú mál tekin fyrir. Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar fræðslunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.

9.Skipulagsnefnd - 17

Málsnúmer 2301026FVakta málsnúmer

Fundargerð 17. fundar skipulagsnefndar frá 26. janúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 17 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynnti uppfærð skipulagsgögn, útgáfa 1.2, dagssett 16.01.2023 fyrir deiliskipulag Hofsóss sunnan Kirkjugötu, þar sem búið er að vinna úr innsendum athugasemdum.

    Skipulagsfulltrúa falið að hafa samband við íbúa/eigendur Sætún nr. 4-10 vegna breytinga á skipulagsuppdrætti í samræmi við teikningu af svæðinu frá 1986 með bílskúrsheimild og bílastæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 17 Á síðasta fundi skipulagsnefndar þann 12.01.2023 var eftirfarandi bókað: “Vinnslutillaga Sauðárkrókskirkjugarðs var auglýst með kynningarmyndbandi 19. desember 2022 með athugasemdafresti til 9. janúar 2023. Ein formleg athugasemd barst, einnig var umræða um málið á fésbókarsíðu sveitarfélagsins og Sauðárkrókskirkju þar sem frétt um málið var deilt. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði."
    Í ljós kom að innsendar athugasdemdir við vinnslutillöguna voru tvær og leiðréttist það hér með.

    Anna Kristín Guðmundsdóttir frá Teiknistofu Norðurlands fór yfir uppfærð drög að deiliskipulagi fyrir Sauðárkrókskirkjugarð, skipulagsuppdrátt og greinargerð dagssett 12.01.2023, verknúmer DS2202. Einnig farið yfir óverulega breytingu á deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki þar sem 0,87 ha svæði verður fellt út og látið falla inn í deiliskipulag kirkjugarðsins.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sauðárkrókskirkjugarð í auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Til samræmingar skal óveruleg breyting á deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
    Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulaglaga samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar. Viðfangsefni er breyting á afmörkun landnotkunarreits K401 suður inn á svæði AF401 í samræmi við skipulagsmörk í deiliskipulagi Sauðárkrókskirkjugarðs.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Sauðárkrókskirkjugarður - Deiliskipulag" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 17 Anna Kristín Guðmundsdóttir frá Teiknistofu Norðurlands fór yfir vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil, dagssett 19.01.2023, verknúmer DS2203.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa aðliggjandi lóða vegna tillögunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 17 Á fundinum gerði Arnór Halldórsson hrl. grein fyrir helstu ákvæðum samnings dags. 25.09. 2020 milli sveitarfélagsins annars vegar og Hrafnshóls og Nýjatúns hins vegar sem fjalla um tímaramma þróunarverkefnisins, skyldur aðilanna og möguleg vanefndaúrræði sveitarfélagsins. Fram komu sjónarmið um að félögin hafi ekki staðist kröfur samningsins um framvindu verkefnisins. Einnig var bent á að deiliskipulagstillögur Landmótunar f.h. Hrafnshóls uppfylltu ekki skilyrði 1. mgr. 37. gr. skipulagslaga um að tilgreina skuli nýtingarhlutfall lóða. Töluvert skorti því á að tillögurnar séu tilbúnar.

    Eftir umræður var ákveðið að skipulagsfulltúi leitaði liðsinnis lögmanns til þess að fara nánar yfir málið m.t.t. efnda félaganna skv. samningnum og gera tillögur um úrræði til þess að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 17 Vísað er til 3. fundar byggðarráðs Skagafjarðar um samstarf sveitarfélagsins og Háskólans á Hólum (mál nr. 2206286) þar sem fulltrúar frá Háskólanum á Hólum, Edda Matthíasdóttir og Stefán Óli Steingrímsson, komu til viðræðu um málefni skólans og eflingu hans.

    Háskólinn á Hólum sendi í kjölfar fundarins sveitarfélaginu erindi dags. 13.07.2022 þar sem þess var farið á leit við sveitarfélagið að það leiti að heppilegri lóð á Sauðárkróki fyrir uppbyggingu rannsókna- og kennsluaðstöðu fiskeldis-, og fiskalíffræðideildar á Hólum. Í erindinu sem er fyrirliggjandi á fundinum og sem nefndarmenn hafa kynnt sér kemur fram grófleg þarfagreining. Í henni er gerð grein fyrir fyrirhugaðri stærð húsnæðis skólans og skiptingu þess til nánar tilgreindra nota. Þar er einnig gerð grein fyrir þörf fyrir raforku, heitt og kalt vatn og sjóveitu.

    Af hálfu sveitarfélagsins hefur verið bent á að 1,5-2 hektara landssvæði austan við Borgarflöt 31, sem liggur samsíða Strandveginum í iðnaðarhverfinu á Sauðárkróki, geti verið heppilegt undir framangreinda starfsemi. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor hefur f.h. Háskólans á Hólum, með umsókn dags. 21.01. 2023, sem liggur fyrir á fundinum, sótt um að fá úthlutaða lóð austan við Borgarflöt 31.

    Nefndin telur að málefnaleg rök séu til þess að veita vilyrði fyrir umbeðinni lóð; Starfsemi sem þar yrði hýst sé til þess fallin að auðga samfélagið í Skagafirði og draga að vel menntað starfsfólk og samstarfsaðila úr ýmsum starfsgreinum og vera segull á nýsköpunarstarfsemi. Þannig geti fyrirhuguð starfsemi stuðlað að aukinni og fjölbreyttari atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Með vísan til 8. gr. reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða gerir skipulagsnefnd tillögu um að sveitarstjórn veiti Háskólanum á Hólum vilyrði fyrir allt að 15.520 m2 lóð á framangreindu svæði og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðarblað fyrir hana, að höfðu samráði við umsækjanda varðandi stærð lóðar og staðsetningu. Vilyrðið gildi í 12 mánuði frá samþykki sveitarfélagsins á tillögu þessari. Endanleg úthlutun fari fram að fengnu endanlegu samþykki sveitarstjórnar og umsækjanda, að lokinni nauðsynlegri skipulagsvinnu og viðræðum um lóðarleiguskilmála, þ.m.t. um lóðagjöld og kostnað við tenginu lóðar við veitur.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Beiðni um lóð undir kennslu- og rannsóknaaðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði Háskólans á Hólum" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 17 Með fundarboði skipulagsnefndar fylgdi eftirfarandi fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur fyrir hönd VG og óháðra með ósk um að fyrirspurninni sé vísað áfram til Skipulagsstofnunar:

    "Á fundi Skipulagsstofnunar með sveitarstjórn og skipulagsnefnd Skagafjarðar 5. janúar síðastliðinn kom fram af hálfu fulltrúa Skipulagsstofnunar að sveitarfélagið gæti beint fyrirspurnum varðandi umhverfismat vegna Blöndulínu 3 til Landsnets, auk þess að óska eftir nánari upplýsingum til fyrirtækisins um þau gögn sem Skipulagsstofnun bendir á að séu ófullnægjandi í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3.
    Skipulagsnefnd spyr hvort umhverfismatsvinna í raun í eðlilegu og lögbundnu ferli þegar Skipulagsstofnun vísar á þennan hátt til Landsnets sjálfs t.d. varðandi ófullnægjandi svör Landsnets sem Skipulagsstofnun fylgir ekki sjálf eftir?"

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda ofangreint erindi til Skipulagsstofnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 17 Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis óskar eftir umsögnum um greinargerð og umhverfismatskýrslu fyrir hálendissvæðið sem er innan skipulagssvæðis níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þeirra taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu. Athugasemdafrestur er til 12. febrúar 2023.

    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna. En bendir á að sveitarfélagamörk hafa breyst, þ.e.a.s. við sameiningu Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.

10.Skipulagsnefnd - 18

Málsnúmer 2302004FVakta málsnúmer

Fundargerð 18. fundar skipulagsnefndar frá 9. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 18 Lögð fram skipulagslýsing fyrir fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, dags. janúar 2023 sem unnin var hjá VSÓ ráðgjöf.

    Breytingarnar snúa að nokkrum svæðum í sveitarfélaginu. Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar á Sauðarkróki og Hofsósi, íþróttasvæði hestamanna á Sauðárkróki, Kirkjugarðinum á Nöfum og Varmahlíðarskóla og nágrenni hans. Auk þess er gert ráð fyrir breytingum á ferðaþjónustusvæðum og skilgreiningu nýrra ferðaþjónustusvæða í Skagafirði.
    Skipulagslýsing er fyrsta skrefið í undirbúningi skipulagsáætlana og er ætlað að upplýsa hagaðila og umsagnaraðila strax í byrjun um fyrirhugaða tillögugerð, viðfangsefni hennar og áherslur í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt skal haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfismatsskýrslu, sbr. lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 í auglýsingu í samræmi við 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 18 Lögð fram afgreiðsla Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi skólasvæðis Varmahlíðar, Sveitarfélagið Skagafjörður dagsett 2. febrúar 2023.
    Þar sem aðalskipulagsbreyting vegna deiliskipulagstillögunnar var ekki auglýst samhliða þarf að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju með breytingum samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 18 Lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Freyjugötureitinn á Sauðárkróki, greinargerð og uppdráttur dagsett 2. febrúar 2023.

    Skipulagsfulltrúi upplýsir að Teiknistofa Norðurlands hafi fengið hin uppfærðu gögn til rýningar með tillit til fyrri athugasemda skipulagsnefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Málinu vísað frá 33. fundi byggðaráðs Skagafjarðar, þar bókað:
    “Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. desember 2022 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur, forsvarsmanni Sótahnjúks ehf. Óskar hún eftir áframhaldandi viðræðum við sveitarfélagið um mögulegar byggingarframkvæmdir félagsins í landi Sólgarða í Fljótum. Byggðarráð samþykkir að óska eftir áliti skipulagsnefndar á framkomnum hugmyndum með tilliti til nýtingar og uppbyggingar svæðisins."
    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir gögnum frá Sótahnjúk ehf. varðandi möguleg framtíðaráform félagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Jón Eiríksson og Jóhanna Valgeirsdóttir eigendur lóðarinnar Hof lóð 3, landnúmer 223031, sækja um breytt heiti eignarinnar.
    Hof var skipt út úr landi sem á þeim tíma var nefndur Brekkupartur en þar sem líka var til Brekkupartur fyrir ofan þjóðveg var hann kallaður Brekkupartur neðri.
    Brekkupörtunum var skipt út úr landi Brekku sem átti þarna land niður að Húseyjarhvísl.
    Með skírskotun í nafnið Brekka er sótt um að lóðin fái heitið Sólbrekka.
    Engin önnur Sólbrekka er í Skagafirði.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Fyrir hönd lóðarhafa sækir Hörður Snævar Knútsson um frávik frá samþykktu deiliskipulagi fyrir Nestún norðurhluta.
    Óskað er eftir að fá að byggja parhús með flötu þaki á lóð Nestúns 24 a og b, eins og hafa verið byggð t.d. í Gilstúni, Iðutúni og Kleifartúni. Hús og bílskúrar í byggingu á svæðinu eru með flöt þök eða einhalla og telur umsækjandi því að hús með flötu þaki á þessari lóð falli að umhverfinu.
    Í greinargerð deiliskipulagsins, grein 2.2. kemur m.a. fram:
    “Hús skulu falla vel að umhverfinu og vera í samræmi við aðra byggð í Túnahverfinu. Þök skulu vera tvíhalla og þakhalli skal vera, 14°- 20°, eins og sýnt er á skipulagsuppdrætti. Valmaþök eru leyfileg."

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðið verði við umbeðinni breytingu og gerð breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem þakgerðir verði valfrjálsar en hámarkshæðir bygginga breytast ekki.
    Nefndin telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að umbeðin breyting verði grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nestún (nr. 1, 3, 4, 5, 16, 18, 20, 22 og 24) og vestan götu við Laugatún (nr. 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25 og 27).
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Nestún 24 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 18 Árni Max Haraldsson sækir um fyrir hönd lóðarhafa við Nestún 4 að fá að byggja hús með einhalla þaki, en samkvæmt núgildandi deiliskipulagi fyrir svæðið skulu þök vera tvíhalla og þakhalli skal vera, 14°-20°, einnig eru valmaþök leyfileg.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðið verði við umbeðinni breytingu og gerð breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem þakgerðir verði valfrjálsar en hámarkshæðir bygginga breytast ekki.
    Nefndin telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að umbeðin breyting verði grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nestún (nr. 1, 3, 4, 5, 16, 18, 20, 22 og 24) og vestan götu við Laugatún (nr. 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25 og 27).
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Nestún 4 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 18 Gísli Rúnar Jónsson fyrir hönd Suðurleiða og Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson fyrir hönd Kaffi 600 ehf. óska eftir hliðrun á tillögu að innkeyrslustútum fyrir sameinaðar iðnaðarlóðir þeirra, Borgarteig 2 og Borgarsíðu 1, Borgarteig 4 og Borgarsíðu 3, breikkun þeirra og radíusaukningu úr 5 m í 6 m.
    Meðfylgjandi lóðaruppdráttur ásamt drögum að aðaluppdrætti, unnir af Áræðni ehf. sýna tillögu að lóðarskipulagi, byggingareiti og byggingamagn sameinaðra lóða. Sbr. fyrri umsóknir er framkvæmdin áfangaskipt.
    Með framlögðum gögnum hafa umsækjendur brugðist við því sem skipulagsfulltrúi óskaði eftir í tölvupósti dags. 29.11.2022.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Gísli Rúnar Jónsson fyrir hönd Suðurleiða og Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson fyrir hönd Kaffi 600 ehf. óska eftir hliðrun á tillögu að innkeyrslustútum fyrir sameinaðar iðnaðarlóðir þeirra, Borgarteig 2 og Borgarsíðu 1, Borgarteig 4 og Borgarsíðu 3, breikkun þeirra og radíusaukningu úr 5 m í 6 m.
    Meðfylgjandi lóðaruppdráttur ásamt drögum að aðaluppdrætti, unnir af Áræðni ehf. sýna tillögu að lóðarskipulagi, byggingareiti og byggingamagn sameinaðra lóða. Sbr. fyrri umsóknir er framkvæmdin áfangaskipt.
    Með framlögðum gögnum hafa umsækjendur brugðist við því sem skipulagsfulltrúi óskaði eftir í tölvupósti dags. 29.11.2022.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Gústav Bentsson sækir fyrir hönd G. Bentsson ehf. um iðnaðarlóðina við Borgarsíðu 4.

    Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Jón Tryggvi Árnason lóðarhafi Nestúns 2 tilkynnir með tölvupósti dags. 07.02.2023 að hann falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skilar henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Þóra Dögg Reynisdóttir lóðarhafi Nestúns 6 tilkynnir með tölvupósti dags. 01.02.2023 að hún falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skilar henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Halldór Svanlaugsson og Jónína Pálmarsdóttir lóðarhafar Nestúns 7 tilkynna með tölvupósti dags. 01.02.2023 að þau falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skila henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Kristófer Már Maronsson og Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir lóðarhafar Nestúns 9 tilkynna með tölvupósti dags. 02.02.2023 að þau falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skila henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Ari Guðvarðsson lóðarhafi Nestúns 10 tilkynnir með tölvupósti dags. 22.01.2023 að hann falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skilar henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Gestur Sigurjónsson og Erna Nielsen lóðarhafar Nestúns 11 tilkynna með tölvupósti dags. 02.02.2023 að þau falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skila henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Erla Hlín Helgadóttir og Sveinn Guðmundsson lóðarhafar Nestúns 12 tilkynna með tölvupósti dags. 09.01.2023 að þau falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skila henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Baldvin Bjarki Baldvinsson og Kristín Mjöll Guðjónsdóttir lóðarhafar Nestúns 13 tilkynna með tölvupósti dags. 07.02.2023 að þau falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skila henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Örvar Pálmi Örvarsson lóðarhafi Nestúns 14 tilkynnir með tölvupósti dags. 07.02.2023 að hann falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skilar henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Opinn kynningarfundur svæðisskipulagsnefndar fyrir Suðurhálendið var haldinn þann 8. febrúar síðastliðinn. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 10 þann 28.12.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 11 þann 25.01.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd - 10

Málsnúmer 2301027FVakta málsnúmer

Fundargerð 10. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 9. janúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 10 Óskir hafa borist umhverfis- og samgöngunefnd um að bæta öryggi fyrir gangandi vegfarendur við leikskólann Ársali-eldra stig. Óskað er eftir hraðahindrun á Borgargerði milli leikskólans og hundasvæðisins, betri lýsingu, lækkunar hámarkshraða og að malbika bílaplan.

    Nefndin þakkar fyrir athugasemdirnar og felur sviðsstjóra að skoða og meta lausnir með öryggi íbúa að leiðarljósi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 10 Verkfræðistofan Efla hefur unnið skýrslu um stæðni jarðlaga vegna sjáanlegs sigs í Nöfunum í hluta bæjarins, þar sem byggðin kúrir undir brekkufætinum, nánar tiltekið við Skógargötu, Brekkugötu og Lindargötu. Síðastliðið haust voru boraðar rannsóknarholur á svæðinu með það að markmiði að gera jarðtæknilega útreikninga og leggja mat á skriðuhættu á svæðinu. Vinnan var sett af stað í kjölfar skriðufalla sem urðu í Varmahlíð í lok júní 2021. Athyglin beinist að þessum hluta byggðarinnar á Sauðárkróki og hvort mögulega sé hætta á sambærilegum atburðum þar.

    Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því að búið sé að leggja mat á aðstæðurnar á fyrrgreindu svæði. Lagt er til að hart verði unnið áfram í því að fá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið til að samþykkja að gert verði nýtt áhættumat fyrir Nafirnar í heild sinni. Flýta þarf afgreiðslu á því máli og brýnt er að hefja frekari skoðun og framkvæmdir á svæðinu til tryggja öryggi íbúanna. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram í samstarfi við sveitastjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 10 Skagafjörður fyrirhugar að reisa sorpmóttökustöð og gámasvæði á Hofsósi. Gera þarf deiliskipulag fyrir skipulagssvæðið sem liggur norðvestan við gatnamót Norðurbrautar og Bæjarbrautar. Svæðið er 11.414 m² að stærð með aðkomu af Bæjarbraut og Norðurbraut.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu og vísar henni ásamt umsókn um gerð deiliskipulags til afgreiðslu hjá skipulagsnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 10 Á fundi Byggðaráðs Skagafjarðar þann 14.12.2022 var gerð eftirfarandi bókun um að sveitarfélagið leysi til sín umrædda lóð og endurgreiði lóðarhafa, Króksfiski ehf kt. 680403-2440, áður greidd gatnagerðargjöld.

    Bókun Byggðarráðs.
    Umræddur samningur var gerður með fyrirvara um endanlegt samþykki þeirra stjórnsýslueininga sveitarfélagsins Skagafjarðar sem reglur sveitarfélagsins krefja. Þar sem lóðin er á svæði Sauðárkrókshafnar er gert ráð fyrir að umhverfis- og samgöngunefnd þurfi að samþykkja innlausnina, auk byggðarráðs.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir innlausnina fyrir sitt leyti og vísar málinu til sveitastjórnar Skagafjarðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Háeyri 8 - Lóðarmál" Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 10 Á fundi Ungmennaráðs Skagafjarðar þann 15. desember s.l. kom fram fyrirspurn frá einum fulltrúa ráðsins, þar sem hann veltir fyrir sér hvort eitthvað standi til að bæta aðstöðu fyrir þau börn sem skipta þurfa um skólabíl á gatnamótum í Skagafirði. Akstur skólabíla fer í útboð á vormánuðum og því spurning um hvaða forsendur muni verða settar inn í útboðsgögnin.

    Nefndin þakkar ungmennaráði fyrir góðar ábendingar. Skólaakstur í dreifbýli í Skagafirði verður boðinn út á vormánuðum en of snemmt er að segja til um forsendur útboðsins. Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til fræðslunefndar að hafa fyrrnefndar ábendingar í huga við gerð útboðsins. Enda skal öryggi skólabarna ávallt haft að leiðarljósi. Sviðsstjóra er falið að eiga samtal við Vegagerðina um aðgerðir sem stuðla enn frekar að öryggi í tengslum við skólaakstur.


    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 10 Stjórn Úrvinnslusjóðs samþykkti í desember 2022 gjaldskrá Úrvinnslusjóðs fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar á umbúðum úr pappír, pappa, gleri, málmum og plasti, sbr. 10. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.
    Gjaldskráin er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.urvinnslusjodur.is/voruflokkar/serstok-sofnun/

    Verið er að breyta sorphirðufyrirkomulagi í Skagafirði með fjölgun sorphirðuíláta við öll heimili og frá og með 1. apríl nk. verður heimilissorp þar að auki sótt á öll lögheimili. Sveitarfélaginu er skylt að innheimta gjald sem næst raunkostnaði við þjónustuna. Með umræddri hækkun á úrvinnslugjaldi eykst möguleg endurgreiðsla til sveitarfélagsins til þess að koma til móts við aukinn kostnað vegna málaflokksins.
    Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur alla íbúa Skagafjarðar til þess að leggja sitt af mörkum til aukinnar endurnýtingar, endurvinnslu og flokkunar, með þeim umhverfislega og fjárhagslega ágóða sem af því hlýst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 10 Stóri plokkdagurinn verður haldinn 30. apríl næstkomandi.
    Plokk á Íslandi hvetur fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga að láta plokkið sig varða, taka þátt og hvetja aðra til þátttöku.
    Allir mega stofna viðburði á Stóra plokkdaginn á samfélagsmiðlum, tengja þá við Plokk á Íslandi, fá merkingar frá Plokk á Íslandi. Hægt er að nálgast merki plokkdagsins á plokk.is og er öllum heimilt að nota það sér að kostnaðarlausu. Sveitarfélög landsins auglýsa sína viðburði og hvernig hægt er að bera sig að á hverjum stað fyrir sig.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 10 Fundagerð Hafnarsambandsins frá fundi nr. 448 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 10 Fundagerð Hafnarsambandsins frá fundi nr. 447 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2023 með níu atkvæðum.

12.Reglur skjávinnugleraugu og umsóknareyðublað

Málsnúmer 2301090Vakta málsnúmer

Visað frá 31. fundi byggðarráðs frá 18. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Málið áður á 12. fundi byggðarráðs þann 7. september 2022. Lagðar fram endurskoðaðar reglur sveitarfélagsins um kaup á skjávinnugleraugum. Byggðarráð samþykkir reglurnar.
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

13.Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2023

Málsnúmer 2301143Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá dagdvalar aldraðra sem vísað var frá 8. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 19. janúar 2023. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Sauðárkrókskirkjugarður - Deiliskipulag

Málsnúmer 2204124Vakta málsnúmer

Vísað frá 17. fundi skipulagsnefndar frá 26. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Á síðasta fundi skipulagsnefndar þann 12.01.2023 var eftirfarandi bókað: "Vinnslutillaga Sauðárkrókskirkjugarðs var auglýst með kynningarmyndbandi 19. desember 2022 með athugasemdafresti til 9. janúar 2023. Ein formleg athugasemd barst, einnig var umræða um málið á fésbókarsíðu sveitarfélagsins og Sauðárkrókskirkju þar sem frétt um málið var deilt. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði."
Í ljós kom að innsendar athugasdemdir við vinnslutillöguna voru tvær og leiðréttist það hér með."

Anna Kristín Guðmundsdóttir frá Teiknistofu Norðurlands fór yfir uppfærð drög að deiliskipulagi fyrir Sauðárkrókskirkjugarð, skipulagsuppdrátt og greinargerð dagssett 12.01.2023, verknúmer DS2202. Einnig farið yfir óverulega breytingu á deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki þar sem 0,87 ha svæði verður fellt út og látið falla inn í deiliskipulag kirkjugarðsins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sauðárkrókskirkjugarð í auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Til samræmingar skal óveruleg breyting á deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulaglaga samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar. Viðfangsefni er breyting á afmörkun landnotkunarreits K401 suður inn á svæði AF401 í samræmi við skipulagsmörk í deiliskipulagi Sauðárkrókskirkjugarðs.

Sveitarstjórn Skagafjaðrar samþykkir með níu atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sauðárkrókskirkjugarð í auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Til samræmingar skal óveruleg breyting á deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulaglaga samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar. Viðfangsefni er breyting á afmörkun landnotkunarreits K401 suður inn á svæði AF401 í samræmi við skipulagsmörk í deiliskipulagi Sauðárkrókskirkjugarðs.

15.Beiðni um lóð undir kennslu- og rannsóknaaðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði Háskólans á Hólum

Málsnúmer 2207159Vakta málsnúmer

Vísað frá 17. fundi skipulagsnefndar frá 26. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Vísað er til 3. fundar byggðarráðs Skagafjarðar um samstarf sveitarfélagsins og Háskólans á Hólum (mál nr. 2206286) þar sem fulltrúar frá Háskólanum á Hólum, Edda Matthíasdóttir og Stefán Óli Steingrímsson, komu til viðræðu um málefni skólans og eflingu hans.

Háskólinn á Hólum sendi í kjölfar fundarins sveitarfélaginu erindi dags. 13.07.2022 þar sem þess var farið á leit við sveitarfélagið að það leiti að heppilegri lóð á Sauðárkróki fyrir uppbyggingu rannsókna- og kennsluaðstöðu fiskeldis-, og fiskalíffræðideildar á Hólum. Í erindinu sem er fyrirliggjandi á fundinum og sem nefndarmenn hafa kynnt sér kemur fram grófleg þarfagreining. Í henni er gerð grein fyrir fyrirhugaðri stærð húsnæðis skólans og skiptingu þess til nánar tilgreindra nota. Þar er einnig gerð grein fyrir þörf fyrir raforku, heitt og kalt vatn og sjóveitu.

Af hálfu sveitarfélagsins hefur verið bent á að 1,5-2 hektara landssvæði austan við Borgarflöt 31, sem liggur samsíða Strandveginum í iðnaðarhverfinu á Sauðárkróki, geti verið heppilegt undir framangreinda starfsemi. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor hefur f.h. Háskólans á Hólum, með umsókn dags. 21.01. 2023, sem liggur fyrir á fundinum, sótt um að fá úthlutaða lóð austan við Borgarflöt 31.

Nefndin telur að málefnaleg rök séu til þess að veita vilyrði fyrir umbeðinni lóð; Starfsemi sem þar yrði hýst sé til þess fallin að auðga samfélagið í Skagafirði og draga að vel menntað starfsfólk og samstarfsaðila úr ýmsum starfsgreinum og vera segull á nýsköpunarstarfsemi. Þannig geti fyrirhuguð starfsemi stuðlað að aukinni og fjölbreyttari atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Með vísan til 8. gr. reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða gerir skipulagsnefnd tillögu um að sveitarstjórn veiti Háskólanum á Hólum vilyrði fyrir allt að 15.520 m2 lóð á framangreindu svæði og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðarblað fyrir hana, að höfðu samráði við umsækjanda varðandi stærð lóðar og staðsetningu. Vilyrðið gildi í 12 mánuði frá samþykki sveitarfélagsins á tillögu þessari. Endanleg úthlutun fari fram að fengnu endanlegu samþykki sveitarstjórnar og umsækjanda, að lokinni nauðsynlegri skipulagsvinnu og viðræðum um lóðarleiguskilmála, þ.m.t. um lóðagjöld og kostnað við tenginu lóðar við veitur."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að veita Háskólanum á Hólum vilyrði fyrir allt að 15.520 m2 lóð á framangreindu svæði og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðarblað fyrir hana, að höfðu samráði við umsækjanda varðandi stærð lóðar og staðsetningu. Vilyrðið gildir í 12 mánuði frá 15. febrúar 2023.

16.Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar

Málsnúmer 2211029Vakta málsnúmer

Vísað frá 18. fundi skipulagsnefndar frá 9. febrúr sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lögð fram skipulagslýsing fyrir fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, dags. janúar 2023 sem unnin var hjá VSÓ ráðgjöf.
Breytingarnar snúa að nokkrum svæðum í sveitarfélaginu. Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar á Sauðarkróki og Hofsósi, íþróttasvæði hestamanna á Sauðárkróki, Kirkjugarðinum á Nöfum og Varmahlíðarskóla og nágrenni hans. Auk þess er gert ráð fyrir breytingum á ferðaþjónustusvæðum og skilgreiningu nýrra ferðaþjónustusvæða í Skagafirði.
Skipulagslýsing er fyrsta skrefið í undirbúningi skipulagsáætlana og er ætlað að upplýsa hagaðila og umsagnaraðila strax í byrjun um fyrirhugaða tillögugerð, viðfangsefni hennar og áherslur í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt skal haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfismatsskýrslu, sbr. lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 í auglýsingu í samræmi við 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að setja skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 í auglýsingu í samræmi við 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag

Málsnúmer 2204042Vakta málsnúmer

Vísað frá 18. fundi skipulagsnefndar frá 9. febrúr sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram afgreiðsla Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi skólasvæðis Varmahlíðar, Sveitarfélagið Skagafjörður dagsett 2. febrúar 2023.
Þar sem aðalskipulagsbreyting vegna deiliskipulagstillögunnar var ekki auglýst samhliða þarf að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju með breytingum samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju með breytingum samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga.

18.Nestún 24 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi

Málsnúmer 2301255Vakta málsnúmer

Vísað frá 18. fundi skipulagsnefndar frá 9. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Fyrir hönd lóðarhafa sækir Hörður Snævar Knútsson um frávik frá samþykktu deiliskipulagi fyrir Nestún norðurhluta.
Óskað er eftir að fá að byggja parhús með flötu þaki á lóð Nestúns 24 a og b, eins og hafa verið byggð t.d. í Gilstúni, Iðutúni og Kleifartúni. Hús og bílskúrar í byggingu á svæðinu eru með flöt þök eða einhalla og telur umsækjandi því að hús með flötu þaki á þessari lóð falli að umhverfinu.
Í greinargerð deiliskipulagsins, grein 2.2. kemur m.a. fram:
“Hús skulu falla vel að umhverfinu og vera í samræmi við aðra byggð í Túnahverfinu. Þök skulu vera tvíhalla og þakhalli skal vera, 14°- 20°, eins og sýnt er á skipulagsuppdrætti. Valmaþök eru leyfileg."
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðið verði við umbeðinni breytingu og gerð breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem þakgerðir verði valfrjálsar en hámarkshæðir bygginga breytast ekki.
Nefndin telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að umbeðin breyting verði grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nestún (nr. 1, 3, 4, 5, 16, 18, 20, 22 og 24) og vestan götu við Laugatún (nr. 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25 og 27)."

Sveinn Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon, Álfhildur Leifsdóttir, Sveinn Úlfarsson og Einar E Einarsson kvöddu sér hljóðs.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að verða við umbeðinni breytingu og gerð breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem þakgerðir verði valfrjálsar en hámarkshæðir bygginga breytast ekki.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að umbeðin breyting verði grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nestún (nr. 1, 3, 4, 5, 16, 18, 20, 22 og 24) og vestan götu við Laugatún (nr. 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25 og 27).

19.Nestún 4 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi

Málsnúmer 2302029Vakta málsnúmer

Vísað frá 18. fundi skipulagsnefndar frá 9. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Árni Max Haraldsson sækir um fyrir hönd lóðarhafa við Nestún 4 að fá að byggja hús með einhalla þaki, en samkvæmt núgildandi deiliskipulagi fyrir svæðið skulu þök vera tvíhalla og þakhalli skal vera, 14°-20°, einnig eru valmaþök leyfileg.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðið verði við umbeðinni breytingu og gerð breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem þakgerðir verði valfrjálsar en hámarkshæðir bygginga breytast ekki.
Nefndin telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að umbeðin breyting verði grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nestún (nr. 1, 3, 4, 5, 16, 18, 20, 22 og 24) og vestan götu við Laugatún (nr. 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25 og 27)."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að verða við umbeðinni breytingu og að gerð breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem þakgerðir verði valfrjálsar en hámarkshæðir bygginga breytast ekki.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með níu atkvæpum, að umbeðin breyting verði grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nestún (nr. 1, 3, 4, 5, 16, 18, 20, 22 og 24) og vestan götu við Laugatún (nr. 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25 og 27).

20.Háeyri 8 - Lóðarmál

Málsnúmer 2105068Vakta málsnúmer

Visað frá 10. fundi umhverfis- og samgöngunefndar frá 9. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lögð fram til kynningar bókun frá 27. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar frá 14.12.2022:
Fyrir fundinum liggja drög að samningi á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Krókfisks ehf. kt. 680403-2440 um að sveitarfélagið leysi til sín lóðina að Háeyri 8, sem félagið er lóðarhafi að skv. lóðarleigusamningi dags. 10.12. 2004. Samningurinn var gerður í kjölfar þess að sveitarfélagið hóf innlausnarmál vegna lóðarinnar á grundvelli þess að ekki hafi verið byggt á henni innan tilskilins frests. Samkomulagið gerir ráð fyrir að lóðarhafa verði endurgreidd gatnagerðargjöld (A-gjald) sem hann greiddi til sveitarfélagsins árið 2000.
Umræddur samningur var gerður með fyrirvara um endanlegt samþykki þeirra stjórnsýslueininga sveitarfélagsins Skagafjarðar sem reglur sveitarfélagsins krefja. Þar sem lóðin er á svæði Sauðárkrókshafnar er gert ráð fyrir að umhverfis- og samgöngunefnd þurfi að samþykkja innlausnina, auk byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir innlausnina fyrir sitt leyti og að byggingarréttur að lóðinni gangi til eignasjóðs. Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjóra að greiða framangreindum lóðarhafa umsamið innlausnarverð gegn undirritun lóðarhafa á skjal sem færir eingarrétt að bygginarrétti lóðarinnar yfir á sveitarfélagið, þegar fyrir liggur staðfesting sveitarstjórnar á ráðgerðri ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar um að samþykkja samninginn."
Þar sem lóðinni Háeyri 8 hefur verið skilað inn fellur skipulagsnefnd frá fyrirhugaðri grenndarkynningu vegna málsins.

Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.

Sveitarstjórn Skagafjaðrar samþykkir innlausnina, með níu atkvæðum og að byggingarréttur að lóðinni gangi til eignasjóðs. Sveitarstjórn felur jafnframt sveitarstjóra að greiða framangreindum lóðarhafa umsamið innlausnarverð gegn undirritun lóðarhafa á skjal sem færir eingarrétt að bygginarrétti lóðarinnar yfir á sveitarfélagið Skagafjörð.

21.Endurtilnefning á Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga.

Málsnúmer 2302002Vakta málsnúmer

Endurtilnefna þarf aðalfulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, í stað Gísla Sigurðssonar.
Forseti getir tillögu um Sólborgu Borgarsdóttur sem aðalfulltrúa og Guðlaugur Skúlason sem varamann í stað Sólborgar.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.


22.Endurtilnefning í almannavarnarnefnd jan 2023

Málsnúmer 2302161Vakta málsnúmer

Endurtilnefna þarf aðalfulltrúa í almannavarnarnefnd, í stað Gísla Sigurðssonar.
Forseti getir tillögu um Guðlaug Skúlason.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.

23.Endurtilnefning aðalmanns á Ársþing SSNV

Málsnúmer 2302162Vakta málsnúmer

Endurtilnefna þarf aðalfulltrúa á ársþing SSNV í stað Gísla Sigurðssonar.
Forseti getir tillögu um Sigurð Hauksson sem aðalfulltrúa og Ragnar Helgason sem varamann í stað Sigurðar.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.

24.Kjör í yfirkjörstjórn 2022

Málsnúmer 2206081Vakta málsnúmer

Kjör í yfirkjörstjórn í sveitarfélaginu Skagafirði, til fjögurra ára.
Fram kom tillaga um aðalmenn: Hjalti Árnason, Gunnar Sveinsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson.
Varamenn: Aldís Hilmarsdóttir, Sunna Atladóttir og Magnús Helgason.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

25.Útboð hádegisverðar á Sauðárkrkóki 2023

Málsnúmer 2301162Vakta málsnúmer

Vísað frá 35. fundi byggðarráðs frá 15.febrúar sl. þannig bókað.
Tekin fyrir bókun sem vísað var frá fræðslunefnd á 11. fundi hennar 9. febrúar sl. svohljóðandi:
"Samningur sveitarfélagsins við Stá ehf. um kaup á hádegisverði í leik- og grunnskóla á Sauðárkrkóki rennur út 31. júlí 2023. Í samningnum eru ákvæði sem heimila framlengingu samningsins um eitt ár í senn tvisvar sinnum. Nefndin leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út nú í vor og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700. Nefndin vísar tillögunni til sveitarstjórnar."

Einar Einarsson, Framsóknarflokki og Sólborg S. Borgarsdóttir, Sjálfstæðisflokki leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur áður fjallað um hugmyndir þess efnis að hádegisverður í leik- og grunnskólum á Sauðárkróki verði eldaður frá grunni og á staðnum. Á þeim tíma var farið í sérstaka greiningu á kostnaði vegna framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla í eldhúsi eldra stigs Ársala. Sú greining leiddi í ljós að ráðast þyrfti í talsverðar breytingar á eldhúsi beggja skóla. Í þeirri greiningu lá strax fyrir að miðað við aðstæður í Árskóla væri illmögulegt að breyta eldhúsinu í framleiðslueldhús. Þá var skoðað sérstaklega hvort Ársalir gætu annað framleiðslu hádegisverðar fyrir báða skólana. Hvað þá hugmynd varðaði þá var það mat þeirra sérfræðinga, sem fengnir voru til aðstoðar við greininguna, að skipuleggja þyrfti eldhúsið upp á nýtt, fjárfesta í nýjum tækjum og jafnframt þyrfti að ráðast í viðbyggingu til að hýsa frystiklefa fyrir eldhúsið. Ljóst var að slíkar breytingar myndu hafa í för með sér talsverðan kostnað fyrir sveitarfélagið, sbr. minnisblað sem lagt var til grundvallar kostnaðarmati."

Byggðarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti með tveimur atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og vísar því til sveitarstjórnar.

Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð leggja áfram áherslu á að matur sé eldaður frá grunni fyrir alla skóla Skagafjarðar eftir gildum heilsueflandi grunnskóla. Við lögðum fram þá tillögu á byggðarráðsfundi í dag að óskað yrði eftir nýju kostnaðarmati við breytingar á eldhúsi Ársala til að hægt sé að elda mat þar fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki, þar sem horft verði til hagkvæmustu leiða en sú tillaga var felld af meirihluta. Við hörmum þá skammsýni í hönnun Ársala að ekki sé þar raunverulega fullbúið eldhús og leggjum áherslu á að svo verði í komandi leikskólabyggingu á Sauðárkróki.

Hrund Péturdóttir lagði fram eftirfarandi bókun meirihlutans.
Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur áður fjallað um hugmyndir þess efnis að hádegisverður í leik- og grunnskóla á Sauðárkróki verði eldaður frá grunni og á staðnum. Á þeim tíma var farið í sérstaka greiningu á kostnaði vegna framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla í eldhúsi eldra stig Ársala. Sú greining leiddi í ljós að ráðast þyrfti í talsverðar breytingar á eldhúsi beggja skóla. Í þeirri greiningu lá strax fyrir að miðað við aðstæður í Árskóla væri illmögulegt að breyta eldhúsinu í framleiðslueldhús. Þá var skoðað sérstaklega hvort Ársalir gætu annað framleiðsu hádegisverðar fyrir báða skólana. Hvað þá hugmynd varðaðaði þá var það mat þeirra sérfræðinga, sem fengnir voru til aðstoðar við greininguna, að skipuleggja þyrfti eldhúsið upp á nýtt, fjárfesta í nýjum tækjum og jafnframt þyrfti að ráðast í viðbyggingu til að hýsa frystiklefa fyrir eldhúsið. Ljóst var að slíkar breytingar myndu hafa í för með sér talsverðan kostnað fyrir sveitarfélagið sbr. minnisblað sem lagt var til grundvallar kostnaðarmati.
Rétt þykir að benda á að ef tekin yrði ákvörðun um að fara í breytingar sem þessar að þá er óvíst um að hægt væri að manna í stöðu matráðs sem og afleysingu fyrir viðkomandi. Fram til þessa hefur gengið erfiðlega fyrir aðrar veitingaeigendur á svæðinu að manna slíkar stöður og er því ákveðin áhætta fólgin í því fyrir sveitarfélagið að ætla ráðast í fyrrnefndar breytingar ef óvissa er um hvort aðili fengist í starfið miðað við stöðuna í samfélaginu og á vinnumarkaðnum almennt. Í Skagafirði er fjölbreytt atvinnulíf og er nauðsynlegt að sveitarfélagið ýti undir einkaframtakið fremur en að ráðast í rekstur sem þennan, sér í lagi ef breytingarnar eru kostnaðarsamar og óvissuþættir of margir.
Eins og segir í fundargerð þá leggur fræðslunefndin til að hádegisverðurinn verði boðinn út nú í vor og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla. Samstaða var í nefndinni um að fara þessa leið og er því umhugsunarvert af hverju fulltrúi VG og óháðra í sveitarstjórn koma nú með bókun sem er ekki í samræmi við niðurstöðu allra fulltrúa í fræðslunefnd þar með fulltrúa VG og óháðra.

Áfhildur Leifsdóttir tók til máls.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, óska bókað að þær sitji hjá.

26.Útboð á skólaakstri í dreifbýli 2023

Málsnúmer 2301100Vakta málsnúmer

Vísað frá 35. fundi byggðarráðs frá 15.febrúar sl. þannig bókað.
Tekin fyrir bókun sem vísað var frá fræðslunefnd á 11. fundi hennar 9. febrúar sl. svohljóðandi:
"Samningar um skólaakstur í dreifbýli renna út 31. maí 2023 eftir 5 ára samningstíma. Taka þarf ákvörðun um útboð á akstrinum og samhliða yfirfara breytingar á akstursleiðum og hugsanlega fyrirkomulagi. Reglur um skólaakstur í dreifbýli voru uppfærðar í október 2022 en ekki gerðar efnislegar breytingar á þeim tíma. Nefndin samþykkir að bjóða skólaaksturinn út og gefur sér tíma til að skoða reglurnar og mun afgreiða þær síðar. Nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar."
Byggðarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti og vísar því til sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

27.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 36

Málsnúmer 2302003FVakta málsnúmer

36. fundargerð Skagfirskra leiguíbúða hses. frá 7. febrúar 2022 lögð fram til kynningar á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023

28.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

917. og 918. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. og 27. janúar og lagar fram til kynningar á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023

Fundi slitið - kl. 17:45.