Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

8. fundur 19. janúar 2023 kl. 15:00 - 17:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Eyrún Sævarsdóttir formaður
  • Sigurður Hauksson varaform.
  • Sigurjón Viðar Leifsson 2. varam.
  • Páll Rúnar Heinesen Pálsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Dagskrá

1.Aðsóknartölur sundlauganna 2022

Málsnúmer 2301158Vakta málsnúmer

Frístundastjóri fór yfir aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði fyrir árið 2022. Lítilsháttar aukning varð milli ára þrátt fyrir að sumarið hafi verið með rólegra móti. Annars vegar vegna færri ferðamanna í lauginni á Hofsósi og hins vegar vegna viðhalds á Sundlaug Sauðárkróks. Aðsókn í Varmahlíð var sú sama á milli ára. Vonir standa til þess að aðsókn í laugarnar verði meiri n.k. sumar með auknum straumi ferðamanna um fjörðinn.
Sigurjón Leifsson ftr. Byggðalista og Páll Rúnar Heinesen Pálsson, ftr. Vg og óháðra, leggja fram eftirfarandi bókun:
,,Þar sem aðsóknartölur sundlaugarinnar í Varmahlíð sýndu góða aðsókn s.l. sumar, viljum við árétta þá skoðun okkar að opnunartími laugarinnar/íþróttamiðstöðvarinnar á föstudögum eigi að vera lengri og í samræmi við tillögu Byggðalista og Vg við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs."
Félagmála- og tómstundanefnd hvetur íbúa sveitarfélagsins til þess að nýta sér vel þá heilsulind sem sundlaugarnar í Skagafirði eru.

2.Forvarnaráætlun á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 2210086Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnti vinnu sem er í gangi við gerð sameiginlegrar forvarnaráætlunar fyrir Norðurland vestra. Félagsmála- og tómstundanefndar fagnar þeirri vinnu og hvetur til áframhaldandi samstarfs í þessum málefnum á Norðurlandi vestra.

3.Vinnuskóli 2022

Málsnúmer 2211147Vakta málsnúmer

Skýrsla um starfsemi vinnuskólans sumarið 2022, lögð fram til kynningar. Verulega dró úr aðsókn milli ára þar sem atvinnuástand meðal ungs fólks í sveitarfélaginu er gott. Í áætlun ársins 2023 er gert ráð fyrir samskonar aðsókn og á fyrra ári og mun starfsemi vinnuskólans fyrir n.k. sumar taka mið af því.

4.Styrkbeiðni vegna frísbígolfvallar

Málsnúmer 2212142Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá íbúasamtökunum Byggjum Hofsós og nágrenni, þar sem óskað er eftir styrk við að koma upp frisbígolfvelli á Hofsósi. Nefndin tekur vel í erindið en áður en það verður afgreitt óskar nefndin eftir frekari gögnum um staðsetningu o.fl.

5.Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar - fundagerðir

Málsnúmer 2003113Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Ungmennaráðs frá 15. desember s.l. Í reglum Ungmennaráðs segir m.a. að Ungmennaráð skuli vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Skagafirði. Félagsmála- og tómstundanefnd áréttar mikilvægi þess að leitað sé til Ungmennaráðs með þau mál sem þau varðar og hvetur aðrar nefndir og stofnanir sveitarfélagsins til þess að vísa málum til ráðsins til umsagnar. Raddir ungs fólks eiga að hafa vægi við alla ákvarðanatöku sem þau snertir í sveitarfélaginu. Sýn þeirra á málin er oft önnur sem nauðsynlegt er að fá fram í aðdraganda ákvarðanatöku. Það er jafnframt ábyrgð og skylda sveitarfélagsins samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að skapa vettvang til að virkja raddir ungmenna og stuðla að ákvörðunartöku þeirra í málefnum tengdum þeim. Nefndin samþykkir að bjóða Ungmennaráðinu til fundar á næstunni.

6.Styrkbeiðni Stígamót

Málsnúmer 2211052Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum.

7.Félag eldri borgara Löngumýri - styrkbeiðni

Málsnúmer 2211334Vakta málsnúmer

Erindi frá Félagi eldri borgara Löngumýri þar sem óskað er eftir 50.000 króna hækkun framlags sveitarfélagsins til starfseminnar á Löngumýri. Í samræmi við samningi Skagafjarðar og Félags eldri borgara í Skagafirði frá september 2021, hefur Félagi eldri borgara Löngumýri fengið styrk að upphæð 154.500 kr. vegna félagsstarfa á árinu 2022. Fjárhagsáætlun 2023 gerir ráð fyrir styrk kr. 165.858 samkvæmt sama samningi. Með vísan í áðurnefndan samning og með tilliti til þess að fjárhagsáætlun þessa árs var samþykkt í desember s.l. sér Félagsmála- og tómstundanefnd sér ekki fært að verða við erindinu en áréttar að samningur um fjárframlög til samtaka eldri borgara verður endurskoðaður nú í haust og mun erindi þetta verða tekið til skoðunar í þeirri endurskoðun.

8.Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2023

Málsnúmer 2301143Vakta málsnúmer

Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Árið 2023 er daggjald notenda 1.453 kr. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2023 verði 602 kr., samanlagt daggjald með fæði 2.055 kr. og fjarvistargjald á dag 1.453 kr. Vísað til byggðaráðs

9.Breytingar í barnaverndarþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 2212034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 5.desember 2022. Stórnin hvetur sveitarstjórnir að kynna sér þær breytingar sem tóku gildi 1.janúar 2023 um fyrirkomulag barnaverndarþjónustu og taka jafnframt ákvörðun um fyrirkomulag samstafs um barnaverndarþjónustu ef við á. Barnaverndarnefndir sveitarfélaga voru lagðar niður en í stað þeirra reka sveitarfélög barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar.

10.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 2211217Vakta málsnúmer

Lagður fram staðfestur samningur Mennta- og barnamálaráðuneytis um barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands. Samningurinn var staðfestur með auglýsingu í Stjórnartíðindum 30.desember 2022. Samningurinn tekur á samstarfi sveitarstjórna Fjallabyggðar, Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um rekstur barnaverndarþjónustu á Mið - Norðurlandi. Þjónustan nefnist Barnaverndarþjónusta Mið - Norðurlands. Samningurinn er gerður með vísan til barnaverndarlaga og sveitarstjórnarlaga. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í umdæminu og tekur yfir verkefni barnaverndarþjónustu frá 1.janúar 2023 í nánu samstarfi við aðildarsveitarfélögin. Áskilið er að á bak við hverja barnaverndarþjónustu skuli vera að lámarki 6000 íbúar. Fjöldi íbúa sem heyra undir þjónustuna eru við áramót 9.371 þar af 1.893 börn. Mál sem berast barnaverndarþjónustu verða áfram unnin á vettvangi barnaverndarþjónustu hvers sveitarfélags eins og verið hefur fram til þessa en ábyrgð framkvæmdar hvílir á barnaverndarþjónustu Skagafjarðar. Tilgangur breytinganna er fyrst og fremst að auka faglega aðkomu sérfræðinga og jafnframt að skapa nauðsynlega fjarlægð í umfangsmiklum og erfiðum málum er tengjast velferð barna. Barnaverndarþjónustaa Mið - Norðurlands er einnig aðili að Umdæmisráði landsbyggðanna ásamt 40 öðrum sveitarfélögum, en þangað færast mál ef taka þarf ákvarðanir í andstöðu við foreldra og börn. Í umdæmisráðum er áskilið að sitji lögmaður, sálfræðingur og félagsráðgjafi. Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í þetta mál og væntir þess að þessi skipan barnaverndar sé til hagsbóta fyrir börn á starfssvæðinu sem og landinu öllu.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi að loknum þessum dagskrárlið.

11.Samráð; Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027

Málsnúmer 2301060Vakta málsnúmer

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 253/2022, "Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027". Umsagnarfrestur er til og með 23.01.2023

12.Trúnaðarbók félagmála- og tómstundanefndar 2023

Málsnúmer 2301145Vakta málsnúmer

Þrjú mál lögð fyrir. Fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 17:45.