Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

31. fundur 18. janúar 2023 kl. 14:30 - 15:16 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2301135Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 12. janúar 2023 frá Sálarrannsóknarfélagi Skagafjarðar um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2023 af fasteigninni Skagfirðingabraut 9a, Sauðárkróki, F2132107.
Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

2.Tillaga í aðgengismálum

Málsnúmer 2301148Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá Álfhildi Leifsdóttur (Vg og óháð):
VG og óháð leggja til að sveitarfélagið eigi útdraganlegar sliskjur í áhaldahúsi til útláns í félagsheimili og til annarra eigna sveitarfélagisns þar sem aðgengi er ábótavant.
Byggðarráð samþykkir að beina því til ráðgefndi hóps um aðgengismál að kanna með innkaup á viðeigandi sliskjum fyrir sveitarfélagið.

3.Húsnæðisáætlun 2023 - Skagafjörður

Málsnúmer 2301170Vakta málsnúmer

Lögð fram Húsnæðisáætlun 2023 fyrir Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Reglur skjávinnugleraugu og umsóknareyðublað

Málsnúmer 2301090Vakta málsnúmer

Málið áður á 12. fundi byggðarráðs þann 7. september 2022. Lagðar fram endurskoðaðar reglur sveitarfélagsins um kaup á skjávinnugleraugum.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Héðinsminni - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2301047Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá embætti sýslumannins á Norðurlandi vestra úr máli 2023-000880. ahsig ehf., Brekkukoti, 560 Varmahlíð, sækir um rekstrarleyfi, veitingaleyfi-D, Veisluþjónusta og veitingaverslun, samkomusalir.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

6.Samráð; Ný lög um nafnskírteini

Málsnúmer 2301104Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. janúar 2023 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 4/2023, "Ný lög um nafnskírteini". Umsagnarfrestur er til og með 31.01. 2023.

7.Samráð; Grænbók um mannréttindi

Málsnúmer 2301125Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. janúar 2023 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2023, "Grænbók um mannréttindi". Umsagnarfrestur er til og með 13.02.2023.

8.Samráð; Stafrænt pósthólf - nánari ákvæði um framkvæmd

Málsnúmer 2301149Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. janúar 2023 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 251/2022, "Stafrænt pósthólf - nánari ákvæði um framkvæmd". Umsagnarfrestur er til og með 03.02.2023.

9.Gjaldskrá úrvinnslusjóðs fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar

Málsnúmer 2301124Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. janúar 2023 frá Úrvinnslusjóði. Kynnt er gjaldskrá sjóðsins fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar á umbúðum úr pappír, pappa, gleri, málm og plasti, sbr. 10. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.

10.Leiðbeiningar og fyrirmynd varðandi stefnu um þjónustustig

Málsnúmer 2211172Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. janúar 2023 frá innviðaráðuneyti, þar sem vakin er athygli á að beiðni innviðaráðuneytisins frá 15. nóvember 2022, vinnur Byggðastofnun að gerð leiðbeininga og fyrirmynd varðandi það hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna viðkomandi sveitarfélags. Tilefnið er nýtt ákvæði í sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, sem kveður á um að "sveitarstjórn skuli móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum."
Af óviðráðanlegum orsökum hefur orðið töf á verkefninu en nú er ljóst að leiðbeiningar og fyrirmynd muni liggja fyrir í vor sem sveitarfélög geta nýtt sér til að móta stefnu fyrir næsta ár.

Fundi slitið - kl. 15:16.