Fara í efni

Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag

Málsnúmer 2204042

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 434. fundur - 18.05.2022

Framlögð drög að deiliskipulagi fyrir Skólamannvirkin í Varmahlíð.
Svæðið afmarkast til austurs af Birkimel, til suðurs af Reykjarhólsvegi, til vesturs af afþreyingar- og ferðamannasvæði auk skógræktar og til norðurs af íbúðarhúsalóðinni Norðurbrún 1.
Markmiðið með deiliskipulaginu er að styrkja svæðið í heild, samrýma og stýra framtíðaruppbyggingu og festa stefnu varðandi landnýtingu í sessi.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.

Skipulagsnefnd - 2. fundur - 30.06.2022

Lögð fram uppfærð drög að deiliskipulagi fyrir Skólamannvirkin í Varmahlíð. Svæðið afmarkast til austurs af Birkimel, til suðurs af Reykjarhólsvegi, til vesturs af afþreyingar- og ferðamannasvæði auk skógræktar og til norðurs af íbúðarhúsalóðinni Norðurbrún 1. Markmiðið með deiliskipulaginu er að styrkja svæðið í heild, samrýma og stýra framtíðaruppbyggingu og festa stefnu varðandi landnýtingu í sessi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.

Skipulagsnefnd - 4. fundur - 11.08.2022

Drög að deiliskipulagi fyrir Grunn- og leikskólann í Varmahlíð, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhúsins Miðgarðs lögð fram. Skipulagsuppdráttur unninn af VA arkitektum af Karli Magnúsi Karlssyni, útgefinn 08.08.2022.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Grunn- og leikskóla, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhúsins Miðgarðs í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010. Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar.


Sveitarstjórn Skagafjarðar - 3. fundur - 17.08.2022

Drög að deiliskipulagi fyrir Grunn- og leikskólann í Varmahlíð, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhússins Miðgarðs lögð fram. Skipulagsuppdráttur unninn af VA arkitektum af Karli Magnúsi Karlssyni, útgefinn 11.08.2022.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Grunn- og leikskóla, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhússins Miðgarðs í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010. Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar.
Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir grunn- og leikskóla, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhússins Miðgarðs í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar.

Skipulagsnefnd - 12. fundur - 03.11.2022

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Skólasvæði Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar í samræmi við 42. gr skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022

Vísað frá 12. fundi Skipulagsefndar frá 3. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Skólasvæði Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar í samræmi við 42. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með 9 atkvæðum, tillögu að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Skólasvæði Varmahlíð og að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar í samræmi við 42. gr skipulagslaga. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Skipulagsnefnd - 18. fundur - 09.02.2023

Lögð fram afgreiðsla Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi skólasvæðis Varmahlíðar, Sveitarfélagið Skagafjörður dagsett 2. febrúar 2023.
Þar sem aðalskipulagsbreyting vegna deiliskipulagstillögunnar var ekki auglýst samhliða þarf að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju með breytingum samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 10. fundur - 15.02.2023

Vísað frá 18. fundi skipulagsnefndar frá 9. febrúr sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram afgreiðsla Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi skólasvæðis Varmahlíðar, Sveitarfélagið Skagafjörður dagsett 2. febrúar 2023.
Þar sem aðalskipulagsbreyting vegna deiliskipulagstillögunnar var ekki auglýst samhliða þarf að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju með breytingum samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju með breytingum samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga.

Skipulagsnefnd - 29. fundur - 27.07.2023

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 363/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/363) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 fyrir Skólasvæði Varmahlíðar og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 364/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/364) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Skólasvæði Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

Byggðarráð Skagafjarðar - 57. fundur - 31.07.2023

2204042 - Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag
Vísað frá 29. fundi skipulagsnefndar frá 27. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 363/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/363) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 fyrir Skólasvæði Varmahlíðar og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 364/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/364) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Skólasvæði Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma."
Byggðaráð Skagafjarðar, samþykkir með þremur atkvæðum, framlagaða aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu fyrir Skólasvæði Varmahlíðar og jafnframt að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar.