Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

434. fundur 18. maí 2022 kl. 13:00 - 14:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag

Málsnúmer 2204042Vakta málsnúmer

Framlögð drög að deiliskipulagi fyrir Skólamannvirkin í Varmahlíð.
Svæðið afmarkast til austurs af Birkimel, til suðurs af Reykjarhólsvegi, til vesturs af afþreyingar- og ferðamannasvæði auk skógræktar og til norðurs af íbúðarhúsalóðinni Norðurbrún 1.
Markmiðið með deiliskipulaginu er að styrkja svæðið í heild, samrýma og stýra framtíðaruppbyggingu og festa stefnu varðandi landnýtingu í sessi.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.

2.Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil

Málsnúmer 2203234Vakta málsnúmer

Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki unnin af Teiknistofu Norðurlands.
Skipulagssvæðið er milli Sæmundarhlíðar og Sauðár og er 5,7 hektarar að stærð. Stutt er frá skipulagssvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæ Sauðárkróks eftir göngustígum. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði en fyrirhugað er að tjaldsvæði á Flæðum víki vegna fyrirhugaðs menningarhúss.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

3.Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð

Málsnúmer 2105119Vakta málsnúmer

Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag fyrir frístundabyggð vestan Varmahlíðar unnin af Eflu verkfræðistofu. Um er að ræða svæði í landi Reykjarhóls, sem skráð er sem Reykjarhóll land L193616 í Landsskrá Þjóðskrár. Gert er ráð fyrir að skipulagssvæðið verði um 20 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhólsvegar með aðkomu frá þjóðvegi nr. 1 um Birkimel en áætlað er að nýr vegur tengist þjóðvegi ofan byggðar sem verður þá helsta aðkomuleið að svæðinu. Nú þegar eru frístundalóðir austan Reykjarhólsvegar. Skipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

4.Aðalgata 16b - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2205096Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi byggingarfulltrúa, varðandi umsókn Sigurgísla E. Kolbeinssonar þar sem hann sækir fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga um heimild til að koma fyrir gámaeiningum við suðausturhornið á núverandi anddyri sem er á suðurhlið Aðalgötu 16b á Sauðárkróki.
Um er að ræða fjóra gáma sem eru samsettir og er opið á milli eininga, ætlaðir fyrir eldunaraðstöðu og matsal.
Um er að ræða tímabunda lausn til eins árs á meðan verið er að skoða og hanna varanlega lausn á eldunaraðstöðu fyrir Aðalgötu 16b.
Sjá meðfylgjandi afstöðumynd unnin er af Verkís gerir grein fyrir erindinu.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið stöðuleyfi en leggur áherslu á að um tímabundna lausn verði að ræða.

Álfhildur Leifsdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.

5.Faxatorg 4 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2205016Vakta málsnúmer

Jón Kolbeinn Jónsson og Jóhanna Ey Harðardóttir sækja um lóðina Faxatorg 4 til þess að byggja 2. hæða atvinnuhúsnæði í heildina 643 m² á 1072 m² byggingarlóð.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókninni þar sem hún fellur ekki að markmiðum aðalskipulagsins fyrir svæðið sem um ræðir og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur um hentugri staðstaðsetningu fyrir fyrirhugaða starfsemi.

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 14:00.