Fara í efni

Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð

Málsnúmer 2105119

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 433. fundur - 12.05.2022

Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag fyrir frístundabyggð vestan Varmahlíðar unnin af Eflu verkfræðistofu. Um er að ræða svæði í landi Reykjarhóls, sem skráð er sem Reykjarhóll land L193616 í Landsskrá Þjóðskrár. Gert er ráð fyrir að skipulagssvæðið verði um 20 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhólsvegar með aðkomu frá þjóðvegi nr. 1 um Birkimel en áætlað er að nýr vegur tengist þjóðvegi ofan byggðar sem verður þá helsta aðkomuleið að svæðinu. Nú þegar eru frístundalóðir austan Reykjarhólsvegar. Skipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.

Skipulags- og byggingarnefnd - 434. fundur - 18.05.2022

Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag fyrir frístundabyggð vestan Varmahlíðar unnin af Eflu verkfræðistofu. Um er að ræða svæði í landi Reykjarhóls, sem skráð er sem Reykjarhóll land L193616 í Landsskrá Þjóðskrár. Gert er ráð fyrir að skipulagssvæðið verði um 20 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhólsvegar með aðkomu frá þjóðvegi nr. 1 um Birkimel en áætlað er að nýr vegur tengist þjóðvegi ofan byggðar sem verður þá helsta aðkomuleið að svæðinu. Nú þegar eru frístundalóðir austan Reykjarhólsvegar. Skipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022

Visað frá 434. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 18. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag fyrir frístundabyggð vestan Varmahlíðar unnin af Eflu verkfræðistofu. Um er að ræða svæði í landi Reykjarhóls, sem skráð er sem Reykjarhóll land L193616 í Landsskrá Þjóðskrár. Gert er ráð fyrir að skipulagssvæðið verði um 20 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhólsvegar með aðkomu frá þjóðvegi nr. 1 um Birkimel en áætlað er að nýr vegur tengist þjóðvegi ofan byggðar sem verður þá helsta aðkomuleið að svæðinu. Nú þegar eru frístundalóðir austan Reykjarhólsvegar. Skipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir lýsinguna með 9 atkvæðum. Sveitarstjórn samþykki jafnframt að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Skipulagsnefnd - 2. fundur - 30.06.2022

Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu fyrir frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.

Skipulagsnefnd - 10. fundur - 20.10.2022

Anna Bragadóttir frá Eflu verkfræðistofu kynnti drög að deiliskipulagtillögu fyrir frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð verknúmer 2320-023, í mælikvarðanum 1:3000.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með hönnuðum í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 20. fundur - 09.03.2023

Lögð fram tillaga að greinargerð og uppdrætti fyrir deiliskipulag frístundabyggðar við Varmahlíð dags. 01.03.2023.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins og ræða við hagsmunaaðila á svæðinu.

Skipulagsnefnd - 27. fundur - 15.06.2023

Drög að deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina við Reykjarhól í Varmahlíð lögð fram. Skipulagsuppdráttur og greinargerð unnin af Eflu verkfræðistofu.
Skipulagssvæðið er 27,8 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhóls.
Nú þegar er hluti frístundasvæðisins byggður. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir 26 nýjum frístundalóðum. Á uppdrætti er sýnd aðkoma að lóðunum og byggingarreitir. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem frístundabyggð. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar við Varmahlíð í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 15. fundur - 28.06.2023

Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Drög að deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina við Reykjarhól í Varmahlíð lögð fram. Skipulagsuppdráttur og greinargerð unnin af Eflu verkfræðistofu.
Skipulagssvæðið er 27,8 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhóls.
Nú þegar er hluti frístundasvæðisins byggður. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir 26 nýjum frístundalóðum. Á uppdrætti er sýnd aðkoma að lóðunum og byggingarreitir. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem frístundabyggð. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar við Varmahlíð í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni.

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar við Varmahlíð í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni.

Skipulagsnefnd - 31. fundur - 24.08.2023

Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð lauk 16. ágúst 2023. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 295/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/295) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Frístundabyggð við Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Skipulagsnefnd - 32. fundur - 07.09.2023

Eftirfarandi nafnatillögur voru sendar inn fyrir götur A og B í fyrirhugaðri frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð:
Árhóll
Skógarsel
Ármýri
Hlíðargata
Reykjarmelur
Reykjarsíða
Reykjarlundur
Reykjardalur
Reykjarlist
Reykjarhæð
Reykjarholt
Reykjarmóar
Reykjarstapi
Reykjarvarmi
Reykjarstrókur

Skipulagsnefnd þakkar þeim sem sendu inn nafnatillögur og leggur til við sveitarstjórn að kosið verði um nöfn fyrir umræddar götur með kosningu á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fyrir götu A verði kosið um nöfnin: Reykjarmóar, Reykjarvarmi, Reykjarsíða, Skógarsel og Ármýri.
Fyrir götu B verði kosið um nöfnin: Reykjarhæð, Reykjarholt, Reykjarstrókur, Reykjarmelur, Hlíðargata og Árhóll.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 17. fundur - 13.09.2023

Vísað frá 31. fundi skipulagsnefndar frá 24. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð lauk 16. ágúst 2023. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 295/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/295) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Frístundabyggð við Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi, með níu atkvæðum, með minniháttar lagfæringum, Frístundabyggð við Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.


Einnig vísað frá 32. fundi skipulagsnefndar frá 7. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Eftirfarandi nafnatillögur voru sendar inn fyrir götur A og B í fyrirhugaðri frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð:
Árhóll, Skógarsel, Ármýri, Hlíðargata, Reykjarmelur, Reykjarsíða, Reykjarlundur, Reykjardalur, Reykjarlist, Reykjarhæð, Reykjarholt, Reykjarmóar, Reykjarstapi, Reykjarvarmi og Reykjarstrókur
Skipulagsnefnd þakkar þeim sem sendu inn nafnatillögur og leggur til við sveitarstjórn að kosið verði um nöfn fyrir umræddar götur með kosningu á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fyrir götu A verði kosið um nöfnin: Reykjarmóar, Reykjarvarmi, Reykjarsíða, Skógarsel og Ármýri.
Fyrir götu B verði kosið um nöfnin: Reykjarhæð, Reykjarholt, Reykjarstrókur, Reykjarmelur, Hlíðargata og Árhóll.

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 37. fundur - 09.11.2023

Dagana 6.-20. október síðastliðin fór fram kosning um nafn á tveimur nýjum götum í frístundabyggð við Varmahlíð á heimasíðu sveitarfélagsins.
Niðurstaða var eftirfarandi:
Gata A: Reykjarmóar (53 atkvæði af 137)
Gata B: Reykjarmelur (59 atkvæði af 137)

Skipulagsnefnd þakkar fyrir þáttökuna og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nöfnin tvö Reykjarmóa og Reykjarmel sem hlutskörpust voru í kosningunni.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 19. fundur - 15.11.2023

Vísað frá 37. fundi skipulagsnefndar frá 9. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Dagana 6.-20. október síðastliðin fór fram kosning um nafn á tveimur nýjum götum í frístundabyggð við Varmahlíð á heimasíðu sveitarfélagsins.
Niðurstaða var eftirfarandi:
Gata A: Reykjarmóar (53 atkvæði af 137)
Gata B: Reykjarmelur (59 atkvæði af 137)

Skipulagsnefnd þakkar fyrir þáttökuna og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nöfnin tvö Reykjarmóa og Reykjarmel sem hlutskörpust voru í kosningunni."

Tilllaga skipulagsnefndar um að ný götuheiti í frístundabyggð við Varmahlíð hljóti heitin; Reykjarmóar og Reykjarmelur, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.