Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

15. fundur 28. júní 2023 kl. 16:15 - 17:18 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam.
    Aðalmaður: Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 52

Málsnúmer 2306010FVakta málsnúmer

Fundargerð 52. fundar byggðarráðs frá 14. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 1.1 2306080 Stjórn Farskólans
    Byggðarráð Skagafjarðar - 52 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. júní 2023 varðandi fundarboð og gögn vegna aðalfundar Farskólans - miðstöðvar símenntunar árið 2023. Sveitarfélagið þarf að tilnefna einn fulltrúa í stjórn stofnunarinnar og annan til vara.
    Byggðarráð samþykkir að tilnefna Kristófer Már Maronsson sem fulltrúa í stjórn Farskólans - miðstöðvar símenntunar og Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur til vara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 52 Lagðir fram tölvupóstar dagsettir 9. og 23. maí 2023 frá SSNV varðandi Ungmennaþing haustið 2023. Á fundi stjórnar SSNV þann 7. febrúar 2023 var samþykkt að halda ungmennaþing á þessu ári og stefnan er að það verði haldið í byrjun október. Markmiðið með ungmennaþinginu er að fá rödd unga fólksins inn í samráðsvettvang sóknaráætlunar. Hugmyndin er að bjóða 4 ungmennum á aldrinum 14-20 ára frá hverju sveitarfélagi til að taka þátt á þinginu.
    Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið sendi fulltrúa til þingsins og vísar því til ungmennaráðs sveitarfélagsins að tilnefna fulltrúa á ungmennaþingið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 52 Lögð fram beiðni nr. 2 um gerð viðauka við fjárhagsáætlun Skagafjarðar vegna ársins 2023. Viðaukinn gerir ráð fyrir hækkun útsvarstekna um 35 mkr. og hækkun á útgjaldaliðum A-hluta um 12.746 þkr. Rekstarniðurstaða A hluta og samstæðu sveitarfélagsins batnar um 22.254 þkr. Í viðaukanum eru millifærslur á milli fjárfestingaverkefna. Nýtt fjármagn til kaupa á sorptunnum 47,5 mkr. Fjármagn vegna fasteigna hækkað um 30 mkr., gatnagerð lækkuð um 101,8 mkr. Fjárfestingaheimild eignasjóðs í heild er lækkuð um 9 mkr. Fjármagn er hækkað til vatnsveituframkvæmda um 7,3mkr., hækkun vegna hitaveituframkvæmda 66 mkr. og lækkun fráveituframkvæmda um 11,3 mkr. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með 30.746 þkr. lántöku hitaveitu.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2023 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 52 Rætt um frágang á 70m2 leiksvæði austan við sundlaugina á Sauðárkróki.
    Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 52 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. júní 2023 frá Bílaklúbbi Skagafjarðar þar sem sótt er um leyfi til að halda rallaksturskeppni í Skagafirði 29. júlí 2023. Keppnin er þriðja keppnin í Íslandsmeistaramóti Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) og fer fram í samræmi við reglur AKÍS og reglugerð nr. 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppnir, með áorðnum breytingum. Ráðgert er að keppnin fari fram með hefðbundnu sniði og eknar verði sérleiðir um þá vegi sem verið hefur undanfarin ár. Þannig verði farnar sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal.
    Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 52 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 6. júní 2023, þar sem menningar- og viðskiptaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 107/2023, "Drög að aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023-2026". Umsagnarfrestur er til og með 10.07.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 52 Lagt fram til kynningar fundarboð þar sem stjórn Brákar íbúðafélags hses. boðar til ársfundar sem haldinn verður þriðjudaginn 20. júní 2023. Í samræmi við 11. gr. samþykkta Brákar íbúðafélags hses. eru stofnaðilar og fulltrúaráð sérstaklega boðaðir til fundarins en skal hann opinn öllum. Stofnaðilar hafa einir atkvæðisrétt á fundinum en stjórnarmenn, stofnaðilar og fulltrúar í fulltrúaráði eru einir bærir til að leggja til breytingar á samþykktum. Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 52 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. júní 2023 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi ráðstefnu á vefnum 19. júní um innleiðingu heimsmarkmiðanna í norrænum sveitarfélögum. Norræna byggðastofnunin, Nordregio heldur ráðstefnuna og á veffundi 19. júní nk. frá kl. 11-13 að íslenskum tíma (13-15 CET) er sérstaklega áhugaverður dagskrárliður fyrir íslensk sveitarfélög þar sem hann tekur mið af aðstæðum í fámennum sveitarfélögum.
    Hlekkur á viðburðinn, https://nordregio.org/events/from-vision-to-action-agenda-2030-in-rural-municipalities/
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 52 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 4. mars 2023 frá forsvarsmönnum umræðuhóps um lausagöngu sauðfjár til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi athugasemdir við minnisblað sambandsins um réttarstöðu sveitarfélaga vegna ágangs búfjár. Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 53

Málsnúmer 2306019FVakta málsnúmer

Fundargerð 53. fundar byggðarráðs frá 21. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 53 Lagt fram erindi frá Essa ehf., dags. 15. júní 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að loka Aðalgötu á Sauðárkróki, frá Kirkjutorgi norður að Kambastíg, laugardaginn 24. júní 2023 á milli kl. 10 og 24, þar sem fyrirhugað er að halda útitónleika undir formerkjunum "Tónleikar í gamla bænum". Settur verður upp sviðsvagn í götunni á milli Aðalgötu 19 og 20 sem snýr þannig að fólk safnast suður Aðalgötuna. Á sviðinu verða skemmtiatriði og tónlistaratriði frá u.þ.b. kl. 19:30-22:30. Fram kemur í erindinu að forsvarsmenn tónleikanna hafi rætt við flest fyrirtæki í Aðalgötunni sem ætli að hafa kvöldopnun sama kvöld. Markmiðið er því að fólk geti rölt á milli fyrirtækja í bænum þetta kvöld og síðan notið tónlistar norðarlega í Aðalgötunni. Sömu helgi fer fram stórt knattspyrnumót á Sauðárkróki.
    Byggðarráð samþykkir lokun götunnar með skilyrðum um samþykki lögreglu og trygga aðkomu neyðarbíla að svæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 53 Lögð fram greinargerð um mótssvæðið á Hólum í Hjaltadal, með umsókn Hestamannafélagsins Skagfirðings til Landsmóts hestamanna ehf. um að fá heimild til að halda landsmót hestamanna árið 2030. Í greinargerðinni koma fram allar þær upplýsingar sem óskað er eftir að fylgi umsókninni, þ.e. upplýsingar um fyrirhugað mótssvæði, lýsing á staðháttum, upplýsingar um fjölda hesthúsplássa á og við mótssvæðið, fjölda gistirýma í nágrenni við mótssvæðið, áætlun um rekstur mótsins og teikningar af svæðinu. Umsóknin nýtur stuðnings Háskólans á Hólum.
    Byggðarráð samþykkir að styðja jafnframt við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 53 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 53 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. júní 2023, þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 110/2023, Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands. Umsagnarfrestur er til og með 21. júlí 2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir áherslur um að efla og vernda mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Byggðarráð minnir á í tengslum við fyrirætlan um nýja stofnun á vegum ríkisins að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er áhersla á að til að styðja við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu verði störf hjá ríkinu ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega. Jafnframt að stutt verði við starfsaaðstöðu hins opinbera á landsbyggðinni. Byggðarráð telur því einboðið að ef ný Mannréttindastofnun verður sett á laggirnar verði hún staðsett fjarri höfuðborgarsvæðinu. Í þessu tilfelli er ekki um að ræða flutning stofnunar heldur nýja stofnun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 53 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. júní 2023, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2023, Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Umsagnarfrestur er til og með 31. júlí 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 53 Lagt fram til kynningar bréf dags. 13. júní 2023 frá Önnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands. Í bréfinu er tilkynnt að Skagafirði er úthlutaður styrkur að upphæð kr. 780.000 vegna verkefnisins "Upplýsingaskilti um Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og Hofsósi".
    Alls voru í ár samþykktar styrkveitingar til 13 aðila, samtals að upphæð 8 milljónir króna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar byggðarráðs staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.

3.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12

Málsnúmer 2306021FVakta málsnúmer

Fundargerð 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 23. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn F Úlfarsson, Einar E Einarsson, Sveinn F Úlfarsson og Einar E Einarson kvöddu sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Láru Gunndísi Magnúsdóttur, dagsett 6.6.2023, þar sem hún sækir um fjárstyrk fyrir hönd Kvenfélags Akrahrepps vegna 17. júní hátíðarhalda í Héðinsminni.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja kvennfélagið um 60.000 krónur að þessu sinni. Nefndin bendir á að sveitarfélagið kostar og hefur umsjón með einum sameiginlegum hátíðarhöldum þar sem íbúar Skagafjarðar koma saman til að gera sér glaðan dag og fagna þjóðhátíðardeginum. Tekið af lið 05712.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12 Erindinu vísað frá 52. fundi byggðarráðs, 7. júní 2023, sem bókaði svo:
    "Byggðarráð samþykkir að leita álits atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar á framtíðarsýn nefndarinnar varðandi tjaldsvæði sveitarfélagsins."

    Erindinu hafði áður verið vísað til byggðarráðs frá 26. fundi skipulagsnefndar 1. júní 2023, sem bókaði svo:
    "VG og óháð gera þá tillögu að stækka tjaldsvæðið í Varmahlíð um tún sem er í eigu sveitarfélagsins og er í beinu framhaldi af núverandi tjaldsvæði.
    Tjaldsvæðið í Varmahlíð er mikill ferðamannasegull, enda vel staðsett á veðursælum stað. Af vinsældum tjaldsvæðisins njóta margir þjónustuaðilar góðs, bæði afþreyingarstaðir og veitingasalar sem og önnur þjónusta.
    Umrætt tjaldsvæði fyllist gjarna af ferðafólki á sumrin svo vísa þarf gestum frá. Þessi stækkun væri talsverð og gæti sinnt mun fleiri ferðamönnum í sumar en hingað til.
    Skipulagsnefnd vísar erindinu til Byggðaráðs Skagafjarðar."

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að ráðast í heildarendurskoðun á rekstri og utanumhaldi tjaldsvæða í eigu sveitarfélagsins. Mun endurskoðunin taka fyrir núverandi rekstarfyrirkomulag, þá samninga sem eru í gangi ásamt mögulegri stækkun á tjaldsvæðum í eigu Skagafjarðar. Verður endurskoðunin unnin í samráði við hlutaðeigandi aðila.
    Nefndin felur starfsmönnum að hefja vinnu við endurskoðun tjaldsvæðanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12 Erindinu vísað frá 15. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, 15. júní 2023, sem bókaði svo:
    "Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að ákvörðun um viðgerð á Faxa verði frestað þar sem verkefnið er ekki á fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Jafnframt samþykkir nefndin að vísa málinu til Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þar sem verkefnið fellur undir menningarmál."

    Erindið hafði áður verið á dagskrá á umhverfis- og samgöngunefndar þann 27. apríl sl. sem bókaði svo:
    "Fyrirhugað er að listaverkið Faxi verði tekið af stalli í sumar og sent til viðgerðar. Einnig er áformað að gera við undirstöðu listaverksins og hafa hana klára þegar Faxi kemur aftur úr viðgerð. Viðgerðin á listaverkinu verður unnin í samstarfi við fjölskyldu Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara en hann hefði orðið 100 ára á þessu ári. Gera má ráð fyrir að viðgerðin taki nokkra mánuði.
    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vera í samskiptum við fjölskyldu Ragnars varðandi framkvæmd og áætlaðan kostnað verkefnisins."

    Meirihluti atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Ragnar Helgason Sjálfstæðisflokki og Sigurður Bjarni Rafnsson Framsóknarflokki leggja fram eftirfarandi bókun.
    Árið 1971 voru 100 ár frá því fyrsta íveruhús var reist á Sauðárkróki af þeim Árna klénsmið Árnasyni og Sigríði Eggertsdóttir, ásamt börnum þeirra tveimur Margréti og Hjálmari Friðriki. Í tilefni tímamótanna ákvað bæjarstjórn Sauðárkróks að reist yrði höggmynd af hesti og skyldi hún standa á Faxatorgi. Ákvað bæjarstjórnin að semja við listamanninn Ragnar Kjartansson um gerð höggmyndarinnar. Dagana 2.-4. júlí á afmælisárinu var svo haldin mikil og glæsileg hátíð á Sauðárkróki þar sem meðal annars styttan af Faxa var afhjúpuð, en það gerði Alfreðsína Friðriksdóttir sonardóttir Árna við hátíðlega athöfn. Faxi var þá jafnframt fyrsta útihöggmyndin sem sett var upp í kaupstaðnum og höfðu Sauðkrækingar á orði að Ragnari hefði tekist einkar vel til við gerð listaverksins og haft var eftir hestamönnum í bænum að það væri „líf í honum“.
    Síðan þá hefur höggmyndin af Faxa verið áberandi listaverk á Sauðárkróki og sett sterkan svip á bæinn. Varðveitir hún minningu 100 ára afmælis bæjarins ásamt því að vera hestur, en hestar og hestamennska hafa um langa tíð verið tákn og einkenni Skagfirðinga, auk þess sem Sauðárkróksræktunin er landsfræg og áhrifa hennar gætir víða.
    Okkur sem skipum meirihluta nefndarinnar finnst því mjög mikilvægt að höggmyndin af Faxa sem þarf mjög á viðhaldi að halda fái það. Afkomendur Ragnars Kjartanssonar hafa boðist til að sjá um og kosta lagfæringu verksins svo það verði hæft til steypu í brons og þar með varðveitt án viðhalds til langs tíma en Faxi er með mikilvægari verkum á markverðum ferli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara. Í ár eru 100 ár frá fæðingu Ragnars. Þá verður stöpullinn sem Faxi stendur á endurnýjaður. Samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum og áætlun er gert ráð fyrir heildarkostnaði upp á u.þ.b. 9 milljónir króna. Meirihluti atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði í verkið samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og vísar því til byggðarráðs. Auk þess felur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd starfsmönnum nefndarinnar að undirbúa umsókn í menningarsjóð Kaupfélags Skagfirðinga og fleiri sjóði til stuðnings fjármögnun viðgerðarinnar.

    Auður Björk Birgisdóttir, fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
    VG og Óháð óska bókað að þrátt fyrir þá staðreynd að listaverkið Faxi sé talið ónýtt þá getum við ekki samþykkt þennan verulega kostnað sem ekki er á fjárhagsáætlun 2023 og teljum því ekki ráðlagt að ráðast í þessar framkvæmdir að svo stöddu.
    Bókun fundar Fulltrúar meirihluta ítreka bókun fulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, frá fundi nefndarinnar.
    Árið 1971 voru 100 ár frá því fyrsta íveruhús var reist á Sauðárkróki af þeim Árna klénsmið Árnasyni og Sigríði Eggertsdóttir, ásamt börnum þeirra tveimur Margréti og Hjálmari Friðriki. Í tilefni tímamótanna ákvað bæjarstjórn Sauðárkróks að reist yrði höggmynd af hesti og skyldi hún standa á Faxatorgi. Ákvað bæjarstjórnin að semja við listamanninn Ragnar Kjartansson um gerð höggmyndarinnar. Dagana 2.-4. júlí á afmælisárinu var svo haldin mikil og glæsileg hátíð á Sauðárkróki þar sem meðal annars styttan af Faxa var afhjúpuð, en það gerði Alfreðsína Friðriksdóttir sonardóttir Árna við hátíðlega athöfn. Faxi var þá jafnframt fyrsta útihöggmyndin sem sett var upp í kaupstaðnum og höfðu Sauðkrækingar á orði að Ragnari hefði tekist einkar vel til við gerð listaverksins og haft var eftir hestamönnum í bænum að það væri „líf í honum“. Síðan þá hefur höggmyndin af Faxa verið áberandi listaverk á Sauðárkróki og sett sterkan svip á bæinn. Varðveitir hún minningu 100 ára afmælis bæjarins ásamt því að vera hestur, en hestar og hestamennska hafa um langa tíð verið tákn og einkenni Skagfirðinga, auk þess sem Sauðárkróksræktunin er landsfræg og áhrifa hennar gætir víða. Okkur sem skipum meirihluta nefndarinnar finnst því mjög mikilvægt að höggmyndin af Faxa sem þarf mjög á viðhaldi að halda fái það. Afkomendur Ragnars Kjartanssonar hafa boðist til að sjá um og kosta lagfæringu verksins svo það verði hæft til steypu í brons og þar með varðveitt án viðhalds til langs tíma en Faxi er með mikilvægari verkum á markverðum ferli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara. Í ár eru 100 ár frá fæðingu Ragnars. Þá verður stöpullinn sem Faxi stendur á endurnýjaður. Samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum og áætlun er gert ráð fyrir heildarkostnaði upp á u.þ.b. 9 milljónir króna. Meirihluti atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði í verkið samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og vísar því til byggðarráðs. Auk þess felur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd starfsmönnum nefndarinnar að undirbúa umsókn í menningarsjóð Kaupfélags Skagfirðinga og fleiri sjóði til stuðnings fjármögnun viðgerðarinnar.

    Fulltrúar Vg og óháðra ítreka bókun fulltrúa Vg og óháðra frá fundi nefndarinnar.
    VG og Óháð óska bókað að þrátt fyrir þá staðreynd að listaverkið Faxi sé talið ónýtt þá getum við ekki samþykkt þennan verulega kostnað sem ekki er á fjárhagsáætlun 2023 og teljum því ekki ráðlagt að ráðast í þessar framkvæmdir að svo stöddu.

    Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, óskar bókað að þær sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12 Tekin er fyrir styrkbeiðni frá Essa ehf dagsett 21. júní 2023, vegna tónleika í gamla bænum á Sauðárkróki 24. júní. Vilja forsvarsmenn félagins endurvekja bæjarhátíðarstemmingu á Sauðárkóki til framtíðar.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og að Essa ehf. vilji blása lífi í bæjarhátíðarbraginn og hlakkar nefndin til að sjá hátiðina stækka á næstu árum. Nefndin samþykkir að styrkja framtakið um 300 þúsund kr. Tekið af lið 05710.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12 Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Árnasyni fyrir hönd Markaðsstofu norðurlands, dagsett 19.06.2023, þar sem óskað er eftir uppfærðum lista yfir forgangsverkefni sveitarfélagsins á sviði ferðamála til að setja í Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland. Óskað er eftir að sveitarfélagið skili inn fimm forgansverkefnum en þau verkefni sem eru á forganslista sveitarfélagsins fá auka stig við úthlutun í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Frestur til að skila inn forgangsverkefnum er til 1. september nk.
    Eftirfarandi forgangsverkefni sveitarfélagsins voru send inn á síðasta ári:
    Staðarbjargavík, Hólar í Hjaltadal, Austurdalur, Tindastóll, Glaumbær og Kakalaskáli.

    Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir forgangsverkefnum til að setja á lista sveitarfélagsins í Áfangarstaðaráætlun fyrir norðurland. Starfsmönnum er falið að vinna verkefnið og leggja umsóknir fyrir nefndina.

    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12 Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 19.06.2023 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2024.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2024. Erindinu vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.

4.Félagsmála- og tómstundanefnd - 13

Málsnúmer 2306007FVakta málsnúmer

Fundargerð 13. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 12. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 13 Undir þessum lið sat Gunnar Gestsson fyrir hönd UMSS. Umræða um samstarfssamning Skagafjarðar og UMSS sem unnið er að endurnýja.
    Nefndin felur frístundarstjóra að vinna drög að samningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 13 Lögð fram beiðni um styrk vegna íþrótta- og leikjanámskeiða barna í Fljótum.
    Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar umsókninni og samþykkir að veita styrk að upphæð 150.000 krónur til íþrótta- og leikjanámskeiða fyrir börn í Fljótum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 13 Tekin fyrir styrkbeiðni frá frjálsíþróttakrökkum í Skagafirði vegna æfinga- og keppnisferðar til Svíþjóðar 2023.
    Félagsmála- og tómstundarnefnd samþykkir að styrkja ferðina með kaupum á auglýsingu á peysur þeirra að fjárhæð 50.000 kr.
    Nefndin óskar þeim góðs gengis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 13 Félagsmálastjóri kynnti vinnu við endurmat á reglum um þjónustu við fatlað fólk, reglurnar taka mið af Þjónustusamningi um þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra sem tók gildi 1.janúar sl. Drög að uppfærðum reglum um skammtímadvöl fara til umfjöllunar og afgreiðslu hjá aðildarsveitarfélögum þjónustusamnings á næstu vikum. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 13 Farið yfir mönnunarstöðu á starfsstöðvum innan félagsþjónustunnar sumarið 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 13 Lagt fram eitt mál, fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.

5.Fræðslunefnd - 16

Málsnúmer 2306015FVakta málsnúmer

Fundargerð 16. fundar fræðslunefndar frá 15. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 16 Brynhildur Þöll Steinarsdóttir, talmeinafræðingur, fór yfir breytt ráðningarform og verklag talmeinafræðings. Breytingin felur í sér að hluti verkefna eru unnin fyrir Sjúkratryggingar Íslands og hluti fyrir Skagafjörð. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við breytt fyrirkomulag. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 16 Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, kynnti stöðu á framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð. Auk þess kynnti hann stöðu framkvæmda við aðrar skólabyggingar í sveitarfélaginu. Í ferli eru viðhaldsframkvæmdir bæði við Árskóla og Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi.

    Framkvæmdir við leik- og grunnskóla í Varmahlíð hafa tafist þar sem auglýsa þurfti aftur deiliskipulag svæðisins ásamt breytingum á aðalskipulagi en Skipulagsstofnun kom með athugasemd um að núgildandi deiliskipulag samræmdist ekki aðalskipulagi. Skipulagstillögurnar eru auglýstar frá 7.júní til og með 19. júlí 2023. Aðaluppdrættir eru klárir, séruppdrættir eru langt komnir og vinna er í gangi við lóðahönnun og innréttingar. Þá er stefnt að jarðvegsútboði þegar skipulag er staðfest og svo útboði á uppsteypu og þaki í kjölfarið.

    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
    VG og óháð vilja af gefnu tilefni minna á siðareglur kjörinna fulltrúa sem fulltrúar í sveitarstjórn Skagafjarðar samþykktu í maí síðastliðnum, en þar segir í 3. grein: “Kjörnir fulltrúar gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Skagafjarðar. Þeir sýna störfum og réttindum annarra kjörinna fulltrúa og starfsmanna Skagafjarðar virðingu í ræðu, riti og framkomu.
    Við minnum á mikilvægi þess að fulltrúar fjalli málefnalega um fundarefni og auðsýni hverjir öðrum virðingu í umfjöllun sinni.

    Afgreiðsla 16. fundar fræðslunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 16 Tillaga að skóladagatölum leikskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2023-2024 var lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu foreldraráða leikskólanna og eru yfirfarin af fræðslustjóra. Birkilundur óskar eftir því að nýta þrjá starfsdaga til námsferðar og skipuleggur þá ferð í samræmi við haustfrí grunnskólans í Varmahlíð. Tröllaborg óskar eftir að nýta tvo starfsdaga til námsferðar og óskar jafnframt eftir því að bæta við starfsdegi vegna ferðarinnar til þess að eiga kost á sameiginlegu skyndihjálparnámskeið með starfsmönnum grunnskólans þann 19. febrúar. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2023-2024. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 16 Tillaga að skóladagatölum grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2023-2024 var lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu skólaráðanna skv. grunnskólalögum og er yfirfarin af fræðslustjóra. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl grunnskólanna fyrir skólaárið 2023-2024. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 16 Tillaga að verklagi vegna samræmingar skóladagatala var lögð fram. Mikilvægt er að verklag vegna samræmingar sé öllum skýrt og samstarf sé viðhaft á milli skóla og skólahverfa í þeim tilgangi að samræma skóladagatöl eins vel og hægt er. Lagt er til að vetrarfrí og haustfrí séu samræmd á milli allra grunnskóla og námsferðir leikskóla, séu þær á dagskrá, séu farnar þegar grunnskólinn er lokaður. Einnig er lagt til að starfsdagar leik ? og grunnskóla í hverju skólahverfi séu samræmdir eins og hægt er. Fræðslunefnd fagnar nýju verklagi og samþykkir fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • 5.6 2306113 Kennslukvóti 2023
    Fræðslunefnd - 16 Tillaga að úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2023 ? 2024 var lögð fram. Tillagan er unnin í samstarfi við stjórnendur og tekur mið af mörgum þáttum svo sem nemendafjölda, fjölda nemenda með annað móðurmál en íslensku, samsetningu nemendahópa o.fl. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 16 Á fundi fræðslunefndar í júní 2022 voru tillögur að aðgerðum til að laða að starfsfólk í leikskólum samþykktar og viðbótartillögur voru einnig samþykktar á fundi nefndarinnar í nóvember 2022. Aðgerðir þessar voru tímabundnar til reynslu frá 1. september 2022 til 31. ágúst 2023. Aðgerðirnar skiluðu árangri að því leyti að betur gekk að fá fólk til starfa í leikskólum auk þess sem starfsumhverfi og starfsandi varð betri.
    Nýlega var send út viðhorfskönnun til starfsfólks leikskóla sem hluti af rýni og mati á árangri aðgerða. Alls svöruðu 69 starfsmenn könnuninni. Meirihluti svarenda eru ánægðir með aðgerðirnar og segja þær hafa skilað tilætluðum árangri. Jafnframt er meirihluti svarenda þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að halda aðgerðunum áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 16 Vegna formgalla í útboði var tekin ákvörðun um að fella niður útboð nr. 2302 - Skólaakstur í Skagafirði 2023-2028 og auglýsa útboð á nýjan leik. Samið hefur verið við útboðsþjónustuna Consensa um að annast nýtt útboð sem verður auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við lög nr. 120/2016 um opinber innkaup og reglugerð nr. 360/2022 um útboðsvef, viðmiðunarfjárhæðir og innkaup samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna opinberra innkaupa. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 16 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.

6.Skipulagsnefnd - 27

Málsnúmer 2306016FVakta málsnúmer

Fundargerð 27. fundar skipulagsnefndar frá 15. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 27 Drög að deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina við Reykjarhól í Varmahlíð lögð fram. Skipulagsuppdráttur og greinargerð unnin af Eflu verkfræðistofu.
    Skipulagssvæðið er 27,8 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhóls.
    Nú þegar er hluti frístundasvæðisins byggður. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir 26 nýjum frístundalóðum. Á uppdrætti er sýnd aðkoma að lóðunum og byggingarreitir. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem frístundabyggð. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

    Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar við Varmahlíð í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 27 Drög að deiliskipulagi fyrir landspilduna L230903 Ljónsstaðir úr landi Dúks í Skagafirði lögð fram.

    Skipulagsnefnd fellst á að fallið sé frá skipulagslýsingu þar sem meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi og leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Ljónsstaði í Sæmundarhlíð í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ljónsstaðir L230903 - Deiliskipulag, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 27 Auglýsingatíma deiliskipulagsins Lambeyri í Tungusveit lokið. Fjórar jákvæðar umsagnir bárust og engar athugasemdir. Þar sem engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna er því ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 27 Rögnvaldur Ólafsson, Flugumýrahvammi 1, óskar eftir leyfi til að stofna byggingarreit undir gróðurskýli í landi Flugamýrarhvamms 1, landnúmer 232692 líkt og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdrátta eru S-101 og A-101 í verki nr. 70410203, dags. 17. apríl 2023.
    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn Minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 27 Kaupfélag Skagfirðinga sækir um heimild til að stækka byggingarreit fyrir gæruskýli úr stálgrind sem er í skoti á vesturhlið Eyravegs 20 (Kjötafurðarstöð).
    Mannvirkið mun falla utan við byggingarreit að hluta, eða alls um 71,2 m².
    Með umsókninni fylgir afstöðumynd unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 12.06.2023, verknr. 30270301.

    Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Eyrarvegur 20 - Fyrirspurn um byggingarleyfi, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 27 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 30. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja bílageymslu og sólstofu sem yrðu viðbyggingar við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 7 við Hólmagrund.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu, uppdrættir í verki 7846 númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 17. maí 2023.

    Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hólmagrund 5, 9, 14, 16 og 18 ásamt við Fornós 4 og 6.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hólmagrund 7 - Umsagnarbeiðni vegna byggingarleyfisumsóknar, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 27 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 31. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja bílageymslu á lóðinni Glaumbær III, L224804.
    Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdráttur í verki 0423, númer 01, dagsettur 12.05.2023.

    Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir landeigendum Halldórsstaða og Glaumbæjar II.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Glaumbær III - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 27 Guðmundur Magnússon eigandi raðhúsaíbúðar nr. 79 við Raftahlíð á Sauðárkróki óskar eftir heimild til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni.
    Sótt er um leyfi til að gera innkeyrslu með sama hætti og gert hefur verið við lóðirnar nr. 77 og 81 við Raftahlíð, þ.e.a.s. með austurmörkum lóðarinnar.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 27 Helgi Freyr Margeirsson og Margrét Helga Hallsdóttir sækja um stækkun á lóð Dalatúns 11 til suðurs, sjá meðfylgjandi gögn.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að uppfæra lóðarblað og gera nýjan lóðarleigusamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 27 S. Fjóla Viktorsdóttir og Elvar Einarsson þinglýstir eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Syðra-Skörðugils 1 , landnúmer 234441, óska eftir heimild til að skipta 2,42 ha spildu/íbúðarhúsalóð úr landi lóðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki nr. 7153-6002, útg. 8. júní 2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Syðra-Skörðugil 2. Þetta landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu. Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með átta atkvæðum. Einar E Einarsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu málsins.
  • Skipulagsnefnd - 27 Míla óskar eftir leyfi fyrir ljósleiðaraframkvæmdum í Skagafirði frá Silfrastöðum til Steinsstaða. Lögn við Fremra-kot og frá Valagerði að sýslumörkum við Vatnshlíð á Vatnsskarði. Meðfylgjandi eru umsagnir hluteigandi stofnana og skriflegt samþykki landeigenda auk annarra gagna varðandi fyrirhugaða lagnaleið og framkvæmd verksins.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Míla - Framkvæmdaleyfisumsókn - Ljósleiðaraframkvæmdir í Skagafirði, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 27 Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir lóðarhafi Steinsstaða lóð nr. 6 óskar eftir í tölvupósti dags. 14.06.2023 að hún vilji skila lóðinni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 27 Óli Björn Pétursson lóðarhafi Steinsstaða lóð nr. 8 óskar eftir í tölvupósti dags. 13.06.2023 að hann vilji skila lóðinni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með níu atkvæðum.

7.Umhverfis- og samgöngunefnd - 15

Málsnúmer 2306003FVakta málsnúmer

Fundargerð 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Hrefna Jóhannesdóttir, Sveinn F Úlfarsson, Einar E Einarsson og Guðlaugur Skúlason kvöddu sér hljóðs.
  • 7.1 2305088 Litir regnbogans
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Á fundi byggðaráðs 17.05. sl. lagði Álfhildur Leifsdóttir fram svohljóðandi tillögu:
    "VG og óháð leggja fram þá tillögu að finna góða og áberandi staði í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins til að mála þar í litum regnbogans fyrir sumarið og endurspegla þannig fjölbreytileika samfélagsins alls."
    Með hliðsjón af þeirri umræðu sem verið hefur í umhverfis- og samgöngunefnd um liti regnbogans til heiðurs fjölbreytileika mannlífsins samþykkir byggðarráð að vísa erindinu til afgreiðslu nefndarinnar.

    Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vinnur verkefnið áfram í samráði við íbúasamtök, á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Fundagerðir Hafnasambands Íslands nr. 452, og 453 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Erindi barst varðandi útbreiðslu njóla í Varmahlíðarhverfinu að hvað hægt er að gera til að sporna við útbreiðslu hans.

    Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir ábendinguna og tekur undir með málshefjanda mikilvægi þess að ásýnd sveitarfélagsins sé til okkur til sóma, þar með talið umhirða grænna svæða.
    Umræða um umhirðu grænna svæða í sveitarfélaginu hefur í gegnum tíðina verið á þann veg að óskað hefur verið eftir því að sveitarfélagið sjái um aðgerðir, jafnvel út fyrir landamörk sveitarfélagsins. Öll umhirða sem garðyrkjudeildin sér um miðast við þéttbýlisstaðina. Þetta sumarið eru fimm unglingar í unglingavinnu á vegum sveitarfélagsins og því er ljóst að forgangsraða þarf verkefnum. Börn í 7. bekk grunnskólans munu koma inn síðar í sumar og verður mikill liðsauki af þeim við m.a. að vinna að því að hefta útbreiðslu njóla. Garðyrkjudeildin er í sífellu að skoða leiðir til þess að nýta mannskap og tækjabúnað sem best.
    Umhverfis- og samgöngunefnd telur brýnt að móta stefnu um græn svæði sveitarfélagsins, hverjum verði að sinna og hverjum megi sinna ef tækifæri gefst. Íbúar eru margir mjög áhugasamir um að þessu sé sinnt vel og með samhentu átaki sveitarfélagins og íbúa þá er hægt að hefta útbreiðslu þeirra plantna sem ástæða þykir til að halda niðri eða útrýma.
    Umhverfis- og samgöngunefnd leggst alfarið gegn notkun eiturefna á sínum vegum og telur mikilvægt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir, svo sem hvernig megi hindra að tegundir sem skilgreindar eru illgresi nái að sá sér út.
    Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur íbúa og fyrirtæki á svæðinu til að leggja verkefninu lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 27. apríl sl. og einnig tekið fyrir á fundi sveitastjórnar 10. maí sl.
    Gerð hefur verið kostnaðaráætlun vegna lagfæringar Faxa og undirstöðu. Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu verkefnisins.

    Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að ákvörðun um viðgerð á Faxa verði frestað þar sem verkefnið er ekki á fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Jafnframt samþykkir nefndin að vísa málinu til Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þar sem verkefnið fellur undir menningarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Verkfræðistofan Efla hefur unnið skýrslu um stæðni jarðlaga vegna sjáanlegs sigs í Nöfunum í hluta bæjarins, þar sem byggðin kúrir undir brekkufótnum, nánar tiltekið við Skógargötu, Brekkugötu og Lindargötu. Síðastliðið haust voru boraðar rannsóknarholur á svæðinu með það að markmiði að gera jarðtæknilega útreikninga og leggja mat á skriðuhættu á svæðinu. Vinnan var sett af stað í kjölfar skriðufalla sem urðu í Varmahlíð í lok júní 2021. Athyglin beinist að þessum hluta byggðarinnar á Sauðárkróki og hvort mögulega sé hætta á sambærilegum atburðum þar.

    Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs upplýsti um stöðuna. Aðgerðir eru hafnar í samræmi við tillögur Eflu og verið er að ákveða næstu skref. Brýnt er að upplýsa íbúa um stöðu mála og stefnt er á að halda upplýsingafund í lok sumars.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Vinna við gerð útboðsgagna vegna snjómoksturs á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð er langt komin. Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu verkefnisins.

    Útboðsgögn verða send út um miðjan júlí og vegna umfangs verksins verður það boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkið verður boðið út í þremur hlutum. Sviðstjóra er falið að ljúka framkvæmd útboðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Vegna uppbyggingar á iðnaðarsvæði á Sauðárkróki þarf að færa til móttökustað fyrir garðaúrgang.

    Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að móttaka á garðaúrgangi verði færð að moldartipp sveitarfélagsins við Sauðármýri. Sviðstjóra falið að undirbúa móttöku garðaúrgangs á svæðinu í samráði við garðyrkjustjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Rætt um frágang á 70m2 leiksvæði austan við sundlaugina á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkti á fundi nr. 52. 14 júní að vísa málinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræður sem fram fóru á fundinum.

    Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.

8.Veitunefnd - 8

Málsnúmer 2305011FVakta málsnúmer

Fundargerð 8. fundar veitunefndar frá 22. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Guðlaugur Skúlason, Sveinn F Úlfarsson og Guðlaugur Skúlason kvöddu sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 8 Á fundi Byggðaráðs 5.4.2023 og Sveitarstjórnar 19.4.2023. var lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.3. 2023, þar sem upplýst er um möguleika á að ríkið taki þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr rafhitun eða olíukyndingu, t.d. með varmadælum, viðarkyndingu o.s.frv. Íbúðareigendur sem njóta niðurgreiddrar rafhitunar og vilja taka upp umhverfisvæna orkuöflun hafa því möguleika á að sækja um styrk í því skyni í gegnum þjónustugátt á vef Orkustofnunar. Kynntar voru leiðir til að styðja enn frekar við þessa þróun og dæmi um útfærslur sem notaðar eru á öðrum landsvæðum.

    Veitunefnd fagnar því að ríkið komi að styrkveitingu vegna breytinga á húshitunaraðferðum. Skilgreina þarf köld svæði í Skagafirði og leggur Veitunefnd til að sú vinna verði hafin. Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar veitunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 8 Sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu mála varðandi virkjun holu VH-03 í Varmahlíð. Ákveðið er að undirbúa holuna fyrir niðursetningu á djúpdælu með svipuðum hætti og gert var fyrir ári síðan í Hrolleifsdal en sú aðgerð lofar góðu. Gert er ráð fyrir að ný dæla verði keypt og sett niður vorið 2024. Þangað til verður haldið áfram að dæla samhliða úr holu VH-12 og VH-03 eins og gert hefur verið frá því í janúar á þessu ári. Með þessum móti á afhendingaröryggi á heitu vatni í Varmahlíð að vera tryggt. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar veitunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 8 Gerður hefur verið samningur við Ísor um að gera úttekt á jarðhitakerfinu í Borgarmýrum með tilliti til aukinnar þarfar fyrir orku á svæðinu. Niðurstöður skulu liggja fyrir í septemberlok 2023. Sviðssstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fer yfir stöðu verkefnisins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar veitunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 8 Gerður var samningur við Ísor um að meta áhrif djúpdælingar á afköst vinnslusvæðisins í Hrolleifsdal. Niðurstaða á að liggja fyrir í júlílok. Sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fer yfir stöðu verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar veitunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 níu atkvæðum.

9.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2306020Vakta málsnúmer

Visað frá 52. fundi byggðarráðs frá 14. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lögð fram beiðni nr. 2 um gerð viðauka við fjárhagsáætlun Skagafjarðar vegna ársins 2023. Viðaukinn gerir ráð fyrir hækkun útsvarstekna um 35 mkr. og hækkun á útgjaldaliðum A-hluta um 12.746 þkr. Rekstarniðurstaða A hluta og samstæðu sveitarfélagsins batnar um 22.254 þkr. Í viðaukanum eru millifærslur á milli fjárfestingaverkefna. Nýtt fjármagn til kaupa á sorptunnum 47,5 mkr. Fjármagn vegna fasteigna hækkað um 30 mkr., gatnagerð lækkuð um 101,8 mkr. Fjárfestingaheimild eignasjóðs í heild er lækkuð um 9 mkr. Fjármagn er hækkað til vatnsveituframkvæmda um 7,3mkr., hækkun vegna hitaveituframkvæmda 66 mkr. og lækkun fráveituframkvæmda um 11,3 mkr. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með 30.746 þkr. lántöku hitaveitu.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2023 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlagður viðauki borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

10.Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð

Málsnúmer 2105119Vakta málsnúmer

Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Drög að deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina við Reykjarhól í Varmahlíð lögð fram. Skipulagsuppdráttur og greinargerð unnin af Eflu verkfræðistofu.
Skipulagssvæðið er 27,8 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhóls.
Nú þegar er hluti frístundasvæðisins byggður. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir 26 nýjum frístundalóðum. Á uppdrætti er sýnd aðkoma að lóðunum og byggingarreitir. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem frístundabyggð. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar við Varmahlíð í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni.

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar við Varmahlíð í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni.

11.Ljónsstaðir L230903 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2306058Vakta málsnúmer

Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Drög að deiliskipulagi fyrir landspilduna L230903 Ljónsstaðir úr landi Dúks í Skagafirði lögð fram.
Skipulagsnefnd fellst á að fallið sé frá skipulagslýsingu þar sem meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi og leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Ljónsstaði í Sæmundarhlíð í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni.

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Ljónsstaði í Sæmundarhlíð í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni.

12.Eyrarvegur 20 - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2305191Vakta málsnúmer

Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Kaupfélag Skagfirðinga sækir um heimild til að stækka byggingarreit fyrir gæruskýli úr stálgrind sem er í skoti á vesturhlið Eyravegs 20 (Kjötafurðarstöð).
Mannvirkið mun falla utan við byggingarreit að hluta, eða alls um 71,2 m².
Með umsókninni fylgir afstöðumynd unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 12.06.2023, verknr. 30270301.
Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull.

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull.

13.Hólmagrund 7 - Umsagnarbeiðni vegna byggingarleyfisumsóknar

Málsnúmer 2306107Vakta málsnúmer

Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 30. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja bílageymslu og sólstofu sem yrðu viðbyggingar við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 7 við Hólmagrund.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu, uppdrættir í verki 7846 númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 17. maí 2023.
Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hólmagrund 5, 9, 14, 16 og 18 ásamt við Fornós 4 og 6.

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hólmagrund 5, 9, 14, 16 og 18 ásamt við Fornós 4 og 6.

14.Glaumbær III - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2305230Vakta málsnúmer

Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 31. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja bílageymslu á lóðinni Glaumbær III, L224804.
Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdráttur í verki 0423, númer 01, dagsettur 12.05.2023.
Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir landeigendum Halldórsstaða og Glaumbæjar II.

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkæðum, að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir landeigendum Halldórsstaða og Glaumbæjar II.

15.Míla - Framkvæmdaleyfisumsókn - Ljósleiðaraframkvæmdir í Skagafirði

Málsnúmer 2305132Vakta málsnúmer

Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Míla óskar eftir leyfi fyrir ljósleiðaraframkvæmdum í Skagafirði frá Silfrastöðum til Steinsstaða. Lögn við Fremra-kot og frá Valagerði að sýslumörkum við Vatnshlíð á Vatnsskarði. Meðfylgjandi eru umsagnir hluteigandi stofnana og skriflegt samþykki landeigenda auk annarra gagna varðandi fyrirhugaða lagnaleið og framkvæmd verksins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.

16.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2023

Málsnúmer 2306239Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggur til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 29. júní 2023 og stendur til og með 15. ágúst 2023.
Sólborg S Borgarsdóttir forseti.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með níu greiddum atkvæðum.

17.Öldungaráð - 2

Málsnúmer 2304008FVakta málsnúmer

Fundargerð Öldugaráðs frá 17. apríl 2023 lagður fram til kynningar á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023

18.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga, 929. fundar frá 9. júní og 930. fundar frá 15. júní sl. lagðar fram til kynningar á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023

Fundi slitið - kl. 17:18.