Fara í efni

Skipulagsnefnd

32. fundur 07. september 2023 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Anna Kristín Guðmundsdóttir ráðgjafi í skipulagsmálum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Gýgjarhóll 2 L233889 - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2309038Vakta málsnúmer

Hafsteinn Logi Sigurðarson og Ingvar Gýgjar Sigurðarson eigendur jarðarinnar Gýgjarhóll 2, L233889, fasteignanúmer F2521718 í Skagafirði óska eftir að við endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 verði innan jarðarinnar skilgreint verslun og þjónusta (VÞ) ásamt afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Áætlað byggingarmagn allt að 1500m².
Meðfylgjandi loftmynd gerir grein fyrir erindinu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá bendir nefndin einnig á að landeigendur geta óskað eftir heimild hjá sveitarstjórn til að vinna sjálfir að gerð deiliskipulags sbr. 2. mgr. 38. gr skipulagslaga. Skulu landeigendur þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún lögð fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.
Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

2.Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð

Málsnúmer 2105119Vakta málsnúmer

Eftirfarandi nafnatillögur voru sendar inn fyrir götur A og B í fyrirhugaðri frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð:
Árhóll
Skógarsel
Ármýri
Hlíðargata
Reykjarmelur
Reykjarsíða
Reykjarlundur
Reykjardalur
Reykjarlist
Reykjarhæð
Reykjarholt
Reykjarmóar
Reykjarstapi
Reykjarvarmi
Reykjarstrókur

Skipulagsnefnd þakkar þeim sem sendu inn nafnatillögur og leggur til við sveitarstjórn að kosið verði um nöfn fyrir umræddar götur með kosningu á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fyrir götu A verði kosið um nöfnin: Reykjarmóar, Reykjarvarmi, Reykjarsíða, Skógarsel og Ármýri.
Fyrir götu B verði kosið um nöfnin: Reykjarhæð, Reykjarholt, Reykjarstrókur, Reykjarmelur, Hlíðargata og Árhóll.

3.Freyjugarðurinn - Deiliskipulag

Málsnúmer 2305141Vakta málsnúmer

Vinnslutillaga fyrir deiliskipulag Freyjugarðs á Sauðárkróki lögð fram. Skipulagsgögn eru uppdráttur með greinargerð dags. 28. ágúst 2023, unnin á Landslagi ehf. af Önnu Kristínu Guðmundsdóttur. Jafnframt er lagt fram minnisblað um frumhönnun fyrir svæðið.
Vinnslutillagan var unnin í samstarfi með Kiwanisklúbbinn Freyju.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Freyjugarðinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Ránarstígur 3 - Skipulagsmál

Málsnúmer 2307096Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 27.07.2023 og þá eftirfarandi bókað:
„Bjarni Reykjalín fyrir hönd Sýls ehf. sækir um samþykki á málsmeðferð á byggingarleyfisumsókn vegna þriggja íbúða raðhúss á lóðinni Ránarstíg 3-7, sem kalli ekki á breytingu á gildandi “Deiliskipulagi íbúðarreits milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki". Vísað er til byggingarleyfisumsóknar þar sem sótt er um að lengja húsið um 40 cm umfram það sem áður innsendar teikningar gerðu ráð fyrir og grenndarkynntar voru skv. samþykkt sveitarstjórnar 24.11.2021. Helstu frávik sem hér um ræðir eru að húshlutar á austur- og vesturhlið fara óverulega út fyrir byggingarreit eða samtals um 3,97 m2 sem er um 1% af heildarflatarmáli hússins. Nýtingarhlutfall er um 0,34 en leyfilegt nýtingarhlutfall skv. skipulagi er 0,35. Minnsta fjarlægð húss frá lóðarmörkum er um 1,7 m (1,71 m að vestan og 1,68 m að austan). Fjarlægð byggingarreits frá lóðarmörkum er 3,0 m skv. deiliskipulagsskilmálum. Óskað er eftir því að nefndin fjalli um þessa umsókn út frá 2. og 3. mgr. 43. gr og 3. mrg. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir uppfærðum gögnum frá lóðarhafa og afgreiða erindið í samræmi við ákvæði skipulagslaga."

Að beiðni Bjarna Reykjalíns hönnuðar funduðu skipulagsfulltrúi, starfsmaður skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúi og Ari Freyr Ólafsson fulltrúi Sýls ehf. miðvikudaginn 30. ágúst síðastliðinn vegna málsins. Þar lístu Bjarni Reykjalín og Ari Freyr Ólafsson yfir óánægju sinni varðandi meðferð málsins eftir afgreiðslu skipulagsnefndar. Lagt fram minnisblað frá framangreindum fundi, tölvupóstar frá Skipulagsstofnun varðandi málsmeðferð um skil gagna, auk tölvupósts frá lögfræðingi hjá Skipulagsstofnun.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Freyjugötu 25 sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skuli hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Ránarstígs 2, 4, 6 og 8, Hólavegi 1 og Sæmundargötu 2a.

5.Hólavegur 20 - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2306205Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 13.07. 2023, eftirfarandi bókað:
“Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. júní síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar Lúðvíks Kemp um leyfi til að byggja við einbýlishús/bílskúr sem stendur á lóðinni nr. 20 við Hólaveg á Sauðárkróki. Meðfylgjandi er aðaluppdrættir, gerðir hjá Áræðni ehf., af Ingvari Gýgjari Sigurðssyni tæknifræðingi, uppdrættir númer A-101, dagsettur 09.06.2023. Einnig meðfylgjandi viðauki, teikningar númer A-201, A202 og A-203 með sömu dagsetningu. Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hólavegar 18 og 22, Smáragrundar 1 og Öldustígs 7."

Framkvæmdin var grenndarkynnt dagana 01.08.2023 - 31.08.2023 í samræmi við ofangreinda bókun, tvær umsagnir bárust þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við ætlaða framkvæmd, engar aðrar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir.

6.Borgarmýri 1 - Fyrirspurn um byggingarleyfi - Grenndarkynning

Málsnúmer 2306203Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 27.07. 2023, eftirfarandi bókað:
“Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 16. júní síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Atla Gunnari Arnórssyni f.h. Trésmiðjunnar Borgar ehf. um leyfi til að endurgera og breyta hluta þakvirkis á iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðalupppdráttur gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023. Fyrirliggur yfirlýsing dags. 07.07.2023 móttekin af skipulagsfulltrúa 25.07.2023 þar sem fram kemur að eigendur Borgarmýrar 1a geri ekki athugasemdir við ætlaða framkvæmd skv. framagreindum uppdráttum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr skipulagslaga 123/2010 fyrir, lóðarhöfum , Grundarstígs 14, 16, 18 og 20, Sauðármýrar 1, Borgarmýrar 1A og 3, og Borgartúns 1A."

Framkvæmdin var grenndarkynnt dagana 01.08.2023 - 31.08.2023 í samræmi við ofangreinda bókun, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir.

7.Ás 1 (L146365) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2307154Vakta málsnúmer

Guðríður Valtýsdóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Ás 1 Hegranesi, landnúmer 146365 óskar eftir heimild til að stofna 54.354 m2 (5,4 ha) spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 74921001 útg. 21. júlí 2023. Afstöðuuppdrátturinn var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.
Óskað er eftir að spildan fái heitið Ás 3.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu. Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Ás 1, landnr. 146365.
Áformað er að landspildan verði sameinuð aðliggjandi landareign Prestsbæ, landnúmer 217667 til landbúnaðarnotkunar.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

8.Syðra-Skörðugil 1 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2309007Vakta málsnúmer

Julian Veith og Viktoría Eik Elvarsdóttir þinglýstir eigendur Syðra-Skörðugil 1, Skagafirði (landnr. 234441), óska eftir heimild til að stofna 676 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús á jörðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki 71536003 útg. 08.08.2023. Afstöðuuppdráttur var unnin af Hallgrími Inga Jónssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn Minjavarðar.

9.Borgarflöt 7 - Lóðarúthlutun

Málsnúmer 2306293Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsnefndar 13.07.2023 var Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf. úthlutað lóðinni númer 7 við Borgarflöt. Á fundinum eftirfarandi bókað:

„Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um iðnaðarlóðina Borgarflöt 7 á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að reisa 800 m2 geymsluhúsnæði. Öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað inn til skipulagsfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.“

5. september sl. bárust gögn frá Hauki Ásgeirssyni byggingarverkfræðingi, dagsett í september 2023 í verki númer 23-58 (Borgarflöt 7 Sauðárkróki, Geymslur, afstöðumynd, staðsetning húss á lóð) ný útgáfa af væntanlegri byggingu á Borgarflöt 7 þar sem gert er ráð fyrir að húsið verði 50 metra langt og 20 metra breitt. Gert er ráð fyrir að húsið skiptist í 10 einingar, séreignir og að möguleiki verði á millilofti allt að 40 fermetrum í hverju bili. Heildargólfflötur húss yrði um 1.400 m². Botnflötur húss 1.000 m². Vegghæð langveggja yrði 5.5 metrar og mænishæð 7.0 metrar.

Skipulagsnefnd telur að með framlögðum gögnum hafi umsækjandi brugðist við því sem skipulagsfulltrúi- og byggingarfulltrúi hafi óskað eftir. Skipulagsnefnd samþykkir umbeðna húsgerð og staðsetningu húss innan lóðarinnar.

10.Icelandic Roots - Minnisplatti á Nöfunum

Málsnúmer 2309033Vakta málsnúmer

Föstudaginn 8. september næstkomandi koma til Sauðárkróks hópur frá félagasamtökunum Icelandic Roots og gefa sveitarfélaginu minnisplatta til minningar um forfeður þeirra sem fóru frá Sauðárkrókshöfn vestur í lönd rétt eftir aldarmótin 1900. Til stendur að reisa þennan minnisplatta á Nöfum, við suðurenda Sauðárkrókskirkjugarðs. Þetta er skilti með stuttum upplýsingum um vesturfaratímabilið, skiltið mun vera um 30x40 cm, fest á staur u.þ.b. 1 m á hæð. Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar mun setja skiltið niður á steyptum grunni sem hægt er að færa.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 22

Málsnúmer 2308010FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 22 þann 24.07.2023.

Fundi slitið - kl. 12:00.