Fara í efni

Freyjugarðurinn - Deiliskipulag

Málsnúmer 2305141

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 26. fundur - 01.06.2023

Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Freyjugarðsins á Sauðárkróki unnin af Landslagi. Skipulagssvæðið er í Túnahverfi á Sauðárkróki og er um 2,5 ha að stærð og afmarkast af götunni Sæmundarhlíð og aðliggjandi lóðarmörkum við Gilstún, Eyrartún, Brekkutún og Sæmundarhlíð. Á svæðinu er körfuboltavöllur, malarstígar, dvalarsvæði, gróður og aparóla. Skipulagssvæðið er með aflíðandi halla og útsýni til allra átta. Aðkoma að svæðinu er í dag um Eyrartún. Svæðið tengist nærliggjandi svæðum með stígakerfi og er hluti af útivistarsvæði meðfram Skagfirðingabraut. Engar byggingar eru innan skipulagssvæðis.

Skipulagsnefnd fagnar framtaki Freyjanna varðandi framtíðaruppbyggingu svæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 14. fundur - 07.06.2023

Vísað frá 26. fundi skipulagsnefndar frá 1. júní 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Freyjugarðsins á Sauðárkróki unnin af Landslagi. Skipulagssvæðið er í Túnahverfi á Sauðárkróki og er um 2,5 ha að stærð og afmarkast af götunni Sæmundarhlíð og aðliggjandi lóðarmörkum við Gilstún, Eyrartún, Brekkutún og Sæmundarhlíð. Á svæðinu er körfuboltavöllur, malarstígar, dvalarsvæði, gróður og aparóla. Skipulagssvæðið er með aflíðandi halla og útsýni til allra átta. Aðkoma að svæðinu er í dag um Eyrartún. Svæðið tengist nærliggjandi svæðum með stígakerfi og er hluti af útivistarsvæði meðfram Skagfirðingabraut. Engar byggingar eru innan skipulagssvæðis.

Skipulagsnefnd fagnar framtaki Freyjanna varðandi framtíðaruppbyggingu svæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún víkur af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Álfhildur Leifsdóttir tók til máls aðrir ekki.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir lýsinguna, með átta atkvæðum, og að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Skipulagsnefnd - 28. fundur - 13.07.2023

Farið yfir innsendar athugasemdir við skipulagslýsingu Freyjugarðsins á Sauðárkróki sem finna má á nýrri Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mál nr. 208/2023 undir vefslóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/208.

Skipulagsnefnd þakkar fyrir innsendar ábendingar og athugasemdir og leggur jafnframt til sérstaka kynningu tillögu á vinnslustigi þar sem unnið er að skipulagi í gróinni byggð.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 32. fundur - 07.09.2023

Vinnslutillaga fyrir deiliskipulag Freyjugarðs á Sauðárkróki lögð fram. Skipulagsgögn eru uppdráttur með greinargerð dags. 28. ágúst 2023, unnin á Landslagi ehf. af Önnu Kristínu Guðmundsdóttur. Jafnframt er lagt fram minnisblað um frumhönnun fyrir svæðið.
Vinnslutillagan var unnin í samstarfi með Kiwanisklúbbinn Freyju.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Freyjugarðinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 17. fundur - 13.09.2023

Vísað frá 32. fundi skipulagsnefndar frá 7. sesptember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Vinnslutillaga fyrir deiliskipulag Freyjugarðs á Sauðárkróki lögð fram. Skipulagsgögn eru uppdráttur með greinargerð dags. 28. ágúst 2023, unnin á Landslagi ehf. af Önnu Kristínu Guðmundsdóttur. Jafnframt er lagt fram minnisblað um frumhönnun fyrir svæðið. Vinnslutillagan var unnin í samstarfi með Kiwanisklúbbinn Freyju. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Freyjugarðinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með átta atkvæðum, að kynna framlagða tillögu á vinnslustigi fyrir Freyjugarðinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd - 35. fundur - 05.10.2023

Óskað hefur verið eftir frekara samráði með t.d. íbúafundi vegna deiliskipulagsvinnu við Freyjugarðinn á Sauðárkróki.

Skipulagsnefnd mun halda íbúafund vegna málsins áður en deiliskipulagstillagan verður auglýst. Tímasetning og fyrirkomulag verður ákveðið síðar.

Skipulagsnefnd - 36. fundur - 26.10.2023

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta tillögu á vinnslustigi fyrir Freyjugarðinn á Sauðárkróki, mál nr. 208/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/208) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Til upplýsingar þá verður íbúafundur vegna málsins auglýstur síðar.

Skipulagsnefnd - 44. fundur - 07.03.2024

Skipulagsnefnd vill koma á framfæri þökkum til íbúa Sauðárkróks fyrir góða þátttöku á íbúafundi sem haldinn var að Sæmundargötu 7A vegna Freyjugarðsins miðvikudaginn 28. febrúar síðastliðinn kl. 17:00- 18:00.

Freyja Rut Emilsdóttir formaður Kiwanisklúbbsins Freyjanna kom á fund nefndarinnar í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams til að fjalla frekar um þær ábendingar og athugasemdir sem fram komu á íbúafundinum.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundar skipulagsnefndarinnar.

Skipulagsnefnd - 47. fundur - 04.04.2024

Lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Freyjugarðinn á Sauðárkróki sem unnin var hjá Landslagi ehf. af Önnu Kristínu Guðmundsdóttur, teikning nr. 01, verknúmer 23111, dag. 23.03.2024. Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem fram komu við auglýsingu vinnslutillögu og á íbúafundi sem haldinn var vegna málsins þann 28.02.2024 og að hluta til gerðar breytingar á deiliskipulagstillögunni.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.