Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

14. fundur 07. júní 2023 kl. 16:40 - 18:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Sigurður Bjarni Rafnsson varam.
    Aðalmaður: Hrund Pétursdóttir
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka fundargerð 51. fundar byggðarráðs frá 7. júní 2023 á dagskrá með afbrigðum.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 47

Málsnúmer 2305008FVakta málsnúmer

Fundargerð 47. fundar byggðarráðs frá 10. maí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 47 Erindinu vísað frá 12. fundi sveitarstjórnar þann 19. apríl 2023, þar sem eftirfarandi var bókað:
    "Vísað frá 20. fundi Skipulagsnefndar frá 9. mars 2023 þannig bókað.
    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn: "Hver eru framtíðarplön hvað varðar skipulag íbúðabyggðar á Sauðárkróki. Er ætlunin að þétta byggð frekar þegar framkvæmdum á Sveinstúni líkur, færa sig upp á Nafir eða kanna með kaup á landi?". Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða mögulega valkosti til framtíðaruppbyggingar Sauðárkróks.
    Forseti gerir það að tillögu sinni að vísa málinu til byggðarráðs.
    Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum."
    Fulltrúar meirihluta byggðarráðs óska bókað: Með endurskoðuðu Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í sveitarstjórn 9. mars 2022 var samþykkt stefna og framtíðaráætlun um þróun íbúðabyggðar í öllum þéttbýlisstöðum Skagafjarðar. Í kafla 4 í greinargerð er fjallað með ítarlegum hætti um áætlaða þéttingu á Sauðárkróki og er þar gert ráð fyrir að á núverandi svæðum sem ýmist er búið að deilliskipulegga eða verið að deiliskipuleggja megi fjölga íbúðum um 241. Í töflu 4.1 á blaðsíðu 17 kemur fram dreifingin milli svæða og síðan er fjallað um hvert svæði fyrir sig með ítarlegum hætti. Í Aðalskipulaginu stendur einnig eftirfarandi setning í kafla 4.3.5 á bls 22, “Með hliðsjón af íbúaspá og markmiðum um íbúafjölgun er ljóst að til næstu ára litið er ekki þörf fyrir uppbyggingu heildstæðs íbúðahverfis upp á Nöfum. Engu að síður er gert ráð fyrir að Nafirnar geti byggst upp sem íbúðarbyggð síðar ef forsendur um byggðarþróun breytast?. Því má svo bæta við að í uppfærslum sem skipulagsnefnd vinnur að á þéttbýlisuppdrætti Sauðárkróks verður áætlað íbúðarsvæði á Nöfum merkt sem slíkt en svæðið er í dag frátekið undir íbúðabyggð framtíðarinnar.
    Meirihluti byggðarráðs getur því fullvissað fulltrúa VG og óháðra um að nægt rými er áætlað til íbúðabygginga á Sauðárkróki til langs tíma en það er sama niðurstaða og skipulags- og byggingarnefnd sem umræddur fulltrúi átti sæti í á síðasta kjörtímabili komst að og sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfesti svo með samþykkt á endurskoðuðu aðalskipulagi.
    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra þakkar svörin og er mjög meðvitaður um þau plön sem liggja fyrir í Aðalskipulagi Skagafjarðar. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hugsað sé lengra en til ársins 2035 hvað varðar íbúðabyggð og framtíðarplön uppbyggingar byggðar á Sauðárkróki en fyrirspurnin varðar einmitt framhaldið. Mikil eftirspurn hefur verið undanfarin ár eftir lóðum á Sauðárkróki og haldi sú eftirspurn áfram með sama hætti má reikna með að sá fjöldi lóða sem til boða stendur samkvæmt aðalskipulagi verði uppurinn og því ágætt að huga að framtíðarsýn til lengri tíma.
    Bókun fundar Bókun byggðarráðsfundar: "Erindinu vísað frá 12. fundi sveitarstjórnar þann 19. apríl 2023, þar sem eftirfarandi var bókað:
    "Vísað frá 20. fundi Skipulagsnefndar frá 9. mars 2023 þannig bókað.
    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn: "Hver eru framtíðarplön hvað varðar skipulag íbúðabyggðar á Sauðárkróki. Er ætlunin að þétta byggð frekar þegar framkvæmdum á Sveinstúni líkur, færa sig upp á Nafir eða kanna með kaup á landi?". Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða mögulega valkosti til framtíðaruppbyggingar Sauðárkróks.
    Forseti gerir það að tillögu sinni að vísa málinu til byggðarráðs.
    Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum."
    Fulltrúar meirihluta byggðarráðs óska bókað: Með endurskoðuðu Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í sveitarstjórn 9. mars 2022 var samþykkt stefna og framtíðaráætlun um þróun íbúðabyggðar í öllum þéttbýlisstöðum Skagafjarðar. Í kafla 4 í greinargerð er fjallað með ítarlegum hætti um áætlaða þéttingu á Sauðárkróki og er þar gert ráð fyrir að á núverandi svæðum sem ýmist er búið að deilliskipulegga eða verið að deiliskipuleggja megi fjölga íbúðum um 241. Í töflu 4.1 á blaðsíðu 17 kemur fram dreifingin milli svæða og síðan er fjallað um hvert svæði fyrir sig með ítarlegum hætti. Í Aðalskipulaginu stendur einnig eftirfarandi setning í kafla 4.3.5 á bls 22, “Með hliðsjón af íbúaspá og markmiðum um íbúafjölgun er ljóst að til næstu ára litið er ekki þörf fyrir uppbyggingu heildstæðs íbúðahverfis upp á Nöfum. Engu að síður er gert ráð fyrir að Nafirnar geti byggst upp sem íbúðarbyggð síðar ef forsendur um byggðarþróun breytast?. Því má svo bæta við að í uppfærslum sem skipulagsnefnd vinnur að á þéttbýlisuppdrætti Sauðárkróks verður áætlað íbúðarsvæði á Nöfum merkt sem slíkt en svæðið er í dag frátekið undir íbúðabyggð framtíðarinnar.
    Meirihluti byggðarráðs getur því fullvissað fulltrúa VG og óháðra um að nægt rými er áætlað til íbúðabygginga á Sauðárkróki til langs tíma en það er sama niðurstaða og skipulags- og byggingarnefnd sem umræddur fulltrúi átti sæti í á síðasta kjörtímabili komst að og sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfesti svo með samþykkt á endurskoðuðu aðalskipulagi.
    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra þakkar svörin og er mjög meðvitaður um þau plön sem liggja fyrir í Aðalskipulagi Skagafjarðar. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hugsað sé lengra en til ársins 2035 hvað varðar íbúðabyggð og framtíðarplön uppbyggingar byggðar á Sauðárkróki en fyrirspurnin varðar einmitt framhaldið. Mikil eftirspurn hefur verið undanfarin ár eftir lóðum á Sauðárkróki og haldi sú eftirspurn áfram með sama hætti má reikna með að sá fjöldi lóða sem til boða stendur samkvæmt aðalskipulagi verði uppurinn og því ágætt að huga að framtíðarsýn til lengri tíma."

    Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ítrekar bókun VG og óháðra. Einar E. Einarsson ítrekar bókun meirihluta byggðarráðs.

    Afgreiðsla 47. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • 1.2 2304033 Lóð 25 á Nöfum
    Byggðarráð Skagafjarðar - 47 Lagðar fram umsóknir um Lóð 25 á Nöfum frá annars vegar Jóni Geirmundssyni, sem ætlar að heyja landið og halda hross tímabundið. Hins vegar frá Sigurði Steingrímssyni sem sækir um landið til slægna og beitar. Einnig liggur fyrir umsögn stjórnar Fjáreigendafélags Sauðárkróks frá 2. maí 2023.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum og rökstuðningi frá Fjáreigandafélagi Sauðárkróks í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 47 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 47 Lögð fram svohljóðandi bókun frá 14. fundi fræðslunefndar þann 9. maí 2023: "Reglur þessar eru lagðar fram að nýju í tengslum við útboð á skólaakstri sem nú er í gangi. Efnislegar breytingar eru engar en texti uppfærður með tilliti til m.a. vísana í eldra útboð.
    Nefndin samþykkir reglurnar."
    Reglur um skólaakstur í dreifbýli lagðar fram.
    Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Erindið var samþykkt á 13. fundi sveitarstjórnar þann 10. maí 2023
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 47 Málið áður á dagskrá 46. fundar byggðarráðs þann 3. maí 2023. Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 941. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnu frumvarpi til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð á Íslandi. Frumvarpið skiptist í fimm hluta en í fjórða hlutanum er farið yfir hvernig sérstakt varaflugvallagjald verður lagt á alla komu- og brottfararfarþega jafnt í innanlands- sem og millilandaflugi. Gert er ráð fyrir að gjaldið verði hóflegt, en margt smátt gerir eitt stórt og því ljóst að þessi gjaldtaka mun í heildina skila umtalsvert miklum viðbótarpeningum til viðhalds og nauðsynlegrar uppbyggingar á innanlandsflugvöllum á Íslandi. Byggðarráð vill leggja áherslu á að þessum peningunum verði með sanngjörnum hætti skipt milli allra núverandi flugvalla Íslands og þannig tryggð nauðsynleg uppbygging þeirra og þeirrar aðstöðu sem þar er, en hún er víða orðin mjög léleg eftir áralangt viðhaldsleysi. Byggðarráð leggur líka áherslu á að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki er einn besti valkostur Norðurlands sem millilandaflugvöllur, hvort sem horft er til aðflugs, veðurfars eða möguleika til stækkunar og telur því að hann ætti að njóta forgangs í fyrirhuguðum uppbyggingaráformum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum. Forseti gerir að tillögu sinni að bókun byggðarráð verði bókun sveitarstjórnar. Málið áður á dagskrá 46. fundar byggðarráðs þann 3. maí 2023. Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 941. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnu frumvarpi til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð á Íslandi. Frumvarpið skiptist í fimm hluta en í fjórða hlutanum er farið yfir hvernig sérstakt varaflugvallagjald verður lagt á alla komu- og brottfararfarþega jafnt í innanlands- sem og millilandaflugi. Gert er ráð fyrir að gjaldið verði hóflegt, en margt smátt gerir eitt stórt og því ljóst að þessi gjaldtaka mun í heildina skila umtalsvert miklum viðbótarpeningum til viðhalds og nauðsynlegrar uppbyggingar á innanlandsflugvöllum á Íslandi. Byggðarráð vill leggja áherslu á að þessum peningunum verði með sanngjörnum hætti skipt milli allra núverandi flugvalla Íslands og þannig tryggð nauðsynleg uppbygging þeirra og þeirrar aðstöðu sem þar er, en hún er víða orðin mjög léleg eftir áralangt viðhaldsleysi. Byggðarráð leggur líka áherslu á að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki er einn besti valkostur Norðurlands sem millilandaflugvöllur, hvort sem horft er til aðflugs, veðurfars eða möguleika til stækkunar og telur því að hann ætti að njóta forgangs í fyrirhuguðum uppbyggingaráformum.
    Samþykkt með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 47 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. apríl 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk.
    Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. apríl 2023 þar sem atvinnuveganefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál. Umsagnarfrestur er til og með 11. maí 2023.
    Meirihluti byggðarráðs tekur undir umsögn Drangeyjar smábátafélags frá 22. janúar 2023, þegar málið var í samráðsferli í gegnum samráðsgátt, þar sem segir í niðurlagi afstöðu félagsins: "Vitað er að meirhluti þeirra sjómanna sem stundað hafa grásleppuveiðar á Skagafirði um alllangt skeið eru nú hlynntir kvótasetningu enda liggi ljóst fyrir á hvaða forsendum það verði gert og hvernig hún verði útfærð."
    Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað að hún taki undir ályktun Aðalfundar Svæðisfélags VG í Skagafirði sem var haldinn þann 14. janúar 2023, sem tók undir mikilvægi þess að svæðaskipta veiðum á grásleppu. Þær rannsóknir og sú þekking sem aflað hefur verið undanfarin ár hafa undirstrikað mikilvægi þess að taka upp svæðaskipta veiðistjórn á hrognkelsum til að tryggja sjálfbæra nýtingu stofna, en einnig tryggja hagsmuni viðkomandi byggðarlaga og fjölskyldna sem byggja lífsviðurværi sitt á grásleppuveiðum. Með því að beita svæðaskiptingu og sóknarstýringu eftir stöðu veiðistofna hrognkelsa innan svæða og hagnýta betur þá nýju þekkingu sem aflað hefur verið, verður best stuðlað að farsælli nýtingu og verndun þeirra.
    Fundurinn lýsti yfir áhyggjum sínum yfir hugmyndum um kvótasetningu grásleppu vegna hættu á samþjöppun veiðiheimilda og neikvæðra byggðaáhrifa. Margvíslegar áskoranir fylgja mögulegri kvótasetningu hrognkelsaveiða sem ekki verður séð á þessari stundu hvernig verða leystar með fullnægjandi hætti
    Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ítrekaði bókun VG og óháðra; "Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað að hún taki undir ályktun Aðalfundar Svæðisfélags VG í Skagafirði sem var haldinn þann 14. janúar 2023, sem tók undir mikilvægi þess að svæðaskipta veiðum á grásleppu. Þær rannsóknir og sú þekking sem aflað hefur verið undanfarin ár hafa undirstrikað mikilvægi þess að taka upp svæðaskipta veiðistjórn á hrognkelsum til að tryggja sjálfbæra nýtingu stofna, en einnig tryggja hagsmuni viðkomandi byggðarlaga og fjölskyldna sem byggja lífsviðurværi sitt á grásleppuveiðum. Með því að beita svæðaskiptingu og sóknarstýringu eftir stöðu veiðistofna hrognkelsa innan svæða og hagnýta betur þá nýju þekkingu sem aflað hefur verið, verður best stuðlað að farsælli nýtingu og verndun þeirra.
    Fundurinn lýsti yfir áhyggjum sínum yfir hugmyndum um kvótasetningu grásleppu vegna hættu á samþjöppun veiðiheimilda og neikvæðra byggðaáhrifa. Margvíslegar áskoranir fylgja mögulegri kvótasetningu hrognkelsaveiða sem ekki verður séð á þessari stundu hvernig verða leystar með fullnægjandi hætti."

    Afgreiðsla 47. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 47 Málið áður á dagskrá 46. fundar byggðarráðs þann 3. maí 2023. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2023 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 88/2023, "Tillögur vinnuhóps um stefnumótun um lengri gönguleiðir".
    Umsagnarfrestur er til og með 18.05.2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar tekur jákvætt í hugmyndir vinnuhópsins um stefnumótun lengri gönguleiða en bendir á að fylgja þurfi verkefnum eftir til lengri tíma og til þess þarf bæði fjármagn og mannskap.
    Ágangur á landið eykst með fjölgun ferðamanna og því mikilvægt að skýrar reglur séu til staðar til að fara eftir á landsvísu og að innviðir séu til staðar til að viðhalda verkefni til lengri tíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 47 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. maí 2023 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 92/2023, „Drög að reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands“. Umsagnarfrestur er til og með 26. maí 2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áformum um að skýra betur ákvörðun tjónabóta og afmörkun tjóns sem Náttúruhamfaratrygging Íslands bætir. Byggðarráð bendir þó á að útvíkka þyrfti grundvöll bóta úr Náttúruhamfaratryggingu Íslands þannig að bætur nái ekki eingöngu yfir húsnæði og innbú þeirra sem eru með sérstakar innbústryggingar hjá tryggingarfélögum, heldur einnig tjón sem t.d. aurskriður eða snjóflóð geta valdið á t.a.m. görðum og eigum fólks utan þess húsnæðis sem verður fyrir tjóninu, bílum sem ekki eru kaskótryggðir o.s.frv. Hafa ber í huga að verði fólk fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara þarf það sjálft að bera fyrstu 600 þúsund krónurnar af tjóninu og 2% af tjóni umfram það. Í mörgum tilfellum getur fólk átt í erfiðleikum með að glíma við slíkt fjárhagslegt högg, í kjölfar enn stærra áfalls vegna sjálfs tjónsins af völdum náttúruhamfara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 47 Lagt fram til kynningar bréf til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá stjórn Vina íslenskrar náttúru (VÍN), dagsett 14. apríl 2023, varðandi skipulag skógræktar - ábyrgð sveitarstjórna. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 47 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 3. maí 2023 frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Boðað er til ársfundar Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) fimmtudaginn 25. maí frá kl. 11.30 til 13.00 á Grand hótel, Reykjavík. Óskað er eftir því að fundarboð þetta sé áframsent á sveitarstjórnarfulltrúa með hvatningu um að þeir skrái sig á fundinn, því það er mjög mikilvægt að kjörnir fulltrúar þekki til starfsemi Náttúruhamfaratryggingar þegar á reynir. Hægt er að mæta á fundinn í persónu eða horfa á hann í streymi. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 48

Málsnúmer 2305016FVakta málsnúmer

Fundargerð 48. fundar byggðarráðs frá 17. maí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Í Skagafirði eru níu félagsheimili auk Menningarhússins Miðgarðs. Nær öll eiga þessi félagsheimili það sameiginlegt að vera byggð upp til að þjónusta sitt nærsamfélag sem skólar en einnig félagslíf þess hrepps eða hreppa sem það var hugsað fyrir. Að byggingu þeirra komu margir sjálfboðaliðar ásamt frjálsum félagasamtökum eins og ungmennafélögum, kvenfélögum, kórum o.fl. sem gerir það að verkum að margir íbúar eiga tilfinningaleg tengsl við húsin, enda geymir saga þeirra marga minninguna. En tímarnir hafa breyst og samgöngur batnað ásamt því að bæði skólar og félagasamtök hafa sameinast yfir stærri svæði. Einnig hefur orðið uppbygging á t.d. íþróttamannvirkjum og hjá ferðaþjónustuaðilum sem hafa tekið yfir hluta þeirra verkefna sem félagsheimilin höfðu áður. Flest þessara félagsheimila hafa á síðustu árum verið leigð rekstraraðilum sem hafa séð um daglegan rekstur þeirra með útleigu til notenda. Þrjú af félagsheimilunum hafa undanfarin ár haft formlegar hússtjórnir sem hafa skipt með sér verkum og stjórnað rekstrinum.
    Fulltrúar í byggðarráði eru sammála um að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í mörgum þessara félagsheimila til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. En áður en slík sala getur farið fram þarf að eiga samtal og samráð við eigendur þeirra félagsheimila sem sveitarfélagið á ekki eitt og ræða þeirra sýn á málið og hvaða framtíðarlausnir þeir sjái að komi viðkomandi félagsheimili best. Byggðarráð felur starfsmönnum menningarmála sveitarfélagsins að taka saman yfirlit um félagsheimilin og skráða eigendur þeirra. Í framhaldi af því verði fundað með viðkomandi um næstu skref, auk þess sem samráð verður haft við fulltrúa í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Erindið var tekið fyrir í byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 6. maí 2020 á 913. fundi ráðsins og staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar þann 3. júní 2020.
    Skagafjörður hefur sótt um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að breyta hluta Sólgarðaskóla í fimm leiguíbúðir sem eru samtals 430,71 fm. Þær skiptast í 3ja herbergja íbúð sem er 82,95 fm, 3ja herbergja íbúð sem er 83,90 fm, 2ja herbergja íbúið sem er 68,42 fm, 4ra herbergja íbúð sem er 100,06 fm og 4ra herbergja íbúð sem er 95,38 fm. Íbúðirnar eru allar á einni hæð og með sér inngangi. Beint stofnframlag sveitarfélagsins til byggingar íbúðanna sbr. lög um almennar íbúðir nr. 52/2016 nemur 23.228.235 kr.
    Byggðarráð samþykkir að leggja fram stofnframlag til gerðar fimm íbúða, í formi fjárframlags, niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum og gjalda vegna byggingarleyfis og skráningar í fasteignaskrá, á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsin til 12. liðar. "Umsókn um stofnframlag - breyting Sólgarðaskóla" síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • 2.3 2305088 Litir regnbogans
    Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Álfhildur Leifsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:
    "VG og óháð leggja fram þá tillögu að finna góða og áberandi staði í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins til að mála þar í litum regnbogans fyrir sumarið og endurspegla þannig fjölbreytileika samfélagsins alls."
    Með hliðsjón af þeirri umræðu sem verið hefur í umhverfis- og samgöngunefnd um liti regnbogans til heiðurs fjölbreytileika mannlífsins samþykkir byggðarráð að vísa erindinu til afgreiðslu nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Lagt fram afsal dagsett 28. mars 2023 vegna sölu á fasteigninni Kálfárdalur lóð, F2139884 ásamt lóðarleiguréttindum lóðar L224046 sbr. þinglýstan lóðarleigusamning frá 7. júlí 2016. Dalurinn, félagasamtök, kt. 580416-0630 er afsalshafi.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við söluna og afsalsútgáfuna og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar í samræmi við kvöð 7. greinar í framangreindum lóðarleigusamningi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 13.liðar. "Kálfárdalur L224046, afsal" síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 2023-004618, dagsettur 11. maí 2023. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar sveitarstjórnar varðandi umsókn Daníel Þórarinssonar f.h. Dalasetur ehf., kt. 560419-0230, um leyfi til að gera breytingu á núverandi rekstrarleyfi í flokki III og sækir um að breyta því í flokk IV, kaffihús. Í gögnum frá umsækjanda kemur fram að um sé að ræða leyfi til að reka kaffihús með útiveitingum í sumarhúsi, mhl. 01 að Helgustöðum. Landnúmer 192697 fnr. 2262015. Hámarksfjöldi gesta í gistingu er 18, hámark gesta á kaffihúsi 20 og hámarksleyfi til útiveitinga 6 borð, 12 manns.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Málið áður á dagskrá 46. fundar byggðarráðs þann 3. maí 2023. Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. apríl 2023 þar sem umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 84/2023, "Valkostir og greining á vindorku. Skýrsla starfshóps". Umsagnarfrestur er til og með 18.05.2023.
    Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar fagnar því að unnið sé að heildar stefnumörkun stjórnvalda um fyrirkomulag og nýtingu á vindorku á Íslandi. Jafnframt telur byggðarráð að vindorkugarðar yfir ákveðnu umfangi eigi að falla undir rammaáætlun þannig að tryggt sé að fram fari vandaður undirbúningur og rannsóknir á áhrifum slíkra garða áður en ráðist er í framkvæmdir. Viðkomandi sveitarfélög verða að vera með í ráðum og eiga aðkomu að umfjöllun um slíka garða á sínu svæði. Staðsetning vindorkugarða verður einnig að vera sem næst því flutningskerfi sem byggt hefur verið upp og áformað er að byggja á næstu áratugum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það fyrst og fremst aðgengi íbúa og fyrirtækja í okkar sveitarfélagi að raforkunni sem skiptir máli. Það er skýlaus krafa af hálfu meirihluta byggðarráðs Skagafjarðar að kerfið í heild, þ.e.a.s framleiðsla og flutningur, verði þannig uppbyggt á landinu að aðgengi allra landshluta og svæða sé sambærilegt og að skortur á rafmagni hefti ekki raunhæfa og nauðsynlega uppbyggingu heimila og atvinnulífs eða hamli því að markmiðum um orkuskipti verði náð.
    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum og Jóhanna Ey Harðardóttir, Byggðalista óska bókað:
    Mikilvægt er að rannsaka nýtingu vindorku nánar á Íslandi og kynna fyrir almenningi áður en teknar eru óafturkræfar ákvarðanir. Gera skal ríka kröfu til þess að sýna fram á hvort þessi gerð virkjana samræmist og falli að íslenskum aðstæðum, náttúru, víðernum, samfélagi og efnahag. Setja þarf skýrar reglur um vindorkuvirkjanir t.d. um stærð þeirra, efni, lit, hver fjarlægir þær að notkun lokinni og annað sem er ráðandi um hvaða afleiðingum þær valda. Ef ráðist er í byggingu vindorkuvera þarf að meta þau innan rammaáætlunar og eins verða framkvæmdir þessar að lúta lögum og reglum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um auðlindagjald. Aðlaga skal reglur um mat á umhverfisáhrifum að byggingu vindvirkjana. Einungis skal leyfa byggingu vindorkuvera sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar að undangengnu umhverfismati og í sátt við náttúru og samfélög. Setja þarf skýrar reglur um innheimtu auðlindagjalds af vindorkuverum og marka þarf stefnu hið fyrsta um nýtingu vindorku jafnt á landi og í hafi í íslenskri lögsögu. Vindorkuver eiga aðeins heima á þegar röskuðum svæðum á landi með tengingu við vatnsaflsvirkjanir og fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang í þessum málum. Ríkja þarf sátt um nýtingu vindorku. Kalla þarf eftir afstöðu almennings og félagasamtaka m.t.t. náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða og eignarhalds vindorkuvera hérlendis.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun VG og óháðra og Byggðalista; "Mikilvægt er að rannsaka nýtingu vindorku nánar á Íslandi og kynna fyrir almenningi áður en teknar eru óafturkræfar ákvarðanir. Gera skal ríka kröfu til þess að sýna fram á hvort þessi gerð virkjana samræmist og falli að íslenskum aðstæðum, náttúru, víðernum, samfélagi og efnahag. Setja þarf skýrar reglur um vindorkuvirkjanir t.d. um stærð þeirra, efni, lit, hver fjarlægir þær að notkun lokinni og annað sem er ráðandi um hvaða afleiðingum þær valda. Ef ráðist er í byggingu vindorkuvera þarf að meta þau innan rammaáætlunar og eins verða framkvæmdir þessar að lúta lögum og reglum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um auðlindagjald. Aðlaga skal reglur um mat á umhverfisáhrifum að byggingu vindvirkjana. Einungis skal leyfa byggingu vindorkuvera sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar að undangengnu umhverfismati og í sátt við náttúru og samfélög. Setja þarf skýrar reglur um innheimtu auðlindagjalds af vindorkuverum og marka þarf stefnu hið fyrsta um nýtingu vindorku jafnt á landi og í hafi í íslenskri lögsögu. Vindorkuver eiga aðeins heima á þegar röskuðum svæðum á landi með tengingu við vatnsaflsvirkjanir og fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang í þessum málum. Ríkja þarf sátt um nýtingu vindorku. Kalla þarf eftir afstöðu almennings og félagasamtaka m.t.t. náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða og eignarhalds vindorkuvera hérlendis."

    Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 9. maí 2023 frá Úrvinnslusjóði varðandi greiðslur sjóðsins til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar.
    Sérstök söfnun er skilgreind sem söfnun þar sem úrgangsflokkum er haldið aðskildum eftir tegund og eðli til að auðvelda tiltekna meðhöndlun, svo sem undirbúning fyrir endurnotkun eða endurvinnslu. Koma skal upp sérstakri söfnun á heimilisúrgangi þar sem það er nauðsynlegt til að uppfylla skilyrði þess að úrgangur sé endurnýttur í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs. Jafnframt til að koma í veg fyrir að úrgangur blandist öðrum úrgangi eða öðrum efniviði með aðra eiginleika. Sérstök söfnun skal vera á a.m.k. eftirfarandi úrgangstegundum: pappír og pappa, málmum, plasti, gleri, lífúrgangi, textíl og spilliefnum.
    Sérstök söfnun á pappír og pappa, plasti og lífúrgangi skal fara fram á sem aðgengilegastan hátt við íbúðarhús og hjá lögaðilum í þéttbýli. Söfnunin skal fara fram innan lóðar viðkomandi íbúðarhúss eða lögaðila. Þó er heimilt að hafa sameiginlega söfnun úrgangs fyrir aðliggjandi lóðir að því tilskildu að öll söfnun úrgangs færist af viðkomandi lóðum. Sérstök söfnun á spilliefnum skal fara fram í nærumhverfi íbúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 9. maí 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023 og áhersluatriði. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. maí 2023 þar sem kynnt er bókun 789. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar þann 9. maí 2023 varðandi jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Bókunin er eftirfarandi: "Lögð fram bókun frá 46. fundi byggðaráðs sveitarfélags Skagafjarðar frá 3. maí 2023. Bæjarráð Fjallabyggðar fagnar ályktun byggðaráðs Skagafjarðar um bættar samgöngur á milli Fjallabyggðar og Skagafjarðar. Bæjarráð tekur undir með byggðaráði að mikilvægt sé að fjármunir verði tryggðir svo hægt sé að tryggja áframhaldandi undirbúning framkvæmda og endalega hönnun ganganna. Bæjarstjóra falið að koma afstöðu bæjarráðs á framfæri við þingmenn og samgönguyfirvöld." Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 49

Málsnúmer 2305021FVakta málsnúmer

Fundargerð 49. fundar byggðarráðs frá 24. maí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 49 Byggðarráð samþykkir að styrkja körfuknattleiksdeild Ungmennafélagsins Tindastóls um 2.000.000 kr. vegna framúrskarandi árangurs meistaraflokks karla þar sem liðið varð Íslandsmeistari í efstu deild, Subwaydeildinni, auk þess sem árangur annarra liða stúlkna og pilta var með ágætum. Ungmennaflokkur drengja hampaði Íslandsmeistartitli 2. deildar í sínum flokki.
    Byggðarráð óskar meistaraflokki karla og körfuknattleiksdeildinni til hamingju með frábæran árangur sem og þeim fjölmörgu sem hafa komið að starfinu á undanförnum árum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • 3.2 2304033 Lóð 25 á Nöfum
    Byggðarráð Skagafjarðar - 49 Lóð 25 á Nöfum var auglýst til leigu og bárust tvær umsóknir. Annars vegar frá Jóni Geirmundssyni og hinsvegar frá Sigurði Steingrímssyni. Umsagnar var leitað til Fjáreigendafélags Sauðárkróks samkvæmt reglum um úthlutun lóða á Nöfum og mælir félagið með að Sigurði verði úthlutuð lóðin.
    Byggðarráð samþykkir að úthluta Sigurði Steingrímssyni lóðinni til loka árs 2024. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að afla gagna um stöðu leigusamninga á öllum lóðum innan þéttbýlismarka Sauðárkróks þar sem búfjárhald er leyft.
    Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 49 Lögð fram umsagnarbeiðni úr máli 2023-030335 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 12. maí 2023. Karuna ehf., kt. 680809-1000, Litlu-Gröf, 551 Sauðárkróki, sækir um breytingu á núverandi leyfi. Fyrir er rekstrarleyfi flokkur III, stærra gistiheimili án áfengisveitinga en sækir nú um leyfi til reksturs, Gististaðir í flokki IV-B, stærra gistiheimili með áfengisveitingum.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 49 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. maí 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí nk.
    Álfhildur Leifsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:
    Að lækka kosningaaldur eins og víða hefur þegar verið gert í nágrannalöndum okkar skiptir miklu máli fyrir samfélagið. Lækkun kosningaaldurs kemur til með að styðja við lýðræðisþátttöku ungs fólks og auka tækifæri þess til að hafa áhrif á nærsamfélagið sem virkir og ábyrgir þátttakendur, en þátttaka ungs fólks í kosningum til löggjafarþings og sveitarstjórna hefur verið dræm. Ungt fólk hefur sýnt með mjög afgerandi hætti að það getur verið drifkraftur breytinga, t.d. með #meetoo og #freethenipple byltingum sem knúðu fram samfélagsbreytingar með öflugri og hraðari hætti en þeir sem eldri eru hafa náð fram. Fólk á aldrinum 16 - 17 ára á að fá tækifæri til að bæta samfélagið sem þau munu erfa með því öfluga verkfæri sem kosningarétturinn er.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun VG og óháðra; "Að lækka kosningaaldur eins og víða hefur þegar verið gert í nágrannalöndum okkar skiptir miklu máli fyrir samfélagið. Lækkun kosningaaldurs kemur til með að styðja við lýðræðisþátttöku ungs fólks og auka tækifæri þess til að hafa áhrif á nærsamfélagið sem virkir og ábyrgir þátttakendur, en þátttaka ungs fólks í kosningum til löggjafarþings og sveitarstjórna hefur verið dræm. Ungt fólk hefur sýnt með mjög afgerandi hætti að það getur verið drifkraftur breytinga, t.d. með #meetoo og #freethenipple byltingum sem knúðu fram samfélagsbreytingar með öflugri og hraðari hætti en þeir sem eldri eru hafa náð fram. Fólk á aldrinum 16 - 17 ára á að fá tækifæri til að bæta samfélagið sem þau munu erfa með því öfluga verkfæri sem kosningarétturinn er."

    Afgreiðsla 49. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 49 Málið áður á 45. fundi byggðarráðs þann 26. apríl 2023. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. apríl 2023 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2023, "Grænbók um sjálfbært Ísland". Umsagnarfrestur er til og með 29.05.2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum drögum að Grænbók um sjálfbært Ísland, stöðumati og valkostum. Um mikilvægt málefni er að ræða sem varðar framtíð allra.
    Grunnstoðir sjálfbærrar þróunar eru náttúra, samfélag og hagkerfi. Eins og segir í kafla 1.3 þá lýtur megin kjarni hugtaksins að því jafnvægi sem þarf að ríkja á milli ólíkra og jafnvel andstæðra krafta sem varða nýtingu og ráðstöfun á takmörkuðum náttúruauðlindum og gæðum samfélagsins, í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti.
    Í kafla 3.4. er bent á að sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að sjálfbærri þróun. Sveitarfélögum hafa enda verið falin mikilvæg hlutverk í þessari vegferð og má þar nefna mikilvægi skipulagsmála, skyldu þeirra til að setja sér loftslagsstefnu, og innleiðingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem um 65% af 169 undirmarkmiðum þeirra verður ekki náð án aðkomu sveitarfélaga. Fram kemur í kaflanum að samstarfshópur ríkis og sveitarfélaga hafi lagt fram tillögur að mælikvarðasettum fyrir sveitarfélögin varðandi heimsmarkmiðin en fjármögnun sé ekki í höfn.
    Sé litið til samspils kaflans um sveitarfélögin við kafla 3.3.7 þar sem fjallað er um verkefni innviðaráðuneytis, fagráðuneytis sveitarstjórnarmála, sem eru hluti af verkefnum Stjórnarráðsins í heild sinni, þá kemur þar fram að meðal meginmarkmiða sé að sjálfbærar byggðir og sveitarfélög séu um allt land. Jafnframt að leiðarljós í málefnum sveitarstjórnarstigsins sé að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær.
    Byggðarráð Skagafjarðar styður framangreind markmið og verkefni en bendir á að þeim verður ekki náð nema sveitarfélögum landsins séu tryggðir tekjustofnar eða fjármögnun til að fylgja eftir stefnumörkun og verkefnum sem ríkisvaldið leggur á herðar sveitarfélögunum. Svo sem sjá má af erfiðum rekstri flestra sveitarfélaga landsins og vanfjármögnun verkefna sem ríkið hefur þegar flutt til sveitarfélaganna er ljóst að tryggja þarf fjárhagslega sjálfbærni þeirra betur. Jafnframt þarf að tryggja betur faglegan stuðning við sveitarfélögin þegar kemur að einstökum en mikilvægum verkefnum, s.s. innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og gerð loftslagsstefnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 49 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 9. maí 2023 til sveitarfélaga á Íslandi varðandi 76. Íþróttaþing ÍSÍ sem fór fram dagana 5. og 6. maí sl. Fram kemur í bréfinu m.a.: "Sveitarfélögin í landinu eru mikilvægustu bakhjarlar íþróttahreyfingarinnar í landinu og spila stórt hlutverk í rekstri íþróttafélaga. Velvilji sveitarfélaga og gott samstarf íþróttahreyfingarinnar og sveitarfélaga er mikilvægt fyrir allt íþróttastarfið í landinu.
    Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur gjarnan á móti fulltrúum sveitarstjórna, sem áhuga hafa á því að kynna sér starfsemi sambandsins í höfuðstöðvunum, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal."
    Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 50

Málsnúmer 2305023FVakta málsnúmer

Fundargerð 50. fundar byggðarráðs frá 31. maí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn F. Úlfarsson og Einar E. Einarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 50 Staða mála vegna boðaðra verkfalla aðildarfélaga BSRB og áhrif á starfsemi sveitarfélagsins rædd.
    Byggðarráði Skagafjarðar þykir miður að til verkfalla hafi komið hjá aðildarfélögum BSRB, sem hafa mjög mikil áhrif á meðal annars starfsemi leikskóla, sundlauga og íþróttamannvirkja í Skagafirði. Verði verkföllin langvinnari en þegar hefur orðið, munu áhrif þeirra einnig koma fram með íþyngjandi hætti fyrir fleiri íbúa eins og boðað hefur verið í útvíkkun verkfalla sem munu hafa áhrif á starfsemi Ráðhúss, þjónustumiðstöðvar og Skagafjarðarveitna, enda um mjög mikilvæg störf að ræða. Mestu áhrifin eru þó án efa takmörkun á starfsemi leikskólanna og þau neikvæðu áhrif sem það hefur á barnafjölskyldur.
    Byggðarráð samþykkir að leikskóla- og fæðisgjöld þeirra barna sem sannarlega geta ekki nýtt sinn rétt á leikskólanum vegna verkfalla, verði innheimt í hlutfalli við þann vistunartíma sem úthlutað er.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 50 Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í útboðsverkið "Sundlaugin á Sauðárkróki - Múrverk og flísalögn", þann 10. maí 2023, kl. 13:00.
    Eitt tilboð barst í verkið frá Múr og hleðslu ehf. að fjárhæð 91.810.982 kr. sem er 31,4% umfram kostnaðaráætlun verksins. Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks leggur til við byggðarráð Skagafjarðar að gengið verði til samninga við Múr og hleðslu ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Undir þessum dagskrárlið sátu Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri.
    Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Múr og hleðslu ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 50 Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í útboðsverkið "Árskóli - klæðning og gluggar - 2023", þann 10. maí 2023, kl. 13:00.
    Ekkert tilboð barst í verkið. Undir þessum dagskrárlið sátu Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri.
    Þar sem ekkert tilboð barst í verkið þá samþykkir byggðarráð að fela starfsmönnum veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 50 Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í útboðsverkið "GAV-klæðningar og þak 2023", þann 10. maí 2023, kl. 13:00.
    Eitt tilboð barst í verkið frá Uppsteypu ehf. sem nam 73,7% umfram kostnaðaráætlun. Undir þessum dagskrárlið sátu Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri.
    Byggðarráð samþykkir að hafna fyrirliggjandi tilboði frá Uppsteypu ehf. og felur veitu- og framkvæmdasviði að setja fram verðfyrirspurnir til verktaka vegna verkhluta við eldri byggingu grunnskólans á Hofsósi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 50 Lögð fram eftirfarandi bókun frá 14. fundi fræðslunefndar frá 9. maí 2023:
    "Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði lagðar fram. Sú breyting er gerð að í stað þess að skólahverfi Árskóla sé skilgreint frá Birkihlíð er það nú skilgreint frá Gili. Er það gert til samræmis við önnur ákvæði um skil skólahverfa. Nefndin samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir."
    Byggðarráð samþykkir breyttar reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til 14. liðar, Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 50 Lögð fram til kynningar ákvörðun Umhverfisstofnunar um endurnýjun á starfsleyfi Öggs ehf., Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Starfsleyfið tekur til landeldis á bleikju. Hámarkslífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 12 tonn. Breytt starfsleyfi öðlast gildi við afhendingu til rekstraraðila og gildir til 17. maí 2039. Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 50 Lagt fram til kynningar erindi Skógræktarfélags Íslands til allra sveitarfélaga á Íslandi, dagsett 22. maí 2023, Betra Ísland - og grænna. Á stjórnarfundi Skógræktarfélag Íslands þann 15. maí s.l. var fjallað m.a. um rangfærslur sem nýlega voru sendar sveitarfélögum um skógrækt.
    Stjórn Skógræktarfélags Íslands varar við neikvæðum málflutningi andstæðinga skógræktar og lýsir sig reiðubúna til að veita upplýsingar og halda áfram að vinna með stjórnvöldum og sveitarfélögum landsins að því að klæða landið, gera það byggilegra og náttúruvænna með skipulagðri skógrækt. Þannig eiga náttúruleg fjölbreytni, gróska og grænir skógar á viðeigandi stöðum eftir að auka gildi Íslands fyrir íbúa þess og gestkomandi ferðamenn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 51

Málsnúmer 2306001FVakta málsnúmer

Fundargerð 51. fundar byggðarráðs frá 7. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sólborg vék af fundi og Einar E. Einarsson tók við fundarstjórn undir dagskrárlið 5.1. Sveinn F. Úlfarsson, Guðlaugur Skúlason, Álfhildur Leifsdóttir, Sveinn F. Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Sólborg S. Borgarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og Guðlaugur Skúlason tók sæti í hennar stað. Arnór Halldórsson hrl. tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað. Arnór fór yfir drög að bréfi til Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf.
    Byggðarráð samþykkir að Arnór leggi lokahönd á bréfið í samráði við sveitarstjóra og sendi til Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf.
    Bókun fundar Sólborg S. Borgarsdóttir óskar bókað að hún vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

    Afgreiðsla 51. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Lagðar fram umsóknir um hólf nr. 2 og 4 við Hofsós og Naustaland.
    Steindóra Ólöf Haraldsdóttir sækir um 2-2,5ha af Naustalandi til beitarnotkunar. Elisabeth Jansen sækir um 5,0ha af Naustalandi til beitarnotkunar. Rúnar Þór Númason sækir um hólf 2 og 4 við Hofsós og allt Naustaland 5ha til túnræktunar.
    Byggðarráð samþykkir að leigja Rúnari Þór Númasyni hólf 2 og 4 við Hofsós og Steindóru Ólöfu Haraldsdóttur 2ha af Naustalandi á móti Elisabeth Jansen sem fær 3ha til leigu. Leigutíminn verður til fimm ára. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að ganga frá leigusamningum um landið.
    Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 51. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Erindinu vísað frá 26. fundi skipulagsnefndar, þann 1. júní 2023, sem bókaði svo: "VG og óháð gera þá tillögu að stækka tjaldsvæðið í Varmahlíð um tún sem er í eigu sveitarfélagsins og er í beinu framhaldi af núverandi tjaldsvæði.
    Tjaldsvæðið í Varmahlíð er mikill ferðamannasegull, enda vel staðsett á veðursælum stað. Af vinsældum tjaldsvæðisins njóta margir þjónustuaðilar góðs, bæði afþreyingarstaðir og veitingasalar sem og önnur þjónusta.
    Umrætt tjaldsvæði fyllist gjarna af ferðafólki á sumrin svo vísa þarf gestum frá. Þessi stækkun væri talsverð og gæti sinnt mun fleiri ferðamönnum í sumar en hingað til.
    Skipulagsnefnd vísar erindinu til Byggðaráðs Skagafjarðar."
    Byggðarráð samþykkir að leita álits atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar á framtíðarsýn nefndarinnar varðandi tjaldsvæði sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Erindið var tekið fyrir á 15. fundi fræðslunefndar þann 1. júní 2023, sem bókaði eftirfarandi: "Á fundi fræðslunefndar þann 9. febrúar s.l. var ákveðið að bjóða út hádegisverð fyrir leikskóla og grunnskóla á Sauðárkróki. Ákvörðun þessi var staðfest í sveitarstjórn þann 15. febrúar 2023. Ákveðið var að leita til Consensa ehf. um að annast útboðið f.h. sveitarfélagsins. Var það gert í samræmi við lög og reglur sem gilda um opinber útboð. Að þessu sinni var jafnframt ákveðið að heimilt væri að bjóða í sitt hvorn hlutann, þ.e. leikskólann sér og grunnskólann sér. Einungis eitt tilboð barst í grunnskólahlutann, en ekkert í leikskólahlutann.
    Með hliðsjón af því að það tilboð sem barst reyndist vera 32% yfir kostnaðaráætlun samþykkir fræðslunefnd að hafna tilboðinu. Slík hækkun hefði óhjákvæmilega leitt til verulegrar kostnaðarhækkunar á fæðisgjöldum frá því sem nú er.
    Þess í stað leggur fræðslunefnd til að samningur við núverandi verksala verði framlengdur á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020 en hún felur í sér heimild til að framlengja samning um eitt ár í senn í tvö ár.
    Gott starf hefur verið unnið síðustu misseri í að bæta gæði skólamáltíða og verður þeirri vinnu haldið áfram. Fræðslunefnd vísar málinu til sveitarstjórnar."
    Álfhildur Leifsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:
    VG og óháð leggja til að aftur verði boðinn út hádegisverður fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki. Einnig fara VG og óháð fram á að reiknaður verði út kostnaður við að elda frá grunni í eldhúsi leikskólans Ársala ásamt þeim lágmarks kostnaði sem þarf til að það eldhús uppfylli þær aðstæður og skilyrði sem til þarf. Reikna á kostnað við að elda fyrir leikskólana annars vegar og bæði leikskólana og grunnskólann hins vegar. Með því að elda frá grunni í eldhúsi Ársala væri matarmálum leik- og grunnskóla á Sauðárkróki komið í góðan farveg til framtíðar.

    Meirihluti byggðarráðs samþykkir að hafna tillögu Álfhildar.

    Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í byggðarráði lýsa undrun á að fulltrúi VG og óháðra sé ekki samstíga sínum fulltrúum í fræðslunefnd. Þann 9. febrúar sl. var ákveðið í fræðslunefnd að bjóða út hádegisverð fyrir bæði Árskóla og Ársali. Var það samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa í fræðslunefnd. Sama staða var núna þegar niðurstaða útboðsins lá fyrir, að öll fræðslunefndin og þar með taldir fulltrúar VG og óháðra samþykktu afgreiðsluna sem gekk út á að framlengja samning við núverandi verksala um eitt ár á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020. Ástæða framlengingarinnar var að einungis eitt tilboð barst í sölu matar til Árskóla sem var 32% yfir áætluðum kostnaði og 70% yfir núverandi matarverði. Ekkert tilboð barst í sölu matar til Ársala og ekki er löglegt samkvæmt lögum um opinber innkaup að ganga til samninga við tilboðsgjafa.
    Fulltrúar meirihlutans leggja til að ákvörðun fræðslunefndar standi en að fræðslunefnd taki strax til skoðunar þá valkosti sem eru í boði og gætu tekið við til lausnar á matarmálum Árskóla og Ársala að aflokinni þessari eins árs framlengingu.

    Meirihluti byggðarráðs samþykkir að vísa afgreiðslu fræðslunefndar til sveitarstjórnar.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til 15. liðar, Útboð hádegisverðar leik- og grunnskóla á Sauðárkrkóki 2023. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. maí 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 103/2023, "Sameining stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins". Umsagnarfrestur er til og með 13.06.2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir að það er jákvætt fyrir sameiningu stofnana sem heyra undir ráðuneytið og sérstaklega með þá fyrirætlan að styrkja stofnanirnar og fjölga störfum á landsbyggðinni. Byggðarráð bendir í því samhengi á mikil tækifæri í eflingu starfsemi sem heyrir nú undir Minjastofnun en hið fallega og sögufræga hús Villa Nova á Sauðárkróki var fært Minjastofnun að gjöf fyrir nokkrum árum en stofnunin fyrirhugaði samhliða að efla starfsemi sína í Skagafirði. Sú fyrirætlan hefur ekki gengið eftir en starfsemi Minjastofnunar á Norðurlandi vestra er eigi að síður í húsinu og nóg pláss til að bæta þar við starfsmönnum. Einnig má benda á að um 20% af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands er í Skagafirði, mikil þekking á fornu handverki og byggingarlagi og því einboðið að byggja upp fagþekkingu á þessu sviði í Skagafirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. júní 2023, þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 106/2023, "Drög að reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna". Umsagnarfrestur er til og með 15.06.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 31. maí 2023 til sveitarstjórnar Skagafjarðar undirritað af starfsmönnum í leikskólum Skagafjarðar sem eru félagsmenn í Kili - stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, sem er aðildarfélag BSRB. Bréfið ber yfirskriftina "Við krefjumst réttlætis!" og er ritað í tilefni verkfalls BSRB og kjaradeilu við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 11

Málsnúmer 2305027FVakta málsnúmer

Fundargerð 11. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 1. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 11 Tekin fyrir styrkbeiðni Söguseturs íslenska hestsins vegna starfsemi á árinu 2023.
    Ragnar Helgason vék af fundi undir þessum lið.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk að fjárhæð 1.500 þúsund krónur fyrir starfsárið 2023. Tekið af lið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • 6.2 2303296 Víkingurinn 2023
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 11 Tekið fyrir erindi vegna Víkingsins 2023 sem fer fram 14. - 16. júlí. Leitað er að fjórum sveitarfélögum þar sem keppt yrði í 2 keppnisgreinum á hverjum stað. Með Víkingnum 2023 er verið að sameina Vestfjarðavíkinginn, Austfjarðatröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja verkefnið um gistingu fyrir þátttakendur og starfsfólk Víkingsins ásamt einni máltíð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 11 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Skagfirska kammerkórnum vegna tónleika kórsins í Selfosskirkju ásamt Kammerkór norðurlands og kirkjukór Selfosskirkju þar sem flutt var verkið Magnificat.
    Atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið en nefndin getur ekki orðið við beiðni um fjárstyrk að þessu sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 11 Tekið fyrir erindi Kaupfélags Skagfirðinga þar sem Kaupfélag Skagfirðinga lýsir áhuga á að standa að ráðstefnu um "Ferðaþjónustu í Skagafirði" áskoranir og tækifæri, í samstarfi KS og sveitarfélagsins.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar erindinu og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari upplýsinga um verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 11 Tekin fyrir styrkbeiðni Leikhópsins Lottu þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 75.000 vegna leiksýningar leikhópsins á Sauðárkróki þann 17. júlí nk. Leiksýningin verður haldin á túninu við Hótel Miklagarð og verður rukkað inn á sýninguna.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hafnar styrkbeiðninni þar sem stefna nefndarinnar er að styrkja ekki viðburði sem settir eru upp í hagnaðarskyni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 11 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Íbúa- og átthagafélagi Fljóta vegna Félagsleika Fljótamanna 2023 en til stendur að halda Félagsleikana dagana 14.-16. júlí nk. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 sem yrði nýttur til að standa straum af kostnaði við verkefnið.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita umbeðinn styrk og hvetur íbúar til að mæta á Félagsleika Fljótamanna. Tekið af lið 05710.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 11 Tekin fyrir styrkbeiðni frá stjórn Byggjum upp Hofsós og nágrennis, dagsett 31. maí 2023 vegna bæjarhátíðarinnar Hofsós heim sem haldin verður 22. - 25. júní 2023.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja hátíðina um 300.000 kr. Tekið af lið 05710.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 11 Sveitarfélagið Skagafjörður hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða 2023
    að upphæð kr. 13.024.960 fyrir verkefnið "Staðarbjargavík - Hönnun útsýnispalla og stiga". Styrkurinn er veittur í undirbúnings- og hönnunarvinnu í Staðarbjargavík. Til stendur að hanna útsýnispalla og stiga niður í víkina með það að markmiði að bæta aðgengi, vernda stuðlabergið fyrir átroðningi og tryggja öryggi ferðamanna þar sem bratt er við stuðlabergið, en Staðarbjargavík er gríðarlega fjölsóttur áfangastaður. Til stendur að vinna hönnunina með heimafólki enda bera margir sterkar taugar til þessa fallega svæðis.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar styrknum sem er gríðarlega mikilvægur fyrir sveitarfélagið þar sem hann gerir sveitarfélaginu kleift að halda áfram þeirri vegferða að vinna markvisst að því að byggja upp innviði innan sveitarfélagsins sem styðja við ferðaþjónustu á svæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 11 Til kynningar tilkynning Markaðsstofu Norðurlands vegna áætlunarflugs til Akureyrar. Flugfélagið Condor hefur tilkynnt að hætt hafi verið við áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða frá Frankfurt sem hefjast átti um miðjan maí og standa fram í október. Mikil vinna hefur verið unnin í tengslum við flugið af hálfu heimamanna og Condor og stefnt er að því að nýta þann undirbúning fyrir árið 2024 en það skýrist á næstu vikum.


    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.

7.Félagsmála- og tómstundanefnd - 12

Málsnúmer 2305005FVakta málsnúmer

Fundargerð 12. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 9. maí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 12 Lagt fram til kynningar minnisblað frá frístundastjóra þar sem farið er yfir stöðu mála varðandi Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki dagana 3.- 6. ágúst.
    Nefndin fagnar góðum gangi í undirbúningi og væntir þess að mótið og umgjörð þess verði eins og best verður á kosið og vísar málinu til kynningar hjá Ungmennaráði Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 12 Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra þar sem farið er yfir stöðu frístundamála hjá sveitarfélaginu. Í minnisblaðinu er talnaefni um iðkendur, nýtingu húsa og eigna sveitarfélagsins og fleira. Mikil gróska er í skipulögðu frístunda- og íþróttastarfi í héraðinu, þar sem iðkendum hefur fjölgað síðustu ár í takt við hækkun Hvatapeninga. Aðstaða er almennt góð og mannvirkin mjög vel nýtt.
    Það er gleðilegt að sjá hversu mikil gróska er í skipulagðri frístundaiðkun ásamt því hversu mörg börn og ungmenni nýta sér íþróttaiðkun hér í Skagafirði. Það er jafnframt gleðilegt að sjá hversu Hús Frítímans er vel nýtt. Skipulagaðar frístundir gegna gríðarlega mikilvægu uppeldis hlutverki í formi forvarna, vellíðan og þroska barna og ungmenna. Á Íslandi teljast allir einstaklingar undir 18 ára aldri vera börn. Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna krefjast frekari stefnumótunar til framtíðar og samkvæmt skýrslu um stöðu frístundamála í Skagafirði þá þurfum við að efla og skapa frekari tækifæri til frístundaiðkunnar í dreifbýli Skagfjarðar ásamt því að koma á skipulögðu frístundastarfi fyrir 16 ára og eldri.
    Nefndin vísar erindinu til Ungmennaráðs Skagafjarðar til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum
  • 7.3 2305045 Ungmennahús
    Félagsmála- og tómstundanefnd - 12 VG og Óháð leggja til að Félagsmála- og tómstundanefnd finni úrlausnir og fjármagn til stofnunar ungmennahús fyrir 16-25 ára aldur fyrir næsta fjárhagsár.
    Nefndin tekur ekki afstöðu til málsins að svo stöddu en er sammála um að ræða málið frekar á næstu fundum sínum. Nefndin samþykkir einnig að óska eftir umsögn Ungmennaráðs Skagafjarðar um málið.
    Málinu frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 12 VG og Óháð leggja til að grein nr 4. í reglum um húsnæðismál Skagafjarðar verði breytt þannig að á fast grunnverð verði settur afsláttur vegna staðsetningar annars vegar og afsláttur vegna ástands hins vegar.
    Þannig sé veittur afsláttur á grunnverði ef íbúðir eru staðsettar fjarri þjónustu og eins ef ástand þeirra er ekki fullnægjandi. Samkvæmt 4. grein reglna þá er leiguverð per fermeter það sama fyrir allar félagslegar íbúðir Skagafjarðar, sama hvar hún er staðsett í firðinum eða í hvernig ásigkomulagi hún er. Óskum við jafnframt eftir því að eignarsjóður geri úttekt á íbúðum í eigu Sveitarfélagsins og flokki þær eftir ástandi.

    Tillaga VG og óháðra borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum á móti einu.

    Meirihluti félagsmála- og tómstundanefndar hafnar tillögunni og óskar bókað:
    Sveitarfélagið Skagafjörður hefur lagt ríka áherslu á að jafna þjónustu svo sem kostur er á milli íbúa héraðsins. Þannig má benda á að gjaldskrá hitaveitu er hin sama per orkueiningu óháð staðsetningu og gjaldskrá sorps er hin sama alls staðar í héraðinu. Það skyti því skökku við ef sveitarfélagið færi að taka upp ólíka gjaldskrá fyrir húsnæði eftir staðsetningu þess. Í þessu sambandi má geta þess að þeir sem eiga rétt á félagslegu húsnæði njóta niðurgreiðslu á leigu eftir tekju- og eignamörkum sínum.

    Þá má jafnframt benda á að í 4. gr. reglna um húsnæðismál í sveitarfélaginu Skagafirði er ákvæði þess efnis að sveitarstjóri geti tekið ákvörðun um lækkun leiguverðs fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs og hefur því ákvæði verið beitt í fáein skipti á liðnum árum.

    Fulltrúar VG og Óháðra ásamt Byggðalista óska bókað:
    Félagsmála- og tómstundanefnd fer með stefnumörkun í málaflokknum og ber okkur því að verja leigjendur og sjá til þess að sanngirni ríki. Önnur sveitarfélög hafa tekið upp þær reglur að gefa afslætti vegna ástands og/eða staðsetningu. Það eru því greinilega til lausnir og aðferðir til úrlausna ef viljinn er fyrir hendi.
    Bókun fundar Jóhanna Ey Harðardóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ítreka bókun Byggðalista og VG og óháðra. Einar E. Einarsson ítrekar bókun meirihluta byggðarráðs.
    Afgreiðsla 12. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 12 Samkvæmt upplýsingum frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 141,01 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.

    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 12 Lögð fram til kynningar 2. fundargerð ráðsins sem haldinn var 17.apríl sl. Fundargerðir ráðsins eru birtar á heimasíðu Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 12 Lögð fram eftirfarandi beiðni Öldungaráðs Skagafjarðar til félagsmála- og tómstundanefndar: "Öldungaráð beinir því til sveitarfélagsins að fara í stefnumótun í málefnum eldra fólks í samstarfi við Félag eldri borgara. Farið verði í upplýsingaöflun og þarfagreiningu í haust ". Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar erindinu og samþykkir að fara í stefnumótun í málefnum eldra fólks í samstarfi við Félag eldri borgara í Skagafirði á komandi hausti. Félagsmálastjóra er falið að koma með minnisblað um mögulega framkvæmd vinnunar til nefndar í september. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 12 Lögð fram til kynningar 4. fundargerð framkvæmdaráðs frá 16.mars sl. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 12 Lögð fram til kynningar 5. fundargerð fagráðs málefni fatlaðs fólks frá 5.apríl sl. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 12 Lögð fram til kynningar þingsályktunartillaga frá mennta- og barnamálaráðherra um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar. Tillagan felur í sér aðgerðir í 10 liðum sem ætlað er að bæta barnaverndarstarf á landsvísu og að börn verði sett í öndvegi í allri nálgun. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 12 Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna. Breytingarnar ná einkum til laga um skólahalds sem og íþróttalaga og æskulýðslaga. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum

8.Fræðslunefnd - 14

Málsnúmer 2305006FVakta málsnúmer

Fundargerð 14. fundar fræðslunefndar frá 9. maí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 14 Reglur þessar eru lagðar fram að nýju í tengslum við útboð á skólaakstri sem nú er í gangi. Efnislegar breytingar eru engar en texti uppfærður með tilliti til m.a. vísana í eldra útboð.
    Nefndin samþykkir reglurnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar fræðslunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 14 Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði lagðar fram. Sú breyting er gerð að í stað þess að skólahverfi Árskóla sé skilgreint frá Birkihlíð er það nú skilgreint frá Gili. Er það gert til samræmis við önnur ákvæði um skil skólahverfa.
    Nefndin samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til 13. liðar síðar á dagskránni, Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi. Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd - 14 Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna. Breytingarnar ná einkum til laga um skólahald sem og íþróttalaga og æskulýðslaga. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar fræðslunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 14 Lagt fram til kynningar frumvarp um lög um mennta- og skólaþjónustu. Frumvarpið snýr að nýrri stofnun sem stofnuð verður á grunni Menntamálastofnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar fræðslunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • 8.5 2209351 Öryggismyndavélar
    Fræðslunefnd - 14 Farið yfir drög að reglum um öryggismyndavélar, kostnað við uppsetningu þeirra og stöðu hvað varðar kaup á búnaði og uppsetningu.
    Nefndin felur starfsfólki fjölskyldusviðs að vinna áfram að málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar fræðslunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.

9.Fræðslunefnd - 15

Málsnúmer 2305026FVakta málsnúmer

Fundargerð 15. fundar fræðslunefndar frá 1. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 15 Á fundi fræðslunefndar þann 9. febrúar s.l. var ákveðið að bjóða út hádegisverð fyrir leikskóla og grunnskóla á Sauðárkróki. Ákvörðun þessi var staðfest í sveitarstjórn þann 15. febrúar 2023. Ákveðið var að leita til Consensa ehf. um að annast útboðið f.h. sveitarfélagsins. Var það gert í samræmi við lög og reglur sem gilda um opinber útboð. Að þessu sinni var jafnframt ákveðið að heimilt væri að bjóða í sitt hvorn hlutann, þ.e. leikskólann sér og grunnskólann sér. Einungis eitt tilboð barst í grunnskólahlutann, en ekkert í leikskólahlutann.
    Með hliðsjón af því að það tilboð sem barst reyndist vera 32% yfir kostnaðaráætlun samþykkir fræðslunefnd að hafna tilboðinu. Slík hækkun hefði óhjákvæmilega leitt til verulegrar kostnaðarhækkunar á fæðisgjöldum frá því sem nú er.
    Þess í stað leggur fræðslunefnd til að samningur við núverandi verksala verði framlengdur á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020 en hún felur í sér heimild til að framlengja samning um eitt ár í senn í tvö ár.
    Gott starf hefur verið unnið síðustu misseri í að bæta gæði skólamáltíða og verður þeirri vinnu haldið áfram. Fræðslunefnd vísar málinu til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til 14. liðar síðar á dagskránni, Útboð hádegisverðar leik- og grunnskóla á Sauðárkróki 2023. Samþykkt samhljóða.

10.Skipulagsnefnd - 26

Málsnúmer 2305025FVakta málsnúmer

Fundargerð 26. fundar skipulagsnefndar frá 1. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir og Sveinn F. Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 26 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 4. maí 2023, þá bókað:
    "Álfhildur Leifsdóttir fyrir hönd VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu varðandi tjaldsvæðið við Sauðárgil:
    Í ljósi bæði samfélagsumræðu og athugasemda íbúa við endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar hvað varðar uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá leggja VG og óháð til að leitað verði til íbúa um tillögur um framtíðar tjaldsvæði Sauðárkróks. Skipulagsnefnd fái tillögurnar á sitt borð og í framhaldi verði farið í íbúakosningu sem fyrst um framtíðar staðsetningu tjaldsvæðis á Sauðárkróki.
    Áform um uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá eru metnaðarfull en á sama tíma taka þau ekki nægjanlegt tillit til breytt landslags í þessari þjónustu. Tjaldsvæðum í dag fylgir mikil umferð, gjarnan þungir og fyrirferðamiklir eftirvagnar og oft stórir bílar. Vegna þessarar þróunar er mikilvægt að finna tjaldsvæðum góða staði í sátt við íbúa byggðar hvers sveitarfélags. Svæðið við Sauðá er í miðri íbúðabyggð ásamt því að vera í nálægð við mikilvægt útivistarsvæði íbúa, Litla-Skóg. Nú þegar Flæðarnar, þar sem núverandi tjaldsvæði er, verður tekið til deiliskipulagsvinnu með upp byggingu menningarhúss að leiðarljósi er ljóst að færa þarf tjaldsvæðið þaðan innan skamms. Mikilvægt er að hraða verkefninu og hefja undirbúning sem svo sannarlega er þarfur, þannig að áfram verði hægt að bjóða gesti í tjöldum, húsbílum og vögnum velkomna til Sauðárkróks.

    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu á tillögu Álfhildar Leifsdóttur."

    Tillaga Álfhildar Leifsdóttur tekin til atkvæðagreiðslu og henni hafnað með tveimur atkvæðum. Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðarlistans situr hjá við atkvæðagreiðslu.

    Eyþór Fannar Sveinsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
    Varðandi að skipulagsnefnd samþykki að fresta afgreiðslu tillögu er varðar tjaldsvæði fyrir Sauðárkrók.
    Breytingin á aðalskipulagi við Sauðárgil sem er í vinnslu snýr að stækkun svæðis sem skilgreint er sem Afþreyingar og ferðamannasvæði. Sú stækkun getur haft jákvæð áhrif til framtíðar á nýtingu svæðisins til afþreyingar þó svo að tjaldsvæði rísi þar eður ei. Vinna við deiliskipulagstillögu af svæðinu með fyrirhuguðu tjaldsvæði er í ferli og við auglýsingu þess gefst íbúum 6 vikna frestur til að koma skoðunum sínum og athugasemdum á framfæri. Í framhaldi af auglýsingaferlinu er það í höndum skipulagsnefndar að greina afstöðu íbúa varðandi tillöguna. Á þessum tímapunkti í skipulagsferlinu tel ég því ekki tímabært að fara í íbúakönnun og -kosningu þar til auglýsingaferli deiliskipulagstillögu er lokið og meta í framhaldinu þörfina á könnun og kosningu.

    Tillaga Eyþórs Fannars Sveinssonar tekin til atkvæðagreiðslu og hún samþykkt með tveimur atkvæðum. Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknar situr hjá við atkvæðagreiðslu.

    Sigríður Magnúsdóttir formaður nefndarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
    Endurskoðað Aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð var samþykkt af sveitarstjórn 9. mars 2022 með öllum greiddum atkvæðum. Vinna við endurskoðun aðalskipulagsins stóð yfir í meira en tvö ár enda er markmiðið með aðalskipulaginu að leiða þróun samfélagsins og gera Skagafjörð sterkan til framtíðar, og því eðlilegt að lögð sé mikil vinna í verkið og það unnið í samráði við íbúa. Snemma í þessari vinnu komu fram hugmyndir í Skipulags- og byggingarnefnd um að hafa tvö tjaldsvæði á Sauðárkróki, annað milli Sæmundahlíðar og Sauðár en hitt á Nöfum og var því ætlað að taka við gestum á stórum viðburðum eins og t.d. íþróttamótum en hinu að þjóna ferðafólki þess á milli. Í gildandi aðalskipulaginu stendur:

    „Á Nöfum sunnan við kirkjugarðinn og ofan við íþróttasvæðið er tjaldstæði (AF-401). Gert er ráð fyrir að það verði styrkt og fest í sessi sem tjaldsvæði með þjónustuhúsi og öðrum innviðum til að taka við gestum. Stutt er frá tjaldsvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæinn eftir göngustígum. Á Flæðum norðan við sundlaugina hefur verið rekið tjaldsvæði, en gert er ráð fyrir að svæðið byggst upp í samræmi við stefnu miðsvæði M-401 og tjaldsvæðið víki. Gert er ráð fyrir nýju tjaldsvæði milli Sæmundarhlíðar og Sauðár. Þar er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir húsbíla og hjólhýsi. Með tveimur tjaldsvæðum verður sköpuð mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn á Sauðárkróki, sem styður við þá stefnu að gera sveitarfélagið að áfangastað ferðamanna“.

    Þessar hugmyndir fóru í gegnum tvö auglýsingaferli þar sem allir íbúar gátu gert athugasemdir og komið með ábendingar eða tillögur að nýrri eða öðrum staðsetningum. Einnig voru haldnir opnir kynningafundir fyrir íbúa þar sem farið var yfir allar helstu tillögur sem gerðar voru að breytingum og þar hugmyndir að framtíðar uppbyggingu tjaldsvæða á Sauðárkróki. Mjög óverulegar athugasemdir komu við þessar hugmyndir í kynningarferlunum, en margar voru til að lýsa ánægju sinni með þær og fannst þetta góð framtíðarsýn fyrir uppbyggingu tjaldsvæða á Sauðárkróki. Þessar hugmyndir voru jafnframt samþykktar af öllum flokkum samhljóða í bæði Skipulags- og byggingarnefnd og Sveitarstjórn við afgreiðslu á bæði Vinnslutillögunni og við lokaafgreiðslu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Í ljósi þessa alls má því ljóst vera að íbúar hafa haft fjölmörg tækifæri til að koma fram með nýjar hugmyndir að staðsetningu, en þær hafa ekki komið og eru ekki heldur nú í tillögu VG og óháðra. Formaður Skipulagsnefndar Sigríður Magnúsdóttir telur því eðlilegt að unnið verði áfram með þær hugmyndir sem samþykktar voru í gildandi Aðalskipulagi og klárað verði deiliskipulag af svæðinu milli Sæmundarhlíðar og Sauðár. Í þeirri vinnu mun koma fram með skýrum hætti hvernig hugmyndin er að byggja svæðið upp ásamt aðkomu að því og fleiru sem skiptir máli við hönnun á slíku svæði. Deiliskipulagstillagan með öllum gögnum og upplýsingum verður svo auglýst eins og lög gera ráð fyrir og þá geta íbúar komið með athugasemdir eða ábendingar byggðar á nýjustu gögnum um áætlaða hönnun svæðisins. Við teljum því ekki tímabært að fara í íbúakostningu eða umræðu um aðra staðsetningu á þessum tímapunkti og höfnum því tillögu VG og óháðra.

    Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins og Þröstur Magnússon kom inn í hans stað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Freyjugarðsins á Sauðárkróki unnin af Landslagi. Skipulagssvæðið er í Túnahverfi á Sauðárkróki og er um 2,5 ha að stærð og afmarkast af götunni Sæmundarhlíð og aðliggjandi lóðarmörkum við Gilstún, Eyrartún, Brekkutún og Sæmundarhlíð. Á svæðinu er körfuboltavöllur, malarstígar, dvalarsvæði, gróður og aparóla. Skipulagssvæðið er með aflíðandi halla og útsýni til allra átta. Aðkoma að svæðinu er í dag um Eyrartún. Svæðið tengist nærliggjandi svæðum með stígakerfi og er hluti af útivistarsvæði meðfram Skagfirðingabraut. Engar byggingar eru innan skipulagssvæðis.

    Skipulagsnefnd fagnar framtaki Freyjanna varðandi framtíðaruppbyggingu svæðisins.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins, Freyjugarðurinn - Deiliskipulag, til 16. liðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 26 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 9. febrúar 2023, þá undir málum Nestún 4 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi málsnúmer 2302029 og Nestún 24 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi málsnúmer 2301255.
    Á 10. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15. febrúar 2023 var samþykkt beiðni tveggja lóðarhafa um frávik frá gildandi deiliskipulagi fyrir Nestún þar sem óskað er eftir heimild til að byggja hús með einhalla þaki og hús með flötu þaki, en samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið skulu þök vera tvíhalla eða þakhalli skal vera, 14°-20°, en einnig eru valmaþök leyfileg. Umrædd beiðni kallaði á óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi.
    Sveitarstjórn samþykkti að verða við umbeðinni breytingu og að gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem þakgerðir verði valfrjálsar en hámarkshæðir bygginga breytist ekki og að breytingin skuli grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    Deiliskipulagsbreyting vegna Nestúns og Nestúns norðurhluta var grenndarkynnt dagana 21.04.2023 - 19.05.2023 í samræmi við ofangreinda bókanir, engar athugasemdir bárust.
    Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja umbeðna breytingar á skipulagi þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins, Nestún - Grenndarkynning - Deiliskipulagsbreyting, til 17. liðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 26 VG og óháð gera þá tillögu að stækka tjaldsvæðið í Varmahlíð um tún sem er í eigu sveitarfélagsins og er í beinu framhaldi af núverandi tjaldsvæði.

    Tjaldsvæðið í Varmahlíð er mikill ferðamannasegull, enda vel staðsett á veðursælum stað. Af vinsældum tjaldsvæðisins njóta margir þjónustuaðilar góðs, bæði afþreyingarstaðir og veitingasalar sem og önnur þjónusta.
    Umrætt tjaldsvæði fyllist gjarna af ferðafólki á sumrin svo vísa þarf gestum frá. Þessi stækkun væri talsverð og gæti sinnt mun fleiri ferðamönnum í sumar en hingað til.

    Skipulagsnefnd vísar erindinu til Byggðaráðs Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Sjöfn Guðmundsdóttir og Jón Sigurmundsson fyrir hönd Reykjarhóls ehf., þinglýsts eiganda Reykjarhóls lóðar, landnr. 146877, óska eftir staðfestingu á hnitsettri afmörkun landsins, eins og hún er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti S01, dags. 27. apríl 2023. Afstöðuuppdráttur var unnin á Verkfræðistofunni Stoð ehf.
    Lóðin er í dag skráð 5000 m². Eftir upmælingu er lóðin 8016 m².
    Innan lóðarinnar stendur frístundahús og aðstöðuhús/geimsla.

    Erindinu fylgir þinglýst yfirlýsing, skjal nr. 366/2023 þar sem landeigendur og eigandi mannvirkja á lóðinni staðfesta afmörkun lóðarinnar.

    Einnig óskað er eftir að breyta heiti sumarbústaðalandsins í Lynghóll.
    Þegar eru fimm landeignir í sveitarfélaginu með staðfangið Reykjarhóll lóð. Engin landareign er með heitið Lynghóll. Nýtt landheiti vísar til skráningar núverandi sumarhúss á landinu.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 3. maí síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna fyrirhugaðrar byggingu frístundahúss á Steinsstöðum lóð nr. 3.

    Meðfylgjandi er ófullgerður aðaluppdráttur, gerður af Yrki Arkitektum og afstöðumynd gerð á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni, númer S-01, dagsettur 17.05.2021.

    Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd falli innan skipulagsáætlana og gerir því ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Steinþór Tryggvason og Sigurlaug Stefánsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Kýrholt (landnr. 146413) óska eftir heimild til að stofna 1207 m2 spildu úr landi jarðarinnar, sem „Kýrholt 3“, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 75851000, dags. útg. 27. apríl 2023.
    Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði íbúðarhúsalóð (10).
    Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu og breytt landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði.
    Landskiptin eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.

    Kvöð um yfirferðarrétt verður um heimreið Kýrholts að Kýrholti 3.
    Landheiti útskiptrar spildu er ekki að finna á öðru landi í Skagafirði.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum, utan að hafa frían aðgang að heitu vatni sem er á jörðinni til kyndingar og neysluvatni úr neysluvatnslögn lögbýlisins.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Kýrholti, landnr. 146413.

    Undirritaðir þinglýstir eigendur jarðarinnar Kýrholt (landnr. 146413), óska jafnframt eftir heimild til að stofna 543 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús, líkt og sýnt er á meðfylgjanid uppdrætti. Hámarsbyggingarmagn 250 m2. Aðkoma að lóðinni verður um heimreið og vegarslóða í landi Kýrholts.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá 4. maí síðastliðnum þar sem Guðmundur Páll Ingólfsson, Margrét Eyjólfsdóttir og börn landeigendur á Lækjargerði hafna alfarið áformum Landsnets um lagningu loftlínu um land þeirra. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá 22. maí síðastliðnum þar sem Páll Arnar Ólafsson og Linda Hlín Sigbjörnsdóttir landeigendur á Laugamel hafna alfarið áformum Landsnets um lagningu Blöndulínu 3 um land þeirra. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá 18. maí síðastliðnum þar sem María Reykdal Starrastöðum, Þórunn Eyjólfsdóttir Starrastöðum, Margrét Eyjólfsdóttir Starrastöðum og Lækjargerði, Páll Starri Eyjólfsson Starrastöðum og Stefanía Guðrún Eyjólfsdóttir Starrastöðum hafna alfarið áformum Landsnets um lagningu loftlínu um land þeirra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá 22. maí síðastliðnum þar sem Rósa Björnsdóttir landeigandi á Hvíteyrum hafnar alfarið áformum Landsnets um lagningu loftlínu um land hennar. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Búið er að gefa út tillögu að kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2023-2032. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem áætlunin er gefin út í kjölfar breytinga á raforkulögum, en áður kom hún út árlega.
    Helsta breyting frá síðustu kerfisáætlun snýr framsetningu áætlana. Tekin hefur verið sú ákvörðun að birta samþætta tímasetta áætlun um þróun og endurnýjun í öllum flutningskerfum Landsnets sem er skipt niður eftir landshlutum. Þetta er gert í þeim tilgangi að auka gagnsæi í áætlanagerð og hjálpa þannig hagsmunaaðilum að átta sig á því hver áform Landsnets um uppbyggingu eru. Einnig hefur verið ákveðið að láta áætlanir ná yfir 20 ára tímabil, þó með þeim fyrirvara að óvissa sé meiri eftir því sem fjær dregur í tíma. Þetta er mögulegt m.a. vegna þeirrar vinnu við greiningar og endurskoðun á áætlanagerð sem ráðist var í eftir útgáfu á skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum sem gefin var út í mars 2022. Í þeim greiningum var farið yfir þróun flutningskerfisins fram til ársins 2040 og það metið hvernig styrkingar á kerfinu styðja við áætlanir stjórnvalda um orkuskipti. Þetta á ekki einungis við meginflutningskerfið, heldur um alla hluta flutningskerfisins, en í kerfisáætlun 2023-2032 eru settar eru fram tímasettar áætlanir um þróun og endurnýjun alls kerfisins.
    Kerfisáætlunin samanstendur af þremur skýrslum, Langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins, framkvæmdaáætlun fyrir árin 2024-2024 og umhverfisskýrslu og má finna þær á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is
    Allir sem áhuga hafa á uppbyggingu innviða til að kynna sér efni áætlunarinnar og skila inn umsögnum fyrir lok umsagnarfrestsins.

    Frestur til að skila inn umsögnum er til 30. júní næstkomandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Erindi til allra sveitarfélaga
    Betra Ísland - og grænna
    Á stjórnarfundi Skógræktarfélag Íslands þann 15. maí s.l. var fjallað m.a.
    um rangfærslur sem nýlega voru sendar sveitarfélögum um skógrækt. Af
    því tilefni telur Skógræktarfélag Íslands nauðsynlegt að koma eftirfarandi á
    framfæri.
    Rétt er að geta þess að sveitarfélög víðsvegar um land eru aðal samstarfsaðili skógræktarfélaga.
    Ísland er ekki viði vaxið land. Það er talið eitt fátækasta land Evrópu af skógum.
    Rannsóknir hafa sýnt að miðað við óbreyttar gróðursetningar, sem nú eru um 6 milljón plantna á ári á um 2.500 hektara lands, muni ræktaðir skógar aukast úr 0,47% í 0,79% af flatarmáli ræktanlegs lands.

    Ef dæmið gengur upp og fjármunir fást í tvöföldun þessarar ræktunar, þ.e.a.s. að gróðursettar verði um 12 milljón plöntur á ári sem muni þekja um 5000 ha
    árlega, þá verðum við í mesta lagi komin í um 1,19% skógarþekju um 2050.
    Því miður er ástæða til að óttast að því markmiði verði ekki náð þar sem plöntuframleiðsla í landinu nægir ekki til framleiðslu 12 milljón platna á ári. En
    jafnvel þótt háleitustu markmið skógræktarfólks næðu fram að ganga yrði einungis búið að ganga á 2% tiltæks lands undir 400 m hæð með ræktuðum trjátegundum af erlendum uppruna árið 2050.
    Þessi niðurstaða sýnir að upphrópanir andstæðinga skógræktar byggjast á fölskum forsendum, sem virðast til þess ætlaðar að villa fólki sýn og skapa úlfúð
    og hnýta í það fólk sem fæst við skógrækt - skógræktarfélög, skógarbændur, sveitarfélög og stofnanir sem fást við skógrækt af ýmsum toga til að bæta
    mannlíf og náttúru á Íslandi. Ísland þarfnast meira skóglendis, og að hlúð verði betur að þeim trjám sem fyrir eru í landinu. Áframhaldandi skógrækt er einnig
    ein forsenda þess að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar um kolefnisbindingu andrúmsloftsins.
    Stjórn Skógræktarfélags Íslands varar við neikvæðum málflutningi andstæðinga skógræktar og lýsir sig reiðubúna til að veita upplýsingar og
    halda áfram að vinna með stjórnvöldum og sveitarfélögum landsins að því að klæða landið, gera það byggilegra og náttúruvænna með skipulagðri
    skógrækt. Þannig eiga náttúruleg fjölbreytni, gróska og grænir skógar á viðeigandi stöðum eftir að auka gildi Íslands fyrir íbúa þess og gestkomandi
    ferðamenn.

    Stjórn Skógræktarfélags Íslands
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 15 þann 03.05.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 16 þann 12.05.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd - 14

Málsnúmer 2305007FVakta málsnúmer

Fundargerð 14. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 11. maí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 11.1 2304132 Umhverfisdagar 2023
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 14 Umhverfisdagar Skagafjarðar verða haldnir dagana 20. - 27. maí nk. Íbúar, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði eru hvött til að taka höndum saman, tína rusl, taka til og fegra í sínu nærumhverfi. Hefur þetta verið árviss viðburður allt frá árinu um 1990. Áhersla lögð á hreinsun hjá fyrirtækjum í dreifbýli og þéttbýli og gámasvæði í þéttbýli. Eins og síðastliðin ár, eru íbúar hvattir til þess að líta í kringum sig og njóta nærumhverfis og þess sem náttúran hefur uppá að bjóða. Í gróðurhúsi sveitarfélagsins í Sauðármýri eru ræktuð sumarblóm sem fegra þéttbýlisstaði í Skagfirði á sumrin. Fólk er velkomið að koma og kynna sér starfsemina frá 9-12 dagana 20. - 26. maí.

    Umhverfis- og samgöngunefnd vill minna lóðarhafa á að skylt er að halda vexti trjáa og runna á lóðum innan lóðarmarka og íbúar eru hvattir til að huga að því sérstaklega við götur og gangstíga og klippa gróðurinn og stuðla þannig að auknu öryggi vegfarenda.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að tekið verði gjaldfrjálst við eftirtöldum úrgangi í flokki 1 í gjaldskrá sveitarfélagsins; blandaður byggingarúrgangur, blandaður úrgangur í urðun og málað/fúavarið timbur. Söfnunin fer fram á móttökustöðum og á eingöngu við um sorp frá íbúum. Jafnframt verður rætt við Íslenska gámafélagið um söfnun á járni í dreifbýli.

    Einnig tekin umræða um málun ganstétta/umhverfis í regnbogalitum. Nefndin mun skoða málið og leggja til hentug svæði sem mætti mála í regnbogalitum.

    Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra sat fundinn undir þessum lið.
    Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 14 Kirkjutorgið er kennileiti á Sauðárkróki og er mikilvægt að það sé fallegt og vel um gengið. Fyrir liggur kostnaðaráætlun um endurnýjun á gangstétt meðfram blómabeði í miðju kirkjutorgsins.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að ráðist verði í endurnýjun á hellum við græna svæðið á Kirkjutorgi. Markmið verksins er að gera Kirkjutorgið snyrtilegra og meira hvetjandi fyrir íbúa og ferðamenn til að stoppa við og njóta. Hellulögn verður endurýjuð ásamt því að farið verður í nauðsynlega jarðvegsvinnu sem fylgir verkinu. Nefndin leggur áherslu á að ef náist ekki að ljúka framkvæmdum fyrir gróðursetningu sumarblóma, þá verður framkvæmdum frestað fram á haust, kostnaður verður greiddur úr viðhaldi gangstétta. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.

    Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • 11.3 2208039 Gilsbakkavegur
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 14 Byggðarráð samþykkti á 8. fundi þann 10.08.2022 að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að láta gera nauðsynlegar lagfæringar á veginum. Jafnframt er umhverfis- og samgöngunefnd falið að leggja fram áætlun um viðhald og endurbætur á vegslóðanum fram að Merkigili um Gilsbakkaland.

    Nefndin ákveður að fé sem ráðstafað var frá Vegagerðinni til viðhalds á Gilsbakkavegi á sínum tíma verði varið til framkvæmdarinnar á þessu ári. Sviðsstjóra falið að fá verktaka í verkið og að framkvæmdum ljúki sem fyrst. Um er að ræða endurbætur á vegi frá Stekkjarflötum að Gilsbakka. Til ráðstöfunar í verkefnið eru 4 milljónir. Hvað varðar leiðina frá Gilsbakka að Merkigili mun nefndin leita eftir samstarfi við landeigendur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 14 Eigandi Hrólfsstaða sendir inn erindi og gerir athugasemd við álagningu sorpeyðingargjalds fyrir Hrólfstaði.

    Umhverfis- og samgöngunefnd vísar til 1 gr. gjaldskrár fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði nr. 302/2023.

    Sorpgjaldið er lagt á skv. samþykkt nr. 301 um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði frá 10. Mars 2023. Gjaldið er lagt á allar íbúðir/íbúðarhús eða sumarhús þar sem gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við sorphirðu, sorpeyðingu og urðun sorps, ásamt kostnaði við rekstur endurvinnslu- og grenndarstöðva. Sveitarstjórn skal innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Gjaldið skal ákveðið í gjaldskrá sem sett er samkvæmt ákvæðum 23. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og 5. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Ekki er heimilt að fella niður eða gefa afslátt af sorpgjaldinu. Skv. 5. gr. í samþykktinni er húsráðendum s.s. húseigendum og öðrum umráðamönnum húsnæðis skylt að nota þær aðferðir og þau ílát við geymslu og meðferð úrgangs sem sveitarstjórn ákveður hverju sinni, í samráði við heilbrigðisnefnd og í samræmi við lög og reglur þar að lútandi.
    Ef eigandi íbúðar telur að ekki sé þörf á tunnum vegna lítillar viðveru, plássleysis, snjóþunga eða eigandi vill koma sorpi sjálfur á móttökustöð, getur hann óskað eftir því að tunnur verði fjarlægðar.
    Innifalið í sorpgjaldinu er klippikort sem hægt er að nota til að skila sorpi á móttökustöð án endurgjalds. Allir sem greiða sorpgjald eða sorpeyðingargjald fá árlega rafrænt klippikort sem inniheldur losun á 4 m³ af gjaldskyldum úrgangi og gildir út árið. Til að komast inn á móttökustöðvar þurfa notendur að sýna klippikort. Einungis er klippt fyrir gjaldskyldan úrgang og tekið er á móti ógjaldskyldum úrgangi án klipps. Tilgangur klippikortsins er að flokkun verði markvissari og að kostnaður verði greiddur af þeim sem stofna til hans. Kortið veitir aðgang að svæðinu og því er nauðsynlegt er að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á gámasvæðið hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan úrgang er að ræða. Hvert klipp er upp á 0,25m³ sem samsvarar 240 lítra heimilistunnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 14 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, bauð til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku. Ráðherra skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ. á m. um lagaumhverfi og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum. Starfshópurinn hefur nú skilað stöðuskýrslu til ráðherra og verða niðurstöður hennar til umræðu á fundunum og fulltrúar starfshópsins til svara um efni skýrslunnar. Stöðuskýrslan dregur saman helstu álitaefni sem ramma inn umræðuna og boðar ráðherra þess vegna til opinna funda þar sem almenningur fær tækifæri til þess að kynna sér stöðuskýrsluna og eiga beint samtal við starfshópinn og ráðherra, áður en hópurinn skilar formlegum niðurstöðum og tillögum að stefnumótun ríkisins í þessum efnum. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.

12.Umsókn um stofnframlag - breyting Sólgarðaskóla

Málsnúmer 2004256Vakta málsnúmer

Vísað frá 48. fundi byggðarráðs frá 17. maí 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Erindið var tekið fyrir í byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 6. maí 2020 á 913. fundi ráðsins og staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar þann 3. júní 2020. Skagafjörður hefur sótt um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að breyta hluta Sólgarðaskóla í fimm leiguíbúðir sem eru samtals 430,71 fm. Þær skiptast í 3ja herbergja íbúð sem er 82,95 fm, 3ja herbergja íbúð sem er 83,90 fm, 2ja herbergja íbúið sem er 68,42 fm, 4ra herbergja íbúð sem er 100,06 fm og 4ra herbergja íbúð sem er 95,38 fm. Íbúðirnar eru allar á einni hæð og með sér inngangi. Beint stofnframlag sveitarfélagsins til byggingar íbúðanna sbr. lög um almennar íbúðir nr. 52/2016 nemur 23.228.235 kr. Byggðarráð samþykkir að leggja fram stofnframlag til gerðar fimm íbúða, í formi fjárframlags, niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum og gjalda vegna byggingarleyfis og skráningar í fasteignaskrá, á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar."

Til máls tóku Álfhildur Leifsdóttir og Einar E. Einarsson.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Kálfárdalur L224046, afsal

Málsnúmer 2305041Vakta málsnúmer

Vísað frá 48. fundi byggðarráðs frá 17. maí 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lagt fram afsal dagsett 28. mars 2023 vegna sölu á fasteigninni Kálfárdalur lóð, F2139884 ásamt lóðarleiguréttindum lóðar L224046 sbr. þinglýstan lóðarleigusamning frá 7. júlí 2016. Dalurinn, félagasamtök, kt. 580416-0630 er afsalshafi. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við söluna og afsalsútgáfuna og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar í samræmi við kvöð 7. greinar í framangreindum lóðarleigusamningi."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi

Málsnúmer 2304147Vakta málsnúmer

Vísað frá 50. fundi byggðarráðs frá 31. maí 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Lögð fram eftirfarandi bókun frá 14. fundi fræðslunefndar frá 9. maí 2023:
"Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði lagðar fram. Sú breyting er gerð að í stað þess að skólahverfi Árskóla sé skilgreint frá Birkihlíð er það nú skilgreint frá Gili. Er það gert til samræmis við önnur ákvæði um skil skólahverfa. Nefndin samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir." Byggðarráð samþykkir breyttar reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

15.Útboð hádegisverðar leik- og grunnskóla á Sauðárkrkóki 2023

Málsnúmer 2301162Vakta málsnúmer

Málinu vísað til sveitarstjórnar frá 51. fundi byggðarráðs þann 7. júní 2023 þannig bókað:
"Erindið var tekið fyrir á 15. fundi fræðslunefndar þann 1. júní 2023, sem bókaði eftirfarandi: "Á fundi fræðslunefndar þann 9. febrúar s.l. var ákveðið að bjóða út hádegisverð fyrir leikskóla og grunnskóla á Sauðárkróki. Ákvörðun þessi var staðfest í sveitarstjórn þann 15. febrúar 2023. Ákveðið var að leita til Consensa ehf. um að annast útboðið f.h. sveitarfélagsins. Var það gert í samræmi við lög og reglur sem gilda um opinber útboð. Að þessu sinni var jafnframt ákveðið að heimilt væri að bjóða í sitt hvorn hlutann, þ.e. leikskólann sér og grunnskólann sér. Einungis eitt tilboð barst í grunnskólahlutann, en ekkert í leikskólahlutann.
Með hliðsjón af því að það tilboð sem barst reyndist vera 32% yfir kostnaðaráætlun samþykkir fræðslunefnd að hafna tilboðinu. Slík hækkun hefði óhjákvæmilega leitt til verulegrar kostnaðarhækkunar á fæðisgjöldum frá því sem nú er.
Þess í stað leggur fræðslunefnd til að samningur við núverandi verksala verði framlengdur á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020 en hún felur í sér heimild til að framlengja samning um eitt ár í senn í tvö ár.
Gott starf hefur verið unnið síðustu misseri í að bæta gæði skólamáltíða og verður þeirri vinnu haldið áfram. Fræðslunefnd vísar málinu til sveitarstjórnar."
Álfhildur Leifsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:
VG og óháð leggja til að aftur verði boðinn út hádegisverður fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki. Einnig fara VG og óháð fram á að reiknaður verði út kostnaður við að elda frá grunni í eldhúsi leikskólans Ársala ásamt þeim lágmarks kostnaði sem þarf til að það eldhús uppfylli þær aðstæður og skilyrði sem til þarf. Reikna á kostnað við að elda fyrir leikskólana annars vegar og bæði leikskólana og grunnskólann hins vegar. Með því að elda frá grunni í eldhúsi Ársala væri matarmálum leik- og grunnskóla á Sauðárkróki komið í góðan farveg til framtíðar.

Meirihluti byggðarráðs samþykkir að hafna tillögu Álfhildar.

Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í byggðarráði lýsa undrun á að fulltrúi VG og óháðra sé ekki samstíga sínum fulltrúum í fræðslunefnd. Þann 9. febrúar sl. var ákveðið í fræðslunefnd að bjóða út hádegisverð fyrir bæði Árskóla og Ársali. Var það samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa í fræðslunefnd. Sama staða var núna þegar niðurstaða útboðsins lá fyrir, að öll fræðslunefndin og þar með taldir fulltrúar VG og óháðra samþykktu afgreiðsluna sem gekk út á að framlengja samning við núverandi verksala um eitt ár á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020. Ástæða framlengingarinnar var að einungis eitt tilboð barst í sölu matar til Árskóla sem var 32% yfir áætluðum kostnaði og 70% yfir núverandi matarverði. Ekkert tilboð barst í sölu matar til Ársala og ekki er löglegt samkvæmt lögum um opinber innkaup að ganga til samninga við tilboðsgjafa.
Fulltrúar meirihlutans leggja til að ákvörðun fræðslunefndar standi en að fræðslunefnd taki strax til skoðunar þá valkosti sem eru í boði og gætu tekið við til lausnar á matarmálum Árskóla og Ársala að aflokinni þessari eins árs framlengingu.

Meirihluti byggðarráðs samþykkir að vísa afgreiðslu fræðslunefndar til sveitarstjórnar."

Álfhildur Leifsdóttir, Einar E. Einarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir tóku til máls.

Einar E. Einarsson leggur fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn lýsa undrun sinni á þeim vinnubrögðum sem fulltrúar VG og óðháðra viðhafa í sveitarstjórn og að þeir séu ekki samstíga sínum fulltrúm í Fræðslunefnd. Þann 9. febrúar sl. var ákveðið í fræðslunefnd að bjóða út hádegisverð fyrir bæði Árskóla og Ársali. Var það samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa í fræðslunefnd. Sama staða var núna þegar niðurstaða útboðsins lá fyrir, að öll fræðslunefndin og þar með taldir fulltrúar VG og óháðra samþykktu afgreiðsluna sem gekk út á að framlengja samning við núverandi verksala um eitt ár á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020. ,Ástæða framlengingarinnar var að einungis eitt tilboð barst í sölu matar til Árskóla sem var 32% yfir áætluðum kostnaði og 70% yfir núverandi matarverði. Ekkert tilboð barst í sölu matar til Ársala og ekki er löglegt samkvæmt lögum um opinber innkaup að ganga til samninga við tilboðsgjafa vegna Árskóla. Í framhaldinu mun svo fræðslunefnd taka til skoðunar þá valkosti sem eru í boði og gætu tekið við sem lausn á matarmálum Árskóla og Ársala að aflokinni þessari eins árs framlengingu."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

16.Freyjugarðurinn - Deiliskipulag

Málsnúmer 2305141Vakta málsnúmer

Vísað frá 26. fundi skipulagsnefndar frá 1. júní 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Freyjugarðsins á Sauðárkróki unnin af Landslagi. Skipulagssvæðið er í Túnahverfi á Sauðárkróki og er um 2,5 ha að stærð og afmarkast af götunni Sæmundarhlíð og aðliggjandi lóðarmörkum við Gilstún, Eyrartún, Brekkutún og Sæmundarhlíð. Á svæðinu er körfuboltavöllur, malarstígar, dvalarsvæði, gróður og aparóla. Skipulagssvæðið er með aflíðandi halla og útsýni til allra átta. Aðkoma að svæðinu er í dag um Eyrartún. Svæðið tengist nærliggjandi svæðum með stígakerfi og er hluti af útivistarsvæði meðfram Skagfirðingabraut. Engar byggingar eru innan skipulagssvæðis.

Skipulagsnefnd fagnar framtaki Freyjanna varðandi framtíðaruppbyggingu svæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún víkur af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Álfhildur Leifsdóttir tók til máls aðrir ekki.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir lýsinguna, með átta atkvæðum, og að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

17.Nestún - Grenndarkynning - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2304117Vakta málsnúmer

Vísað frá 26. fundi skipulagsnefndar þann 1. júní 2023 þannig bókað.

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 9. febrúar 2023, þá undir málum Nestún 4 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi málsnúmer 2302029 og Nestún 24 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi málsnúmer 2301255.
Á 10. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15. febrúar 2023 var samþykkt beiðni tveggja lóðarhafa um frávik frá gildandi deiliskipulagi fyrir Nestún þar sem óskað er eftir heimild til að byggja hús með einhalla þaki og hús með flötu þaki, en samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið skulu þök vera tvíhalla eða þakhalli skal vera, 14°-20°, en einnig eru valmaþök leyfileg. Umrædd beiðni kallaði á óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkti að verða við umbeðinni breytingu og að gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem þakgerðir verði valfrjálsar en hámarkshæðir bygginga breytist ekki og að breytingin skuli grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Deiliskipulagsbreyting vegna Nestúns og Nestúns norðurhluta var grenndarkynnt dagana 21.04.2023 - 19.05.2023 í samræmi við ofangreindar bókanir, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðnar breytingar á skipulagi þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna, með níu atkvæðum.

18.Fundagerðir Norðurár bs 2023

Málsnúmer 2301005Vakta málsnúmer

Fundargerð 110. stjórnarfundar Norðurár bs. frá 9.maí 2023 lögð fram til kynningar á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023

19.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Nlv. 2022

Málsnúmer 2201006Vakta málsnúmer

Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 26. ágúst, 27. október og 24. nóvember 2022 lagðar fram til kynningar á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023.

20.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Nl. vestra. 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 19. janúar, 28. febrúar og 12. apríl 2023 lagðar fram til kynningar á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023

21.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

926. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag frá 17. maí, 927. fundargerð frá 26. maí og 928. fundargerð frá 2. júní 2023 lagðar fram til kynningar á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023

Fundi slitið - kl. 18:15.